Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 52
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Þórir Haukur Einarsson fyrrv. skólastjóri, Fiskinesi, Drangsnesi, andaðist föstudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 5. nóvember kl. 14. Lilja Sigrún Jónsdóttir Hólmfríður Þórisdóttir Pétur Örn Pétursson Þóra Þórisdóttir Sigurður Magnússon Guðbjörg Þórisdóttir Ágúst Þór Eiríksson Ásta Þórisdóttir Svanur Kristjánsson Einar Haukur Þórisson Kristjana Pálsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðrúnar M. Hafsteinsdóttur Granaskjóli 6. Jóhannes Kr. Jónsson Bára Guðrúnard. Jóhannesd. Guðmann S. Magnússon Guðjón Jóhannesson Guðmunda Ásgeirsdóttir Albert Jóhannesson Jóhanna Tryggvadóttir barnabörn- og barnabarnabarn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Margrét Gunnarsdóttir bóndi, Bakkárholti í Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, sunnudaginn 30. október, kl. 14.00. Helga Guðný Kristjánsdóttir Björn Birkisson Fanný Margrét Bjarnardóttir Eiríkur G. Johansson Sindri Gunnar Bjarnarson Þórunn Ólafsdóttir Aldís Þórunn Bjarnardóttir Geir Gíslason Hólmfríður María Bjarnardóttir Guðrún María, Sigurbjörg Ólöf og Rakel Ósk Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Þorkell Bergsson lést föstudaginn 21. október sl. Útförin fer fram frá Grafarvogs- kirkju í Reykjavík, mánudaginn 31. október, kl. 13.00. Ásta Aðalheiður Ingólfsdóttir Bergur Þorkelsson Sigríður Ósk Halldórsdóttir Þórey Þorkelsdóttir Anton Lundberg Kristi Jo Jóhannsdóttir Nancy Lyn Jóhannsdóttir Laufey Anna Guðmundsdóttir Birna Bergsdóttir Björgvin Bergsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Lúðvíksdóttir Eyravegi 20, Selfossi, áður Kvistum, Ölfusi, lést föstudaginn 21. október sl. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju miðvikudaginn 2. nóvember, kl. 13.30. Jarðsett verður að Kotströnd. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Júlíus Sigurbjörnsson Ingibjörg Einarsdóttir Stefán Sigurbjörnsson Hjördís Högna Sigurður J. Sigurbjörnsson Geirþrúður Sigurðardóttir Jórunn K. Sigurbjörnsdóttir Rúnar Sigurjónsson Guðbjörg Katrín Sigurbjörnsdóttir Júlíana S. Hilmisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Ívars H. Friðþjófssonar Klapparhlíð 5, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun. Guðlaug Helgadóttir Lilja Ívarsdóttir Lóa Mjöll og María Sól Kristjánsdætur Inga Ívarsdóttir Björn Jóhannsson Ívar Örn, Snorri, Finnur og Björn Ingi Björnssynir Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Soffía Wedholm Gunnarsdóttir lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans að kvöldi miðvikudagsins 26. október. Helgi Björnsson Jóna Jóhannesdóttir Wedholm Gunnar Wedholm Helgason Þóra Björk Eysteinsdóttir Ólöf Helgadóttir Guðmundur J. Kristjánsson Erlen Björk Helgadóttir Kristinn Ottason og barnabörn. „Ein af mörgum skemmtilegum hliðum á Vökudögum er sú staðreynd að þetta er grasrótarhátíð. Skipulagningin er ekki bara í höndum okkar hjá bæjar- yfirvöldum heldur finna margir bæjar- búar það upp hjá sjálfum sér að standa fyrir hinum ýmsu viðburðum,“ segir Ella María Gunnarsdóttir, forstöðu- maður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað. Menningarhátíðin Vökudagar sem fer fram á Akranesi var sett í gær og stendur yfir fram til 6. nóvem ber næstkomandi. Fyrstu Vökudagarnir voru haldnir árið 2002 og er þetta því í 15. sinn sem hátíðin er haldin, en tilgangur hennar er meðal annars að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skamm- degið. „Vökudagar hafa hlotið góðan hljómgrunn og farið vaxandi ár frá ári,“ segir Ella María og bætir við að hátíðin njóti ekki síður vinsælda hjá utan- bæjarfólki en Akurnesingum sjálfum. „Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að þetta er svo stuttur rúntur frá höfuðborgarsvæðinu og tilvalið að gera sér dagamun með því að kíkja upp á Skaga.“ Meðal þess sem er á dagskrá Vöku- daga í ár eru ljósmyndasýningar, mynd- listarsýningar, tónleikar, fyrirlestrar og ýmiss konar sýningar. Ein ber titilinn Bæjarbytturnar, brennivínið og bann- árin, þar sem fjallað er um tímann sem áfengi var bannað á Íslandi og þekkta drykkjumenn frá Akranesi. Sýningin fer fram í Stúkuhúsinu og þar heldur líka Stefán Pálsson, sagnfræðingur og áhugamaður um áfengi, fyrirlestur um efni sýningarinnar. Ella María segir Akranesbæ í miklum blóma um þessar mundir, en íbúar bæjarins hafa aldrei verið fleiri og hann stækkar ört. „Í sumar fór íbúafjöldinn yfir 7.000 manns, það er verið að byggja mikið og ef íbúð hér kemur á sölu er hún seld nánast daginn eftir,“ segir Ella María. Nánari upplýsingar um dagskrá Vökudaga er að finna á akranes.is. kjartang@frettabladid.is Vökudagar í 15. sinn Menningarhátíðin Vökudagar á Akranesi stendur yfir til 6. nóvember. Ella María Gunn- arsdóttir hjá Akraneskaupstað segir bæinn í sérlega miklum blóma þessa dagana. Vökudagar fara fram í fimmtánda sinn á Akranesi í ár. Mynd/JónAs H. OttóssOn Ella María Gunnarsdóttir. Mynd/ VEsturlAnd/MAGnús Þór HAfstEinssOn 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r28 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -C 0 E 8 1 B 1 8 -B F A C 1 B 1 8 -B E 7 0 1 B 1 8 -B D 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.