Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 25
fólk kynningarblað 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r Laufey Elíasdóttir leikkona stendur á sviði Tjarnarbíós í kvöld með leikhópnum Ratatam. Leikverkið Suss! er byggt á raunverulegum reynslusögum af heimilisofbeldi sem er einn- ig viðfangsefni Laufeyjar í lokaverkefni ljósmyndaskóla. Mynd/EyþóR „Ég held að allir beiti einhvers konar ofbeldi án þess að gera sér grein fyrir því. Ég uppgötvaði meira að segja hluti hjá sjálfri mér, eitthvað sem ég kom auga á við túlkunina á efninu og gat þá lagað í fari mínu. Maður lærir óneitan- lega mikið um sjálfan sig á því að fara í gegnum þessar sögur,“ segir Laufey Elíasdóttir, leikkona og meðlimur leikhópsins Ratatam, en hópurinn sýnir nú leikverkið Suss! í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um heimilisof- beldi og er byggt á sönnum sögum þolenda ofbeldis en einnig gerenda og aðstandenda. Hópurinn auglýsti eftir frásögnum og upplifunum á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa, sögurnar streymdu inn. Textinn í verkinu er að miklu leyti hafður orðrétt eftir. Þurfti fjarlægð á efnið „Þetta eru svakalegar frásagnir, rosalega þungt efni og oft sama sagan frá mismunandi fólki, eitt- hvert munstur sem greinilega end- urtekur sig. Í æfingaferlinu var nauðsynlegt að aftengja sig til að fá fjarlægð á sögurnar og verða þann- ig ónæm um tíma. Öðruvísi hefði ekki verið hægt að komast í gegn um þetta. Í lokavikunni tók maður þetta svo allt inn aftur og varð meyr inn að beini. Þegar áhorf- endur stóðu upp með lófaklappi á fyrstu sýningu fór ég hreinlega að gráta. Ég átti ekki endilega von á að það myndi gerast.“ Laufey segir verkið spanna allan tilfinningaskalann og fólk geti auð- veldlega sett sig inn í aðstæður. Svo margir þekki einhverja hlið á heim- ilisofbeldi. Eftir sýningu þakki gestir samt sem áður oft fyrir „skemmtunina“! „Fólk kemur til okkar og segir „rosalega var þetta skemmtilegt“, en bætir svo ráðvillt við, „eða.... nei!“ En það er eins og við vildum,“ segir Laufey. „Við vildum einmitt ekki fara í eitthvert melódrama þar sem efnið er svo þungt. Í verkinu er líka mikil myndlist. Sýningin fær að anda og áhorfendur ná andan- um á milli. Þetta er dramatík en á léttum og skemmtilegum nótum,“ segir hún og hlær. „Við erum líka orðin ótrúlega samstillt, hópurinn. Það kom ekki upp neitt drama í æf- ingaferlinu sem ekki var hægt að leysa.“ Stillir upp ofbeldi Efni leikverksins teygir sig víðar inn í verkefni Laufeyjar. Fyrir utan leiklistina stundar hún nám í ljós- myndun og vinnur þessar vikurn- ar hörðum höndum að lokaverkefni sínu en útskrift er áætluð í janúar. Þar tók hún einnig heimilisofbeldi fyrir. „Ég átti náttúrlega að vera í skól- anum þegar ég fór að vinna í leik- sýningunni svo ég tvinnaði þetta saman. Eftir að hafa kafað svo djúpt í sögurnar á bak við Suss! var ég með dýrmætan efnivið í höndun- um, sem ég varð að vinna úr. Í ljós- myndunum bý ég til bíómyndasen- ur eða stillur og sæki mér innblást- ur í ljósmyndir Gregory Crewdson. Ég stilli upp aðstæðum og byggi þær á ofbeldi. Reyni að ná fram spennunni sem er til staðar en maður veit samt ekki nákvæmlega hvað gerðist eða hvað er að fara að gerast.“ Verður ekki erfitt að hrista þess- ar ofbeldissögur af sér eftir að hafa kafað svona djúpt ofan í þær? „Ég hef ekki áhyggjur af því,“ Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Lífsstíll allir beita einhverS konar ofbeldi Heimilisofbeldi er viðfangsefni Laufeyjar Elíasdóttur leikkonu á fleiri en einn máta þessar vikurnar. Hún leikur í verkinu Suss! í Tjarnarbíói með leikhópnum Ratatam en sýningin byggir á reynslusögum gerenda og þolenda ofbeldis. Þá fæst hún við ofbeldi í námi sínu í ljósmyndun. 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -E 8 6 8 1 B 1 8 -E 7 2 C 1 B 1 8 -E 5 F 0 1 B 1 8 -E 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.