Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 17
Það eru kosningar á morgun. Spennandi kosningar. Þetta eru ekki eins og kosn-ingarnar sem ég man eftir úr æsku minni. 1995, 1999, 2003, 2007. Fjögurra ára kjörtíma- bil og landsfaðir með hendur á stýrinu, tíu mínútur í tvö (eða það héldu allavega margir). Bogi Ágústs að lesa upp úrslit, snakk í skálum en samt engin rosaleg spenna. Þetta var ágætt tímabil þó ég sakni þess ekkert endilega. Lýð- ræðið hafði sinn gang þá og það gerir það enn. Ég er einn af þeim (og kannski fer okkur fækk- andi) sem hafa enn mikla trú á lýðræðinu. Sumir segja að áhugaleysi og vantraust fólks á stjórnmálum sé grafalvarlegt vandamál. Ég er ekki blindur á varúðarmerkin. Nokkrum dögum fyrir kosningar eru mest lesnu fréttirnar á vefmiðlum ekki um kosningamál heldur um innréttingar í heimahúsum og hvort 500 gramma skyrdolla innihaldi raunverulega 500 grömm. Stjórnmál vekja minni athygli og sú athygli er oftast neikvæð. Stjórnmálafólki er ekki treyst jafn vel og áður. Hugmyndin um landsföður eða siðferðislega tilsögn af hálfu stjórnmálafólks er nánast óhugsandi. Flokkslínur byggðar á stéttabaráttu 20. aldar eru ógreinilegri. Flokkar og fylkingar munu í auknum mæli myndast um einstök málefni, sum popúlísk, eða í tengslum við persónur. Stjórnmál hafa breyst og þau verða aldrei eins og þau voru fyrir tuttugu árum. Þetta er ekki tímabundið skeið sem við siglum nú í gegnum. Vantraust – og upp að vissu marki sinnuleysi – gagnvart stofnunum ríkisins, er komið til að vera. Skúffukaka handa afmælisbarni En samt hef ég trú á lýðræðinu. Ég sé þessar breytingar ekki sem endalok sanngjarns þjóð- skipulags. Í mínum huga eru þessi varúðar- merki tákn um jákvæðar breytingar. Stjórnmál eru ekki lengur í höndum stjórnmálafólks. Fólk er að ræða saman alls staðar. Í sérhverju skúmaskoti er verið að plotta og vinna mál- efnum farveg. Það eru tíu messenger-flipar opnir á hverjum bás í sérhverri skrifstofu. Kaffistofuspjall, Snap-chat-spjall, koddaspjall, Redditt, Slack, WhatsApp, Google Docs. Kom- ment skilin eftir hér og þar. Nokkrir prófílar í gangi. Tröllast á þessum, sleikja þennan upp, halda þessum góðum. Árveknisátök, boð á viðburði, samstöðufundur um fórnarlömb stríðs, friðarganga, drusluganga. Samfélag border- collie eigenda boðar til fundar. Mættu, hlustaðu. Þinnar athygli er krafist. Það hefur aldrei verið jafn létt að stofna hagsmuna- grúbbur og sé sannfæringin til staðar og vinna innt af hendi þá hafa þær áhrif. Kim Jong-un yrði brjálaður ef hann ætti að stjórna þessu landi. Hann hefði kastað sér í gólfið eins og pirrað tíu ára afmælisbarn ef hann hefði þurft að díla við Beauty Tips. #FreeTheNipple hefði fengið hann til að troða í sig skúffuköku og #ÉgErEkkiTabú hefði sett hann í oföndun. Reyndar þarf ekki uppskáldað dæmi af norður-kóreskum einræðisherra til að gera sér í hugarlund hvernig hægt er að missa kúlið við að stjórna þessu landi. Afmælisbörn í skúffukökurússi eru víða. Ég er bjartsýnn, ekki hengja mig Það þarf ekki að vera merki um sinnuleysi þó stjórnmálaflokkum hafi ekki tekist að einoka fjölmiðlaumræðu í aðdraganda kosninga. Það er einnig merki um að flokkar og atvinnu- stjórnmálafólk hefur ekki lengur frumkvæðið í stóru málunum. Málefni hefjast meðal fólks- ins og það er frekar hlutverk stjórnmálafólks að hlusta og leiða þau til lykta. Ég tel að margt jákvætt hafi gerst í íslenskri stjórnmálamenn- ingu frá árunum eftir hrun. Stundum er ekki vinsælt að líta svona björtum augum á menn- inguna. Það er lítið mál að telja til skandala og ósanngirni á flestum sviðum stjórnmála- lífsins en slíkar upptalningar horfa þó alltaf framhjá heildarmyndinni. Heildarmyndin er sú að kosningar á fjögurra ára fresti eru bara lítið brot af stjórnmálaþátttöku almennings, og þess vegna er ekki skrítið þó spennan og virðingin fyrir kjördegi sé ekki jafn mikil og fyrir tuttugu árum. Fréttirnar sem við heyrum frá degi til dags um hneykslun og skömm og ofbeldi og einelti eða fituprósentu Ungfrú Ísland keppenda eru þrátt fyrir allt samtal um siðferði og rétta breytni. Það tekur á að fylgjast með umræðunni og eflaust er margt heimskulegt sagt. En ég myndi í öllum tilfellum taka það ástand fram yfir að virðulegur landsfaðir legði mér línurnar um hvað væri siðferðislega rétt. Það er tímasóun að pirrast yfir því að enginn stjórnmálaflokkur hafi nákvæmlega sömu sýn og maður sjálfur. Sá tími er liðinn. Upp er runninn tími þar sem stór hluti fólks kýs strat egískt – þar sem stór hluti kjósenda hagar sér og hugsar eins og manneskja í stjórn- málum. Það munu margir gera á morgun jafnt sem hina 1.460 daga kjörtímabilsins. Heildarmyndin Ég geri enga kröfu um að fólk í stjórnmálum hafi sterka framtíðarsýn. Slíka sýn er hægt að finna svo miklu víðar og hún á í eðli sínu að vera frjálsari en það sem stjórnmálafólk getur boðið upp á. Ef horft er tuttugu ár fram í tímann þarf að huga að miklu fleiru en hag- stjórn og lagasetningu. Það sem er á valdsviði hefðbundinna stjórnmála er aðeins lítið brot af því sem samfélög eru byggð úr. Stjórnmála- fólk og flokkar þeirra eru aðeins mósaík-flís í heildarmyndinni. Ég tel enga ástæðu til annars en að virða hin hefðbundnu stjórnmál og virkja lýðræðið og kjósa á morgun. Einnig minni ég á, að takmarkaður áhugi á kosn- ingum eða deyfð yfir stefnumálum framboða þarf ekki að þýða að lýðræðið sé skaddað. Heildarmyndin, eins og hún er í dag, er svo miklu, miklu stærri. Morgundagurinn Í dag Bergur Ebbi Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Það þarf ekki að vera merki um sinnuleysi þó stjórnmálaflokkum hafi ekki tekist að einoka fjölmiðla- umræðu í aðdraganda kosninga. Það er einnig merki um að flokkar og atvinnustjórnmálafólk hefur ekki lengur frumkvæðið í stóru málunum. Málefni hefjast meðal fólksins og það er frekar hlutverk stjórnmálafólks að hlusta og leiða þau til lykta. Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Par- ísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahags- legs jöfnuðar, mannréttinda og lífs- gæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurn- ingar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næst- komandi og að mati okkar jafnaðar- manna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum ára- tugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norður- löndin, með formlegum og skipu- legum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameigin- lega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli. Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísar- samkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum til- fellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafn- aðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherra- ráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomn- ar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherr- ana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóða- vettvangi, ekki síst innan Evrópusam- bandsins, eru forgangsmál jafnaðar- manna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vís- indasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þing- flokksins http://s-norden.org/. Aukin norræn samvinna á alþjóðavettvangi Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, Noregi Á þinginu í Kaupmanna- höfn munu jafnaðarmenn í Norður landaráði leggja áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsam- komulagsins og Heimsmark- miða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja for- sætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F Ö s T u d a g u R 2 8 . o k T ó B e R 2 0 1 6 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -B B F 8 1 B 1 8 -B A B C 1 B 1 8 -B 9 8 0 1 B 1 8 -B 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.