Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 44
„Ég lærði gullsmíði, bæði til sveins- og meistaraprófs, hér heima, faðir minn, Reynir Guð- laugsson gullsmíðameistari, var meistari minn. Ég kláraði svo mast- ersnám í skartgripahönnun í Bret- landi. Mér hefur fundist gott að vera í hlutastarfi með gullsmíðinni og vinna sem snyrtiráðgjafi ásamt því að vinna að ýmsum verkefn- um sem tengjast gullsmíðinni. Það nýjasta er jólaskeiðin 2016 sem ég hanna fyrir Gull- og silfursmiðjuna Ernu,“ segir Ragnhildur Sif Reyn- isdóttir gullsmiður en hún heldur úti síðunni skartgripir.is. „Síðustu ár hef ég unnið að því að koma eigin línu á fót. Ég hef mest unnið úr silfri en nú langar mig að þróa nokkra hluti í gull. Ég hef prófað mig áfram með hraun í skartgripina eftir að ég hitti frá- bæran steinasmið sem vinnur með íslenskt hraun. Hraunið er afar fal- legt efni, hrátt, og skemmtilegt að vinna úr því. Ég hef verið að nota um þúsund ára gamalt hraun af Hellisheiði í nokkra hluti sem ég kalla steinalínuna mína. Það er mjög skemmtilegt að blanda hraun- inu og silfrinu saman og hægt að gera ótrúlega fallega hluti úr efni- viðnum sem finnst í kringum okkur,“ segir Ragnhildur Sif. „Ég hafði opið hús hjá mér á síð- asta HönnunarMars sem var mjög skemmtilegt. Ég stefni á opið hús fyrir jólin, aðra helgina í desem ber, ætla að hafa bæði nýjungar og eldri línur til sýnis. Það er gaman að fá fólk í heimsókn á verkstæðið og sýna því hvað ég er að gera. Annars er ég líka að byggja upp heimasíð- una mína og vefverslun þar. Það er alltaf að aukast að fólk versli á net- inu. Mér finnst það spennandi kost- ur þótt það sé einnig mikilvægt að geta boðið upp á meiri nálægð. Fólk er svo mismunandi, sumir geta keypt allt í gegnum netið, en aðrir vilja koma og sjá hlutina.“ Hraunið er afar fallegt efni, hrátt, og skemmtilegt að vinna úr því. Ég hef verið að nota um þúsund ára gamalt hraun af Hellis- heiði í nokkra hluti sem ég kalla steinalínuna mína. Ragnhildur Sif Reynisdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Ragnhildur Sif Reynisdóttir gullsmiður segir íslenskt hraun spennandi hráefni. „Síðustu ár hef ég unnið að því að koma eigin línu á fót. Ég hef mest unnið úr silfri en nú langar mig að þróa nokkra hluti í gull.“ Mynd/AnnA ÓSk Ragnhildur Sif segir íslenskt hraun tóna vel við silfur. Hönnun Ragnhildar Sifjar má skoða á skartgripir.is. „Hraunið er afar fallegt efni, hrátt og skemmtilegt að vinna úr því.“ „Ég stefni á opið hús fyrir jólin, aðra helgina í desember. Það er gaman að fá fólk í heimsókn á verkstæðið og sýna því hvað ég er að gera.“ þúsund ára hraun í skartgripalínu Ragnhildur Sif Reynisdóttir fékk gullsmíðina nánast í vöggugjöf en hún lærði fagið hjá föður sínum. Hún heldur úti síðunni skartgripir.is og notar þúsund ára gamalt hraun af Hellisheiði í skartgripalínu sína. 2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X X www.sagamedica.is MINNA MÁL MEÐ SAGAPRO NÝJAR UMBÚÐIR Skipholti 29b • S: 551 0770 NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM FYRIR DÖMUR OG HERRA Hafðu smá í dag Mánudaga – fimmtudaga kl. 17:40 F ó l k ∙ i ∙ l í F S S t í l l 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 9 -0 1 1 8 1 B 1 8 -F F D C 1 B 1 8 -F E A 0 1 B 1 8 -F D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.