Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 31
Heilsurækt 28. október 2016 Kynningarblað MS | Flex | Reebok Fitness arnar Þór Emilsson klifrar hér upp ísfoss í Kaldakinn á Ísklifurhátíð Íslenska alpaklúbbsins í febrúar. Frekari myndir má skoða á instagram (@neitsroth). MynDir/ÞOrSTEinn CaMErOn Matteo Meucci, félagi Þorsteins, kemur í stans fyrir miðjum vesturvegg Hvanna- dalshnúks í október á þessu ári. Ísklifur og vetrarfjallamennska býður upp á eitt geðveikasta ævin­ týri sem hægt er upplifa að sögn Þorsteins Cameron jöklaleiðsögu­ manns. Hann byrjaði fyrst að klifra ísfossa veturinn 2014­15 en hafði þar áður stundað klettaklif­ ur og almenna fjallamennsku í mörg ár. Þorsteinn segir möguleik­ ana til að klifra á nýjum svæðum og að klifra áður ófarna fossa á Ís­ landi vera endalausa og slík ævin­ týri séu helsti drifkrafturinn fyrir hann. „Það er eitthvað sérstakt við að vakna fyrir allar aldir og keyra af stað út í myrkrið og gníst­ andi frost til að reyna að klífa eitt­ hvað sem þú veist ekki einu sinni hvort er kleift fyrr en á hólminn er komið. Þegar maður er hangandi á ísöxum í frosnum fossi með hjartað í buxunum þá skiptir ekkert annað máli.“ Leiðsögn nauðsynleg Að því leytinu er ísklifur líka hálf­ gerð hugleiðsla að sögn Þorsteins. „Ísklifur krefst fullkominnar at­ hygli og róar sem er skemmtileg andstæða við líkamlegu erfiðleik­ ana sem fylgja klifrinu. Bergið á Íslandi er líka heldur losaralegt og því býður vetrarfrostið upp á miklu fleiri möguleika heldur en kletta­ klifur á sumrin og í eðli sínu þá eru ísfossar aldrei eins. Þó svo að þú heimsækir sama fossinn árum saman þá er hann öðruvísi í hvert skipti.“ Ísklifur er alvarleg íþrótt og því er mjög mikilvægt fyrir þá sem vilja kynnast henni að taka fyrstu skrefin undir leiðsögn reynd­ ari klifrara. „Fyrir utan líkam­ lega þjálfun er mjög mikilvægt að kunna að lesa aðstæður íss, snjós og veðurs rétt og að nota klifurbún­ að á öruggan máta. Þessi kunnátta fæst einungis með reynslu. Margir kynnast ísklifri á Íslandi í gegnum björgunarsveitir en einnig er gott að kynnast klifrurum í ýmsum klif­ urhúsum landsins.“ Margir góðir staðir Aðspurður um heppilega staði fyrir byrjendur segir hann erfitt að nefna einn stað frekar en annan. Eitt það skemmtilegasta við ísklif­ ur sé nefnilega að leiðarval fer al­ gjörlega eftir aðstæðum. „Kringum höfuðborgarsvæðið er þó nokkuð af heppilegum byrjendasvæðum ef aðstæður eru góðar. Til að komast að því er best að leita á spjallborð heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins. Helst myndi ég mæla með Múla­ fjalli í Hvalfjarðarbotni og fossin­ um Spora í Kjós. Spori er ein vin­ sælasta byrjendaleið landsins og er um 50 m hár með boltuðu akk­ eri í toppnum. Í Múlafjalli er einnig vinsælt byrjendasvæði innst í hvilft sem kallast Testofan. Þar eru þrjár leiðir sem nefnast Gísli, Eiríkur og Helgi og eru allar mjög hentugar í „top­rope“ klifur. Sjálfur sæki ég helst í Skarðsheiðina, Hvalfjörðinn og svo Öræfin.“ Hann segir Ísland bjóða upp á sumt af því besta sem finnst í heiminum þegar kemur að hreinu ísfossaklifri. „En þegar kemur að draumastöðum til að heimsækja horfi ég mest til Alpanna þessa dagana og stærri fjalla þar. Ég er klárlega mest heillaður af löngum leiðum sem getur tekið heilan dag eða lengur að klifra. Ætli ég vilji þó helst ekki bara klifra norðurhliðina á Eiger í svissnesku Ölpunum með félaga mínum Tom King svo ég geti loksins lagt allt þetta rugl á hilluna og fengið mér eitthvert skynsam­ legra áhugamál.“ Eitt geðveikasta ævintýrið Ísklifur krefst fullkominnar athygli og nauðsynlegt er fyrir byrjendur að taka fyrstu skrefin undir leiðsögn reyndari klifrara. Ísland býður upp á sumt af því besta sem finnst í heiminum þegar kemur að hreinu ísfossaklifri að sögn Þorsteins Cameron jöklaleiðsögumanns. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Það er eitthvað sérstakt við að vakna fyrir allar aldir og keyra af stað út í myrkrið og gnístandi frost. Þorsteinn Cameron, jöklaleiðsögumaður 2 8 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 8 -E D 5 8 1 B 1 8 -E C 1 C 1 B 1 8 -E A E 0 1 B 1 8 -E 9 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.