Fréttablaðið - 28.10.2016, Blaðsíða 18
Nýja stjórnarskráin, sem lá fyrir Alþingi fullbúin undir lok síðasta kjörtímabils, er
enn á ný í sviðsljósinu. Tilraunin
til að þegja hana í hel mistókst. Því
heyrist aftur á ný þrástefið – alltaf
án rökstuðnings – um að hrunið
hafi ekki verið stjórnarskránni
að kenna. Sú fullyrðing er rétt, en
aðeins að því leyti að ábyrgðinni á
hruninu verður ekki komið yfir á
stjórnarskrána. Við vitum nokkurn
veginn hvar ábyrgðin liggur, a.m.k.
þau okkar sem muna eitthvað úr
Rannsóknarskýrslu Alþingis um
bankahrunið. Nýlegar fréttir af
framgöngu fyrrverandi seðlabanka
stjóra, Davíðs Oddssonar, skömmu
fyrir hrun gefa líka vísbendingar.
Örstutt upptalning varpar ljósi á
málið: Formenn tveggja stjórnmála
flokka skiptu á milli sín bankakerfi
þjóðarinnar og afhentu vildar
vinum flokkanna. Tæpum sex árum
síðar hrundi fjármálakerfið undan
spillingunni með brauki og bramli.
Líf tugþúsunda gekk úr skorðum.
Tveir flokksformenn, áðurnefndir,
lögðu nafn Íslands við ólöglegt
árásarstríð á hendur öðru ríki, og
þurftu hvorki að tala við kóng né
prest. Landsmenn búa við óréttlátt
kosningakerfi sem þeir hafa hafnað
í þjóðaratkvæðagreiðslu, en því er
ekki breytt vegna þess að stjórn
málaflokkarnir ætla sér að við
halda óréttlætinu. Þjóðin má una
við óréttláta skiptingu arðs af sinni
helstu auðlind í áratugi þótt milli 80
og 90% landsmanna séu því andvíg.
Jarðvegur ofríkis
Þetta fengist staðist nema í skjóli
þess að við búum við úrelta og ólýð
ræðislega stjórnarskrá. Stjórnarskrá
sem er jarðvegur ofríkis og sérhags
munagæslu örfárra og tryggir um
leið valdaleysi almennings.
Stjórnmálastéttin hét þjóðinni
því árið 1944 að hún myndi semja
sér sína eigin stjórnarskrá um leið
og sjálfstæðismálið væri afgreitt.
Það var svikið í 70 ár. Í Kastljósi
Sjónvarpsins þann 25. nóvember
2010 sagði Eiríkur Tómasson, þá
prófessor í stjórnskipunarrétti og
nú hæstaréttardómari, um tregð
una til að standa við fyrirheitið frá
1944:
„Valdið hefur safnast á hendur
ríkisstjórnarinnar eða ráðherranna,
og fyrst og fremst oddvita stjórnar
flokkanna ... Stjórnmálaflokkarnir
byggja völd sín á þessum miklu
völdum. ... Stjórnmálamenn hafa
einhverra hluta vegna, ég held af
ásettu ráði, ekki viljað breyta þessu.“
Það er eðlilegt að mesti fúinn í
hinu gamalgróna valdakerfi lands
ins skuli standa gegn nýju stjórnar
skránni. En það er of langt gengið að
virða ekki vilja kjósenda í þjóðar
atkvæðagreiðslu um stjórnar skrá.
Afdráttarlaust. Slíkt gerist ekki í
lýðræðisríki. Þær breytingar sem ný
stjórnarskrá hefur í för með sér eru
auk þess lífsnauðsynlegar íslensku
samfélagi.
Var hrunið stjórnarskránni að kenna?
Við kjósum á óvenjulegum tíma. Panamaskjölin opnuðu augu margra fyrir mis
skiptingu í samfélaginu þar sem
fámennur hópur hefur nýtt sér
aflandsfélög í skattaskjólum til
að geyma eignir sínar og fjármuni
og kosið að spila eftir öðrum leik
reglum en allur almenningur.
Misskipting gæðanna er grund
vallaratriði í stjórnmálum samtím
ans. Efnahagsbatinn undanfarin ár
hefur sem betur fer skilað því að
margir hafa það betra nú en í kjöl
far hrunsins. Því miður hefur tæki
færið ekki verið nýtt til að tryggja
aukinn jöfnuð í samfélaginu heldur
hefur áherslan verið á að létta
skattbyrðinni af þeim efnameiri.
Því miður eru teikn á lofti um að
ójöfnuður aukist á ný. Ríkustu tíu
prósentin eiga tvo þriðju alls auðs
og ríkasta eina prósentið tekur til
sín nær helming fjármagnstekna.
Þetta er óheillaþróun. Ekki aðeins
vegna þess að jöfnuður er réttlætis
mál heldur líka vegna þess að þeim
samfélögum vegnar best þar sem
efnahagsleg hagsæld er mest.
Við í Vinstrigrænum höfum
að leiðarljósi að það sé hlutverk
stjórnmálanna að tryggja öllum
jöfn tækifæri.
Jöfn tækifæri þýða að við for
gangsröðum því að gera aðgerða
áætlun um loftslagsbreytingar því
að við viljum að komandi kynslóð
ir hafi sömu möguleika og þær sem
nú lifa. Umhverfissjónarmið þurfa
að vera undirliggjandi við alla
ákvarðanatöku hins opinbera og
tryggja þannig að hagkerfið verði
raunverulega grænt og að við náum
árangri í baráttunni gegn loftslags
breytingum.
Jöfn tækifæri þýða að það þarf að
gera skattkerfið réttlátara og fara í
raunverulegt átak gegn skattaund
anskotum og skattsvikum. Jöfn
tækifæri þýða líka að það á ekki að
skipta máli hvort maður er karl eða
kona. Það er með öllu óviðunandi
að enn tíðkist óútskýrður launa
munur, hvort sem er hjá hinu opin
bera eða í einkageiranum.
Jöfn tækifæri þýða líka að það
þarf að bæta kjör þeirra hópa sem
hafa setið eftir, eins og aldraðra
og öryrkja, og tryggja að launa
þróun þessara hópa fylgi almennri
launaþróun. Jöfn tækifæri snúast
um að enginn á að þurfa að neita
sér um læknisþjónustu og lyf og
þess vegna þarf að létta gjaldtöku
af sjúklingum í áföngum og for
gangsraða á göngudeildum sjúkra
húsanna og heilsugæslunni.
Jöfn tækifæri snúast líka um
að allir geti sótt sér menntun. Því
miður hafa framhaldsskólar og
háskólar setið eftir í fjárveitingum.
Við eigum að blása til sóknar í
skólamálum og undirbúa okkur
þannig undir framtíðina. Áskor
anir framtíðarinnar munu kalla á
sjálfstæða og skapandi hugsun og
þar munu skólarnir skipta höfuð
máli. Þaðan munu spretta enn
fleiri sprotar í þekkingariðnaði og
nýsköpun.
Við höfum tækifæri á laugar
daginn til að hafa áhrif á þróun
samfélagsins okkar. Tryggja að
langtímahugsun ráði ferð og allar
ákvarðanir muni stuðla að aukn
um jöfnuði, sjálfbærni og réttlæti.
Nýtum atkvæðisréttinn og breyt
um samfélaginu til hins betra.
Jöfn tækifæri
Við viljum skapa samfélag þar við njótum öll sömu tækifæra til að mennta okkur og
koma þaki yfir höfuðið. Réttlátt
samfélag þar sem auðlindir gagnast
öllum, veikir fá ókeypis þjónustu
og aldraðir lifa góðu lífi. Samfélag
þar sem fólk hjálpast að og stendur
saman.
Ég gekk til liðs við Samfylkinguna
árið 2009 af því að ég taldi mig geta
lagt gott til við endurreisn Íslands
eftir fjármálakreppuna. Aldrei hefði
mig grunað að þremur árum síðar
sæti ég í fjármálaráðuneyti Íslands
með alla þá ábyrgð sem því fylgir. Sú
reynsla var dýrmæt því mér lærðist
að það er vissulega hægt að stjórna
Íslandi með hjartað á réttum stað.
Það er hægt að skila hallalausum rík
issjóði og setja meira í heilbrigðis
þjónustuna, meira heldur en hafði
verið gert í tíu ár þar á undan. Það
er hægt að horfa á fjárlögin út frá
sjónarhóli barna, eða út frá kynja
sjónarhorni, og breyta til góðs.
Þetta er allt hægt
Samfylkingin ætlar að fjárfesta
í heilbrigðisþjónustunni, stíga
örugg skref í átt að gjaldfrjálsri heil
brigðisþjónustu og sækja arðinn af
auðlindunum með útboði á afla
heimildum. Við ætlum að setja
framsækna atvinnustefnu og hætta
að gefa ferðamönnum afslátt af
neyslusköttum. Við ætlum að sýna
öldruðum sóma og hækka lífeyri
í 300 þúsund krónur á mánuði að
lágmarki. Bæta kjör öryrkja, tæki
færi þeirra og þjónustu. Við ætlum
að fjölga leiguíbúðum og sýna sam
stöðu með ungu fólki við að eignast
heimili og með barnafjölskyldum.
Við vitum hvernig mögulegt er að
fjármagna öll þessi verkefni og við
höfum efni á þeim.
Hjartað á réttum stað
Samfylkingin hefur útfært stefnu
mál sín vandlega. Það eru góð
stjórnmál og heiðarleg að bjóða
kjósendum að hafa skoðun á því
hvernig skuli leysa stærstu hags
munamál almennings. Stefnan
gengur upp, því þar setjum við fram
hjartans mál okkar jafnaðarmanna
og leiðir til að fjármagna þau.
Stöðug leikinn, sem ríkisstjórnar
flokkarnir hæla sér af, er ekki meiri
en svo að sjómenn vilja verkfall og
félagar í verkalýðshreyfingunni
styrkja verkfallssjóði sína vegna
óvissunnar sem skapast hefur á
vinnumarkaði síðastliðin þrjú ár.
Kökunni er ekki jafnt skipt og
nú er það næsta verkefni að koma
á félagslegum stöðugleika. Kosn
ingamál Samfylkingarinnar eru í
samræmi við áherslur verkalýðs
hreyfingarinnar og það er okkur
mikilvægt að ný ríkisstjórn bæti
kjör almennings. Kjarninn í því er
taka upp nýjan gjaldmiðil, því þann
ig losum við okkur undan ofurháum
vöxtum. Skýr meirihluti þjóðar
innar vill fá að kjósa um hvort klára
eigi aðildarviðræðurnar við ESB, sá
vilji verður að ráða för. Þjóðernis
hyggja og afturhald geta ekki staðið
í veginum.
Kjósum Samfylkinguna
Það er mikilvægt að kjósa Sam
fylkinguna, alvöru jafnaðarmanna
flokk og kjölfestu sem hefur reynslu,
þekkingu og þor til að takast á við
framtíðina. Afl sem tekur jafnrétti
kynjanna alvarlega og sýnir það í
verki. Fólk sem vinnur gegn spill
ingu og frændhygli. Flokk sem hefur
jöfnuð og sanngirni að leiðarljósi í
öllu sínu starfi.
Við erum með hjartað á réttum
stað. Kjósum heilbrigðara samfélag.
Kjósum Samfylkinguna.
Samfylkingin fyrir
heilbrigðara samfélag
Hjörtur
Hjartarson
stjórnarmaður
í Stjórnarskrár
félaginu Það er eðlilegt að mesti fúinn
í hinu gamalgróna valda-
kerfi landsins skuli standa
gegn nýju stjórnarskránni.
En það er of langt gengið að
virða ekki vilja kjósenda í
þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjórnarskrá. Afdráttarlaust.
Slíkt gerist ekki í lýðræðis-
ríki.
Við höfum tækifæri á laugar-
daginn til að hafa áhrif á
þróun samfélagsins okkar.
Tryggja að langtímahugsun
ráði ferð og allar ákvarðanir
muni stuðla að auknum jöfn-
uði, sjálfbærni og réttlæti.
Katrín
Jakobsdóttir
formaður Vinstri
grænna
Það er mikilvægt að kjósa
Samfylkinguna, alvöru jafn-
aðarmannaflokk og kjölfestu
sem hefur reynslu, þekkingu
og þor til að takast á við
framtíðina.
Oddný G.
Harðardóttir
formaður Sam
fylkingarinnar
Sem markaðssinni sem mælist til hægri í stjórnmálum er mér ljóst að hægri flokkarnir
eru illfærir um að efla virka sam
keppni, skattaeftirlit og tækla
spillingu vegna hagsmunatengsla.
Hagsmunatengslin eru skiljanleg
því með því að nota almannavald
í þágu sérhagsmuna – sem er skil
greiningin á pólitískri spillingu –
hafa ráðandi flokkar fengið aðstoð
sérhagsmunaaðila við atkvæða
veiðar. Píratar eru til af því að
Inter netið og samfélagsmiðlarnir
hafa breytt þessu. Í dag þarf ekki
aðstoð sérhagsmunaaðila til að ná
til kjósenda. Núna er því tækifæri
til að tækla þessa óþarfa spillingu
sem skilar aðeins velmegun fyrir
mjög fáa á kostnað okkar allra.
Fyrrverandi saksóknari, Eva Joly,
hefur boðist til að aðstoða Pírata
við að stöðva brot í skattaskjólum.
Samkeppniseftirlitið segir að bann
við stjórnarsetu yfirstjórnenda
sem brjóta samkeppnislög og það
að auðvelda skaðabótamál gegn
lögbrjótunum muni bíta. Það er
fámennur hópur sem mannar flest
ar stjórnir stórfyrirtækja í landinu.
Sameinuðu þjóðirnar vilja senda
sérfræðinga til að aðstoða okkur
við að leiða í lög samninginn gegn
spillingu sem Ísland samþykkti
fyrir sex árum. Minni spilling og
virkari samkeppni þýðir meiri
verðmætasköpun og hagkvæmara
rekstrarumhverfi fyrir langflesta.
Spilling er sóun. Það besta sem
gerðist fyrir flest Sjálfstæðisfólk og
aðra markaðssinna væri umbóta
stjórn Pírata svo þegar Sjálfstæðis
flokkurinn kemst aftur til valda
neyðist forystan til að sinna betur
grunnstefnu flokksins í stað sér
hagsmunagæslu.
Miðjuvinstristjórn sem færir
okkur markaðsverð fyrir auðlind
irnar og aðrar ríkiseignir, stóreflir
heilbrigðisþjónustuna, tæklar spill
ingu, eykur virka samkeppni og
eflir lýðræðið með nýju stjórnar
skránni er í dag farsæl fyrir framtíð
flestra sem hallast til hægri.
Tæklum spillinguna
Í dag þarf ekki aðstoð sér-
hagsmunaaðila til að ná til
kjósenda. Núna er því tæki-
færi til að tækla þessa óþarfa
spillingu sem skilar aðeins
velmegun fyrir mjög fáa á
kostnað okkar allra.
Jón Þór Ólafsson
fyrrverandi þing
maður og fram
bjóðandi Pírata
í Suðvestur
kjördæmi
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
2 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U r18 S k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
8
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
8
-B
7
0
8
1
B
1
8
-B
5
C
C
1
B
1
8
-B
4
9
0
1
B
1
8
-B
3
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K