Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, seg- ir að á meðan ríkið reki innanlands- flugvöll í Vatnsmýrinni, megi ekki byggja byggingar sem fari í bága við fluglínu og stefni flugöryggi í hættu. Ráðherra sagði þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hún var spurð um áform S8 ehf. um að byggja risahót- el, 300 til 400 her- bergja, á 17.500 fermetrum, á lóð við gatnamót Hringbrautar og Nauthóls- vegar, líkt og Jóhann Halldórsson, eigandi S8, greindi frá í fréttum RÚV og mbl.is í fyrrakvöld og aftur í Morg- unblaðinu í gær. Jóhann sagði þar, að áætlað væri að kostnaður við hótelbygginguna yrði um 8 milljarðar króna og stefnt væri að því að hótelið yrði opnað árið 2017. Fjármögnun væri þó ekki lokið. Haft var eftir Jóhanni að hann hefði ekki áhyggjur af nálægð hótels- ins við Reykjavíkurflugvöll. Hann sagði samkomulag Reykjavíkurborg- ar og ríkisins alveg skýrt, um að hinni svokölluðu neyðarbraut ætti að loka. Tjáir sig ekki um áskoranir „Ég ítreka það sem við höfum áður sagt. Á meðan við erum að reka flug- völl í Vatnsmýrinni, þá má ekki byggja neinar byggingar, sem fara í bága við fluglínu. Við erum að reka flugvöll í Vatnsmýrinni og það þarf að taka tillit til þess. Það er ekki hægt að skipuleggja, eða reisa byggingar af þeirri gerð, að það raski öryggi flugs- ins,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðherra var gestur Samtaka eldri sjálfstæðismanna á fundi í Valhöll í gær, þar sem hún var mikið spurð um málefni innanlands- flugvallarins í Vatnsmýri, þótt aðal- efni ræðu hennar hafi verið um mál- efni flóttamanna, auk þess sem skorað var á hana, af a.m.k. þremur fyrirspyrjendum, að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins, og uppskar fyrsta áskorun dúndrandi lófatak troðfulls salarins í Valhöll. Ólöf kaus að tjá sig ekki um þær áskoranir, hvorki á fundinum né eftir fundinn. Ríkisvaldið rekur flugvöllinn Einni fyrirspurn um flugvöllinn á fundinum svaraði innanríkisráðherra á eftirfarandi hátt: „Það liggur fyrir að borgarstjórinn í Reykjavík er ann- arrar skoðunar en ég og borgar- stjórnarmeirihlutinn vill ekki hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þá stend- ur málið einfaldlega þannig, að borg- arstjórnarmeirihlutinn vill ekki hafa flugvöll þar, en ríkisvaldið rekur flug- völl í Vatnsmýrinni. Á meðan ríkis- valdið rekur flugvöll fyrir innanlands- flug, sem ekki er á stefnuskrá að leggja niður, þá þarf til þess flugvöll til þess að lenda flugvélum á. Og það er ekki um neinn annan flugvöll að ræða en Reykjavíkurflugvöll í Vatns- mýrinni. Ég sé það ekki fyrir mér að það sé að rísa flugvöllur í Hvassa- hrauni á næsta ári, og ekki sé ég það fyrir mér að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Mér finnst allt þetta mál hið und- arlegasta og hafi verið það lengi.“ Ráðherra sem tekur ákvörðun Ólöf sagðist telja að ef fórna ætti neyðarbrautinni á Reykjavíkurflug- velli, væru menn komnir á flótta með innanlandsflugvöll í Reykjavík. Spyrja mætti þá hvort næsta braut yrði þá ekki í hættu og loks sú þriðja. „Varðandi lokun neyðarbrautarinnar vil ég taka fram, að það er innanríkisráðherra, sem þarf að taka ákvörðun um slíka lokun. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Á meðan ráðherra hefur ekki tekið slíka ákvörðun, þá er flugvöllurinn áfram þar sem hann er,“ sagði Ólöf Nordal innan- ríkisráðherra. „Við höfum sagt að það sé kom- ið nóg af hótelum í kvosinni og erum nú að kortleggja ástandið í miðborginni. Það þýðir að til að geta mætt ferðamanna- straumnum þurfum við að dreifa uppbyggingu hótela bet- ur. Þetta er út af fyrir sig ágætis skref í þá átt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í sam- tali við mbl.is um áætlaða bygg- ingu hótelsins í Vatnsmýri. Hámark hótel- og gistirýmis í Kvosinni er 23% af fermetra- fjölda húsanna á svæðinu, en tillaga þess efnis var samþykkt á fundi umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar í febrúar. Þegar þau hótel sem þegar hafa verið leyfð eru risin munu að öllu óbreyttu ekki rísa fleiri hótel í Kvosinni. Dagur segir einnig að miðað við nýjustu spár um fjölgun ferðamanna sé ljóst að þetta verði ekki síðasta hótelið sem rís í Reykjavík. „Þá skiptir mjög miklu máli að við pössum upp á að þau verði ekki öll í hnapp heldur dreifist vel, og að við reynum að stýra þessari þróun eins og hægt er. Ef við gerum það ekki er hætt við því að ferðaþjónustan þrýsti út leigu- markaðnum miðsvæðis enn meira en orðið er og leiguverð hækki. Í kjölfarið myndum við sitja uppi með einsleitari borg.“ sh@mbl.is Dreifa þarf hótelum betur DAGUR B. EGGERTSSON Ætlar sér að tryggja flugöryggi  Innanríkisráðherra afdráttarlaus í svörum hvað varðar byggingu risahótels í Vatnsmýri  Á meðan ráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um lokun, þá er flugvöllurinn áfram þar sem hann er Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvöllurinn Ólöf segir engar byggingar verða leyfðar, sem fari í bága við fluglínu og stefni flugöryggi í hættu. Ólöf Nordal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn um leyfi fyrir byggingu sem tengir Lauga- veg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A. Hún er að mestu úr gleri og er kjallari og tvær hæðir. Hafa teikn- ingar af ytra byrði hússins verið samþykktar. Umsókninni fylgdi umsögn Minja- stofnunar Íslands frá því í mars og var hún jafnframt kynnt umhverfis- og skipulagsráði sem samþykkti um- sögn byggingarfulltrúa. Eignarhaldsfélagið Laugastígur hyggst byggja á þessum reit. Ýmis atriði bíða samþykktar Nikulás Úlfar Másson, byggingar- fulltrúi í Reykjavík, segir umsóknar- ferlinu ekki lokið. „Við vorum að samþykkja áform. Svo gerum við kröfu á ýmsar sérteikningar og ann- að slíkt sem á eftir að leggja inn hjá okkur til samþykktar, áður en við gefum út eiginlegt byggingarleyfi. Reykjavíkurborg hefur fyrir sitt leyti samþykkt þessi áform. Nú eru þessi formlegheit eftir. Útlitið og all- ar aðalteikningar liggja fyrir. Það er það sem við vorum að samþykkja,“ segir Nikulás Úlfar, sem telur vel mögulegt að þessu ferli ljúki í ár. Fram kemur í umsókninni að ný- byggingin sé 884,1 fermetri. Tölvuteikning/PK arkitektar/Birt með leyfi byggingarfulltrúa Fyllt í skarðið Hér má sjá frumdrög að nýbyggingu milli núverandi húsa neðst á Laugaveginum í Reykjavík. Samþykkir umsókn um nýbygg- ingu úr gleri milli Laugavegar 4-6  Grænt ljós bygg- ingarfulltrúa sem samþykkir útlit húsa Morgunblaðið/Ómar Fyrir breytingar Gamla Nike-búðin var í öðru húsanna sem voru rifin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur 4 og 6 Svona litu húsin nýuppgerðu út síðdegis í gær. Starfsmenn embættis sérstaks sak- sóknara handtóku á þriðjudag tvo menn á Siglufirði. Hinir handteknu eru grunaðir um fjárdrátt hjá Sparisjóði Siglufjarðar. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að handtökurnar hefðu farið fram og um væri að ræða „umtalsverðar upphæðir“. Ólafur segir málið teygja sig yfir nokkurra ára tímabil en í gær var ráðist í húsleitir og hald lagt á tals- vert magn gagna. Arion banki yfirtók sjóðinn í sum- ar en spurður hvort fjárdrátturinn sé slíkur að hann geti haft áhrif á rekstur sjóðins segist Ólafur ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu. Í yfirlýsingu frá AFLi sparisjóði, sem áður hét Sparisjóður Siglu- fjarðar, kemur fram að eftir fyrir- spurn frá sérstökum saksóknara, í alls óskyldu máli, hafi komið upp rökstuddur grunur um fjárdrátt fyrrverandi skrifstofustjóra AFLs sparisjóðs og málið í framhaldi af því verið kært til sérstaks saksókn- ara. AFL sparisjóður tekur það sér- staklega fram að starfsmaðurinn sem um ræðir sé ekki lengur starf- andi hjá AFLI og hafi látið af störf- um fyrr á þessu ári. Hand- tökur á Siglufirði  Grunur um um- talsverðan fjárdrátt Dagur B. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.