Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Full búð af undirfatnaði og náttfatnaði frá Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 30% afsláttur Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Buxna,- úlpu- og leðurjakkasprengja Skrifstofur okkar verða lokaðar föstudaginn 2. október vegna jarðarfarar Jens Ingólfssonar H a u ku r 1 0 .1 5 Skoðið laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Ný peysu sending Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefnt er að uppsetningu öflugs þráðlauss örbylgjusambands fyrir netsamskipti í dreifbýli Fljótsdals- héraðs fyrir árslok. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs sam- þykkti 28. september að fela Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, að ganga frá samningi við Rafey á Egils- stöðum um aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu kerfisins. Rafey mun annast uppsetningu og rekstur þess. Áætlað er að sveitarfélagið leggi um tíu milljónir króna í verkefnið og á féð að koma af fjárhagsáætlun næsta árs. Örbylgjukerfið mun m.a. ná til Skriðdals, Jökuldals, Hrafnkelsdals, Jökulsárhlíðar, Valla, Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghár, Eiðaþinghár og Úthéraðs. Björn sagði að bæði bændur og ferðaþjónusta knýðu á um öfluga nettengingu en netsamband sé víða slæmt í dreifbýlinu. „Það er ekki bú- andi við ástandið eins og það er,“ sagði Björn. „Aðalmálið er að fólk komist í netsamband.“ Ljósleiðari er framtíðin Bæjarráð Fljótsdalshéraðs segir í fundargerð að örbylgjukerfið komi ekki í stað ljósleiðarakerfis. Sveitarfélagið mun vinna áfram að því að unnt verði að tengja allt sveit- arfélagið við ljósleiðara hið fyrsta, í samræmi við tillögu nefndar á veg- um innaríkisráðuneytisins. Björn bæjarstjóri sagði að framtíð- arlausnin fælist í ljósleiðaravæð- ingu, en ljóst væri að hún kæmi ekki alveg á næstunni. Hann sagði að til- laga starfshóps innanríkisráðuneyt- isins hefði verið um ljósleiðaravæð- ingu á næstu fimm árum. Alþingi ætti eftir að taka afstöðu til þeirra tillagna. „Við getum ekki boðið íbúunum upp á að bíða enn í fimm ár eftir því að komast í ásættanlega tengingu. Þess vegna ákváðum við að fara þessa leið,“ sagði Björn. Mjög víðfeðmt svæði Eyjólfur Jóhannsson, rafmagns- tæknifræðingur hjá Rafey, sagði að 20-30 örbylgjusenda þyrfti til að þjóna þessu víðfeðma svæði. Efst úr Hrafnkelsdal og út að sjó eru t.d. um 100 km í beinni loftlínu og tugir kíló- metra á milli sumra bæja. „Það er komin ferðaþjónusta á ótrúlegustu stöðum og hún er mjög háð því að hafa netsamband,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að fólki yrði boðið að velja á milli sambands sem er sam- bærilegt við ADSL-tengingu (12-15 Mb/s) og ljósnets (50 Mb/s). Hægt verður að bjóða fyrirtækjum, t.d. þeim sem eru með gistiþjónustu, öfl- ugri tengingu. Eyjólfur sagði að erf- itt gæti reynst að koma einstaka bæjum í öflugt netsamband og því ekki hægt að lofa þessum valkostum á öllum bæjum. Viðskiptavinir munu leigja búnað sem þarf til að tengjast kerfinu. Lít- ið loftnet verður sett utan á húsið og við það tengdur beinir (router). Þráðlaust netsamband á Fljótsdalshéraði  20-30 örbylgjusendar settir upp í dreifbýlinu fyrir árslok Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Klaustursel á Jökuldal Sett verður upp örbylgjukerfi í dreifbýli Fljótsdals- héraðs í haust og með því munu bæirnir komast í öflugra netsamband. Þó nokkru fleiri karlmenn hafa sótt með- ferð hjá SÁÁ en konur en af þeim 7,6 pró- sentum núlif- andi Íslend- inga, 15 ára og eldri, er hafa komið í með- ferð til SÁÁ eru 10,6 prósent karlmenn en ein- göngu 4,5 prósent konur. Þegar litið er til aldurshópa kemur í ljós að 14,6 prósent núlif- andi karlmanna á aldrinum 50-59 ára hafa farið í meðferð og 14,1 prósent karla á aldrinum 60-69 ára. Hjá konum hafa hlutfallslega flestar komið úr aldurshópnum 60- 69 ára, 6,1%, en 6,0% á aldrinum 50-59 ára. Alls höfðu 23.580 ein- staklingar leitað meðferðar hjá SÁÁ í árslok 2014. Fleiri karla í meðferð Meðferðarheimili SÁÁ Bátasmiðjan Rafn í Kópavogi af- henti í gær Hjálparsveit skáta í Kópavogi nýjan hraðgengan björg- unarbát, sem mun auka úthald og drægni sveitarinnar í björgun á sjó. Björgunarbáturinn ber nafnið Stefnir og er 10 metra langur. Hann er fyrstur sinnar tegundar hér á landi en Hjálparsveit skáta í Kópavogi hefur unnið með báta- smiðjunni að þróun hans í tvö ár. Björgunarbátafloti Íslendinga hefur hingað til byggst upp á not- uðum bátum sem fengist hafa er- lendis og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 37 ára. Nýi leitar- og björg- unarbáturinn boðar því nýja tíma í björgunarmálum. Nýr björgunarbátur kominn í Kópavog Morgunblaðið/Styrmir Kári Stefnir Nýi leitar- og björgunarbáturinn á siglingu í gær. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.