Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 ✝ ValdimarValdimarsson fæddist á Dalvík 9. nóvember 1951. Hann andaðist á hjúkrunarheimil- inu Lögmannshlíð að morgni 21. september 2015. Valdimar var son- ur hjónanna Valdimars Jóns- sonar og Guð- bjargar H. Valdemarsdóttur. Hálfsystir Valdimars er Berg- hildur Valdimarsdóttir. Á gamlársdag 1972 kvæntist Geir Valdimarsson, f. 1979, hans börn eru Birgitta Ösp og Rebekka Rut, 3) Guðbjörg Harpa Valdimarsdóttir, f. 1984, í sambúð með Gunnari Þór Stefánssyni f. 1984, þeirra börn eru Þórir Kató, Víðir Smári og Þórhildur Kara, 4) Björgvin Helgi Valdi- marsson, f. 1987, hans börn eru Viktoría Helga og Egill Máni. Valdimar bjó alla sína tíð á Akureyri, gekk í Barnaskól- ann á Akureyri og starfaði lengst af sem bílstjóri hjá Sjöfn, Norðurverki og Rarik. Valdimar og Helga bjuggu síðastliðin 38 ár í Grænumýri 13. Útför Valdimars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 1. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Valdimar Helgu Ingólfsdóttur, f. 1953, frá Ystafelli í Kinn, dóttur hjónanna Ingólfs Kristjánssonar og Kristbjargar Jóns- dóttur. Valdimar og Helga eign- uðust fjögur börn: 1) Ingólfur Ómar Valdimarsson, f. 1972, í sambúð með Sigríði Guðmundsdóttur, f. 1975, þeirra börn eru Bene- dikt Sölvi, Álfhildur Helga og Kristín Harpa, 2) Valdimar Yndislegi pabbi minn er dá- inn, þessari staðreynd finnst mér erfitt að kyngja. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að hafa hann ekki hjá mér lengur, að brosa ekki og hlæja með honum aftur, að börnin mín fái ekki að kynnast honum betur og ósann- gjarnt að hann fái ekki að njóta lífsins með okkur. Eins yndislegt og lífið getur verið þá er það ekki alltaf sanngjarnt og getur verið miskunnarlaust. Pabbi minn, þessi hrausti maður sem hugsaði svo vel um heilsuna, veiktist af hræðilegum sjúkdómi fyrir nokkrum árum sem að lok- um rændi honum frá okkur. Eft- ir sitjum við fjölskyldan og huggum okkur við ljúfar minn- ingar um manninn sem skipaði eitt af stærstu hlutverkunum í lífi okkar. Ég og pabbi vorum alltaf miklir og góðir vinir og gerðum ótal margt saman, það var nú ekki algengt að vinkonur mínar væru eins miklar vinkon- ur feðra sinna eins og ég en mér þótti það nú bara nokkuð töff og var ófeimin að sýna það. Það sem mér fannst einkenna pabba var að gleðin var aldrei langt undan, í ferðalögum okkar var hann oftar en ekki þátttakandi í þeim leikjum sem við krakkarnir fórum í, hvort sem það var fót- bolti, badminton eða eitthvað annað. Ekki var það öðruvísi þegar við fórum í stóru rússí- bana- og vatnsrennibrauta- garðana í útlöndum, það þurfti sko ekki að draga hann af stað í tækin heldur var það stundum akkúrat öfugt. Ein af uppáhalds minningunum sem ég á um hann pabba er þegar ég var nýkomin heim af fæðingardeildinni, eftir að hafa átt mitt fyrsta barn. Þá kom hann til mín með stóra inn- rammaða mynd af drengnum mínum og gaf mér. Mér varð svo um að ég fór að hágráta á miðju forstofugólfinu og hann bara hló að mér og tók utan um mig. Hann pabbi var alltaf mikill barnakall, og bjuggum við börn- in og afabörnin vel að því. Hon- um þótti svo gaman að fá afa- börnin í heimsókn og leika við þau, hann ljómaði allur í návist þeirra og eru ófáar myndirnar sem teknar hafa verið af honum með þeim. Daginn sem pabbi veiktist og ljóst var í hvað stefndi kom ég með dóttur mína tæplega þriggja mánaða gamla að sjúkrarúmi hans og sýndi honum hana og veikburða andlit hans ljómaði sem aldrei fyrr og brosti hann til okkar í hinsta sinn. Nú komin er kveðjustund okkar og kossinn ég síðasta fæ. En minningin merlar og lokkar sú minning fer aldrei á glæ. Innst í hjarta sem gull ég þig geymi þú ert glóbjarta drottningin mín. Þó árin til eilífðar streymi fer aldrei burt myndin þín. (Kristján Ingólfsson.) Guðbjörg Harpa Valdimarsdóttir. Elsku pabbi, það voru blendn- ar tilfinningar sem börðust um í hjarta mínu mánudaginn 21. september síðastliðinn þegar þú kvaddir okkur og þetta jarð- neska líf. Þvílík sorg að vita það að ég fengi ekki að sjá þig fram- ar í þessari tilveru og finna fyrir þinni góðu nærveru en á hinn bóginn léttir að þú værir kominn á betri stað og laus við þennan sjúkdóm sem hafði miskunnar- laust herjað á þig. Minningar um þig, sem ég geymi og mun alltaf eiga, eru góðar enda varst þú, pabbi minn, góður maður í alla staði og hjálpsamur í meira lagi. Það var svo margt sem við gerð- um saman og svo margt sem við ætluðum gera saman, t.d. að kaupa bát og sigla um Pollinn og líka að fara á Anfield í Liver- poolborg og syngja „ynwa“, en í dag verður það lag spilað bara fyrir þig, pabbi minn. Ég veit að við sjáumst aftur þegar minn tími kemur. Kær kveðja, þinn, Ómar. Það var alltaf gaman að koma inn í eldhúsið á Þórunnarstræt- inu til Valda, Guggu og Valda yngri, eftir langa og stranga bíl- ferð á ónýtum Moskvich, sem bilaði mörgum sinnum á leiðinni. Alla leiðina hlakkaði ég til að hitta þau og mér fannst alltaf sérstakt andrúmsloft þarna inni í íbúðinni þeirra, og mér leið mjög vel þar. Fannst ég aðeins vera komin heim. Á hverju sumri keyrðum við norður og heimsóttum fjölskylduna í Þór- unnarstræti og Valdi frændi, sem var tveimur árum eldri en ég, tók vel á móti þessari barna- legu frænku sinni og var alltaf góður og ljúfur við mig, þótt ég væri örugglega mikið smábarn í hans augum. Þvílíkt ljúfmenni og heiðursmaður, hann Valdi frændi minn. Ég á góðar minningar úr barnæsku frá sumarfríum sem við gjarnan eyddum á Akureyri og Dalvík og voru þá Gugga og Valdarnir gjarnan með í för. Það er mér ljúfsárt að minnast þessa tíma núna og ekki alveg laust við að tárin renni niður við minn- inguna. Valdimar var gæfumaður í sínu persónulega lífi. Hann var vel giftur og stóð hún Helga hans við hlið hans alla ævi. Börnin þeirra eru öll vaxin úr grasi og mun Helga njóta þeirra og barnabarnanna um ókomin ár. Valdi andaðist langt um aldur fram, aðeins 63 ára, eftir erfið veikindi. Þótt andlát hans hafi ekki komið alveg óvænt þá er höggið þungt og skarðið stórt. Ég sendi Helgu og börnum þeirra Valda mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Brynhildur Sverrisdóttir. Elsku Valdi. Nú hefur þú kvatt okkur og ert kominn á góðan stað þar sem þú nýtur lífsins í heilbrigðum líkama og lætur gott af þér leiða, líkt og þú gerðir hér á meðan þú varst með okkur. Mín kynni af þér voru góðmennið Valdi með jafnaðargeðið og húmorinn, mér fannst alltaf svo gott og auðvelt að umgangast þig, líka þegar þú varst orðinn veikur því þessi persónueinkenni þín héldust í okkar samskiptum. Frá því ég kom fyrst í fjölskylduna vorum við ætíð góðir vinir og gátum rætt um hlutina á opinskáan hátt. Þú talaðir ekki mikið um tilfinningar þínar en nú síðustu ár eftir að þú veiktist ræddum við stundum um líðan þína og upplifun og ég held það hafi gert okkur báðum gott. Ég kom inn í Grænumýrar- fjölskylduna fyrir um 20 árum og mætti strax mikilli hlýju og væntumþykju frá ykkur öllum. Mikið værir þú stoltur af því hvernig fjölskyldumeðlimir hafa stutt hver annan á þessum erf- iðu stundum síðustu daga. Auð- vitað hefðum við viljað hafa þig svo miklu, miklu lengur með okkur en þar sem veikindi þín voru búin að taka svo mikið, er ekki hægt annað en að vera sátt fyrir þína hönd að fá hvíldina. Nú eru það minningarnar sem hrannast upp og ylja um hjarta- rætur; ljúfmennið, hjálparhellan, þeytti rjóminn, sætið þitt við eldhúsborðið, blöðin, stubburinn, álfurinn, kaffibollarnir, spjall- ið … Takk elsku Valdi fyrir sam- fylgdina. Við höldum áfram að passa upp á hvert annað. Þín tengdadóttir Sigríður Guðmundsdóttir. Við starfsmenn RARIK kveðjum í dag góðan vin og sam- starfsmann til margra ára. Valdimar Valdimarsson hóf störf hjá RARIK sumarið 1988 og starfaði þar til ársloka 2012, er hann varð að hætta störfum vegna erfiðra veikinda, sem hann glímdi við undanfarin ár. Hann starfaði allan sinn starfs- tíma hjá RARIK á starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri, lengst af sem vörubifreiðastjóri, en síð- ustu árin á birgðastöð RARIK. Það sem einkenndi Valda, eins og hann var alltaf kallaður, var fyrst og fremst jákvæðni og hóg- værð. Hann var alltaf tilbúinn til starfa hvenær sem með þurfti og hvernig sem hans persónulegu aðstæður voru. Hann leysti öll sín verkefni af samviskusemi og án mikils hávaða, enda bæði vinnusamur og vandvirkur. Vegna þessa eiginleika hans var honum treyst fullkomlega til að stjórna bæði vélum og tækj- um við erfiðar aðstæður, sem oftar en ekki gátu verið vara- samar eða hættulegar. Valdi var mikill vinur vina sinna og ásamt Helgu og allri fjölskyldu sinni var hann hluti af stærri fjöl- skyldu, sem voru vinnufélagar hans og fjölskyldur þeirra. Við syrgjum nú góðan félaga og vin. Ég vil fyrir hönd RARIK þakka þá alúð sem hann sýndi í öllum sínum verkum og gjörð- um, það traust og þann trúnað sem hann sýndi bæði starfi sínu og vinnufélögum. Einnig vil ég þakka honum fyrir hönd okkar vinnufélaganna fyrir vináttu hans og hlýhug og fyrir sam- starfið öll þessi ár. Helgu og fjöl- skyldu hans sendum við innileg- ustu samúðarkveðjur. Tryggvi Þ. Haraldsson. Valdimar Valdimarsson ✝ Jón Ólafssonfæddist í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði 10. júlí 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi 30. maí 2015. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Jónsson, bóndi og vélstjóri, f. 24.9. 1898, og Svanhild- ur Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 15.10. 1908. Þeim varð fjög- urra barna auðið og var Jón elstur. Systkini Jóns eru Sigfús Arnar heilsugæslulæknir, f. 13.3. 1941, d. 30.1. 2003, Sig- 1958. Fljótlega lá leiðin til Þýskalands þar sem hann nam tannlækningar. Hann tók fyrri- hlutaprófi í Marburg í Þýska- landi árið 1964, en lauk námi sínu frá Háskólanum í Bergen í Noregi árið 1969. Jón hóf störf sem skólatannlæknir í Reykja- vík strax að námi loknu og rak jafnframt eigin tannlæknastofu á Hlíðarvegi 30 í Kópavogi og stundaði þar tannlækningar alla starfsævina. Jón byggði sér og fjölskyldu sinni heimili á Birkigrund í Kópavogi en bjó síðar í Hlynsölum í Kópavogi. Jón greindist með parkinsons- sjúkdóminn árið 2008. Síðustu tvö árin naut hann umönnunar á hjúkrunarheimilinu Boða- þingi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. ríður skrif- stofumaður, f. 27.1. 1943, og Edda Jónína barnalæknir, f. 24.11. 1954. Hinn 18. desem- ber 1971 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingu Svövu Ing- ólfsdóttur, við- skiptafræðingi og starfsmannastjóra. Dóttir þeirra hjóna er Hildur Karitas, f. 24. desember 1974, málfræð- ingur og þýskufræðingur. Jón varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið Elsku pabbi minn, þú varst svo góður maður, ein besta mann- eskja sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Þú varst svo góður í þér, vildir öllum vel og varst alltaf að hjálpa fólki. Þú hjálpaðir mér svo mikið og varst mér svo góður. Ég gat aldrei launað þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Mér þykir óendanlega vænt um þig. Ég sakna þín svo mikið. Guð blessi þig elsku pabbi minn. Þín Hildur. Við viljum með nokkrum orð- um minnast bróður okkar, Jóns Ólafssonar. Hann var elstur af okkur fjór- um systkinum og sá eini sem fæddist í gamla torfbænum í Gröf á Höfðaströnd. Um haustið, fæð- ingarár Jóns 1938, var svo flutt inn í nýja húsið í Gröf, sem stend- ur enn, nú enduruppgert. Við eldri systkinin þrjú, Jón, Sigfús (látinn 2003) og Sigríður, fluttum svo með foreldrum okkar út í Hofsós þegar Jón var sjö ára og faðir okkar tók við starfi vél- stjóra í frystihúsinu. Á Hofsósi eignuðumst við marga góða æskuvini og Jón var þar oft hrókur alls fagnaðar. Jón var í barnaskólanum á Hofsósi til 12 ára aldurs og fljótt kom í ljós að hann var mikill námsmaður. Eftir að fjölskyldan flutti aftur inn í Gröf minnumst við með gleði samverustundanna með honum. Á sumrin var oft margt í heim- ili og börn og unglingar komu til sumardvalar í sveitinni. Þá var kátt á hjalla á kvöldin, sungið, spilað og sett upp leikrit undir stjórn Jóns. Gestkvæmt var líka á stóru sveitaheimili og alltaf líf og fjör. Jón ákvað snemma að fara í tannlækningar og fór til Þýska- lands eftir stúdentspróf og tók fyrrihlutapróf í Marburg og lauk svo seinnihlutaprófi í Björgvin, Noregi. Hann var ákaflega far- sæll í starfi og einstaklega greið- vikinn maður. Við systurnar störfuðum báðar um tíma sem að- stoðarstúlkur hans á tannlækna- stofunni og sáum hvernig hann annaðist sjúklinga sína af nær- gætni og lipurð. Hann var glett- inn og léttur í lund og hefur það hjálpað honum í baráttunni við erfiðan sjúkdóm. Hann var mjög bónfús maður og alltaf boðinn og búinn að rétta vinum og ættingjum hjálpar- hönd. Hann hafði ásamt Sigfúsi frumkvæði um endurgerð húss- ins í Gröf, sem nú er í notkun sem sumarhús, og hafði mikla ánægju af vinnuferðunum í Gröf. Jóni var mjög annt um fjölskyldu sína og sýndi ættingjum sínum mikla ræktarsemi. Þær voru ófáar veislurnar sem haldnar voru á heimili hans, þar sem hann naut sín sem fyrirtaks kokkur. Við kveðjum kæran bróður með söknuði og þakklæti og biðj- um guð að blessa minningu hans. Við vottum eiginkonu hans og dóttur innilega samúð og megi guð gefa þeim styrk í sorginni. Sigríður og Edda Jónína. Jón Ólafsson tannlæknir, frændi minn og vinur, er látinn. Fyrstu minningar um Jón eru meira en 70 ára gamlar: Við sigldum litlum trébátum á tjörn sem var hluti af gamalli áveitu í Gröf. Jón átti flottasta bátinn, en leyfði okkur hinum stundum að sigla honum. Næst vil ég nefna samveru á Akureyri tíu árum síðar. Jón hafði sest í Menntaskólann á Ak- ureyri tveimur árum á undan mér og var því sannarlega dýr- mætt fyrir mig að hafa reyndan frænda á staðnum. Við hittumst raunar næstum á hverjum degi á menntaskólaárunum, ýmist á kaffihúsi að leysa lífsgátuna eða í sundi og gufubaði til að hressa upp á líkamann. Jón fæddist í Gröf á Höfð- aströnd. Þar ólst hann upp í hópi fjögurra systkina. Jón lærði tannlækningar bæði í Þýskalandi og Noregi. En meðan hann var í Bergen kom hann oft í heimsókn til okkar Kristínar til Kaup- mannahafnar og þá urðu sannar- lega fagnaðarfundir. Fljótlega eftir að Jón kom heim frá námi setti hann upp eig- in tannlæknastofu. Þegar við komum heim frá Kaupmanna- höfn nokkrum árum síðar kom auðvitað enginn annar tannlækn- ir til greina til að sinna fjölskyld- unni. Jón var sérstaklega vandvirk- ur og umhyggjusamur við sjúk- linga sína og hugsaði til dæmis sérstaklega um að draga sem mest úr sársauka við tannvið- gerðir. Sonur okkar, Andri Þór, getur líka vottað að hann var sér- lega laginn við barnatannlækn- ingar. Um 1990 höfðu Jón og Inga Svava ásamt Sigfúsi bróður Jóns eignast jörðina Gröf á Höfð- aströnd sem hafði verið í umsjá ættarinnar með stuttum hléum frá 1920. Þeir bræður hófu fljótt endurbætur og viðgerðir á gamla íbúðarhúsinu. Fór Jón um árabil í minnst tvær vinnuferðir á ári héðan að sunnan til að vinna í Gröf með Sigfúsi. Smám saman fjölgaði í hópn- um og fjórir til sex frændur fengu að fara með í vinnuferðirnar. Jón var ætíð sá sem dreif verkið áfram og sýndi okkur hinum ekta sýnishorn af Grafarættardugnað- inum. Eftir að Sigfús lést árið 2003 hélt Jón áfram að safna liði og fara norður til að vinna við húsið, jafnvel eftir að hann var orðinn veikur var hugurinn enn fyrir norðan og Jón að útbúa fjölritaða lýsingu á Grafarkirkju á þremur tungumálum til að dreifa til ferðamanna sem skoða kirkjuna. Strax á árinu 1994 hófu bræð- urnir að leigja ættingjum gamla íbúðarhúsið til sumardvalar. Nú nýta sjö fjölskyldur úr ættinni sér gistiaðstöðuna í gamla íbúð- arhúsinu á hverju sumri. Að leiðarlokum viljum við Kristín þakka Jóni ævilanga vin- áttu og að gefa okkur tækifæri til að taka þátt í uppbyggingunni í Gröf. Við Kristín sendum Ingu Svövu, Hildi Karitas og systrum Jóns hugheilar samúðarkveðjur. Gunnar Árnason. Jón Ólafsson hefur kvatt þenn- an heim og haldið á annað svið. Jón var tannlæknir, fæddur og uppalinn í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Ég kynntist honum og hans fólki er ég kvæntist frænku hans, Önnu Sigríði, en hún hafði oft verið sem unglingur í sveit í Gröf og á þaðan góðar minningar. Er ég kom heim frá námi treystu þau hjón, Jón og Inga Svava, mér til að teikna hús fyrir þau í Birkigrundinni, hvar þau gerðu sér gott og fallegt heimili og bjuggu meðan heilsan leyfði. Jón rak tannlæknastofu í mörg ár og oft er ég búinn að sitja í stólnum hjá honum og síðan þiggja kaffi hjá Svönu móður hans, en hún bjó í íbúð við hliðina á tannlæknastofunni. Enn betur kynntist ég Jóni er þeir Sigfús bróðir hans ásamt fleiri ættingjum fóru að gera upp gamla húsið í Gröf um eða upp úr 1990. Ófáar vinnuferðir fórum við norður til að vinna í húsinu og sama hvert verkið var, girðingar, múrverk, flísalögn eða málning- arvinna, Jón var í því öllu með okkur og svo sá hann um matinn er hann lagði frá sér pensilinn, en á því sviði var hann okkur færari. Nú er í Gröf allt til alls og gott að dvelja og okkar að halda áfram því verki sem þar hefur verið haf- ið og unnið og sjá til þess að alltaf verði gaman að koma í Gröf og að húsinu í góðu ástandi og snyrti- legu umhverfi. Jón var hæglátur, bóngóður og það var þægilegt að vera með honum og þá stutt í glaðværðina og brosið, enda uppalinn í Skaga- firði. Er þau hjón seldu Birkigrund- ina og minnkuðu við sig flutti Jón flest verkfæri sín norður í Gröf, þannig að hér er flest til á staðn- um sem þarf til við viðhaldsvinnu. Síðustu árin glímdi hann við sjúkdóm sem sigraði að lokum, en allt of fljótt. Ingu Svövu og Hildi sendum við Anna Sigga samúðarkveðjur, en þeirra er missirinn mestur, en góðar minningar hugga og milda söknuðinn. Björn Helgason. Jón Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.