Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 35
Eftir nám fluttu Sighvatur og fjöl- skylda á heimaslóðir í Vestmanna- eyjum, sumarið 2008, þar sem hann hefur m.a. framleitt sjónvarpsfréttir og annað efni fyrir RÚV. Með tím- anum tók Sighvatur að sér ýmis framleiðsluverkefni fyrir Rás 2, bæði hljóðvinnslu og dagskrárgerð. Hann hefur framleitt vikulegan Vinsælda- lista Rásar 2 frá árinu 2010. Síðustu árin hefur SIGVA media lagt frekari áherslu á gerð heim- ildamynda og sjálfstæða framleiðslu á sjónvarpsefni. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum unnið kynning- arefni fyrir ýmsa aðila í Eyjum ásamt sjónvarpsefni fyrir RÚV, 365 miðla og N4. Sighvatur er í hópi þeirra sem hafa alltaf haft áhuga á starfi sínu: „Það eru að sjálfsögðu forréttindi af hafa áhuga á eigin lifibrauði. En þó að maður hafi áhuga á vinnunni er nauð- synlegt að hafa einhver önnur áhuga- mál. Ég æfði og keppti í knattspyrnu með ÍBV á æsku- og unglingsárun- um og er enn á fullu í innanhúsknatt- spyrnu með góðum félögum. Þá hef ég lagt stund á kórsöng. Ég tók þátt í tvennum jólatónleikum Kórs Landa- kirkju Vestmannaeyja og nú æfi ég með ný endurvöktum Karlakór Vest- mannaeyja þar sem ég syng fyrsta bassa. Auk þess hef ég auðvitað áhuga á því að eiga góðar stundir með eiginkonunni og börnunum.“ Afmælissýning í Eyjum Sighvatur fagnar fertugsafmælinu og 10 ára afmæli fyrirtækis síns með sýningu í Einarsstofu Sagnahúss Vestmannaeyja. Sýningin stendur til 7.10. nk.. Á sýningunni má sjá brot úr verkum sem eru í vinnslu, þeirra á meðal eru heimildamynd um Þjóðhá- tíð Vestmannaeyja, sjónvarpsþáttur um ferð Blítt og létt sönghópsins til Færeyja og vikulegu sjónvarpsþætt- irnir „Að sunnan“ sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni N4 á miðviku- dögum. Á sýningunni verða sýnd brot úr heimildamyndum um Heimaeyjar- gosið og íþróttatitla ÍBV, ásamt ýms- um myndböndum af fjölbreyttu mannlífi og náttúru Eyjanna. Má þar nefna þekktar myndir sem Sighvatur náði af súlukasti í Vestmannaeyja- höfn. Fjölskylda Eiginkona Sighvats er Dóra Hanna Sigmarsdóttir, f. 7.5. 1974, grunnskólakennari. Foreldrar henn- ar eru Dóra Bergs Sigmundsdóttir, f. 6.11. 1944, fyrrv. verslunarmaður í Eyjum, og Sigmar Magnússon, f. 25.9. 1948, fyrrv. stýrimaður og skip- stjóri í Eyjum. Börn Sighvats og Dóru Hönnu eru Gabríel Sighvatsson, f. 28.9. 1998; nemi í Framhaldsskólanum í Eyjum; Elmar Elí Sighvatsson, f. 4.6. 2005, grunnskólanemi í Eyjum, og Embla Dís Sighvatsdóttir, f. 11.8. 2010, leik- skólanemi í Eyjum. Hálfsystir Sighvats, sammæðra, er Ásta Ólafsdóttir, f. 25.1. 1967, starfar við ferðaþjónustu, búsett í Mosfellsbæ. Hálfsystir Sighvats, samfeðra, er Guðmunda Þorsteinsdóttir, f. 12.8. 1967, lyfjatæknir á Hvolsvelli. Alsystkini Sighvats eru Ingibjörg Jónsdóttir, f. 2.10. 1969, aðstoðar- skólastjóri í Eyjum og aðstoðarþjálf- ari í handbolta hjá kvennaliði ÍBV, búsett í Eyjum, og Hjalti Jónsson, f. 8.3. 1979, dr. í sálfræði, búsettur í Danmörku. Foreldrar Sighvats eru Sigurborg Erna Jónsdóttir, f. 18.11. 1943, fyrrv. handavinnukennari í Vestmanna- eyjum, og Jón Sighvatsson, f. 25.5. 1946, rafeindavirki í Vestmanna- eyjum. Úr frændgarði Sighvats Jónssonar Sighvatur Jónsson Bjarni Jónasson form. í Bjarnarborg á Stokkseyri Arnlaug Sveinsdóttir húsfr. í Bjarnarborg Sighvatur Bjarnason skipstj., vélstj. og forstj. í Eyjum Guðmunda Torfadóttir húsfr. í Eyjum Jón Sighvatsson rafeindavirki í Vestmannaeyjum Torfi Magnús Björnsson b. að Dröngum í Dýrafirði Jónína Anna Ólafsdóttir húsfr. að Dröngum Magnús Jónsson b. á Brekkum á Rangárvöllum Elín María Sveinsdóttir húsfr. á Brekkum Jón Magnússon b. í Hábæ í Eyjum og síðar í Gunnarsholti Ingibjörg Magnúsdóttir húsfr. í Hábæ og í Gunnarsholti Sigurborg Erna Jónsdóttir kennari í Vestmannaeyjum Magnús Björnsson b. á Dyrhólum í Mýrdal Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Dyrhólum Afmælisbarnið Sighvatur Jónsson. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 90 ára Fanney Tryggvadóttir Jens Meinhard Berg Jón Kristbergur Ingólfsson Jón Ólafur Bjarnason 85 ára Erla Þórðardóttir Haukur Ársælsson Inga S. Magnúsdóttir Jónína Ólöf Helgadóttir Margrét Þorsteinsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Þórdís Ásmundsdóttir 80 ára Guðmundur Tryggvason Hrefna Ingólfsdóttir Jónína S. Runólfsdóttir 75 ára Bergmann M. Bjarnason Jóhann Helgason Jón Þórðarson Lilja Jóhanna Gunnarsdóttir Sólveig Þórðardóttir 70 ára Gunnar B. Marmundsson Richard Henry Eckard Sigríður Kristín Jónasdóttir Sigurbjörg Haraldsdóttir Víglundur Sveinsson Þórir Kristjánsson 60 ára Bergljót Halldórsdóttir Birgir Aðalsteinsson Ellert Gunnlaugsson Friðrik Friðriksson Sesselja Óskarsdóttir Sigríður S. Guðbjörnsdóttir Valdís Ósk Jónasdóttir 50 ára Ásdís Geirsdóttir Ásdís Lára Runólfsdóttir Christine Siiri Graupner Gísli Hlynur Jóhannsson Gunnar Karl Halldórsson Haraldur Kristján Ólason Héðinn Ólafsson Irina Butkuviene Jón Sigurgrímsson Kjartan V. Kjartansson Sigurður Áss Grétarsson Suphaphorn Raknarong 40 ára Atli Marel Vokes Atli Þórðarson Hlynur Sigurgeirsson Hörður Halldórsson Jörgen Ívar Sigurðsson Linda Pálsdóttir Luis Alberto Gomes Maia Marlena Brzozowiec Monika Rutkowska Nedelina S. Ivanova Ragnar Þór Hannesson Regína Júlíusdóttir Sigurður Þorsteinsson Snorri Hreiðarsson Solveig Guðmundsdóttir Sunna Guðmundsdóttir Sverrir Auðunsson Zophonías Ari Lárusson 30 ára Andri Ólafsson Angelica M. S. Gonnella Ásdís Ágústsdóttir Evelin Sonja Buenter Freyr Jóhannsson Guðjón Arngrímur Jónsson Hólmfríður Þrúðmarsdóttir Hrefna Lind Lárusdóttir Irenijus Jancauskas Magnús Björn Bragason Margrét Á.R. Önnudóttir Ólöf Ýr Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sævar ólst upp í Mosfellsbæ, býr í Reykja- vík, lauk MSc-prófi í verk- fræði frá DTU í Danmörku og starfar hjá Alvogen lyfjafyrirtæki. Unnusta: Heiðrún Huld Gestsdóttir, f. 1990, starfsmaður á Eir. Foreldrar: Sigríður Svein- björnsdóttir, f. 1965, og Alexander Alexandersson, f. 1965. Fósturfaðir: Frí- mann Ægir Frímannsson, f. 1963. Sævar Freyr Alexandersson 30 ára Steindór býr í Reykjavík, lauk MSc.-prófi í alþjóðastjórnmálum frá London School of Econo- mics og starfar í fjármála- ráðuneytinu. Unnusta: Kristjana Björg Reynisdóttir, f. 1988, verslunarmaður. Systir: Margrét Dórothea, f. 1990. Foreldrar: Ragnheiður Steindórsdóttir, f. 1952, leikkona, og Jón Þórisson, f. 1948, leikmyndah.. Steindór Grétar Jónsson 30 ára Soffía býr í Reykjavík, lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ og starfar við bráðamóttöku í Fossvogi. Maki: Ari Þorleifsson, f. 1982, nemi í bygginga- fræði við HR. Sonur: Ómar, f. 2013. Foreldrar: Ómar Ein- arsson, f. 1954, sviðsstjóri ÍTR, og Guðný S. Guð- laugsdóttir, f. 1953, hjúkr- unarfræðingur og ljós- móðir. Soffía Arna Ómarsdóttir Svanhildur Kr. Sverrisdóttir hefur var- ið doktorsritgerð sína í mennta- vísindum við kennaradeild Mennta- vísindasviðs Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: „Ef að er gáð: Afdrif aðalnámskrár í íslensku á ungl- ingastigi grunnskóla og í framhalds- skóla.“ Viðfangsefni rannsóknarinnar er ís- lenskukennsla á unglingastigi grunn- skóla og í framhaldsskóla. Sjónum er fyrst og fremst beint að kennsluhátt- um á skólastigunum tveimur og skil- um þeirra. Meginmarkmið rannsókn- arinnar er að draga fram og greina markvisst áherslu stefnumótunar- aðila á kennsluhætti í íslensku eins og hún birtist í aðalnámskrá, eða ætluðu námskránni, og bera niður- stöðurnar saman við raunveruleikann í sjálfu skólastarfinu eða virku nám- skránni. Rannsóknaraðferðin er eig- indleg. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að gjá sé milli hinnar ætluðu og hinnar virku námskrár; milli hugmynda stefnumótenda um kennsluhætti í íslensku á ungl- ingastigi og ís- lenskukennslu í framhaldsskóla og þess sem raunverulega fer fram. Ekki er að sjá að áhersla á fjölbreytni og nemendamiðaða kennsluhætti sem greina má í námskránni hafi skilað sér nema að takmörkuðu leyti inn í skólastofurnar. Minna ber á nálgun sem endurspeglar aðra kennsluhætti. Það á ekki síst við um íslensku- kennslu á framhaldsskólastigi. Skil skólastiganna eru ekki skörp hvað varðar kennsluhætti eða inntak náms í íslensku. Hins vegar virðist vera gjá milli kennaranna sjálfra á skólastigunum tveimur. Gjáin skapast meðal annars af ytri aðstæðum eins og bakgrunni kennaranna, kjarasamn- ingum og stjórnsýslu en einnig vegna takmarkaðs áhuga fyrir samvinnu og jafnvel vegna fordóma. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Svanhildur Kr. Sverrisdóttir fæddist í Neskaupstað 1958. Hún starfar sem sér- fræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Svanhildur lauk B.Ed.-prófi í list- og verkgreinum frá Kennaraháskóla Íslands 1985, BA-prófi í íslensku frá Há- skóla Íslands 1992 og M.Ed.-prófi í uppeldis- og kennslufræðum með áherslu á kennslufræði móðurmáls árið 2004. Svanhildur er dóttir Sverris Gunnarssonar skipasmíðameistara og Sigríðar Marteinsdóttur, fv. gjaldkera hjá Eimskip. Börn Svanhildar eru Edda Hrund Svanhildardóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur og Sverrir Þorgeirsson, meistaranemi við Háskólann í Uppsölum. Svanhildur er gift Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.