Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mæðgur lesa saman Heiða Björk les fyrir Evu Maríu, rúmlega eins árs gamla dóttur sína, um ævintýri ánamaðks.
sem skerpa athyglina og börnin hafa
gaman af að spreyta sig á. Þau læra
líka heilmikið í leiðinni, til dæmis um
að þessi litlu dýr hafa öll einhverju
hlutverki að gegna og eru mjög
vinnusöm. Sjálf var ég svolítið hrædd
við húsflugur þegar ég var lítil, en
pabba opnaði augu mín fyrir að þær
væru meinlausar. Ég man að hann
persónugerði þær og kallaði þær
hermínur,“ segir Heiða Björk, sem
einnig hefur þann háttinn á í bókum
sínum. Söguhetjurnar heita Ási ána-
maður, Kata könguló, Frikki fiðrildi
og Hanna hunangsfluga.
Heiða Björk segist lesa bækur
sínar fyrir rúmlega eins árs dóttur
sína, Evu Maríu, sem sýnir þeim
mikinn áhuga. „Hún bendir á mynd-
irnar og vill fá að heyra orðin. Mér
finnst mjög mikilvægt að byrja að
lesa fyrir ung börn til að efla mál-
skilning þeirra og orðaforða,“ segir
hún.
Teikniáhuginn leiddi Heiðu
Björk í Iðnskólans í Hafnarfirði, þar
sem hún nam hönnun og útskrifaðist
um aldamótin. Í náminu var lögð
mikil áhersla á fríhendisteikningu,
fjarvíddarteikningu og teikningar af
öllu tagi, sem hún segir hafa verið sér
gott veganesti. Raunar er hún í fullu
starfi sem þjálfari og hóptímakennari
hjá Gym heilsu, en dundar sér við
myndirnar sínar á kvöldin og um
helgar.
„Eftir að ég fæ hugmynd að
sögu þarf ég að ákveða útlit söguhetj-
unnar, síðan skrifa ég textann og loks
teikna ég fígúruna í þeim stellingum
og aðstæðum sem henta sögunni.“
Staðreyndir
Þótt söguþráðurinn í Halló-
bókunum sé einfaldur þarf Heiða
Björk engu síður að leita heimilda til
að fyrirbyggja að fara með rangt
mál, enda vilji hún byggja bækurnar
á staðreyndum. Það sé til dæmis
staðreynd að sumar köngulær geta
gengið á vatni og aðrar sjá í myrkri.
„Þótt íslensku smádýrin hafi kannski
ekki alla eiginleikana eigi þau frænk-
ur og frændur sem hafa þá. Kata
könguló er til dæmis blanda af tug-
þúsundum köngulóategunda í heim-
inum, sumar sjá í myrkri, aðrar geta
gengið á vatni. Kata er þó engin of-
urkönguló, bara svona venjuleg eins
og eru hér eru úti um allt,“ upplýsir
Heiða Björk.
Frikk
fiðrildi
„Krakkar eru svo forvitnir og spyrja
mikið um allt mögulegt í umhverfinu.“
Hanna
hunangs-
fluga
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
Skólatöskudagar standa nú sem
hæst í grunnskólum landsins. Í byrj-
un vikunnar hófu um 20 iðjuþjálfar
auk iðjuþjálfanema við Háskólann á
Akureyri að heimsækja skóla víðs
víðsvegar um landið og bjóða nem-
endum, foreldrum og kennurum
fræðslu um rétta notkun skólatösk-
unnar. Létta leiðin er rétta leiðin er
yfirskrift skólatöskudaganna, sem
leika stórt hlutverk í forvarnarvinnu
með börnum, enda aukast stoðkerfis-
vandamál stöðugt. Iðjuþjálfarnir
vigta skólatöskurnar til að kanna
æskilega þyngd tösku miðað við lík-
amsburði hvers barns.
Iðjuþjálfafélag Íslands, í samstarfi
við Lýðheilsustöð, stendur fyrir
Skólatöskudögum, en slíkir dagar eru
haldnir af kollegum þeirra um allan
heim í september að bandarískri fyr-
irmynd. Iðjuþjálfarnir láta börnin fá
leiðbeiningar um hvernig taskan á að
vera stillt, hvernig best sé að raða í
hana og hvers beri að gæta þegar ný
taska er keypt.
Skólatöskudagar standa yfir til 4.
október.
Iðjuþjálfar fræða grunnskólabörn og vigta skólatöskur
Morgunblaðið/Heiddi
Þungar töskur Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir skólatöskudögum í for-
varnarskyni. Skólatöskur eru oft of þungar og stoðkerfisvandamál aukast.
Létta leiðin er rétta leiðin
Miðaldastofa Háskóla Íslands efnir í
vetur til fyrirlestraraðar um Sturl-
ungaöld. Guðni Th Jóhannesson, dós-
ent í sagnfræði við Háskóla Íslands,
flytur fyrsta erindið, Sundrung og
svik – Sturlungaöldin sem vopn í
stjórnmálabaráttu okkar daga, kl.
16.30 í dag í stofu 132 í Öskju í Há-
skóla Íslands.
Í erindi sínu rekur Guðni hvernig
menn vitna gjarnan í atburði Sturl-
ungaaldar í pólitískum átökum, máli
sínu til stuðnings. Hann veltir einnig
upp ýmsum spurningum, t.d. hvort
fræðimenn eigi að bregðast við og
benda á misskilning valdhafanna og
misfærslur eða hvort þeir þyki þá
kannski setja sig á háan hest? Mis-
nota þeir kannski líka söguna? Í er-
indinu verður þessum og fleiri spurn-
ingum svarað.
Í fyrirlestraröðinni munu innlendir
og erlendir fræðimenn fjalla í nokkr-
um víðum skilningi um ýmsa þætti
mannlífsins á Sturlungaöld frá sjón-
arhóli ólíkra fræðigreina, t.d. bók-
menntafræði, málfræði og minnis-
fræði. Fyrirlestrarnir verða haldnir
annan hvern fimmtudag. Aðgangur er
ókeypis og allir eru velkomnir á með-
an húsrúm leyfir. Dagskrá fyrirlestr-
arraðarinnar má sjá á vef Miðalda-
stofu: midaldastofa.hi.is.
Fyrirlestraröð á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands
Sagnfræði Guðni Th. Jóhannesson.
Sturlungaöld sem vopn í stjórn-
málabaráttu okkar daga