Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 38
Listakonan Anne á Snæfellsnesi. Myndlistarkonan Anne Herzog sýnir um þessar mundir verk sín í Átthagastofunni í Snæfellsbæ, en sýningin stendur til 3. október. „Anne fæddist 1984 í Frakklandi en hún býr og starfar á Íslandi. Hún hefur lokið námi í kvikmynda- rannsóknum, margmiðlun og list- um frá ýmsum háskólum í Frakk- landi, m.a. Université París 1 Panthéon Sorbonne. Verk Anne hafa verið sýnd á Íslandi, í Frakk- landi, New York, Trinidad og To- bago og Evrópu, svo eitthvað sé nefnt,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar kemur fram að á sýningunni í Átthagastofunni sýni hún verk um eldfjall þar sem viðfangsefnið er Snæfellsjökull. Sýningin er opin daglega milli kl. 9-16. Anne Herzog sýnir í Átthagastofunni Stjórnandinn Vladimir Ashkenazy. Sinfóníuhljómsveit Íslands minnist þess á tónleikum sínum í Eldborg- arsal Hörpu í kvöld kl. 19.30 að 150 ár eru liðin frá fæðingu Jean Sibeli- usar, þjóðartónskálds Finna. Á tónleikum kvöldsins verður fimmta sinfónía Sibeliusar flutt, en verkið er „eitt hans dáðasta tón- verk, stórfengleg og rismikil tónlist þar sem hljómur hljómsveitarinnar nýtur sín til fullnustu,“ eins og seg- ir í fréttatilkynningu. Auk þess flyt- ur hljómsveitin Luonnotarer eftir Sibelius sem er „óvenjulegt meist- araverk við erindi úr þjóðkvæða- bálkinum Kalevala þar sem segir frá sköpun heimsins.“ Hlutverk gyðjunnar Luonnotar syngur Þóra Einarsdóttir, en um tónsprotann heldur Vladimir Ashkenazy. Auk verka Sibeliusar verður flutt sinfónía nr. 2 eftir Johannes Brahms. 150 ár liðin frá fæðingu Sibeliusar 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Söngfólkið Sig- ríður Thorlacius og Svavar Knút- ur, Gunnar Hrafnsson bassa- leikari og Krist- ófer Kvaran gít- arleikari koma fram á haust- tónleikum í Nes- kirkju í kvöld kl. 20.30. Kór Neskirkju, Stúlknakór Nes- kirkju og Drengjakór Reykjavíkur taka þátt í tónleikunum og syngja nokkur lög en einnig syngja allir kórarnir saman sem og með ofan- nefndum gestunum. Á efnisskránni verða m.a. „Sunnan yfir sæinn breiða“, „Við gengum tvö“, „I think of Angels“, „Rósin“ og „Tvær stjörnur“. Stjórnandi tónleikanna er Steingrímur Þórhallsson organ- isti og stjórnandi kóra Neskirkju. Tónleikarnir standa í ríflega klukkustund og er aðgangseyrir 2.000 krónur, en miðar eru seldir við innganginn. Hausttónleikar í Neskirkju í kvöld Sigríður Thorlacius Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ef vel er þá er leikhúsverkefni eins og kúrs í háskólanum í einhverju sem maður var ekki búinn að kynna sér áður og í þessu tilviki kynntist ég bæði trúðnum og heimspeki Sókrat- esar og Platóns,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir sem leikur í trúðaóperunni Sókrates sem frum- sýnd verður á Litla sviði Borgarleik- hússins í kvöld kl. 20. Leikritið skrifa Bergur Þór Ingólfsson og Kristjana Stefánsdóttur í samein- ingu, en Kristjana semur tónlistina fyrir sýninguna sem er í leikstjórn Bergs Þórs og Rafaels Bianciotto. Þeir tveir síðastnefndu unnu saman að trúðasýningunni Drauðasynd- unum sem sett var upp í Borgarleik- húsinu 2009 og Bergur Þór og Krist- jana gerðu ásamt fleirum trúða- sýninguna Jesú litla sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu 2010. Leik- arar Sóktratesar eru auk Maríönnu þau Bergur Þór, Kristjana og Krist- ín Þóra Haraldsdóttir. Argentínumaðurinn Rafael Bian- ciotto, sem býr og starfar í París, vann lengi með trúðameistaranum Mario Gonzalez sem kom hingað til lands fyrir allmörgum árum og kenndi nemendum Leiklistarskólans trúðatæknina, en meðal nemenda hans voru Bergur Þór og Halldóra Geirharðsdóttir sem sköpuðu þá trúðana sína Úlf og Barböru. Að sögn Maríönnu hefur Bian- ciotto kennt leiklistarnemum hér- lendis trúðatæknina. „Hann kenndi mér grunnreglur trúðatækninnar á sínum tíma þó ég hafi ekki búið til trúð hjá honum,“ segir Maríanna og rifjar upp að trúðurinn hennar, sem nefnist Ronja, hafi fæðst á örnám- skeiði hjá Bergi fyrir 18 árum, en síðan legið ofan í skúffu þar til Marí- anna var beðin að vera með í Sókrat- esi. Spurð í hverju trúðareglurnar felist svarar Maríanna að grunn- reglan sé hlustun og að vera sér meðvitaður um hvar fókusinn sé hverju sinni. „Sem á auðvitað alltaf við í öllum leiksýningum. En venju- lega notar maður þetta ekki eins bókstaflega og trúðarnir gera,“ seg- ir Maríanna og bendir á að þar sem trúðarnir lifi stöðugt í núinu eigi þeir erfitt með að æfa leikrit sem krefjist sífelldrar endurtekningar. „Við leik- ararnir höfum því annars vegar æft sýninguna og hins vegar þjálfað trúðana. Það er ekki fyrr en á síð- ustu metrunum sem trúðarnir fá að leika sýninguna. Þetta helgast af því að trúðarnir geta ekki endurtekið og einbeitt sér. Trúðarnir eru eins og börn með athyglisbrest. Þegar senur eru æfðar gengur það út á einbeit- ingu og að muna textann sinn, en trúðurinn stoppar alltaf við allt. Hann myndi óhikað segjast ekki muna textann sinn eða stoppa þegar einhver kemur inn eða ef skórinn hans er of þröngur. Þetta helgast af því að trúðurinn er alltaf í núinu.“ Draga fram óþekktari stærðir Spurð nánar um Ronju segir Maríanna að í trúðnum birtist ein- hvers konar innra sjálf leikarans og ekki sé hægt að ákveða fyrirfram hvers konar karakter brjótist fram. „Ég vildi svo gjarnan geta sagt að trúðurinn minn væri villtur rokkari, en hún bara er það ekki. Ronja er eins og áhyggjufullur upplýsinga- fulltrúi. Ég gæti best trúað því að hún væri skáti og bókasafnsfulltrúi ef hún ynni eitthvað úti í þjóðfélag- inu. Hún er mjög nákvæm og vill hafa allar staðreyndir á hreinu,“ segir Maríanna, en Ronja leikur Platón í sýningunni. „Platón er mjög stoltur af því að leikritið byggist á verki eftir hann,“ segir Maríanna og bendir á að handritshöfundar styðj- ist að stærstum hluta við rit Platóns, þ.e. Málsvörn Sókratesar, Krítóni, Faídóni og Samdrykkjunni. „Söguþráðurinn byggist á því sem Platón skráði um Sókrates. Svo má segja að við séum að draga fram aðr- ar og óþekktari stærðir í sögu Só- kratesar eins og við sjáum hana fyrir okkur,“ segir Maríanna og bendir sem dæmi á að meiri áhersla sé á fjölskyldu Sókratesar sem Platón hafi ekki eytt miklu púðri í. „Þannig birtast Xanþippa og Sófróniskos, annars vegar eiginkona og hins veg- ar miðsonur Sókratesar, sem per- sónur í verkinu,“ segir Maríanna en trúðurinn hennar, Ronja, bregður sér í hlutverk Sófróniskos meðan trúður Kristínar, Guðrún, bregður sér í hlutverk Xanþippu. „Þannig að þau fá rödd sem þau höfðu ekki í heimsbókmenntunum. Svo koma fleiri óvæntir karakterar við sögu, sem ekki má segja of mikið um.“ Sókrates sjálfan leikur síðan Úlf- ur, trúður Bergs Þórs. Spurð hvern- ig sé að leika á móti öðrum leikstjór- anum segir Maríanna það hafa verið mjög ljúft. „Það hefði örugglega verið erfiðara ef Bergur væri með stærra egó. Það er óhætt að segja að hann þvælist ekki fyrir sjálfum sér sem stjórnanda, sem er örugglega líka lykillinn á bak við að hann hefur getað leikstýrt risastórum sýn- ingum eins og Mary Poppins og Billy Elliot með góðum árangri. Bergi fannst allar persónurnar sem við vorum að leika svo áhugaverðar að á tímabili var Sókrates kominn út í horn í verkinu, en tekið var á því. Því Sókrates þarf auðvitað að vera stærra númer í trúðaóperunni Só- krates.“ Í ljósi þess að Sókrates er nefnd trúðaópera liggur beint við að spyrja hvort allur texti sýningarinnar sé sunginn. „Nei, en við syngjum öll mjög mikið. Í sýningunni, sem tekur um hálfa aðra klukkustund í leik, eru alls sextán lög þannig að það fer mikið fyrir tónlistinni. Tónlistin er mögnuð hjá Kristjönu. Hún hefur verið óhrædd við að gera ýmsar raddanir og láta okkur syngja alls konar sem við héldum aldrei að við gætum sungið. Þó að við séum ekki óperusöngvarar held ég að trúðarnir reddi þessu öllu fyrir horn, því þeir syngja með sínu nefi og eru óhrædd- ir þó að manneskjurnar á bak við þær séu ekki alveg sultuslakar.“ Að lokum er Maríanna spurð hverjum sýningin sé ætluð. „Þó að trúðar séu skemmtilegir og með rauð nef þá er þetta ekki barnasýn- ing því verið er að takast á við mjög stórar og á köflum dramatískar spurningar, líkt og við átti um Dauðasyndirnar og Jesú litla. Kost- urinn við trúðana er að þeir gera allt mjög aðgengilegt af því að þeir eru ekki sérfræðingar, en hafa mjög lif- andi áhuga á öllu. Ég er því sann- færð um að sýningin höfði til fleiri en bara heimspekinema,“ segir Marí- anna að lokum. „Syngja með sínu nefi“  Trúðaóperan Sókrates frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20  „Trúðarnir eru eins og börn með athyglisbrest,“ segir Maríanna Clara Ljósmynd/Grímur Bjarnason Dramatík Kristjana Stefánsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir í hlutverkum sínum í trúðaóperunni Sókratesi, en á myndina vantar Kristínu Þóru Haraldsdóttur sem leikur eiginkonu Sókratesar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.