Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Skæra- og spjótlyftur Piaf 810 Vinnuhæð 8m Breidd 1,2 m CX 12/CX 15 Vinnuhæð að 15 m Lengd á palli 7,3 m Breidd 2,2 m Diesel Piaf 1100 Vinnuhæð að 11 m Breidd 1,03 m Zebra 16 Vinnuhæð að 16,4 m 4x4 - Diesel Til afgreiðslu strax Piaf 660 RC Vinnuhæð 6,65 m Breidd 78 cm Styrmir Gunnarsson fagnarauglýsingu frá Sjálfstæðis- flokknum um fundaröð þing- manna í aðdraganda landsfundar:    Þetta er gottframtak.    Hins vegar vek-ur það at- hygli, að utanríkis- mál eru ekki á dagskrá þessara funda – fyrir utan málefni flóttamanna.    Hvað getur valdið?   Þrjú stór mál, sem falla undirþennan málaflokk eru á dag- skrá þjóðfélagsumræðna.    Í fyrsta lagi misheppnuð aftur-köllun aðildarumsóknar Ís- lands að Evrópusambandinu, sem opnar hugsanlegri nýrri aðildar- sinnaðri ríkisstjórn leiðina til að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið.    Í öðru lagi Norðurslóðamál, semeru eitt af stærri framtíðar- málum þjóðarinnar.    Í þriðja lagi augljós skoðana-ágreiningur, sem komið hefur upp innan flokksins um þátttöku í refsiaðgerðum Vesturlanda gagn- vart Rússum.    Hvernig má það vera að þessistóru mál eru ekki til um- ræðu á þessum fundum?    Vonandi er það ekki vísbendingum að flokksforystan ætli að reyna að leiða hjá sér umræður um þau á landsfundi.“ Styrmir Gunnarsson Utangarðsmál? STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.9., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 11 alskýjað Nuuk 2 skúrir Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 15 léttskýjað Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 12 léttskýjað Glasgow 20 heiðskírt London 17 heiðskírt París 17 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 16 léttskýjað Vín 12 alskýjað Moskva 8 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 17 súld Mallorca 21 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 16 skýjað Montreal 10 alskýjað New York 25 léttskýjað Chicago 16 skýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:37 18:59 ÍSAFJÖRÐUR 7:43 19:02 SIGLUFJÖRÐUR 7:26 18:45 DJÚPIVOGUR 7:07 18:28 Starfshópur um sameiningu skóg- ræktarstarfs ríkisins leggur til að það verði sameinað í eina stofnun. Um er að ræða starf Skógræktar ríkisins og landshlutaverkefna í skógrækt; Vesturlandsskóga, Skjólskóga á Vestfjörðum, Norð- urlandsskóga, Héraðs- og Austur- landsskóga og Suðurlandsskóga, auk umsjónar með Hekluskógum. Sigrún Magnúsdóttir, umhverf- is- og auðlindaráðherra, skipaði starfshópinn í júní síðastliðnum og hefur hann nú skilað greinargerð sinni. Starfshópurinn er sammála um að sameining landshlutaverk- efnanna og Skógræktar ríkisins í eina stofnun sé æskileg og skapi tækifæri fyrir framþróun og efl- ingu skógræktar í landinu. Meðal helstu verkefna stofnun- arinnar yrðu skipulag og ráðgjöf við nýræktun skóga, umhirðu og nýtingu, umsjón þjóðskóga eins og Hallormsstaðaskógar og Vagla- skógar, rannsóknir í skógrækt og fræðsla og kynning. Lagt er til að sameining verði eins fljótt og mögulegt er til að takmarka óvissu. Gert er ráð fyrir að starfs- stöðvar haldist óbreyttar frá því sem nú er. aij@mbl.is Skógræktarstarf ríkisins fari undir eina stofnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Grisjun Í Hallormsstaðarskógi. Bændasamtök Íslands (BÍ) fordæma illa meðferð á dýrum enda hafi sam- tökin ávallt lagt áherslu á að íslensk- ur landbúnaður sé til fyrirmyndar. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna umfjöllunar fjölmiðla um slæma meðferð á svínum og kjúkling- um. „Í ársskýrslu Matvælastofnunar 2014 þar sem fjallað er um eftirlit kemur fram að 832 bú í frumfram- leiðslu hafi verið heimsótt. Alvarlegar athugasemdir um dýravelferð voru gerðar við 47 bú eða 5,6%. Annars konar alvarlegar athugasemdir voru gerðar við sjö bú til viðbótar. Á rúm- lega 94% búa voru því ekki gerðar at- hugasemdir. Þó svo að hlutfall þeirra búa sem ekki voru gerðar athuga- semdir við sé mjög hátt er það alltaf óásættanlegt þegar meðferð dýra er ekki fullnægjandi,“ segir m.a. í yfir- lýsingunni. Þá segir að mjög fram- sæknar reglur gildi hér á landi um velferð dýra og lög og reglur geri meiri kröfur en áður til aðbúnaðar búfjár. „Um afar kostnaðarsamar breytingar er að ræða og er það við- fangsefni sem landbúnaðurinn er að takast á við. Bændasamtökin leggja þunga áherslu á að félagsmenn sínir ljúki nauðsynlegum úrbótum eins fljótt og mögulegt er.“ Óviðunandi meðferð  BÍ fordæma illa meðferð á dýrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.