Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sérsveitarmenn Atlantshafsbanda-
lagsins börðust í gær með afgönsk-
um stjórnarhermönnum í borginni
Kunduz í norðurhluta Afganistans
eftir að talibanar náðu henni á sitt
vald á mánudag. Þetta er mesti sig-
ur talibana í fjórtán ár, eða frá því
að stjórn þeirra var steypt af stóli
eftir innrásina í Afganistan undir
forystu Bandaríkjamanna og Breta
árið 2001. Uppreisnarmennirnir
höfðu aldrei áður náð afganskri
borg á sitt vald á þessum fjórtán ár-
um og sigur þeirra kyndir undir efa-
semdum um að öryggissveitir lands-
ins hafi burði til að sigrast á
talibönum og öðrum íslamistum án
aðstoðar NATO.
Hernaðarlegu hlutverki alþjóð-
legu öryggissveitanna ISAF, undir
forystu NATO, lauk í desember.
Atlantshafsbandalagið er nú aðeins
með um 13.000 hermenn í Afganist-
an, m.a. nær 10.000 bandaríska, og
meginhlutverk þeirra er nú að
þjálfa afganska hermenn. Banda-
ríkjastjórn stefnir að því að kalla
flesta hermenn sína í Afganistan
heim á næsta ári en sigur talibana
vekur efasemdir um þau áform.
„Gífurlegur ósigur“
Bandaríkjastjórn hefur varið 65
milljörðum dollara, jafnvirði 8.300
milljarða króna, í þjálfun afganskra
hermanna og kaup á vopnum og
öðrum búnaði fyrir her og lögreglu
Afganistans á síðustu árum. Mich-
ael Kugelman, bandarískur sér-
fræðingur í málefnum Afganistans,
segir að þótt her og lögregla lands-
ins hafi tekið framförum sé ljóst að
þær dugi ekki til að öryggissveit-
irnar geti tekist á við hættuna sem
stafar af talibönum.
„Þetta er gífurlegur ósigur fyrir
öryggissveitir Afganistans, einu
gildir hvernig á það er litið,“ hefur
fréttavefur tímaritsins Time eftir
Kugelman. „Þessi sókn talibana
kom ekki upp úr þurru.“
Kugelman skírskotar til þess að
talibanar komu afgönsku öryggis-
sveitunum í opna skjöldu í Kunduz
þótt vitað hefði verið í marga mán-
uði að uppreisnarmennirnir væru að
reyna að ná borginni á sitt vald.
Hann segir að öryggissveitirnar hafi
annaðhvort verið vanbúnar eða
skort vilja til að takast á við hætt-
una.
„Talibanar höfðu mánuðum sam-
an reynt að ná mikilvægum héruð-
um og borgum á sitt vald til að sýna
aukin áhrif sín, í ljósi brottflutnings
hermanna NATO frá Afganistan,“
hefur Time eftir M. Ashraf Haidari,
sérfræðingi í öryggismálum hjá afg-
anska utanríkisráðuneytinu. Frétta-
veitan AFP hafði í gær eftir afg-
önskum embættismönnum að
liðsmenn talibanahreyfingarinnar
hefðu laumast inn í Kunduz þegar
fórnarhátíð múslíma, Eid al-Adha,
var haldin í vikunni sem leið. Þeir
gátu því hafið árás inni í borginni og
náðu henni á sitt vald á nokkrum
klukkustundum þótt þeir væru tals-
vert færri en hermennirnir sem áttu
að verja hana.
Mesti hluti borgarinnar var enn á
valdi talibana í gær þrátt fyrir gagn-
sókn afgönsku öryggissveitanna.
Erfiðlega gekk að koma liðsauka til
borgarinnar vegna þess að talibanar
höfðu lagt jarðsprengjur og
sprengjugildrur á vegi að henni.
NATO sendi bandaríska, breska og
þýska sérsveitarmenn inn í Kunduz
til að aðstoða öryggissveitirnar og
bandarískar herþotur gerðu árásir á
skotmörk í grennd við borgina.
Mannréttindasamtök sögðu að
talibanar hefðu stofnað almennum
borgurum í mikla hættu með því að
fela sig í íbúðarhúsum og ganga á
milli húsa í leit að hermönnum, lög-
regluþjónum og embættismönnum.
Ashraf Ghani, forseti Afganistans,
sagði að uppreisnarmennirnir not-
uðu íbúa borgarinnar sem skildi til
að verjast árásum og það torveldaði
gagnsókn öryggissveitanna sem
Mesti sigur talibana í fjórtán ár
Vekur efasemdir
um brotthvarf
hersveita NATO
AFP
Í sókn Afganskir lögreglumenn með fanga úr röðum talibana í borginni Herat eftir bardaga milli öryggissveita og uppreisnarmanna úr röðum íslamista.
Talibanar hafa haft strjálbýl og afskekkt svæði í sunnanverðu Afganistan á valdi sínu en hafa sótt í sig veðrið í öðrum landshlutum á síðustu vikum.
Eins og draugaborg
» Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna sögðu allt að 6.000
manns hefðu flúið frá Kunduz
vegna átakanna.
» „Kunduz er eins og drauga-
borg. Aðeins örfáir þora út á
göturnar – skothvellir heyrast
með nokkurra mínútna milli-
bili,“ hafði fréttaveitan AFP
eftir lækni í borginni.
» Íbúar Kunduz eru um
300.000.
Her Rússlands hóf loftárásir á skot-
mörk í Sýrlandi í gær og varnar-
málaráðuneytið í Moskvu sagði að
þær beindust að liðsmönnum Ríkis
íslams, samtaka íslamista.
Rússneskar herþotur gerðu árás-
ir á nokkra bæi í Sýrlandi ásamt
flugvélum einræðisstjórnar Bashars
al-Assads, forseta landsins, að sögn
fréttaveitunnar AFP. Hún hafði eft-
ir embættismanni í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu að loftárás-
irnar beindust að liðsmönnum upp-
reisnarhreyfinga, sem hafa barist
gegn einræðisstjórninni, en ekki að
liðsmönnum Ríkis íslams.
Frönsk stjórnvöld drógu einnig í
efa að lofthernaður Rússa beindist
að íslömsku samtökunum. Laurent
Fabius, utanríkisráðherra Frakk-
lands, sagði að fram hefðu komið
vísbendingar um að árásirnar hefðu
ekki verið gerðar á Ríki íslams.
Fyrr um daginn hafði rússneska
þingið heimilað Vladímír Pútín
Rússlandsforseta að fyrirskipa loft-
hernað í Sýrlandi. Að sögn Banda-
ríkjastjórnar var henni skýrt frá
fyrirmælunum klukkustund áður en
loftárásirnar hófust. Stjórnarand-
stæðingar í Sýrlandi sögðu að 36
manns, þeirra á meðal börn, hefðu
beðið bana í loftárásum Rússa. Eng-
in árásanna hefði verið gerð á yf-
irráðasvæði Ríkis íslams.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að Banda-
ríkjamenn myndu fagna lofthernaði
sem beindist að íslamistasamtökun-
um en líta það mjög alvarlegum
augum ef rússneskar herþotur réð-
ust á uppreisnarhreyfingar sem
njóta stuðnings vestrænna ríkja eða
bandamanna þeirra í Miðaustur-
löndum.
Rússar hefja
loftárásir
Sagðar beinast að uppreisnarmönnum
AFP
Styður Assad Vladímír Pútín á
ríkisstjórnarfundi í gær.
SPEGLAR SKORNIR AÐ
ÞÍNUM ÓSKUM
LED LÝSING - SANDBLÁSUM
ispan@ispan.is • ispan.is
30%
afslátturaf speglum