Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 41
Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjár- hagur á ákvarðanir dagskrárstjóra kvikmyndahátíða? Svara verður leitað við þeirri spurningu og fleir- um í pallborðsumræðum í Norræna húsinu í dag kl. 12 sem Helga Stephenson, fyrrverandi stjórnandi kvikmyndahátíðarinnr í Toronto, stýrir. Þátttakendur verða Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóri fyrir Di- rector’s Fortnight flokkinn í Cann- es, Fredrick Boyer, stjórnandi Tri- beca-kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling, framkvæmdastjóri Tor- onto-kvikmyndahátíðarinnar og Gi- orgio Gosetti, stjórnandi Venice Days-dagskrárinnar á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum og dagskrár- stjóri RIFF. Að velja á kvik- myndahátíð Sögur handa öllum nefnist fjórða Lestrarhátíðin í Bókmenntaborg- inni Reykjavík sem sett verður á blómatorgi Kringlunnar í dag kl. 16. Hátíðin, sem stendur allan októbermánuð, er tileinkuð rithöf- undinum Svövu Jakobsdóttur og röddum kvenna í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Elsa Yeoman, formaður menn- ingar- og ferðamálaráðs Reykja- víkurborgar, setur hátíðina en síð- an ávarpa Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöf- undasambandsins og leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir gesti, Silja Að- alsteinsdóttir les úr bók hátíðar- innar, Sögur handa öllum, og kvennakórinn Katla syngur. Í Kringlunni verður rithöfundur há- tíðarinnar nálægur gestum, því textabrot úr verkum Svövu prýða Kringluna í október. Sem fyrr segir er bók hátíðar- innar Sögur handa öllum eftir Svövu, en bókin kemur út í kilju í ritröðinni Íslensk klassík. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á Lestrarhátíð. Sem dæmi frum- sýnir leikhópurinn Háaloftið Lokaæfingu eftir Svövu í Tjarnar- bíói hinn 4. október, á afmælisdegi Svövu sem hefði orðið 85 ára þennan dag. Hinn 7. október mun Úlfhildur Dagsdóttir afhjúpa bók- menntamerkingu til heiðurs Svövu og í framhaldinu leiða bókmennta- göngu um slóðir kvenrithöfunda í miðborginni. Fjölmála rithöfunda- hópurinn Ós opnar sýningu í Borgarbókasafninu í Grófinni 3. október. Bókakaffi í Gerðubergi verður tileinkað Svövu og Gerður Kristný mætir í bókasafnið í Spönginni í lok mánaðarins og ræðir um smásögur Svövu og þau áhrif sem skrif hennar hafa haft á skáld sem á eftir komu. Heildardagskrá Lestrarhátíðar er aðgengileg á íslensku og ensku á vefnum bokmenntaborgin.is. Lestrarhátíð sett í Bókmenntaborg í 4. sinn Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Raddir kvenna Hátíðin í ár er helg- uð Svövu Jakobsdóttur. »Kvikmyndaleikstjórarnir David Cronen- berg og Margarethe von Trotta tóku í gær við heiðursverðlaunum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, á Bessastöðum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin að viðstöddu fjölmenni. Verðlaunin hlutu leikstjórarnir fyr- ir ævistarf sitt og framlag til kvikmyndagerð- ar. Valdar myndir þeirra eru sýndar á RIFF og lýkur hátíðinni á sunnudaginn, 4. október. David Cronenberg og Margarethe von Trotta tóku við heiðursverðlaunum RIFF Listakoss David Cronenberg og Margarethe von Trotta létu lundana sína kyssast við verðlaunaafhendinguna og kætti það viðstadda. Margmenni Fjölmargt fólk mætti á Bessastaði og fylgdist með athöfninni. Gaman Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður á spjalli í veislunni. Faðmlag Elísabet Ronaldsdóttir og Margarethe von Trotta féllust í faðma. Morgunblaðið/Eggert 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 THE MARTIAN - FORÝNING 10:30 EVEREST 3D 5:30,8,10:40 SICARIO 8,10:30 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 6 HÓTEL TRANSYLV. 2D ENS 6 (ótextuð) MAZE RUNNER 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar FORSÝNING KLUKKAN 10:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.