Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Þórdís Geirsdóttir golfari er í mánaðarpásu frá golfinu en hyggstbyrja að æfa aftur í nóvember. „Þetta er orðið heilsárssport.Við erum komin með svo góða aðstöðu í Keili. Svo reynir mað- ur að hlaupa nokkrar holur þegar vel viðrar. Völlurinn er opinn allt árið.“ Þórdís hefur unnið fjölda titla í gegnum tíð- ina. Í sumar varð hún Ís- landsmeistari kvenna 50 ára og eldri og varð einn- ig Íslandsmeistari með Keili í Hafnarfirði í sveitakeppni eldri kvenna, sem eru 50 ára og eldri. Þórdís náði einu sinni að vinna stærsta tit- ilinn, Íslandsmeistaratit- ilinn í meistaraflokki kvenna, en það var árið 1987. Þórdís vinnur í af- greiðslunni í Fjarðar- kaupum. „Ég vinn ekkert á sumrin, þá er ég í golfi. Ég læt ekki vinnuna trufla golfið. Þess vegna er ég líka að vinna hérna í Fjarðarkaupum, það eru svo margir golfarar hérna og þeir hafa fullan skilning á þessu. Þeir gáfu mér m.a.s. frí þegar ég var fararstjóri í golfferðum erlendis bæði vor og haust.“ Þórdís fór ekkert út í sumar en mun fara í vor og hún fer alltaf til Spánar. „Mér finnst langbest að fara þangað. Ég sleppi að fara út í haust en held í staðinn mikla afmælisveislu með Ásdísi systur minni sem er 20 mínútum eldri en ég.“ En er tími fyrir önnur áhugamál en golfið? „Ég sit í stjórn Hauka í handboltanum og er í kaffinefnd. Ég fer á alla heimaleiki og við í nefndinni erum mættar hálftíma fyrir leik svo allir hafi nóg að borða og drekka. Ég fylgist lítið með öðrum íþróttum, læt duga að fylgjast með handboltanum og golfinu.“ Eiginmaður Þórdísar er Guðbrandur Sigurbergsson, viðskipta- fræðingur hjá Vísi hf. í Grindavík. Börn þeirra eru Sigurberg raf- virki, Geir tölvunarfræðinemi í Háskóla Íslands og Þráinn nýútskrif- aður stúdent í pásu. Þórdís á eitt barnabarn, Guðbrand Gísla, sem er sonur Sigurbergs. Golfarinn Þórdís varð Íslandsmeistari kvenna 50 ára og eldri í sumar. Fer í mánaðarpásu frá golfinu á haustin Þórdís Geirsdóttir er fimmtug í dag S ighvatur fæddist í Vest- mannaeyjum 1.10. 1975 og ólst þar upp. Hann var í Grunnskóla Vest- mannaeyja og í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum, lauk þaðan prófum 1994, lauk námi í margmiðlunarhönnun í Árósum í Danmörku 2006 og námi í tölvunar- fræði frá Árósarháskóla 2008. Sighvatur hefur starfað við fjöl- miðla frá árinu 1996. Samhliða námi í Danmörku var Sighvatur fréttaritari Stöðvar 2 þar í landi á árunum 2004- 2008. Árið 2005 stofnaði hann sitt eigið framleiðslufélag, SIGVA media, en félagið varð 10 ára hinn 25.4. sl.. Sighvatur hóf fjölmiðlaferilinn á útvarpsstöðinni FM957 árið 1996 og starfaði þar til 2001. Þaðan lá leiðin á Bylgjuna og í framhaldi af því í sjón- varpsfréttamennsku á Stöð 2 árið 2003. Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður – 40 ára Ljósmynd/ Gunnar Ingi Gíslason Í Herjólfsdal Sighvatur festir mannlífið á filmu fyrir heimildarþáttinn sinn um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Festir mannlífið í Eyj- um á spjöld sögunnar Ljósmynd/Bjarni Þór Georgsson Fjölskyldan Sighvatur og Dóra með Gabríel, Elmari Elí og Emblu Dís. Dalvík Elvar Þór Sigrúnar- son fæddist 2. september 2014 kl. 9.04. Hann vó 3.845 g og var 54 cm langur. Móðir hans er Sigrún Stella Ólafs- dóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.