Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Með tröllum Þeir sem eiga leið um Laugaveginn láta rigninguna ekki skemma fyrir sér möguleika til að sprella svolítið eins og þessi sem stillti sér upp milli tveggja trölla í sömu líkamsstöðu. Árni Sæberg Á undanförnum misserum hafa stjórn- völd glímt við vanda sem ríkir á húsnæð- ismarkaði. Skipaðir hafa verið starfshópar og unnar skýrslur og fjölbreyttar tillögur hafa komið fram. Vandinn er sá að al- menningur á auknum mæli erfiðara með að eignast húsnæði. Sér- staklega er það erfitt fyrir þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta sinn. Hugmyndir og tillögur hafa m.a. snúið að því að reyna að lækka byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis en lítið gengið og of hægt. Þar hef- ur verið bent á íþyngjandi ákvæði í reglugerð þar um, lóðaverð hjá sveit- arfélögum og skipulagi húsnæðis. Einhverjir eru mjög uppteknir af framgangi leigufélaga en undirritaður hefur verið þeirrar skoðunar að langtum frekar eigi að vinna að því að gera fólki kleift að eignast eigið húsnæði en að vera fast á leigumarkaði og þar með eiga á hættu að festast í fátækt- argildru til framtíðar. Langstærsti kostnaðarliðurinn og sá sem mestu máli skiptir hjá kaupendum húsnæðis liggur í kostnaði vegna fjármögnunar. Að- gerðir sem miða að því að lækka byggingarkostnað um 10-20% skipta alls ekki sköpum. Verð- tryggð húsnæðislán eða óverð- tryggð lán á himinháum vöxtum mynda langstærsta kostnaðarliðinn hjá almenningi. Á þennan vanda verður að ráðast til að vinna bug á þeim húsnæðisvanda sem almenn- ingur stendur frammi fyrir. Íviln- anir stjórnvalda gagnvart leigu- félögum eða tilslakanir á reglugerðum duga einfaldlega ekki til. Almenningur sem horfir á greiðsluseðil húsnæðislána sér glögglega að fjármagnskostnaður- inn er dýrasti þátturinn við kaup á húsnæði. Skv. reiknivél Íbúðalána- sjóðs væri lántaki með 20 milljón króna lán til 30 ára að greiða að meðaltali um 200.000 krónur á mánuði m.v. 4,6% verðbólgu (með- altal síðustu 20 ára). Af þessum 200.000 þúsundum eru 50.000 krón- ur greiddar af höfuðstól lánsins en 150.000 þúsund krónur greiddar í vexti og verðbætur. Fjórðungur greiðslunnar er því af höfuðstóli lánsins en þrír fjórðu kostnaður við fjármögnun. Niðurstaðan eftir 15 ár þegar lánstíminn er hálfnaður er sú að af 20 milljón króna láni hafa verið greiddar í afborganir um 25 milljónir króna og eft- irstöðvar lánsins væru sama upp- hæð og búið er að borga eða 25 milljónir króna. Þegar upp er stað- ið verður svo lántakandinn búinn að greiða 75 milljónir króna fyrir 20 milljón króna lánið sitt. Það gef- ur því auga leið að árangursríkasta leiðin til að auðvelda fólki að eign- ast húsnæði er að færa fjármögnun almennings til húsnæðiskaupa nær því sem þekkist meðal þjóða sem við að öllu jöfnu berum okkur sam- an við. Það er eiginlega makalaust að á sama tíma og stjórnvöld leita leiða við að lækka kostnað skuli Seðla- bankinn hækka þann kostnaðarlið sem þegar er langstærstur við hús- næðiskaup með hækkun vaxta. Það má því segja að húsnæðisvandinn sem við blasi sé bundinn við eitt húsnæði í bænum – í Seðlabank- anum. Eftir Ármann Kr. Ólafsson »Eftir 15 ár, þegar lánstíminn er hálfn- aður af 20 m.kr. láni, er búið að borga 25 m.kr. í afborganir, þá standa eftirstöðvar þess í 25 m.kr. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Húsnæðisvandinn í Seðlabankanum Mikil þróun og framfarir hafa verið í kúabúskap og mjólk- urframleiðslu und- anfarin ár. Búin hafa stækkað og tækni- framfarir orðið miklar og mörg bú hafa tekið róbóta í sína þjónustu og er það ánægjulegt og mikilvægt að grein- in geti þróast og vaxið svo hún geti orðið sem best samkeppnisfær við aukinn inn- flutning og aukið vöruúrval og þjón- að neytendum sem best. Sá hluti búvörusamningsins sem snýr að mjólkurframleiðslunni rennur út í lok næsta árs og undirbúningur að gerð nýs samnings er hafinn. Í því ljósi vakna ýmsar spurningar um hvernig stuðningi við greinina verði háttað í nýjum búvörusamningi þar sem miklar breytingar hafa verið í greininni undanfarin ár. Dæmi eru um mikla samþjöppun í mjólkurframleiðslu og í raun eru orðin til verksmiðjubú, t.d. í Flatey á Mýrum, þar sem einkahluta- félagið Selbakki, í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar–Þinganess á Höfn, er að reisa stærsta fjós landsins með rými fyrir 300 kýr. Ætlunin er að tvö- falda mjólkurfram- leiðsluna, úr einni milljón lítra í tvær milljónir lítra á ári. Ég spyr: Er eðlilegt að stórir útgerðarrisar og fjárfestar komi með mikið fjármagn inn í mjólkurframleiðsluna og fái síðan beingreiðslur til jafns við aðra? Er réttlætanlegt að rík- isstuðningur renni til eins stærsta útgerðarfélags landsins? Varla get- ur það fallið undir eitt af mark- miðum búvörusamningsins. Í sjávarútvegi mega fyrirtæki ekki vera nema með 12% af heildar- úthlutuðum afla. Er ekki eðlilegt að sömu sjónarmið gildi um mjólk- urframleiðslu og að girðingar verði settar til að koma í veg fyrir mikla samþjöppun í greininni? Stuðningur ríkisins við mjólkurframleiðslu í ljósi aukinnar samþjöppunar í greininni og aðkomu stórra fjár- festa á móti hefðbundnum fjöl- skyldubúsrekstri hlýtur að kalla á endurskoðun á beingreiðslum og að þær gangi til jafns til verk- smiðjubúa og annarra framleiðenda. Í dag eru svokallaðar gripagreiðslur misháar í búvörusamningi og sýna fram á að það er hægt að skerða og mismuna í ríkisstyrk. Mikilvægt er að greinin hafi færi á að vaxa og dafna og geti nýtt sér sem best tækninýjungar og að bændur geti bætt vinnuaðstöðu sína og aðbúnað gripanna. Margir bændur hafa lagt í gífurlegar fjárfestingar undanfarin ár og í byggingu nútímafjósa þar sem fjárfest hefur verið í dýrum búnaði sem getur lagst á allt að 120 millj. kr. í verðmæti. Til þess að standa undir slíkri fjárfestingu verður framleiðslan að vera, er mér sagt, um 800 þúsund lítrar miðað við til dæmis tvo róbóta. Það sem er mikið áhyggjuefni í dag eru kynslóðaskiptin í greininni og hve erfitt reynist fyrir unga bændur að fóta sig í greininni þar sem gífurlega dýrt er að fjárfesta í greiðslumarki og byggja sig upp og bankarnir bjóða okurvexti og halda mönnum í raun í skuldafjötrum um ókomin ár. Það sýnir enn og aftur að þörf er á því að ríkisbanki eins og Landsbankinn sé gerður að sam- félagsbanka sem sinni samfélags- legu og félagslegu hlutverki um land allt. Ég tel að það þurfi að horfa til þess með hvaða hætti stuðningur við greinina nýtist best til kynslóðaskipta í greininni og til að búskapur haldist áfram á góðum bújörðum. Það er líka mikilvægt að horft sé til þess að halda landinu í byggð og hvað geti gerst ef svo mikil og óheft samþjöppun verður í mjólkuriðnaði að búum fækkar kannski úr ca 700 í 200. Það yrði gífurleg búsetubreyt- ing hér um allt land og það hefði gífurlega miklar samfélagslegar af- leiðingar. Við höfum horft upp á hvernig kvótakerfið í sjávarútvegi hefur far- ið með byggðirnar. Ætlum við að horfa upp á að það sama gerist í sveitum landsins án þess að bregð- ast við meðan tími er til? Ég tel að mikil ábyrgð hvíli á herðum hæstv. landbúnaðarráðherra og Alþingi í þessum efnum og það verði að skoða þetta í því ljósi hver heildar- áhrifin verða í framtíðinni á mjólk- urbúskap og fjölskyldubúrekstur í landinu. Byggðastofnun ætti í sam- starfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri að gera úttekt og grein- ingu á áhrifum og afleiðingum sam- þjöppunnar í mjólkurframleiðslu í landinu hvað varðar byggðaþróun og möguleika til kynslóðaskipta í greininni. Eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur » Við höfum horft upp á hvernig kvótakerf- ið í sjávarútvegi hefur farið með byggðirnar. Ætlum við að horfa upp á að það sama gerist í sveitum landsins? Lilja Rafney Magnúsdóttir Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Samþjöppun í mjólkurframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.