Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 19
Seltjarnarnes fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 og voru
íbúar þar þá innan við 2.500, en í dag búa í sveitarfélag-
inu, sem er um 2,3 ferkílómetrar að stærð, um 4.500
manns. Landslag á Nesinu er einkum holt og er þar
sérlega fjölskrúðugt fuglalíf, sér í lagi við Gróttu.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
eiga eftir að koma út því ég á enn eft-
ir að brenna þá. Þetta er eitt af því
sem mér þykir svo skemmtilegt og
spennandi við leirinn – að opna ofn-
inn og sjá hið óvænta koma í ljós.“
Ragna hefur allar götur síðan 1984
notast við sama leirofninn og er sá
danskur af gerðinni Scandia. „Ég var
nú reyndar að hugsa um að kaupa
mér nýjan ofn fyrir nokkrum árum
því minn er orðinn svo lúinn eitthvað
að sjá. Þá kom hingað til mín maður
frá Scandia og spurði ég hann hvort
ég þyrfti ekki að fara að fá mér nýj-
an. Hann þvertók hins vegar fyrir
það og sagði að ég væri með Rollsinn
í ofnum,“ segir Ragna og bætir við að
eiginmaður hennar, Jón Júlíusson
rafmagnstæknifræðingur, hafi einnig
með tímanum lært að þekkja leirofn-
inn góða og geti nú gert við hann eftir
þörfum. „En ég verð aftur á móti
andlega lasin ef ofninn minn bilar og
skiptir þá engu hvort ég er að fara að
brenna eða ekki. Ég finn bara svo til
með honum,“ segir Ragna og hlær.
Undirbýr nú stóra sýningu
Árið 1998 var Ragna valin bæjar-
listamaður Seltjarnarness og segir
hún það hafa verið mikinn heiður fyr-
ir sig. „Það var í raun alveg frábært
og fékk ég á sínum tíma kveðjur alls
staðar frá,“ segir hún og bendir á að
hún muni í næsta mánuði, þ.e. dag-
ana 5. til 9. nóvember, taka þátt í sýn-
ingunni Handverk og hönnun sem
haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þá
tek ég með mér skálar, laufblöð og
strákana mína,“ segir Ragna og vísar
þar til vasanna sinna. „Ég verð þá
með nýja gerð af vösum og ný lauf-
blöð sem bylgjast meira en fyrri
form,“ segir hún.
Ragna segir listmuni sína og þau
mynstur sem þeir bera endurspegla
einna helst umhverfi sitt. „Mynstrið
finn ég til að mynda í garðinum
heima hjá mér og getur það verið svo
margt sem grípur augað í náttúrunni.
Ég flækist hins vegar ekki í tísku-
bylgjum né heldur fer ég af stað um
leið og eitthvað ákveðið, eins og litir
eða lögun, kemst í tísku. Ég geri bara
það sem mér finnst rétt og eltist
þannig eingöngu við sjálfa mig og
strákana mína,“ segir Ragna sem nú
vinnur að undirbúningi að stórri sýn-
ingu á verkum sínum og verður hún
haldin 2017.
Í vinnslu Allt um kring má sjá vasa og skálar, en mynstrið birtist í misgráum tónum áður en leirinn er brenndur.
Ofninn Að opna leirofninn og sjá hið óvænta koma í ljós er hápunkturinn.
„Við höfum sjúklegan áhuga á
súkkulaði og litum á það sem
áskorun að sjá hvort við gætum
búið það til sjálfir,“ segir Kjart-
an Gíslason, einn fjögurra eig-
enda Omnom-súkkulaðsins sem
er að gera það gott á inn-
lendum og erlendum mörk-
uðum.
Súkkulaðiverksmiðja Omnom
er í fremur óvenjulegu húsnæði
á Seltjarnarnesi. „Við erum í
gömlu bensínstöðinni á móti
Björnsbakaríi á Austurströnd,“
segir Kjartan, en hópurinn lag-
aði húsnæðið að þörfum fram-
leiðslunnar og uppfyllir þannig
öll skilyrði til matvælavinnslu.
Húsið ber það ekki beinlínis
með sér að þar innandyra flæði
allt í dýrindis súkkulaði úr líf-
rænum kakóbaunum. En krakk-
arnir á Nesinu voru hins vegar
fljótir að átta sig á hlutunum
því þegar öskudagur rann upp
mættu þeir þangað í hópum.
„Það var skemmtilegt þegar
krakkarnir uppgötvuðu að það
væri súkkulaðiverksmiðja í
hverfinu þeirra,“ segir Kjartan
og bætir við að þann daginn
hafi hann átt fullt í fangi með
að gefa krökkum súkkulaði-
mola að launum fyrir söng.
laufey@mbl.is
Omnom-súkkulaðið verður til á Nesinu
Ljósmynd/Omnom
Mmm Súkkulaðið er gert frá grunni úr kakóbaunum beint frá bónda.
Gotterí flæðir um
gamla bensínstöð
danska söngkonan og lagaskáldið
Tina Dickow, verða með tvenna
tónleika yfir helgina, en miðar á
fyrri tónleikana seldust upp á
tveimur klukkustundum. Enn er þó
hægt að verða sér úti um miða á
seinni tónleikana að sögn Soffíu.
Helga Hrafni er fleira til lista
lagt en söngur og býður hann einn-
ig upp á málverkasýningu í sýning-
arrými bæjarins ásamt sýningu á
vídeó-verki þar sem mynd er máluð
á striga með dansi og frumsýningu
á stuttmynd. Þá munu samstarfs-
menn Helga, sem einnig eru í lista-
geiranum, fjölmenna á hátíðina í ár
að sögn Soffíu.
Áhrif Jennu
Jensdóttur á mannlífið
Rithöfundurinn Jenna Jens-
dóttir, hlýtur einnig verðugan sess
á menningarhátíðinni, en hún fædd-
ist árið 1918 og skrifaði meðal ann-
ars Öddu-bækurnar frægu. Hefur
hún haft mikil áhrif á fólk í gegnum
tíðina og koma nokkrir þeirra, sem
sumir eru þjóðþekktir, og segja frá
kynnum sínum af Jennu. Má þar
nefna Jón Gnarr, Þorgrím Þráins-
son, Katrínu Jakobsdóttur og bæj-
arstjóra Seltjarnarness, Ásgerði
Halldórsdóttur.
Ljósmynd/Seltjarnarnesbær
Fjör Á síðustu hátíð var margt
um manninn á Eiðistorgi.
Verið alltaf velkomin í Kolaportið!
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17.
Næg bílastæði við
Kolaportið
Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína!
Kolaportið
er umkringt af
bílastæðahúsum.
Vesturgata · Mjóstræti
Fjöldi stæða 106
Ráðhúsið · Tjarnargata 11
Fjöldi stæða 130
Traðarkot · Hverfisgata 20
Fjöldi stæða 270
Kolaportið · Kalkofnsvegur 1
Fjöldi stæða 270