Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Hann óttast að Landeyjahöfn verði áfram lokuð mánuðum saman yfir veturinn og því sé áhyggjuefni hvern- ig ferjunni muni reiða af í siglingum til Þorlákshafnar. Þangað sé ætlunin að sigla í verstu veðrum. Segist Ás- mundur taka undir áhyggjur skipa- verkfræðinga og reyndra skipstjóra úr Eyjum af Landeyjahöfn. „Ég vil gera það besta fyrir Eyjar sem hægt er en held við séum ekki á réttri leið núna. Það er líka með ólík- indum hvað Vegagerðin og forsvars- menn siglinga hlusta lítið á rök reyndra manna í þessu máli. Það er alveg sama hvað kemur upp, menn Þingmenn Suðurkjördæmis voru á ferðinni í Eyjum sl. mánudag og fengu þar kynningu á stöðu verkefn- isins um nýja Vestmannaeyjaferju. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það hafa komið sér á óvart hve mikill tími og vinna hefur farið í hönnunina. Nú sé orðið ljóst að upphafleg hönnun gangi ekki upp. „Ég er einn þeirra sem hafa haft efasemdir um Landeyjahöfnina og hef marglýst því yfir. Það var vissu- lega löngu tímabært að skipta um skip en höfnin er vandamálið,“ segir Ásmundur. hlaupa alltaf í skotgrafirnar,“ segir Ásmundur. Verið að hanna hið ómögulega Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fv. skip- stjóri, fagnar því að til standi að lengja nýja Vestmannaeyjaferju. Allt líti út fyrir að hlusta eigi meira á reynda skipstjóra og sérfræðinga sem haldið hafi fram að ný ferja hafi til þessa verið hönnuð of lítil. Segist Páll hafa viljað sjá að ferjan yrði einn- ig breikkuð og með meiri ganghraða. „Ég tek undir með þeim sem hafa sagt að búið sé að eyða allt of miklu púðri og peningum í að hanna hið ómögulega. Það kom á daginn að hönnunin gekk ekki upp og því var farið í að lengja skipið um eina bíl- lengd,“ segir Páll Jóhann. Segist hann hafa hvatt til þess að hanna ferjuna þannig að hún geti siglt til Þorlákshafnar í slæmu veðri. Nauðsynlegt sé að vel fari um far- þega á þeirri leið. Það muni um hvern sentímetra í breidd skipsins. Ekki sé ráðlegt að hanna skip eingöngu fyrir Landeyjahöfn heldur fley sem fer bil beggja. bjb@mbl.is „Tímabært að skipta um skip en Landeyjahöfn er vandamálið“  Þingmenn kjördæmisins hafa áhyggjur af samgöngum til Eyja Ásmundur Friðriksson Páll Jóhann Pálsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sævar M. Birgisson skipaverk- fræðingur starfaði um tíma í starfshópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaferju. Í samtali við Morgunblaðið segist hann hafa getað haft lítil áhrif á þá stefnu sem hönnunin tók og ekki haft svigrúm eða tíma til að beita sér sem skyldi. „Það var búið að negla þetta allt niður,“ segir Sævar, sem telur að staldra þurfi allrækilega við í mál- inu áður en lengra er haldið. Menn verði að viðurkenna að mistök hafi verið gerð við hönnun Landeyja- hafnar og ekki sé hægt að bjarga því með nýju skipi. Nálgunin er vitlaus „Ég hef ekki trú á því að menn leysi öll vandamál Landeyjahafnar með einu skipi,“ segir hann og tel- ur að meira tillit þurfi að taka til Þorlákshafnar við hönnun nýrrar ferju. Í þessari hönnunarvinnu sé búið að einblína um of á Landeyja- höfn. Nær væri að hanna öflugt skip til siglinga í Þorlákshöfn og nota smærri skip í Landeyjahöfn þegar veður og aðstæður leyfa. Sævar segist ekki vera að gagn- rýna þá sem setið hafi í starfs- hópnum, þar hafi allir gert sitt besta og reynt að skila af sér góðri vinnu, þannig að hannað yrði sem best skip til að sigla í Landeyja- höfn. „Mín skoðun er einfaldlega sú að þetta sé vitlaus nálgun. Það þarf að taka Þorlákshöfn miklu sterkar inn í myndina. Hönnuðir vinna eftir því sem fyrir þá er lagt. Skoða þarf málin mun betur og láta reynsluna tala. Ég vil ekki dæma Landeyja- höfn úr leik en hún hefur bara sýnt að hún dugir ekki allt árið.“ Skynsamlegra að fara hægar Sævar bendir á að flutnings- þörfin til Eyja sé stöðugt að aukast. Það sé í raun skelfilegt fyr- ir fólk og fyrirtæki í Eyjum að búa við þá óvissu sem ríkir í samgöngu- málunum. „Um leið er ég dálítið hissa á að sjá hvað bæjaryfirvöld í Eyjum leggja mikla áherslu á að hespa þetta af og vilja ekki staldra við. Það væri skynsamlegra að fara sér hægar og greina betur vandann en gert hefur verið. Hætt er við að ekki verði hlaupið til og byggð önn- ur ný ferja fyrir Vestmannaeyjar ef sú sem nú stendur til að byggja reynist ekki henta. Það er búið að verja gríðarlegum fjármunum í þetta og því enn mikilvægara að menn vandi sig. Þetta snýst ekki um að leysa vanda Landeyjahafnar heldur samgöngumál Vestmanna- eyinga,“ segir Sævar að endingu. Taka þarf meira tillit til Þorlákshafnar  Skipaverkfræðingur segir ferjuna ekki bjarga mistökum í Landeyjahöfn Morgunblaðið/Styrmir Kári Skipaverkfræðingur Sævar M. Birgisson hefur sínar efasemdir. Starfshópurinn » Sævar var af innanríkis- ráðherra skipaður í starfshóp- inn á vormánuðum 2013, ásamt Friðfinni Skaftasyni, verkfræðingi í innanríkisráðu- neytinu, Sigurði Ás Grétars- syni, forstöðumanni siglinga- sviðs hjá Vegagerðinni, og Andrési Þ. Sigurðssyni yfir- hafnsögumanni Vestmanna- eyjahafnar. » Jóhannes Jóhannesson skipaverkfræðingur hefur verið starfshópnum innan handar með ráðgjöf. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Enn stendur yfir vinna við hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju. Miðað við fyrstu áætlanir átti útboð á smíði ferjunnar að fara fram á þessu ári. Ljóst er að það tefst fram á næsta ár. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa hönnuðir nú lengt skip- ið um eina fjóra metra og á það að verða nærri 69 metra langt í stað um 65 metra í fyrri hönnunarlýsingu. Breiddin er áfram sú sama, um 15 metrar, en til samanburðar er Herj- ólfur rúmlega 70 metrar að lengd og 16 m breiður. Er þetta gert til að skipið henti betur til siglinga í Land- eyjahöfn og ráði við meiri ölduhæð. Friðfinnur Skaftason, formaður starfshóps um hönnun og smíði ferj- unnar, segir að vinna við lokahönnun standi yfir og byrjað sé að undirbúa útboð um smíði nýs skips. Ekki sé þó hægt að tímasetja hvenær útboð verði auglýst, að öðru leyti en því að það verði á næstu mánuðum og smíði geti hafist á næsta ári. Allt fari þetta eftir fjármögnun og tilboðum sem fást. Lengt eftir prófanir „Verkið hefur vissulega tafist mið- að við upphaflegar áætlanir en fjöl- margir þættir skýra það. Ekki hvað síst vilja menn vera vissir um getu ferjunnar áður en smíði hefst. Próf- anir í tengslum við hönnunina hafa farið fram og núna verða fram- kvæmdar viðbótarprófanir. Það er verið að reyna að tryggja það að ferj- an geti ráðið við þessar aðstæður,“ segir Friðfinnur en eftir ítarlegar prófanir var að hans sögn ákveðið að leggja til að ferjan yrði lengd. Hann segir að með lengingu ferj- unnar sé talið að hún henti betur fyr- ir innsiglinguna í Landeyjahöfn. Lengingin muni ekki auka kostnað við smíðina að neinu ráði. Um leið muni flutningsgeta ferjunnar aukast. „Við hönnunina hefur verið reynt að hámarka þann tíma sem skipið siglir í Landeyjahöfn, verkefnið gengur út á að hanna skip sem ræður eins vel og hægt er við þessar að- stæður. Jafnframt hefur alltaf verið gengið út frá því að skipið geti siglt til Þorlákshafnar, en er ekki for- senda fyrir hönnuninni. Við ætlum ekki að gera skipið óhæft til þeirra siglinga,“ segir Friðfinnur. Kostnaðurinn 4-5 milljarðar Nýrri ferju er ætlað að taka 75 bíla en Herjólfur tekur í dag 56 bíla. Koj- ur verða mun færri, eða 32 í stað 92 í Herjólfi. Ferjan mun taka svipaðan fjölda farþega, eða um 400 talsins, en heimilt að fjölga þeim í 550 yfir sum- artímann. Friðfinnur segir að áfram sé gert ráð fyrir að ferjan geti tekið vörubíla með flutningagáma eins og Herjólfur hafi gert á bíladekki. Áætlaður kostnaður við hönnun og smíði nýrrar ferju er á bilinu 4-5 milljarðar króna. Friðfinnur segir þær tölur ekki hafa breyst mikið þó að til standi að lengja ferjuna. Á miðju síðasta ári samdi Vega- gerðin við norska fyrirtækið Polar- konsult um hönnun ferjunnar, þeirri vinnu átti að ljúka í febrúar sl. sem var þó sögð seinkun frá upphaflegum áætlunum um lok hönnunar í nóvem- ber 2014. Í samningi Vegagerðarinn- ar er kveðið á um 800 þúsund evrur í hönnunarkostnað, eða jafnvirði um 115 milljóna króna. Að sögn Sigurðar Áss Grétarsson- ar hjá Vegagerðinni stefnir í að kostnaður Polarkonsult verði um 920 þúsund evrur, eða um 130 milljónir króna. Aukningin sé vegna endur- bóta á hönnun ferjunnar og frekari rannsókna. Sigurður segir viðbótar- kostnað við útboðsgögn, ráðgjöf og eftirlit vera um 28 milljónir. Ný Bráðabirgðateikning af nýrri Vestmannaeyjaferju, áður en ákveðið var að lengja hana um rúma fjóra metra. Ný Eyjaferja lengd um fjóra metra  Talið henta betur í Landeyjahöfn  Enn tefst hönnunin Morgunblaðið/RAX Herjólfur Erfiðlega hefur gengið að sigla til Landeyjahafnar að vetri til. Frá því að Landeyjahöfn var tek- in í notkun fyrir fimm árum hef- ur verið ljóst að nýja ferju þurfi fyrir Herjólf. Ekki er þó gert ráð fyrir fjármunum til smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2016. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Nú er lokið hönnun á nýrri ferju og er gert ráð fyrir að í framhaldinu verði hugað að undirbúningi útboðs. Í því sam- bandi verður áfram til skoðunar hvaða hagkvæmustu leiðir eru í boði varðandi eignarhald og rekstur á ferjunni. Ekki er því í frumvarpinu gert ráð fyrir til- tekinni fjárveitingu vegna þess- ara áforma.“ Ekki í fjár- lögum 2016 NÝ EYJAFERJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.