Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 ✝ Daníel FreyrSigurðarson fæddist í Reykja- vík 3. janúar 1992. Hann lést á heim- ili sínu 19. sept- ember 2015. Foreldrar hans eru Svanhildur Erla Benjamíns- dóttir, f. 1969, og Sigurður Lár- usson, f. 1968. Svanhildur og Sigurður slitu samvistum er Daníel Freyr var þriggja ára og bjó hann hjá móð- ur sinni upp frá því en dvaldi aðra hverja helgi hjá föður sín- um. Svanhildur er gift Valdimar Þorkelssyni, f. 1966, saman eiga þau soninn Benjamín Gunnar, f. 2009, en fyrir átti Valdimar syn- ina Þorkel og Matthías. Sigurður er kvæntur Ástu Björk Ólafsdóttur, f. 1972, sam- hausts er hann hóf nám í sál- fræði við Háskóla Íslands. Hann hætti um áramót og hóf störf í Intersport og frá áramótum 2015 vann hann hjá Trygginga- miðstöðinni þar til hann hóf nám í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands í september sl. Frá 16 ára aldri vann hann einnig með föð- ur sínum í veitinga- og fram- reiðslustörfum samhliða námi og öðrum störfum. Daníel Freyr var mikill íþróttamaður en fótboltinn átti hug hans allan. Frá fimm ára aldri æfði hann fótbolta með Víkingi upp alla yngri flokka og fékk þar samning til þriggja ára. Jafnramt æfði Daníel Freyr keilu í nokkur ár með góðum ár- angri en þar sem æfingar og keppni í keilunni og fótboltanum sköruðust sífellt meira eftir því sem hann eltist þá lagði hann keiluna á hilluna og einbeitti sér að fótboltanum. Síðustu ár æfði hann og spilaði fótbolta með Berserkjum. Þá fékk Daníel einnig golfbakteríuna síðastliðið sumar. Útför Daníels Freys fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 1. októ- ber 2015, kl. 11. an eiga þau dótturina Elísu Rut. f. 2011. Einnig á Sigurður dótturina Þórunni Birtu, f. 2001, og Ásta á dótturina Guð- rúnu Ingibjörgu. Daníel Freyr gekk í Breiðagerðisskóla, Hjallaskóla og Rétt- arholtsskóla. Í Rétt- arholtsskóla lágu leiðir hans og Báru Bjargar Jóhannsdóttur, f. 1992, saman. Þau felldu fljótlega hugi saman, urðu par frá haustinu 2007 og allt upp frá því. Að lokn- um Réttarholtsskóla hélt Daníel Freyr í Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan stúdent ár- ið 2012. Sama haust fór hann í lýðháskólann í Vejle í Dan- mörku. Stundaði hann þar nám á fótbolta- og skíðabraut. Eftir heimkomuna þaðan vann hann á leikskólanum Langholti til Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að ég fengi að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér á andartaki horfin varstu mér. Ó, hve sárt ég sakna ég sé ekkert né skil Ég vil ei aftur vakna né vera lengur til. Samt í huga geymi ljóðið þitt og lag af öllu hjarta þakka sérhvern dag og þín ég verð að eilífu þú gætir mín á þeirri ferð. (Hannes Örn Blandon.) Elska þig alltaf, Þín, Bára Björg. Elsku yndislegi Daníel minn. Ég trúi ekki að ég sitji hérna og sé að skrifa þessa minningar- grein um þig. En raunin er sú að þú ert farinn og við hin verð- um að læra að lifa með því. Ég á ótal minningar um okkur saman, mig og þig, og þá sérstaklega þegar við vorum lítil. Við vorum alltaf svo mikið saman heima hjá Nínu ömmu og Lalla afa og þar gátum við sko sett allt á hvolf þegar við vorum að leika okkur. Það var ótrúlegt hvað amma og afi voru þolinmóð við okkur þeg- ar við snerum sjónvarpsher- berginu á hvolf og bjuggum til sjóræningjaskip úr svefnsófan- um. En ég held að þau hafi bara haft gaman af okkur því við náð- um oft að plata þau með okkur í leiki og þá sérstaklega í fót- boltaspilið sem þau áttu. Okkur fannst sko ekki slæmt að ná að draga ömmu með okkur í spilið. Þú varst algjör orkubolti og mér leiddist aldrei að leika við þig. Ömmu fannst heldur ekki slæmt að dekra aðeins við okkur og gefa okkur ís í eftirmat og þá blandaðir þú sko öllum íssós- unum saman og hrærðir til að búa til sjeik. Ég mun geyma þessar dýrmætu minningar um ókomin ár, elsku Daníel. Ég kveð þig með miklum söknuði og mun aldrei gleyma þér og stóra brosinu þínu. Þín frænka, Sunna Ösp. Elsku Daníel. Það er ólýs- anlega erfitt að hugsa til þess að ég muni aldrei sjá þig aftur, þú fórst svo alltof snemma og snögglega frá okkur. Þú varst alltaf svo glaður og með svo fal- legt bros. Þú varst svo blíður og fjölskyldurækinn og mikil fyr- irmynd systkina þinna. Ég á svo margar góðar minningar um þig, allt frá því þú varst ungbarn og ég stóra frænka sem gat ekki hætt að horfa á og faðma þenn- an fallega dreng. Allar þær stundir sem við vorum í fótbolta og kapphlaupi á ganginum heima hjá ömmu og afa, og öll spilakvöldin sem voru svo skemmtileg og þú gerðir svo eft- irminnileg með dillandi hlátrin- um þínum og stóra brosinu þínu. Alltaf þegar ég hitti þig fékk ég þétt faðmlag, sem mér þótti svo vænt um. Ég mun ávallt geyma þessar minningar fast í hjarta mínu. Ég trúi því að þið afi séuð sameinaðir á ný og afi gefi þér það faðmlag sem mig langar svo að gefa þér. Hvíldu í friði, elsku Daníel. Þín frænka, Hrefna Lára. Lífið er svo óútreiknanlegt, hver hefði trúað því að við fengj- um ekki að hafa Daníel Frey hjá okkur lengur. Elsku Daníel sem átti allt lífið framundan og var elskaður og dáður af öllum sem þekktu hann. Minningarnar hrannast upp og við minnumst Daníels sem lítils drengs, bernskan, unglingsárin og svo orðinn að ungum glæsilegum manni með bjarta framtíð fram- undan. Allar minningarnar um lítinn hnokka leika við frænd- systkini sín heima hjá ömmu og afa á Ásveginum. Öll jólin og áramótin þar sem fjölskyldan var ávallt sameinuð. Ferðin sem öll fjölskyldan fór saman til Portúgals, ekkert nema gleði og hamingja. Daníel var dugmikill drengur sem elskaði að spila fót- bolta og leika sér með vinum sínum. Daníel var fyrirmynd yngri systkina sinna sem elsk- uðu hann og dáðu, enda var hann svo sannarlega góður stóri bróðir. Daníel og pabbi hans voru svo miklu meira en bara feðgar heldur líka bestu vinir. Minning- arnar streyma fram; Daníel að hjálpa pabba sínum við húsa- málun, garðvinnu, dekka upp veislusali og svo margt fleira. Stoltir foreldrar með fallegan fermingardreng á milli sín og svo síðar ungan stúdentspilt. Elsku Siggi bróðir og Svana, þið gátuð svo sannarlega verið stolt af yndislega drengnum ykkar. Hvar og hvenær sem við hittum Daníel fengum við þétt faðmlag og stórt og bjart bros frá honum. Það er sárara en tár- um taki að svo ungur og glæsi- legur drengur skuli ekki vera lengur hjá okkur. Minningin um góðan og ljúfan dreng mun lifa með okkur. Elsku Siggi, Svana, Ásta, Valdi, systkini, ömmur og allir sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Daníels, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Ágústa og Sigurður. Elsku Daníel. Þvílíkt reiðarslag sem það var þegar símtalið um andlát þitt barst. Heimurinn hrundi, mátt- leysi og vantrú tóku völd og ég óskaði þess eins að vakna upp af þessari martröð sem fyrst. En þetta var ekki martröð, þetta er nú nýr veruleiki, nýr veruleiki án þín elsku frændi. Hvernig gat það verið að þú, litli frændi minn, með fallega brosið þitt og ljósa hárið hefðir kvatt þennan heim. Þú, sem ég beið með eftirvæntingu eftir þegar von var á þér í heiminn. Þú, sem ég fékk að líta eftir og fylgjast með vaxa úr grasi. Þú, þessi barngóði ljúflingur sem áttir allt lífið framundan. Þú, sem varst með svo smitandi hlátur. Þú, einstakur sonur og vinur foreldra þinna og fyrir- mynd litlu systkina þinna. Hvernig má það vera að þú sért farinn og lifir nú aðeins sem minning og ljós í hjörtum fjöl- skyldu og vina? Ég mun seint skilja hvað fékk þig til að taka þessa óafturkræfu ákvörðun, ákvörðun sem við hin verðum að læra að lifa með. Á stundum sem þessum ylja minn- ingar og liðnar samverustundir og bið ég þess að slíkar stundir megi nú hjálpa foreldrum þín- um, systkinum, fjölskyldum og vinum að takast á við þennan mikla missi. Þín er sárt saknað. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Hvíldu í friði, elsku Daníel. Þín frænka, Elva. Elsku Daníel. Mér finnst svo skrýtið að sitja hér og skrifa um þig minning- argrein. Þetta er allt svo óraun- verulegt. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn frá okkur. Það er gríðarlega sárt að vita til þess að þér hafi liðið svo illa. Ég mun þó aldrei skilja ákvörðun þína en ég og við hin sem eftir sitjum verðum að læra að lifa með henni. Ég á svo ótal margar góðar og skemmtilegar minningar um þig sem ég mun ætíð geyma í hjarta mínu. Það var einstakt að fylgjast með sambandi þínu við pabba þinn og systkini þín. Þið feðgarnir voruð svo góðir fé- lagar og gerðuð margt saman. Svo varst þú líklegast besti stóri bróðir í heimi og frábær fyr- irmynd fyrir systkini þín. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í frændsystkinahópinn sem aldrei verður fyllt. Minn- ingin um þig mun lifa og ég mun aldrei gleyma fallega brosinu þínu. Hvernig stóð á því að loginn slokknaði svo fljótt og kólguský dró fyrir sól? Stórt er spurt, en svarafátt. Stundum virðist allt svo kalt og grátt. Þá er gott að ylja sér við minning- anna glóð, lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð. En það er ótrúlegt Hve vindur getur snúist alveg ofurskjótt. Og svo er hljótt. Allt sem var og allt sem er eftirleiðis annar heimur hér. Það er sagt að tíminn muni græða hjartasár en sársaukinn þó hverfur tæpast al- veg næstu ár. Ó, þau sakna þín. En þau þakka fyrir það að hafa fengið að eiga með þér þetta líf. (Stefán Hilmarsson.) Hvíl í friði, elsku frændi minn. Ásta María Runólfsdóttir. Laugardagskvöldið 19. sept- ember síðastliðinn bárust mér hörmulegar fréttir þess efnis að Daníel frændi minn væri látinn. Við slík tíðindi er eins og tíminn stöðvist og tilveran fari á hvolf. Hvernig má þetta vera? Greind- ur, hæfileikaríkur myndarpiltur sem var svo mikils metinn af öll- um sem hann þekktu, hrifinn á brott. Ungur maður að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsárin með mörg góð áform um fram- tíðina. Daníel, sem hafði fyllt foreldra sína svo miklu stolti í gegnum tíðina. En vegir okkar liggja til allra átta og sumir eru með öllu órannsakanlegir. Daní- el var frumburður Sigga móð- urbróður míns. Hann bjó sín fyrstu ár í Grafarvoginum líkt og undirritaður og nýttu foreldr- ar hans sér gjarnan að stutt var fyrir „stóra“ frænda að koma yf- ir og líta eftir snáðanum þegar á þurfti að halda. Það var auðvelt verk að gæta Daníels. Hann var kátur, ljúfur og kurteis drengur. Þannig var það alla tíð. Alltaf sama ljúfa viðmótið og stutt í brosið. Eftirtektarvert var hvað hann var natinn, góður og hlýr við yngri systkini sín, sem elsk- uðu hann og mátu mikils, líkt og allir sem stóðu honum nærri. Daníel fékk góð spil á hendi og hafði alla burði til að ná langt á þeim vettvangi sem hann hefði kosið sér. Því er það svo mikill sársauki að horfa á eftir efnileg- um manni kveðja þennan heim, þegar lífið er rétt að byrja og blasti bjart við honum. Kæru Siggi og fjölskylda, Svana og fjölskylda sem og aðrir ástvinir. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og óska þess þegar fram líða stundir að þið lærið að lifa með missinum og ylja ykkur við allar góðu minningarnar um frá- bæran dreng. Blessuð sé minn- ing Daníels Freys. Atli Þór Sigurðsson. Það er ólýsanlega sárt að setjast niður og kveðja þig, elsku Daníel okkar. Við sjáum ennþá brosið þitt og hláturinn fyrir okkur, hvernig hárið var alltaf á réttum stað og þú virtist svo sáttur með þitt. Sérstaklega nú í sumar þegar þú varst dug- legur að kíkja út með okkur. En það var þó alltaf stutt í kósí fíl- inginn líka, netflix og pítsa var líka góð uppskrift að eðalkvöldi. Þú kenndir okkur að slaka á – það var eitthvað sem þú varst góður í. Þessar stundir með þér eru ómetanlegar og erfitt að sætta sig við að þær verða ekki fleiri. Þú varst sólargeislinn í vina- hópnum, þú sem talaðir aldrei illa um neinn og varst alltaf tilbúinn í spjall. Við fengum flest okkar að kynnast þér í Vejle þar sem við vorum saman í skóla. Frá upp- hafi sáum við hvað við gætum orðið góðir vinir og erum það enn í dag. Við munum passa upp á að rækta þessi vinatengsl áfram og halda minningu þinni á lofti. Daníel var þannig að hann passaði alltaf upp á að öllum í kringum hann liði vel, við mun- um því heiðra þig Daníel með því að minnast allra góðu stund- anna með þér. Þó að þú sért ekki lengur með okkur, þá muntu alltaf vera einn af hópn- um, að eilífu. „Daniel, you’re a star in the face of the sky.“ (Elton John) Með innilegri samúðarkveðju til forelda Daníels, Benna og Báru. Hvíldu í friði, elsku Daníel, við elskum þig. Hilmar Örn, Kári Snær, Jakob Freyr, Sigríður og Svanborg María. Ég kannaðist við Danna í gegnum fótboltann. Ég man eft- ir því að hafa þurft að reyna að elta þennan snögga leikmann upp völlinn. Ég var alltaf smeykur að mæta Víkingum og Danni var stór ástæða fyrir því. En, skrítið hvernig lífið kem- ur manni stundum á óvart. Nokkrum árum síðar vorum við saman í íþróttalýðháskóla í Dan- mörku ásamt fimm öðrum Ís- lendingum. Það var þá, árið 2012, sem ég kynntist honum og við urðum vinir. Þaðan á ég ynd- islegar minningar, hvort sem það þær eru frá því við sátum í setustofunni á laugardags- morgnum og hlógum að ævin- týrum næturinnar, spiluðum borðfótbolta og í þeim tilvikum sem við töpuðum stórt, hlupum naktir í kringum fyrirlestrarsal- inn eða þegar við létum okkur hreinlega leiðast ásamt vinum okkar. Þegar heim var komið eftir frábæran tíma í Danmörku, ég byrjaður að vinna í Intersport, labbar Danni þar inn einn dag- inn án okkar vitundar í atvinnu- leit og fær vinnu. Aftur lágu leiðir okkar saman. Þar unnum við saman í hálft ár og aldrei mun ég gleyma umræðum okkar um fótbolta eða strigaskó. Það var þá sem ég áttaði mig á því að ég hafði eignast einstakan vin. Daníel átti marga góða vini sem þótti vænt um hann og munu sakna hans. Því það var sama hvað Danni gerði eða hvar hann var. Hann gerði það vel, með bros á vör og hafði einstaka nærveru sem gerði það að verk- um að öllum líkaði vel við hann. Fyrir mig var hann alltaf til staðar, tilbúinn til að hlusta, gefa ráð og hrósa. Við skemmt- um okkur alltaf vel og áttum margar góðar stundir. Daníel var frábær vinur sem ég mun ævinlega sakna hans. Núna er hann farinn en leiðir okkar munu liggja aftur saman og ég er viss um hann verði með bros á vör. Oddur Máni Malmberg. Elsku yndislegi Danni okkar. Lífið er svo sárt án þín. Takk fyrir allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum saman og takk fyrir að vera svo yndisleg- ur við stelpurnar okkar. Þú verður alltaf Danninn þeirra. Við munum ævinlega minnast þín elsku Danni, yndislegur, brosmildur, hlýr og góður. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir við Guð og menn. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða, og fela honum um ævi og ár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár, þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við elskum þig og pössum Báru þína fyrir þig. Guðlaug Líney, Aðalsteinn, Karitas Eva og Unnur. Elsku Danni okkar. Fallegri og betri sál er ekki hægt að finna. Bros þitt var ein- stakt og þú færðir alltaf hlýju í hjarta okkar með nærveru þinni. Þú varst traustur og góður vin- ur sem alltaf var hægt að leita til. Með þér eigum við dýrmætar stundir sem við munum alltaf varðveita. Daníel Freyr Sigurðarson Ástkær bróðir minn og mágur, ÞORGRÍMUR EINARSSON sýningarstjóri, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 23. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 2. október kl. 15. . Margrét Guðmundsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og aðstandendur. Yndislega konan mín, besti vinur og gleðigjafi, HENNÝ BARTELS, lést á Landspítalanum 18. september. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Jón Erlings Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.