Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind og Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Allt að 50% ódýrari en sambærileg vara á meginlandi Evrópu* KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða aukagleraugu. *Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. GLERAUGU Á HAGSTÆÐARA VERÐI * Lindberg-umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisskattstjóri hefur heimsótt 1.109 fyrirtæki í ár til að kanna skattskil, einkum á staðgreiðslu og virðis- aukaskatti. Mörg þessara fyrirtækja eru í ferðaþjónustu og hafa hjá sér innflutt vinnuafl. Skúli Eggert Þórðarson, ríkis- skattstjóri, segir þetta fleiri heim- sóknir en allt árið í fyrra. Embættið sé í samstarfi við Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið vegna samræmdra eftirlitsaðgerða þessara stofnana. „Við höfum hert allt eftirlit á þessu ári og erum í raun stöðugt að herða það. Það hefur verið settur aukinn kraftur í heimsóknir í fyrirtæki og oft í samstarfi og samvinnu við fulltrúa stéttarfélaga. Þess er þó auðvitað gætt að þeir aðilar sjái ekki skatta- upplýsingar, enda er þá verið að kanna afdregin lífeyrisgjöld og þess háttar,“ segir Skúli Eggert og bætir við að 2.720 einstaklingar hafi verið athugaðir sérstaklega í ár og hvort þeir væru á „duldum launum“. Fá frest til að gera úrbætur Fyrsta skrefið sé þó að kanna ástandið hjá fyrirtækjum. Ef eitthvað athugavert finnst er þeim gefinn frestur til að koma hlutunum í lag. Þegar grunur vaknar um alvarleg undanskot er málum vísað til skatt- rannsóknarstjóra. „Tilgangurinn með heimsóknunum er ekki að loka fyrirtækjunum heldur að ganga úr skugga um að farið sé að lögum,“ segir Skúli Eggert. Ef ekki sé farið eftir fyrirmælum sé gripið til lokunarrúrræða. Tveimur fyrir- tækjum hefur verið lokað eftir heim- sóknir ríkisskattstjóra í ár og hefur 12 málum til viðbótar verið vísað til annarra yfirvalda. Þá eru sjö önnur mál í vinnslu. Skúli Eggert segir vísbendingar um að kennitöluflakk í ferðaþjónustu og mannvirkjagerð hafi aukist. „Í þessum greinum er farið að bera á hlutum sem við höfum ekki séð í miklum mæli til þessa. Til dæmis að reikningar gangi kaupum og sölum; reikningseyðublöð, tilbúin sala á vörum eða þjónustu sem síðan eru færð til bókar. Mál af þessum toga enda í rannsókn og kann þess vegna að verða vísað til lögreglu.“ Sá síðasti greiðir ekki gjöld Skúli Eggert heldur áfram og út- skýrir hvernig dæmi séu um að fyrir- tæki í þessum greinum hafi undir sér röð undirverktaka, þar sem sá síðasti stendur ekki straum af sköttum og gjöldum. „Það geta vaknað spurn- ingar hvort fyrirtækin hafi fyrirfram ákveðið að gera þetta svona, með það fyrir augum að koma sér hjá skatt- greiðslum. Það getur auðvitað verið erfitt að sanna slíkt. Það virðast vera miklir vaxtar- verkir í ferðaþjónustu. Bókhaldið er ekki efst í huga hjá mörgum sem spreyta sig á slíkum rekstri,“ segir Skúli Eggert sem telur kennitölu- flakkið mikla meinsemd í íslensku samfélagi. Það rýri traust milli manna í viðskiptum. „Það er mjög brýnt að taka á þessu með löggjöf og ég hef trú á því, af þeim frumvörpum sem hafa verið til meðferðar og kynningar, að það verði gert. Þá meðal annars frumvarp hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um að herða kröfur um skil á ársreikn- ingum. Það mun draga úr kennitölu- flakki. Þá er enda hert á ársreikn- ingaskilum og viðeigandi úrræðum beitt, til dæmis að taka fyrirtækin af skrá. Að mínu mati eru þau frumvörp sem nú eru til kynningar mikill áfangi í baráttunni við kennitöluflakkið og ef þau verða að lögum er verið að taka á því máli af þeirri festu sem nauðsyn- legt er og af meiri krafti en áður eru dæmi um,“ segir Skúli Eggert. Samkvæmt upplýsingum frá at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu fela frumvarpsdrögin m.a. í sér hert viðurlög ef ársreikningi er ekki skilað. Samkvæmt núverandi reglum hefur ráðherra heimild til að slíta rekstri fyrirtækis þremur árum eftir að frestur til að skila inn ársreikningi er liðinn. Nú er lagt til að ársreikn- ingaskrá geti sent félag í slit ef átta mánaða frestur til að skila ársreikn- ingi er liðinn. Breytt skil smærri aðila Þá verður sú breyting að smærri fyrirtæki munu ekki lengur þurfa að útbúa sérstakan ársreikning, sam- hliða skilum á opinberum gjöldum eftir hvert rekstrarár, heldur geta jafnhliða skilum á skattframtali óskað eftir að kerfi RSK dragi upplýsingar úr skattframtalinu, útbúi ársreiking og sendi til ársreikningaskrár. Undir þann flokk falla fyrirtæki þar sem niðurstöðutala efnahagsreiknings er 20 milljónir, velta 40 milljónir og starfsmenn þrír eða færri. Um 80% fyrirtækja á Íslandi eru í þeim flokki. Hvað stærri fyrirtækin varðar munu þau undantekningalaust þurfa að skila inn ársreikningi. Að öðrum kosti er strax lögð á sekt og eftir atvikum gripið til harðara aðgerða. Hefur athugað 1.109 fyrirtæki í ár  Embætti Ríkisskattstjóra eykur eftirlit  Ríkisskattstjóri fagnar frumvarpi um ársreikninga  Með boðuðum breytingum á reglum verði tekið fastar á kennitöluflakki en dæmi séu um á Íslandi Morgunblaðið/Golli Horft úr Hallgrímskirkjuturni Kennitöluflakk felur gjarnan í sér að fyrir- tæki eru stofnuð utan um rekstur til að selja þjónustu, án þess að nokkurn tímann sé greitt fyrir aðföng eða staðið í skilum með opinber gjöld. Slitið eftir 8 mánuði » Með hertum kröfum um árs- reikningaskil verður auðveld- ara að finna óvirk fyrirtæki og átta sig á umsvifum þeirra. Mun vera algengt að félög sem skila ekki ársreikningi séu svo- nefnd „dauð félög“. » Slík óvirk fyrirtæki hafa skv. núverandi reglum ekki þurft að skila inn ársreikningi, enda liggi reksturinn niðri. » Með nýja frumvarpinu mun það breytast og auðveldar það slit á svona félögum sé árs- reikningi ekki skilað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.