Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta íreymeð tv ðlatu hangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu heBruc ta með hráskinku, balsam rægrill uðu Miðjarðar- h a f s g meti Krabba a- s a l ðboferskum kryddjurtum í brau Bruchetta rðameð Miðja hafs-tapende aRisa- rækj spjóti með peppadew Silunga hrogn i simeð japönsku majónes nepsrjóma-osti á bruchettu Birkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is Möndlu Mix og Kasjú Kurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott í salatið. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Þín verslun Seljabraut, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikill samdráttur verður í veiðum á makríl á næsta ári verði farið að ráð- gjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins, ICES, hvort sem miðað er við ráð- gjöf þessa árs eða líklegan heildar- afla ársins. Ráðgjöf í kolmunna er sömuleiðis lægri heldur en ráðgjöfin fyrir þetta ár og langt undir því sem líklegt er að veiðist á þessu ári. Þar hafa Norð- menn verið stórtækir í auknum veið- um. Í norsk-íslenskri síld eru hins vegar minni breytingar, en þar kem- ur á óvart að ráðgjöfin er lítillega hærri fyrir næsta ár, en var fyrir þetta ár. Ekki samkomulag um stjórnun veiða Afli í makríl og kolmunna í ár er langt umfram ráðgjöf ICES og mun- ar um 300 þúsund tonnum í makríl og 460 þúsund tonnum í kolmunna. Í síld er áætlað að afli ársins verði um 45 þúsund tonn umfram ráðgjöf. Samkomulag hefur ekki náðst milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr þessum stofnum um skiptingu afla- marks. Nýlokið er fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) þar sem fjallað var um ráð- gjöf um aflamark þessara þriggja uppsjávarfiskistofna í Norðaustur- Atlantshafi. Þar sem veiðar úr þess- um stofnum eru fjölþjóðlegar hefur Hafrannsóknastofnun komið að mati á stærð og veiðiþoli þeirra með virkri þátttöku í sýnatökum úr afla og leiðöngrum og með starfi í vinnu- nefndum og í ráðgjafarnefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins. Makríll Í fréttatilkynningu kemur fram að samkvæmt nýjasta stofnmati er hrygningarstofn makríls metinn lægri heldur en hann var metinn fyr- ir ári síðan. Þessi lækkun skýrist að- allega af niðurstöðum leiðangurs í júlí 2015 í Norðurhöfum, sem gaf lægri vísitölu nú en árin 2013 og 2014. Hrygningarstofninn árið 2015 er metinn hafa verið 3,6 milljónir tonna, sem er 18% lægra mat en fyr- ir ári síðan. Miðað við að afli ársins verði 1.200 þúsunn tonn mun hrygn- ingarstofninn árið 2016 vera um 3,1 milljón tonna. Kolmunni Samkvæmt nýjasta stofnmati er hrygningarstofn kolmunna metinn mun lægri en hann var metinn fyrir ári síðan og allt aftur til ársins 2004. Mest er lækkunin á allra síðustu ár- um. Þessi lækkun stafar af því að mun minna mældist af eldri árgöng- um í bergmálsleiðangri á hrygning- arslóð vestan Bretlandseyja vorið 2015 en í samsvarandi leiðöngrum frá 2013 og 2014. Samkvæmt nýjasta stofnmati er hrygningarstofninn árið 2015 met- inn 3,3 milljónir tonna. Þetta mat er 42% lægra en úttekt síðasta árs gerði ráð fyrir. Norsk íslensk vorgotssíld Frá árinu 2009 hefur hrygningar- stofn norsk-íslenskrar vorgotssíldar farið minnkandi vegna lélegrar ný- liðunar og hefur verið metinn undir varúðarmörkum síðan 2014. Ár- gangar 2005-2012 eru allir metnir litlir, en árgangur 2013 er metinn nálægt langtímameðaltali (1988- 2012), en mat hans er enn háð óvissu. Samkvæmt nýjasta mati er hrygningarstofninn árið 2015 rétt tæpar 4 milljónir tonna, sem er 13% hærra en úttekt síðasta árs gerði ráð fyrir. Þessi munur stafar aðallega af því að í ár var við samstillingu stofn- mats tekið tillit til leiðangurs 2015 á hrygningarslóð við Noreg, en sá leiðangur hafði legið niðri frá því 2009. Leggja til mikinn samdrátt í veiðum á makríl á næsta ári  Kolmunna- og makrílafli í ár verulega umfram ráðgjöf ICES  Aukning í síld Ljósmynd/Viðar Sigurðsson Á makrílmiðunum Uppsjávarskipið Aðalsteinn Jónsson fra Eskifirði að veiðum á nýliðinni vertíð. Útlit er fyrir að dregið verði úr veiðum á næsta ári. Uppsjávarstofnar í Norðaustur-Atlantshafi Ráðgjöf og aflatölur í tonnum Heimild: Hafró Ráðgjöf Afli Ráðgjöf Úthlutun til íslenskra 2015 2015 2016 skipa 2015 Makríll 906.000 1.200.000 667.000 173.000 Síld 283.000 328.000 317.000 41.000 Kolmunni 840.000 1.300.000 776.000 203.000 Sigurður Ingi Jó- hannsson, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra, segir ráðgjöf Al- þjóðahafrann- sóknaráðsins, ICES, um upp- sjávarstofna vera áhyggjuefni. „Auðvitað er hún áhyggjuefni en kemur okkur ekki á óvart. Við höfum bent á það á liðnum árum að samningslausir stofnar, s.s. makríll, norsk-íslenska síldin og kolmunninn, eigi á hættu að vera ofveiddir. Það helgast helst af því að þjóðir taka ekki tillit til veiða annarra, taka til sín stærri hlut og stofnarnir eiga á hættu að minnka.“ Sigurður segir Ísland ekki geta hunsað ráðgjöf ICES. „Við byggjum okkar fiskveiðikerfi á vísindum og teljum það skynsam- legt til að byggja upp stofna og ná hámarksafrakstri úr hverjum stofni og getum ekki litið fram hjá vís- indalegri ráðgjöf,“ segir hann. Samningafundir um ósamnings- bundna stofna fara að hefjast hver á fætur öðrum núna með haustinu en í byrjun september funduðu Ísland, Færeyjar, Grænland, Noregur, Rússland og ESB um nálgun ríkjanna til sameiginlegra stofna. „Þetta var ekki samningafundur heldur ræddum við hvernig við gæt- um nálgast veiðarnar og ákvörðun þeirra með öðrum hætti. Þannig að hámarka mætti afrakstur úr hverj- um stofni, stækka kökuna. Fund- urinn var mjög góður.“ Áhyggjur af ráðgjöf ICES Sigurður Ingi Jóhannsson  Fundað um nýja nálgun fiskveiða Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi og einangrun til föstudags. Við leit lögreglu á dvalarstað mannsins fannst mikið magn af ætluðu þýfi. Er áætlað verðmæti þess um milljón króna en um var að ræða m.a. mjög mikið magn af útivistarfatnaði og rakvél- arblöðum. Þá fannst kvittun um póstsend- ingu sem vó 18,5 kg og leikur grun- ur á að maðurinn hafi komið þýfi úr landi með þeim hætti. Maðurinn hefur stöðu hælisleit- anda hér á landi. Hann lagði fram beiðni um hæli í lok júlí sl. 5 daga gæsluvarð- hald og einangrun Fimmta árið í röð er Háskóli Ís- lands í hópi bestu háskóla heims samkvæmt nýj- um matslista Times Higher Education World University Rank- ings sem birtur var í gærkvöldi. Háskóli Íslands er í sæti 251-275 á listanum að þessu sinni en nákvæm- ari röðun liggur ekki fyrir að svo stöddu. Þess má geta að um 17.000 háskólar eru í heiminum og er Há- skóli Íslands því meðal efstu tveggja prósenta háskóla á heimsvísu. Times Higher Education hefur í yfir áratug birt lista yfir 400 bestu háskóla heims og er hann einn áhrifamesti listi sinnar tegundar. Háskóli Íslands enn í topp 300 Háskóli Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.