Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Barnagleraugu fundust við Laugaveg 7. Umgjörðin er úr títani. Upplýsingar í síma 897-1390. Barnagleraugu fundust Einhverjir hérlendis virðast farnir að tala fyrir því að stjórn- málamenn nota skip- anir dómara við Hæstarétt til að senda „skilaboð“ út í sam- félagið. Slíkar skipanir eru svo sem ekki óþekktar og tíðkast til að mynda í Bandaríkj- unum. Á Íslandi hefur þó samstaða ríkt um að hæfasti ein- staklingurinn verði fyrir valinu. Nýlega steig íslenskur lagaprófess- or fram og talaði um nauðsyn fjöl- breytileika við Hæstarétt Íslands. Rökin eru helst þau að það hafi táknrænt gildi og að allir þurfi nú að geta speglað sig í valdhöfum þjóðfélagsins. Formaður allsherjarnefndar seg- ist vilja fá skipanir dómara í aukn- um mæli á borð ráðherra og Al- þingis. Gefur jafnvel í skyn að kynjakvótar við dómstóla komi til greina af hennar hálfu. Hjá sumum virðist alltaf skipta meira máli hver þú ert fremur en hvað þú getur gert; öndvegi faglegu sjónarmiðanna varði ekki lengi. Ljóst er að til þess að þessi skipan mála geti komist á þá þarf að fara í miklar breytingar. Auk kvenna þarf að rétta hlut margra annarra hópa: Tugir þúsunda innflytjenda hafa ákveðið að gera Ísland að heimili sínu. Þessi hópur getur hvergi speglað sig í þjóð- félaginu, ekki á Al- þingi, ekki í borgar- stjórn, Hæstarétti eða öðrum helstu valda- stofnunum landsins. Fær sá hópur ekki einn dómara? Nokkur ellibragur er af réttinum, allt fólk fætt um miðja síðustu öld. Getur unga fólkið treyst því að fólk sem skilur fremur virkni segul- bandsins heldur en breiðbandsins, flettir frekar Britannicu heldur en Wikipediu, geti tekið afstöðu til þeirra mála og aðstæðna. Fær unga fólkið ekki sinn dómara? Hvað með landsbyggðina, hvern- ig speglast hún þarna? Vita þessir dómarar yfirleitt hvað þorskígildis- tonn eða að slóðadraga er? Lands- byggðin þyrfti ábyggilega að fá nokkra dómara – gæti sannur Vest- firðingur speglað sig í Suðurnesja- manni eða öfugt? Hvað með alla hina hópana sem ættu sömu kröfu og konur? Hinseg- in fólk, trúaðir og trúlausir… Auð- vitað er þetta fjarstæðukennt, það geta ekki allir speglað sig hvenær sem er í öllum valdsmönnum. Mestu skiptir að hæfasti aðilinn sitji í dómarasætinu! Lagt var fram frumvarp um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja fyrir nokkrum árum. Kröftug and- staða kom fram, sérstaklega frá einum stjórnarandstöðuþingmanni. Viðkomandi sagði þann sem fengi embætti á grundvelli þess hver hann væri myndi vera álitinn súkkulaðikleina í Keflavík. Lögin voru samþykkt engu að síður. Svo þegar umræddur stjórnarand- stöðuþingmaður varð ráðherra þessa málaflokks nokkru seinna þá ákvað hann að aðhafast ekkert. Ekki veit ég hvaða bakaríssamlík- ingu Keflvíkingar nota um slíkan ráðherra. Síðustu ár hefur löggjafinn reynt að haga reglum um skipanir hæsta- réttardómara þannig að til staðar sé opið og faglegt ferli þar sem pólitísk afskipti eru í lágmarki. Ferlinu er ætlað að tryggja að hæf- asta fólkið sé skipað í þessar miklu ábyrgðarstöður, óháð öðrum sjón- armiðum. Standa ber vörð um slíkt fyrirkomulag þó maður sé ekki sammála í hvert sinn sem nýr dóm- ari er skipaður. Sjálfstæðisflokkurinn á að beita sér fyrir skýrum reglum, faglegum vinnubrögðum og standa gegn hvers konar mismunun, jafnvel þótt hún sé undir jákvæðum formerkj- um. Einn fyrir þig og einn fyrir mig Eftir Viðar Guðjohnsen »Mestu skiptir að hæfasti aðilinn sitji í dómarasætinu! Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og vara- formaður Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi. Tveir milljarðar í úthlutun í sjónvarps- útsendingu næstu tvö ár, til að taka á móti fólki í miklum erf- iðleikum erlendis, jafnvel sérvöldu fólki í þörf fyrir sjúkra- hjálp og geðhjálp á sama tíma og okkar fólki, sumum í mikilli neyð, er ekki hægt að hjálpa vegna fjár- vöntunar. Þeirra vegna er ekkert húsnæði til, húsnæði tekið af þeim án lagastoðar, engin lag- færing á bótum þrátt fyrir lög um annað, ekki fjármunir til að greiða lyf, heldur þöggun, afneit- un og útúrsnúningar, ef spurt er beint. Þetta fólk getur ekki einu sinni leitað réttar síns, því það á enga fjármuni til þess og það er búið að afnema möguleika þess á að leita réttar síns með gjafsókn! Hvaða Íslendingar eru þetta: Einstaklingar sem misstu heimili sín, öryrkjar, sem lifa ekki af ör- orkubótum, um 30-40% af eldri borgurum sem lifa ekki af skömmtuðum tekjutengdum líf- eyri langt undir framfærslu, eldri borgarar í húsnæðissamvinnu- félögum, sem fengu enga skulda- leiðréttingu og urðu sumir fyrir ólöglegri eignaupptöku. Einnig mætti nefna unga fólkið með námsskuldir, án skuldaleiðrétt- ingar og húsnæðisskuldir án leið- réttingar ef foreldrar veittu ábyrgð lána og einnig þau sem geta ekki stofnað heimili, því þau hafa ekki greiðslugetu til að fá lán eftir reglum bankanna, en geta samt borgað húsaleigu um- fram afborgun af lánum vegna íbúðarkaupa. Hvað gerði fyrri ríkisstjórn? Hún skerti kjör öryrkja og eldri borgara miskunnarlaust og kom á þessum tekjutengingum og skerðingum, þannig að eldri borgarar, sem voru ekki starfs- menn ríkisins á nær verð- tryggðum lífeyri, fengu nær eng- ar tekjur úr sínum lífeyrissjóðum. Hún lofaði breyt- ingum á almannatryggingalög- gjöfinni snemma á valdatíma sín- um og lagði loks fram frumvarp á síðustu dögum þingsins, sem dagaði uppi. Hún lagði grunn að leiðréttingu gengistryggðu lán- anna, lána, sem hinir efnameiri tóku, en verðtryggðu lánin voru óbætt. Hvað gerir núverandi ríkisstjórn? Hún hefur nær engu breytt í þessum málum frá fyrri rík- isstjórn, nema með skuldaleið- réttingunni, sem náði þó ekki til allra, en þess gætt að þeir betur settu fengju sitt. Breytingar á al- mannatryggingunum enn í nefnd, verðtryggðu lánin óbreytt, og það sem verra er, skatta- lækkanir til þeirra betur settu og hækk- un gjalda til þeirra verr settu. Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins 2013 var sam- þykkt að kjaraskerð- ing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, yrði afturkölluð og að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður vegna kjaraskerð- ingar þeirra eftir hrun. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 2013 var samþykkt að sú kjaraskerðing, sem eldri borg- arar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, yrði tafarlaust aft- urkölluð og að leiðrétta ætti kja- ragliðnun krepputímans. Í kosn- ingabréfi fyrir kosningar var sagt: „Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilífeyris.“ Á sama landsfundi var samþykkt að hækka ekki lægra virð- isaukaskattsþrepið, en það var gert og matarverð þannig hækk- að og einnig að lækka skatta á lægstu laun, sem ekki hefur ver- ið gert og því síður að hækka persónuafsláttinn, þannig að lág- markstekjur til framfærslu yrðu ekki skattlagðar. Þvert á móti virðast allar lagfæringar miða við þá betur settu. Nauðung- aruppboðin halda áfram og launahækkanir þessa árs eiga ekki að ná til eldri borgara og öryrkja, en þeir eiga að borga allar hækkanir á leigugjöldum, þjónustugjöldum og sjúkragjöld- um allt frá hruni til þessa dags óbætt. Hvað næst? Hvað skyldu vera margir, sem hafa ekki efni á að leita sér læknis eða hafa ekkert sér til bjargar þegar líður á mánuðinn? Og unga fólkið á að lifa við verð- tryggðar skuldir og ofurvexti, sem aldrei verður hægt að kom- ast frá, nái engin breyting fram í átt til þess, sem aðrar þjóðir á Vesturlöndum búa við. Það mun því flýja þetta land, til að geta eignast heimili og borgað skuldir niður við eðlileg vaxtakjör. Hvað bíður næst þessarar þjóðar? Inn- flutningur og útflutningur fólks? Hvað næst? Eftir Halldór Gunnarsson »Hvað skyldu vera margir á Íslandi, sem hafa ekki efni á að leita læknis eða hafa ekkert sér til bjargar þegar líður á mánuðinn? Hvað bíður næst? Halldór Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Holti. Mikill og vaxandi áhugi víða um lönd fyrir norðurslóðum vekur einnig Íslend- inga til umhugsunar þar eð sum mikilvæg- ustu svæðin eru við bæjardyr þeirra. Nú þegar má sjá aukna umferð um íshöfin og nýjar leiðir fyrir skipaflutninga eru að opnast en einnig fer fram leit að verðmætum. Þessi auknu umsvif á hafsvæðunum kringum og norður af Íslandi kalla á árvekni af okkar hálfu og valda því augljósir hagsmunir en einnig skyldur sem varða eftirlit á þess- um slóðum. Stór loftrými yfir norðurvegi lúta stjórn Íslendinga en við erum ennþá of veik sem eftirlits- og öryggisaðili á þessum svæðum kringum okkur. Hér blasa við verkefni sem sjálfsagt er að hafa um samvinnu við þjóðir N- Ameríku einkum Bandaríkin en einnig Kanada: með tíð og tíma koma einnig Inúítar inn í mynd- ina. Hið mikla Grænland er hluti N-Ameríku og ekki munu íbúarnir una því mikið lengur að land þeirra sé próvinsa í litlu evrópsku konungsríki sem sjálft er að setja sig í stöðu úthéraðs í evrópsku stórríki. Varnarsamningurinn við Bandaríkin er eins og vel plægð grund sem bíður eftir sáðmanni. Samning- urinn er tvíhliða með skírskotun til Nató- samnings og með hon- um er opin leið til samstarfs við strand- gæslu (Coast Guard) Bandaríkjanna enda mælt með því í texta samningsins. Sú hug- mynd er hér sett fram að strandgæsla Bandaríkjamanna leggi til fjórar eða fimm þyrlur sem hefðu bækistöðv- ar á Íslandi í samvinnu við land- helgisgæsluna okkar en einnig langfleygari vélar og væri þá bet- ur hægt að sinna eftirliti, lög- gæslu, björgunum og öryggis- atriðum yfir Íslandi og svæðunum í kring. Við eigum merka gæslu- stofnun en verkefnin eru marg- þætt og kalla á mikil umsvif. Skip frá gæslunni hafa verið við björg- un á Miðjarðarhafi en við þurfum á öllu okkar að halda hér við land. Á vandamálum ríkja í Afríku og Mið-Austurlöndum eru fingraför Evrópuþjóða sem hafa í tvö hundruð ár verið að hlutast til um málefni þeirra. Látum Evr- ópumennina um að tína upp brot- in, skip undir íslenskum ríkisfána eiga sem minnst að sjást á hinu harmsögulega hafi. Auðvakinn hjálparvilji Íslendinga má fara í þann farveg að myndarleg framlög séu send til þeirra svæða þar sem þörfin sýnist vera brýnust hverju sinni. Hvað varðar flótta- mannabylgjur þær sem nú ber mest á væri við hæfi að bjóða nokkrum barnafjölskyldum hæli svo koma megi börnunum í kyrrð og festu skólaumhverfis; vistin í tjaldbúðum flóttafólks er barn- mörgum fjölskyldum hvað erf- iðust. Ísland má sín lítils á heims- vísu en einörð og skynsamleg framganga getur vakið athygli og leitt til breytinga á viðhorfum og stefnu risanna. Rætur vandans eru í Sýrlandi og grannríkjum þess. Það er verkefni fjöl- þjóðaframgöngu og Sameinuðu þjóðanna að endurreisa í Sýrlandi lífvænlegt samfélag svo að flótta- fólk geti snúið aftur heim. Um veröldina fer nú andi uppreisnar, ofbeldis og drottinsvika, upp úr sýður á ólíklegustu stöðum, fjölda- morð eru framin á mönnum við bænahald í helgidómum trúfélaga. Við búum í allgóðri fjarlægð frá mestu óróasvæðunum en finnum þaðan hraglandann frá hinum dimmu skýjum mannvonsku og of- beldis sem hylja Mið-Austurlönd og mörg svæði í Afríku. Hvað sem öðru líður þarf að komast á meiri myndugleiki þegar tekur til eft- irlits og viðbragðsgetu yfir Íslandi og á stórum svæðum umhverfis okkur þar sem eru anddyri hinna nýju siglingaleiða. Við blasir að hér liggja hagsmunir N-Ameríku og Íslands saman og sjálfsagt að samvinna takist hið fyrsta með strandgæslum Bandaríkjanna og okkar með samráði við Kan- adamenn og Grænlendinga. Allar ráðstafanir verða markvissari og skýrari ef Ísland segir sig frá Schengen-samningnum. Varnarsamningur öðlist líf Eftir Emil Als Emil Als » Varnarsamningur Íslands og Banda- ríkja N-Ameríku getur rúmað samstarf sem efl- ir stöðu Íslands á norð- urskautssvæðum. Höfundur er læknir. Það er litla lánið mitt upp á 2,7 millj- ónir. Ég horfi á tilkynninguna eins og brandarablað. Afborgun án verð- bóta, verðbætur á afborgun, vextir með verðbótum, tilkynningar og greiðslugjald og annar kostnaður. Af þessu er ég búin að borga 178 sinn- um af 359 greiðslum alls. En núna er skuldin komin í 3,9 milljónir. Hvað kem ég til með að skulda eftir 359 greiðslur? Skuldari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Til athugunar Peningar Bréfritara er ekki hlátur í huga. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Nánari upplýs- ingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.