Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
✝ Sigrún Níels-dóttir fæddist á
Seyðisfirði 19. des-
ember 1927. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akranesi 24. sept-
ember 2015.
Foreldrar hennar
voru Níels S.R.
Jónsson, f. 19.3.
1901, d. 24.1. 1975,
og Ingiríður Ósk
Hjálmarsdóttir, f.
8.7. 1898, d. 30.3. 1961. Systkini
Sigrúnar eru Bragi, f. 16.2. 1926,
Rós, f. 11.3. 1929, d. 26.11. 1998,
og Hjálmar, f. 15.11. 1930, d.
20.10. 2009.
Sigrún giftist 30. desember
1948 Jóni Guðjónssyni frá Gaul í
Staðarsveit. Þau eignuðust átta
börn, þau eru: 1. Ingunn Jóna, f.
14.1. 1950, gift Ólafi Skagfjörð
Gunnarssyni, börn þeirra eru
Ólafur Skagfjörð (d), Sigrún
Anna, Sigurbjörg Þórey og Jón
Ingi. 2. Níels Óskar, f. 4.2. 1952,
fv. eiginkona er Halla Guðrún
Hallvarðsdóttir. Börn þeirra eru
Sigrún, Hallvarður og Heiða Rós.
3. Guðjón Pétur, f. 4.6. 1953,
Sigrún ólst upp á Seyðisfirði
og gekk þar í barnaskóla. Að því
loknu nam hún fatasaum og var
saumakennari við barnaskólann
á Seyðisfirði einn vetur. Hún fór
síðan norður í Eyjafjörð í tó-
vinnu- og vefnaðarskóla á Sval-
barði og réði sig að námi loknu
sem saumakennara í Húsmæðra-
skólann á Staðarfelli í Dölum.
Þar kynntist hún eiginmanni sín-
um og hófu þau búskap á Seyðis-
firði árið 1949. Þau fluttu síðan á
Akranes árið 1951 og bjuggu þar
alla tíð síðan. Sigrún var heima-
vinnandi húsmóðir þar til börnin
komust á legg en fór þá út á
vinnumarkað og starfaði m.a. á
saumastofu og á Sjúkrahúsinu á
Akranesi. Hún sótti fjölmörg
námskeið í ýmiskonar handverki
og hóf síðan kennslu á nám-
skeiðum í m.a. postulínsmálun,
púðasaum, gerð flosmynda og að
sauma lampaskerma. Í janúar ár-
ið 2013 var haldin yfirlitssýning á
verkum Sigrúnar í Safnaskál-
anum Akranesi. Á sýningunni
voru 56 verk til sýnis, myndverk
og munir. Þeir elstu voru útsaum-
aðir dúkar frá því Sigrún var sex
og sjö ára gömul.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Akraneskirkju í dag, 1. októ-
ber 2015, kl. 14.
kvæntur Ástu Hall-
dóru Guðmunds-
dóttur. Dætur
þeirra eru Helga
Rún og Una. 4. Jón
Magnús, f. 30.11.
1954, kvæntur Rut
Hjartardóttur. Börn
þeirra eru Hjörtur,
Dagný og Harpa. 5.
Guðrún Katrín, f.
20.12. 1956, gift
Þorgrími Karlssyni.
Dóttir þeirra er Sigurrós. 6.
Hjálmar Þór, f. 28.12. 1957,
kvæntur Ernu Þorkelsdóttur.
Dóttir þeirra er Katrín Erika. Fv.
eiginkona Jónína Heiðarsdóttir.
Dóttir þeirra er Sigrún Björk. 7.
Smári Hrafn, f. 23.8. 1959, kvænt-
ur Guðbjörgu Níelsdóttur Han-
sen. Dætur þeirra eru Kristbjörg,
Ragnheiður og Eygló. Fyrrv. eig-
inkona Margrét Vífilsdóttir. Dótt-
ir þeirra er Guðrún Dúfa. 8. Inga
Ósk, f. 25.10. 1961, gift Gísla Run-
ólfssyni. Börn Gísla eru Halldór
Hallgrímur, Gísli Kristinn og
Ragnheiður Rún. Fv. eiginmaður
Hálfdán Ingólfsson. Dætur þeirra
eru Sóley og Jóndís.
Móðir mín var ein af þessum
hvunndagshetjum sem lætur lítið
yfir sér dags daglega og vinnur sín
verk í hljóði. Hún aflaði sér
menntunar sem handavinnukenn-
ari en giftist ung og við tók tími
barneigna og heimilishalds. Börn-
in urðu átta sem fæddust á 11 ár-
um og því má segja að verkefnið
hafi verið ærið, að koma okkur öll-
um til manns. Þegar hugur minn
leitar til baka til bernskuheimilis-
ins þá er mér ávallt minnisstætt
hversu mikil regla var á hlutunum
hjá mömmu. Heimilið var alltaf
hreint og snyrtilegt og mömmu
féll aldrei verk úr hendi, hún
saumaði á okkur föt, reiddi fram
dýrindismáltíðir og bakaði brauð
og kökur. Allt var gert af sama
metnaðinum og natninni.
Þegar börnin voru orðin stálp-
uð þá fór hún að sækja námskeið í
postulínsmálun og ýmsu hand-
verki og fór síðan að kenna þetta
handverk á námskeiðum víða um
land og sáum við því oft á eftir
henni, bruna úr hlaði á leið vestur í
Dali eða upp í Borgarfjörð til að
miðla af þekkingu sinni. Eftir
mömmu liggja ófá verk sem bera
listfengi hennar merki.
Mamma var afskaplega hlý og
góð kona og yndisleg móðir og
amma. Hún hafði alltaf tíma til að
aðstoða smáfólkið með ýmis úr-
lausnarefni, hvort sem það var að
gera við götóttar sokkabuxur,
sauma dúkkuföt eða að prjóna eða
hekla. Hún naut mjög samvista
við börn sín, tengdabörn og barna-
börn og var alveg í essinu sínu
þegar fólkið hennar safnaðist
saman í sumarbústaðnum í Lauf-
ási.
Mamma var fædd og uppalin á
Seyðisfirði og var alltaf Austfirð-
ingur í hjarta sínu þó svo hún
byggi á Akranesi öll sín búskap-
arár. Hún hafði mikinn áhuga á
ættfræði og þreyttist seint á að
rekja ættir sínar og annarra. Það
kom því ekki á óvart, þegar hún,
vegna veikinda sinna, dvaldi á
Landspítalanum um tíma sl. vet-
ur, að þegar hún útskrifaðist þá
þekkti hún orðið alla heilbrigðis-
starfsmennina með nafni og vissi
hvaðan af landinu þau voru. Þau
kvöddu hana enda með virktum og
höfðu sérstaklega orð á því hversu
yndisleg og dugleg hún væri.
Svona var mamma, hún heillaði
fólk með framkomu sinni og ein-
lægum áhuga á mönnum og mál-
efnum. Glettin og kotroskin og
jafnvel með ansi beittan húmor
þegar það átti við. Ég held, svei
mér þá, að ég sé enn ekki búin að
jafna mig eftir að hún tilkynnti
mér á fimmtugsafmælinu mínu að
nú yrði ég að sætta mig við að vera
orðin stútungskelling. Einnig fékk
ég eitt sinn að heyra það að það
væri engin ástæða fyrir konur að
hætta að nota varalit þó að þær
væru giftar. Hjónaband foreldra
minna var afar ástríkt og milli
þeirra ríkti vinátta og virðing.
Þeim var mikið í mun að við systk-
inin temdum okkur vinnusemi
dugnað og heiðarleika og svo að
við hugsuðum vel um börnin okk-
ar. Í þeim efnum hafa þau bæði
verið okkar helsta fyrirmynd og
er ég þeim ævinlega þakklát fyrir
það veganesti sem við fengum út í
lífið.
Það er með sárum söknuði sem
við, afkomendur hennar, kveðjum
mömmu í dag en það er þó huggun
harmi gegn að við búum við góðar
minningar af samvistum við hana.
Blessuð sé minning þín, elsku
mamma.
Inga Ósk Jónsdóttir.
Nú er móðir mín, Sigrún Níels-
dóttir, látin eftir langa og farsæla
ævi.
Maður er fyrst og fremst þakk-
látur fyrir að hafa átt þessa ein-
stöku konu sem móður og hugur-
inn reikar ósjálfrátt til
æskuáranna á Skaga.
Það er út af fyrir sig afrek að
ala upp átta börn meira og minna
ein og kallinn alltaf úti á sjó og þar
af fimm stráka sem undu hag sín-
um best á bryggjunni. Hún hefur
sjálfsagt einhvern tímann verið
með hnút í maganum þegar stroll-
an birtist ekki á réttum tíma. Mað-
ur áttaði sig ekki fyrr en löngu
seinna á því að hún notaði mat-
málstímana sem einskonar upp-
eldistæki vegna þess að hún lagði
mikla áherslu á að við mættum á
réttum tíma í hádegis- og kvöld-
mat og við virtum það í meginat-
riðum, þá hefur hún sjálfsagt verið
að telja í hjörðinni.
Við bjuggum lengst af í stóru
þriggja hæða húsi þar sem þvotta-
húsið var á efstu hæðinni og oft
man ég eftir því að við sem eldri
vorum þurftum að passa að litlu
rollingarnir færu sér ekki að voða
meðan hún bar allan þvottinn út á
snúru.
Þegar maður lítur yfir heimili
sitt eftir að barnabörnin eru búin
að vera í heimsókn í hálftíma og
húsið eins og eftir sprengjuárás
hvernig henni tókst að halda öllu í
röð og reglu, jú allir laugadagar
voru fráteknir hjá þrem elstu þar
sem elsti tók til og þreif miðhæð-
ina, sá næstelsti tók efstu hæðina
og þriðji þá neðstu og þar með var
komin pressa á þau yngri að
ganga sæmilega um.
Ekki minnist ég þess að hún
hafi verið að gera neitt fyrir sig
sérstaklega á þessum árum annað
en að ala upp þetta stóð enda veit
ég ekki annað en við höfum öll átt
frábæra æsku.
En ég man að hún sagði við mig
einu sinni þegar flestir ungarnir
voru flognir úr hreiðrinu: Guðjón
Pétur, ég ætla ekki að vera barn-
fóstra fyrir barnabörnin næstu ár-
in, nú er ég búin að ala upp mín
átta börn og nú komið að mínum
áhugamálum. Hún meinti þetta
sjálfsagt ekki í bókstaflegri merk-
ingu enda veit ég ekki betur en að
hún hafi alltaf verið tilbúin að
hlaupa undir bagga þegar þörf
hefur verið á.
En þá tók listamannsferillinn
við. Eitthvað sem við höfðum ekki
orðið mikið vör við í æsku enda
lausar stundir sjálfsagt farið í að
lappa upp á nýju sunnudagafötin
sem búið var að setja gat á eftir
hálftíma eða eitthvað annað verra.
En eftir hana liggur óhemju
magn af ótrúlegum listmunum og
maður er þakklátur fyrir að hún
hafi fengið að nota þessa miklu
hæfileika á efri árum.
Þar kemur þáttur pabba sterk-
ur inn. Mamma var náttúrulega
ekki heil heilsu síðustu árin án
þess að ég sé að útlista það ná-
kvæmlega, en harkan og seiglan í
þessari kynslóð er ótrúleg. Þetta
fólk gerir það sem það langar til
og getur án þess að vera að kvarta
og kveina. Ég vissi nú ekki að
pabbi kynni að sjóða kartöflur, en
hann hefur séð um eldamennsk-
una og önnur húsverk undanfarin
ár, auk þess að hugsa um mömmu
af ótrúlegri væntumþykju og
natni.
Nú er merk kona fallin frá,
hennar verður sárt saknað af fjöl-
skyldu og vinum.
Megi hún hvíla í friði.
Guðjón Pétur Jónsson,
Ásta H. Guðmundsdóttir,
Helga Rún og Una.
Elsku amma.
Minning um hjartahlýja og
sterka konu, fulla af fróðleik og
skemmtilegum sögum, minning
um ömmu – móður pabba okkar –
og mikla listakonu, lifir í huga
okkar og hjörtum.
Þú varst hvers manns hugljúfi í
veislum og samkomum og deildir
minningum þínum í skemmtileg-
um og fróðlegum frásögnum.
Okkur er sérstaklega minnistætt
þegar þú sagðir frá upplifun þinni
af fyrstu búskaparárunum ykkar
afa – þegar þið bjugguð í Laufási
við Háteig, á meðan afi byggði
húsið sem varð síðar æskuheimili
barna ykkar. Sagan af því þegar
þú stóðst úti á svölum á efri hæð
hússins og kallaðir full nöfn allra
barnanna, þegar komið var að
matmálsstund, er lýsandi fyrir
minningu okkar um þig. Þú varst
staðföst í skoðunum þínum og
gildum.
Þú sást til þess að hvert og eitt
barna þinna og barnabarna, fengi
notið alúðar þinnar og leiðsagnar.
Þú safnaðir myndum af öllum af-
komendum þínum og naust þess
að fletta í gegnum myndalbúmin
þín með okkur og fylgdu einnig
frásagnir, þar sem stolt þitt og
þakklæti yfir afkomendum þín-
um skein í gegn.
Þú dýrkaðir listagyðjuna allt
fram til síðasta dags, þar sem þú
málaðir, saumaðir, heklaðir og
bjóst til litríka og fallega muni úr
glitrandi perlum, þú miðlaðir
óeigingjarnt kunnáttu þinni til
allra þeirra er óskuðu þess. Við
erum svo lánsöm að listmunir
þínir prýða heimili okkar og
skartgripaskrín. Andi þinn býr í
þessum munum og minningunni
um dásamlega konu.
Takk fyrir að vera til staðar
fyrir okkur, við elskum þig æv-
inlega.
Sigrún, Hallvarður og
Heiða Rós Níelsarbörn.
Elsku amma.
Heppin vorum við að eiga
ömmu og afa í næstu götu, þar
sem dyrnar voru ávallt opnar og
við gátum kíkt í mjólk og kökur
og leikið með dótið sem var svo
spennandi. Amma var alla tíð
með allt á hreinu sem var að ger-
ast í kringum sig og því fékk mað-
ur nýjustu fréttir af fjölskyldu-
meðlimunum í hverri heimsókn –
við eigum eftir að sakna þess.
Minningarnar um ömmu eru
allt í kring, en okkur hafa áskotn-
ast ótal margir listmunir eftir þig
í gegnum árin sem tengja okkur
saman og við getum sagt okkar
börnum og vinum frá. Allt frá
prjónuðum jólasveinum og hand-
máluðum bollum úr barnæsku yf-
ir í bútasaumsteppi fyrir barna-
börnin, dúka og jólaskraut.
Við systurnar erum svo þakk-
látar fyrir að hafa fengið að eyða
síðustu vökustundinni með þér,
þar sem við gátum hlegið og grát-
ið saman. Ást þín og afa var þér
ofarlega í huga og ríkidæmið sem
fólst í öllum börnunum og afkom-
endum.
Takk fyrir allar yndislegu
stundirnar sem við áttum saman,
Hjörtur, Dagný og Harpa.
Í dag fylgjum við ömmu á
Skaganum til grafar. Listakonu
fram í fingurgóma sem tókst með
útsjónarsemi sinni og hagleik að
breyta öllu í list, hver dós, krukka
og steinvala öðlaðist nýtt og lit-
ríkara líf í höndum hennar. Bætt-
ar buxur urðu að listaverki.
Ég á svo margar dýrmætar
minningar um hana ömmu. Ég
man eftir ferðunum á Skagann
þegar ég var barn, Háteignum
þar sem ég dáðist að stjúpunum í
görðum nágrannanna og allt var
svo framandi og ólíkt sveitinni.
Það var mín gæfa að fá að dvelja
vetrarlangt hjá ömmu og afa á
Grenigrundinni fyrsta árið mitt í
framhaldsskóla og þá gátum við
amma sko aldeilis spáð og spek-
úlerað í sameiginlegu áhugamáli
okkar, litrófi handavinnunnar.
Ég lærði svo margt af henni og
smitaðist af eldmóð hennar og
sköpunarkrafti. Seinna fórum við
amma saman á hin ýmsu nám-
skeið því hún var alltaf tilbúin að
læra og prófa eitthvað nýtt. Við
fórum í fjölmargar verslunar-
ferðir í uppáhaldsbúðirnar okkar,
lögðum land undir fót á hand-
verkshátíðir og sáum saman
margskonar handverks- og lista-
sýningar.
Ég man líka eftir heimsóknum
nú í seinni tíð, alltaf hafði hún
eitthvað nýtt að sýna mér og
segja mér frá. Jafnvel á sjúkra-
húsi eftir erfiða aðgerð sagði hún
mér frá því hvernig hún hafði séð
fyrir sér silki, lýsti í þaula lita-
dýrðinni og fiðrildunum sem hún
sá fyrir sér að hún gæti málað á
það. Sköpunargleðin fylgdi henni
í gegnum allt.
Í sorg minni er ég fyrst og
fremst þakklát fyrir samfylgdina.
Minningin um ömmu á Skagan-
um lifir.
Elsku afi, hugur minn er hjá
þér.
Hjartans kveðja,
Sigrún Anna Ólafsdóttir.
Sigrún Níelsdóttir
Elsku Eva mín.
Veturinn 1958-59
var ég hjá ykkur
Kristjáni frænda
mínum og móðurbróður. Það var
alltaf pláss hjá ykkur fyrir börnin
að vestan. Ég var í kvöldskóla en
vann á daginn, það var alltaf stutt
í hláturinn hjá þér og mikið hleg-
ið á kvöldin. Þennan vetur tókstu
bílpróf og ég varð þeirrar ánægju
aðnjótandi, að þú bauðst mér í
fyrsta bíltúrinn með hér. Þegar
við komum í hringtorg rétt hjá
þér vissir þú ekki hvernig þú áttir
að keyra útúr því og keyrðir því
hring eftir hring þangað til þú
fannst leið út. Það var mikið hleg-
ið að þessu. Ég man líka þegar þú
baðst mig að koma með þér í búð
á Skólavörðustígnum, bíllinn var
Eva
Kristjánsdóttir
✝ Eva Kristjáns-dóttir fæddist
25. febrúar 1913.
Hún lést 6. sept-
ember 2015. Bálför
Evu var gerð frá
Fossvogskirkju 10.
september 2015
stoppaður fyrir
framan búðina, þú
hoppaðir út og
hljópst inn en
gleymdir að fara úr
bílaskónum á öðrum
fæti þannig að á öðr-
um fæti varstu í
hvítum skó en á hin-
um svörtum. Ekki
var nú hlegið minna
eftir þessa frægðar-
för. Það var alltaf
svo gaman að vera með þér, Eva
mín, alltaf svo stutt í gleðina. Ég
borgaði ykkur húsaleigu þennan
vetur, sem reyndar var ekki há,
en um vorið þegar ég fór heim
réttu þið Kristján mér umslag og
í því var bankabók með öllum
greiðslunum mínum. Þannig vor-
uð þið, elsku Eva mín. Ég mun
alltaf minnast þín með hlýju og
þakklæti í huga. Takk fyrir mig
Eva, takk fyrir hláturinn og
gleðina sem fylgdi þér. Takk fyr-
ir mig, elsku Eva, ég kveð þig
með söknuði en við munum koma
til með að sjást. Þín,
Hansína.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA HARALDSDÓTTIR,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans þann
26. september. Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju föstudaginn 2. október.
.
Edda Rún Sigurðardóttir, Högni Gunnarsson,
Björk Sigurðardóttir,
Grétar Guðlaugsson, Harpa Þorgeirsdóttir,
Kristín Guðlaugsdóttir, Karl Eiríksson,
Bragi Guðlaugsson, Lorea Pallé,
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
RUBEN JOHANNESEN,
lést 27. september á sjúkrahúsinu á
Patreksfirði. Útför fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju laugardaginn
3. október klukkan 14.
.
Sigríður Guðmundsdóttir og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við
andlát og útför móður okkar,
RANNVEIGAR I. E. LÖVE
kennara,
Vogatungu 9, Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Sunnuhlíðar fyrir kærleiksríka og góða umönnun.
.
Sigrún Löve,
Leó E. Löve
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir þann hlýhug og vináttu
sem okkur hefur verið sýnd vegna andláts
og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
JÓHÖNNU GÍSLÍNU VIGFÚSDÓTTUR
frá Sólvangi á Árskógsströnd.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Skógarhlíðar fyrir persónulega og
hlýja umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
.
Bjarni H. Hjaltason, Anna G. Sigurðardóttir,
Bjarki V. Hjaltason,
Elín Hjaltadóttir,
Reynir G. Hjaltason, Helga Ó. Finnbogadóttir,
Vignir Hjaltason, Edda B. Kristinsdóttir,
Vigdís E. Hjaltadóttir, Guðmundur Þ. Jónsson.