Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  230. tölublað  103. árgangur  ÉG GERI BARA ÞAÐ SEM MÉR FINNST RÉTT Í MATAR- VÍKING TIL BRETLANDS HVERT FARA ÁNAMAÐKAR ÞEGAR FRYSTIR? VIÐSKIPTAMOGGINN BÆKUR HEIÐU BJARKAR 10RAGNA LEIRKERASMIÐUR 18 Verði veiðar Íslendinga á makríl á næsta ári í samræmi við ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, og hlutfall Íslendinga af heildinni óbreytt hefur það mikið tekjutap í för með sér. Verulegur samdráttur er lagður til í makrílveiðum og gæti útflutningsverðmæti í makríl minnkað um 6,3 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti í kolmunna gæti minnkað um 570 milljónir króna, en aukist í norsk-íslenskri síld um 760 milljónir. Mikil óvissa Fyrirvara verður að hafa á þess- um tölum þar sem aðstæður eru fljótar að breytast á mörkuðum og óvissan mikil. Í ár hefur viðskipta- bann Rússa t.d. sett strik í reikn- inginn í sölu sjávarafurða frá Ís- landi. ICES leggur til að heildarafli í makríl fari ekki yfir 667 þúsund tonn á næsta ári, en ráðgjöfin fyrir þetta ár var upp á 906 þúsund tonn. Útlit er hins vegar fyrir að aflinn verði um 1.200 þúsund tonn. Í kol- munna lækkar ráðgjöfin um 64 þús- und tonn, en þar er útlit fyrir að heildarafli ársins verði hátt í 500 þúsund tonn umfram ráðgjöf. Í norsk-íslenskri síld er um lítils háttar aukningu að ræða í ráðgjöf- inni. »12 Mikið tekjutap í makríl  Lagt er til að afli minnki verulega Vertíð Hugað að trollinu á miðunum. Ljósmynd/Viðar Sigurðsson  Takmarkanir á arðgreiðslum í nýju frumvarpi sem á að leggja fyrir Alþingi á næstunni gætu haft veruleg áhrif á virði fé- laga sem eru á hlutabréfamark- aði. Þetta segir Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Grant Thornton og formaður FLE. Í sama streng tekur forstjóri Kauphallarinnar, Páll Harðarson, sem telur að staldra eigi við og fara nánar yfir málið áður en breytingarnar verði gerðar. »ViðskiptaMogginn Arðgreiðslur gætu verið takmarkaðar með löggjöf Kauphöll Íslands Kennarar og nemendur hins fræga Shongshan Shaolin kung fu-skóla sýndu hina ævafornu bardagalist og ekkert væri. Þá voru einnig tón- listaratriði þar sem fjöldi lista- manna kom fram. kung fu á sýningu í Háskólabíói í gær. Á sýningunni var einum nem- andanum lyft upp með spjótum eins Morgunblaðið/Eggert Kung fu-meistarar sýndu listir sínar  Skúli Mogensen, for- stjóri og eigandi WOW air, segir að flækjustig í stjórnkerfinu og hæga- gangur af völdum þess muni valda íslensku sam- félagi 100 til 200 milljarða tjóni á næstu fimm árum. Vísar hann þar til þess að stækkun Keflavíkur- flugvallar og uppbygging annarra innviða sem nauð- synlegir eru til að mæta auknum straumi ferðamanna til landsins gangi of hægt. „Það er ótækt að þetta sé á höndum margra aðila í stjórnsýslunni og ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frek- ara tjón,“ segir hann . »ViðskiptaMogginn Hundraða milljarða tjón af hægagangi stjórnvalda Skúli Mogensen Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mín skoðun er einfaldlega sú að þetta sé vitlaus nálgun. Það þarf að taka Þorlákshöfn meira inn í mynd- ina. Hönnuðir vinna eftir því sem fyrir þá er lagt. Skoða þarf málin mun betur og láta reynsluna tala. Ég vil ekki dæma Landeyjahöfn úr leik en hún hefur bara sýnt að hún dugar ekki allt árið.“ Þetta segir Sævar M. Birgisson skipaverkfræðingur, sem var þar til nýverið í starfshópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Hann segist lítil áhrif hafa getað haft á þá stefnu sem hönnun ferj- unnar tók. „Það var búið að negla þetta allt niður,“ segir Sævar, sem telur að staldra þurfi allrækilega við. Menn verði að viðurkenna að mistök hafi verið gerð við hönnun Landeyja- hafnar og ekki sé hægt að bjarga því með nýju skipi. Svipaðrar skoðunar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist lengi hafa haft efasemdir um Landeyjahöfn og við hönnun nýrrar ferju sé einblínt um of á þá höfn. Í verstu veðrum eigi hún að sigla til Þorlákshafnar og það sé áhyggju- efni. Undir þessar áhyggjur tekur Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknar í sama kjördæmi. Fer úr 65 í 69 metra Vegagerðin er með til skoðunar að lengja nýja ferju um fjóra metra frá því sem farið var af stað með, eða úr tæpum 65 metrum í tæpa 69 metra. Herjólfur er rúmir 70 metrar að lengd. Hönnun átti að vera lokið í febrúar sl. en hefur tafist þar sem prófanir á líkani ferjunnar sýndu ekki fullnægjandi niðurstöður. Friðfinnur Skaftason, formaður starfshópsins, segir hönnunina nú vera á lokastigi og byrjað sé að und- irbúa útboð um smíði ferjunnar. Ekki sé þó tímasett hvenær útboð verði auglýst en smíði geti vonandi hafist á næsta ári. „Þetta er vitlaus nálgun“  Verkfræðingur hætti í starfshópnum  Lengja á Eyjaferjuna um fjóra metra MNý Vestmannaeyjaferja »6 Ekki hægt að reisa bygg- ingar sem raska öryggi „Við rekum flugvöll í Vatnsmýrinni og það þarf að taka tillit til þess. Það er ekki hægt að skipuleggja eða reisa byggingar af þeirri gerð að það raski öryggi flugsins,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. S8 ehf. hefur uppi áform um að byggja risahótel á 17.500 fermetrum á lóð við gatnamót Hringbrautar og Nauthóls- vegar. Innanríkisráðherra var gestur Samtaka eldri sjálfstæðismanna á fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hún m.a.: „Varðandi lokun neyð- arbrautarinnar vil ég taka fram að það er innanríkisráðherra sem þarf að taka ákvörð- un um slíka lokun. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin. Á meðan ráðherra hefur ekki tek- ið slíka ákvörðun er flugvöllurinn áfram þar sem hann er.“ »4 Morgunblaðið/Þórður Flug Miklar framkvæmdir í undirbúningi. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri fagnar nýju frumvarpi um skil á ársreikningum, enda sé með því tekið af meiri festu á kennitöluflakki en dæmi séu um á Íslandi. Kennitöluflakk felur gjarnan í sér að fyrirtæki eru stofnuð utan um rekstur til að selja þjónustu, án þess að nokkurn tímann sé greitt fyrir að- föng eða staðið í skilum með opinber gjöld. Slík óvirk fyrirtæki hafa sam- kvæmt núverandi reglum ekki þurft að skila ársreikningi, enda liggi reksturinn niðri. Með nýja frumvarp- inu mun það breytast. Skúli Eggert segir dæmi um að fyrirtæki í mannvirkjagerð og ferða- þjónustu noti keðju undirverktaka til að komast hjá sköttum. Þá séu falskir reikningar hluti af skattsvikunum. „Í þessum greinum er farið að bera á hlutum sem við höfum ekki séð í miklum mæli til þessa. Til dæmis að reikningar gangi kaupum og sölum,“ segir Skúli Eggert. baldura@mbl.is »14 Stöðvi kenni- töluflakk  Reikningar ganga kaupum og sölum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.