Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 mbl.is/askriftarleikur Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íbúðalánasjóður hefur gert úrbætur á greiðslukerfi sínu hjá Reiknistofu bankanna þannig að séreignar- sparnaður fer hér eftir allur inn á húsnæðislán til lækkunar í takti við lög um höfuðstólsleiðréttingu verð- tryggðra húsnæðislána. Nokkra at- hygli vakti þegar hluti séreignar- sparnaðar fór í niðurgreiðslu vaxta í stað þess að fara til lækkunar lán- anna. Fyrir vikið hafa greiðendur húsnæðislána hjá ÍLS greitt lægri afborganir í stað þess að honum yrði ráðstafað inn á lánin að fullu. Sig- urður Jón Björnsson, yfirmaður fjármálasviðs hjá ÍLS, segir að úr- bætur á kerfinu hafi verið kláraðar undir lok ágúst eða í byrjun sept- ember en heimilt var að greiða inn á höfuðstól með séreignarsparnaði í desember sl. „Þetta var óheppilegt en við tókum það fram í umfjöllun um lagasetninguna að við gætum ekki verið tilbúin á þeim tíma sem þetta hófst,“ segir Sigurður Jón. Séreignarsparnaður fer nú allur til lækkunar hjá Íls Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðalánasjóður Úrbótum á greiðslukerfi Íls er nú lokið.  Fer ekki lengur í vaxtagreiðslur Leiðréttingin » Íbúðalánasjóður hefur lok- ið úrbótum á greiðslukerfi sínu. » Séreignarsparnaður fer hér eftir allur til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána í stað þess að fara í vaxtagreiðslur. » Úrbótum lauk undir lok ágúst eða í byrjun september. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að yfirdrifin laxahrygning sé í flestum laxveiðiám. Stækkun hrygn- ingarstofns í ám sé oftast til skaða því þá verði ekki nægt æti fyrir seiðin. Hann tel- ur að það að sleppa veiddum laxi sé laxastofn- inum ekki til framdráttar. Jón segir í ný- legri grein á bloggi sínu (fiski.blog.is) að „op- inberir vísindamenn“ kunni ekki skýringar á miklum sveiflum í lax- veiðinni á milli ára. Í fyrra hafi verið hörmungarveiði en metveiði nú. Jón segir að nú sleppi menn nær öllum veiddum fiski í dýrustu ánum. „Þetta skekkir alla tölfræði, eng- inn veit hve margir veiddust aftur og aftur og sumir veiðimenn bóka fisk sem var á í fimm sekúndur sem veiddan – og slepptan. Þá er mikil freisting fyrir veiðimenn að búa til fiska til að standast samanburð við aðra í hollinu. Þá hefur oft verið ýjað að því að veiðilaeyfasalar prenti fisk. Allt er þetta auðvelt ef menn þurfa ekki að sýna aflann,“ skrifaði Jón. Hann telur það ekki skipta neinu teljandi máli fyrir betri ræktunar- árangur í ánum að sleppa veiddum laxi. Það skýrist af tvennu: „Laxinn gengur aðeins einu sinni í ána, ein- ungis um 5% lifa af hrygninguna til þess að ganga í annað sinn og hrygna. Það er því ekki hægt að safna upp fiski milli ára,“ skrifaði Jón. Hann segir í samtali við Morg- unblaðið að samkvæmt 40 ára reynslu sinni sé nóg af laxaseiðum á fyrsta sumri (0-grúppu) í ánum og yfirleitt sé yfirdrifið nóg hrygning. „Það var til dæmis mjög lítil veiði í Leirvogsá í fyrra. Þeir náðu ekki einu sinni klakfiski, fiskurinn var svo strjáll. Nú er alveg yfirþyrmandi af 0-grúppu-seiðum í ánni úr hrygn- ingu þótt hún virtist vera mjög lítil miðað við það sem áður hefur verið.“ Jón segir að of mikið af ungum seiðum geti haft neikvæð áhrif á við- komuna því þá verði of mikil sam- keppni milli seiðanna um æti. Þau nái þá ekki nægum þroska og verði illa búin undir fyrsta veturinn. Auk þess veiti þau eldri seiðum sam- keppni um æti. „Aukning hrygning- arstofns er því oftast til skaða,“ skrifaði Jón. Laxaseiðin hafa yfir- leitt dvalið þrjú fyrstu árin í ánum á hlýviðristímabilinu. Þess vegna eru þrír seiðaárgangar á fóðrum í ánni hverju sinni. Þá telur Jón það að veiða og sleppa laxi brjóta í bága við lög og vitnar m.a. í lög um velferð dýra þar sem segir: „Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýrunum sem minnstum sársauka. Skylt er veiðimönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa dýr sem þeir hafa veitt áverka.“ Einnig segir þar: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þján- ingum eða hræðslu.“ Jón segir að það að ganga til veiða til þess eins að sleppa veiddri bráð sé í blóra við veiðiskap eins og menn hafi stundað hann frá örófi alda. „Menn hafa farið til veiða til þess að afla sér matar og njóta náttúr- unnar. Það er ekki eðlilegt að leika sér að því að veiða dýr til þess eins að sleppa þeim aftur,“ sagði Jón. Fiskifræðingur er á móti því að veiða og sleppa  Jón Kristjánsson segir að yfirleitt sé yfirdrifið nóg hrygning í laxveiðiánum Morgunblaðið/Einar Falur Lax Jón segir yfirleitt vera nóg af seiðum á 1. sumri (0-grúppu). Jón Kristjánsson Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í desember í fyrra nutu tæp 8% allra leikskólabarna á landinu sérstaks stuðnings eða sérkennslu. Hlutfallið er nokkru hærra í stærsta sveitar- félagi landsins, Reykjavík, þar sem þetta hlutfall var yfir 9% í fyrra og kostnaðurinn meira en einn milljarð- ur. Í tölum Hagstofu Íslands kemur fram að á síðasta ári nutu 1.524 leik- skólabörn á landinu sérstaks stuðn- ings vegna fötlunar eða félagslegra og tilfinningalegra erfiðleika og hafði þeim fjölgað um 324 börn frá árinu á undan. Þetta voru 7,6% þeirra 19.938 barna sem sóttu leik- skóla í fyrra og aðeins einu sinni áð- ur hefur hlutfall leikskólabarna sem fá slíkan stuðning farið yfir 7% og það var árið 2007. Hlutfall leikskólabarna sem fá sérkennslu í Reykjavík hefur meira en tvöfaldast á átta ára tímabili og hefur aldrei verið hærra. Árið 2006 fékk 251 reykvískt leikskólabarn, sem þá var 4,1% leikskólabarna, sér- kennslu. Átta árum síðar, árið 2014, fengu 617 leikskólabörn í Reykjavík sérkennslu og hlutfallið var komið upp í 9,3%. Heildarkostnaður við sérkennslu í fyrra var 1.021.527.653 krónur. Svipuð þróun víða Elísabet Helga Pálmadóttir, verk- efnastjóri sérkennslu á fagskrifstofu leikskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, segir ástæður þessarar aukningar margvíslegar. „Til dæmis hefur börnum á einhverfurófinu fjölgað töluvert,“ segir hún. „Und- anfarin tíu ár hefur þeim fjölgað um 400%. Málþroskaraskanir eru líka talsvert algengari en áður.“ Aðrar algengar ástæður eru þroskahömlun og hegðunarerfiðleikar, en rösklega 50 börn fengu ráðgjöf hegðunar- ráðgjafa. Að sögn Elísabetar er kennsla í íslensku fyrir börn af er- lendum uppruna ekki talin sem sér- kennsla í leikskólum. Elísabet segir að svipuð þróun hafi átt sér stað víða erlendis, hvort sem um sé að ræða Norðurlöndin eða Bandaríkin. „Það virðast víða vera ákveðnar áhyggjur af þessari þróun, hversu mikið einhverfugrein- ing hefur aukist og ýmsu öðru,“ segir hún. Hún segir afar misjafnt hversu mikla sérkennslu börnin fá og þurfa. Stundum þurfi að ráða manneskju með sérþekkingu, í öðrum tilvikum geti þeir starfsmenn sem fyrir eru á leikskólanum veitt þá aðstoð sem þarf. Stundum þurfi tímabundin inn- grip, stundum sé um langtímaverk- efni að ræða. Spurð hvort nægilega mikið sé af menntuðu fagfólki á leik- skólunum til að vinna þessi störf seg- ir hún svo ekki vera. „Allir gera sitt besta. En auðvitað myndum við vilja fá fleira fagfólk inn í leikskólana. Til- gangurinn með sérkennslunni er að börnin samlagist hópnum og séu full- gildir aðilar að leikskólastarfinu,“ segir Elísabet. Þegar tölur fyrir einstök hverfi eru skoðaðar sést að hlutfall leik- skólabarna í sérkennslu er hæst í miðborg og Hlíðum þar sem það er 12,9% og í Breiðholti er þetta hlutfall 12,7%. Lægst er hlutfallið í Grafar- vogi og á Kjalarnesi þar sem það er 8,1%. Morgunblaðið/Eggert Leikskólabörn Hlutfall þeirra leikskólabarna, sem þurfa á sérkennslu að halda, hefur aukist undanfarin ár. Milljarður í leikskóla- sérkennslu í borginni  400% fleiri einhverf leikskólabörn nú en fyrir tíu árum Hlutfall leikskólabarna í Reykjavík sem fær sérkennslu 10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0 2006 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.