Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Cameron,forsætis-ráðherra Breta, gaf loforð um að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um ESB á næsta kjör- tímabili, því sem er nú nýhafið. Hann var þá í samstarfi við Frjálslynda flokkinn. Forsætis- ráðherrann taldi slíkt loforð nauðsynlegt í aðdraganda kosn- inga vegna uppgangs UKIP, flokks Nigels Farage, sem berst fyrir brottför úr ESB. Loforðið var ódýrt þegar það var gefið. Margt kemur til. For- sætisráðherrann sagðist myndu krefjast þess að Bretar endur- heimtu hluta af töpuðu fullveldi frá ESB og þann árangur myndi hann leggja til grund- vallar atkvæðagreiðslunni. Eft- ir kuldalegar viðtökur á meg- inlandinu hefur Cameron útvatnað kröfur sínar mjög. Í annan stað lýstu þáverandi leiðtogar hinna stóru flokkanna, Frjálslynda flokks og Verka- mannaflokks, yfir andstöðu við at- kvæðagreiðsluna. Kannanir sýndu að engar líkur væru á að Íhalds- flokkur Camerons næði hreinum þingmeirihluta og því yrði honum ómögulegt að efna loforðið. En þvert á allar spár fékkst hreinn meirihluti. Frjálslyndi flokkurinn þurrkaðist næstum út og Clegg flokksleiðtogi sagði af sér því hlutverki í flokknum og sama gerði Ed Miliband eftir ósigur Verkamannaflokksins. Cameron var, sem ungur stjórnmálamaður, harður and- stæðingur veru Breta í ESB. Svo þroskaðist hann og fór að umgangast enn fínna fólk en áð- ur og því þrengdist um æsku- hugsjónirnar. Cameron sagði því, þegar hann lof- aði þjóðaratkvæði, að hann myndi í að- draganda þess berjast fyrir áfram- haldandi veru Breta í ESB. Um þær mundir sýndu kannanir að ríflegur mieirihluti breskra kjosenda myndi styðja áframhaldandi veru í ESB. Nú hafa kannanir breyst. Tvær þær nýjustu sýna að meirihlutinn vill að Bretar gangi úr ESB. Munurinn er þó svo naumur að réttara er að tala um að fylkingarnar séu nú jafn stórar. Líklegt þykir að síðustu hræringar í ESB-löndunum, ekki síst flóttamannabylgjan mikla sem brast á, séu helsta skýring breyttrar afstöðu. Talsmenn aðildar Breta að ESB viðurkenna að um tölu- verða sveiflu í viðhorfum sé að ræða en benda á, að fyrst hún sé ekki meiri, þótt svo mikið hafi gengið á, sé augljóst að mál- staður þeirra eigi enn vænlega möguleika. Það er eftirtektarvert, að Corbyn, nýkjörinn foringi Verkamannaflokksins, hefur neitað að lýsa því yfir að hann muni berjast fyrir áframhald- andi aðild að ESB. Eftir mikinn þrýsting frá flokksmönnum, sem stundum eru kenndir við „New Labour“ og Blair, sagðist Corbyn alls ekki hafa ákveðið að flokkurinn myndi berjast gegn áframhaldandi aðild að ESB. En lengra vildi flokks- leiðtoginn ekki ganga á þeirri stundu. Loforðið um þjóð- aratkvæði er því orðið mun spennuþrungnari atburður en Cameron ætlaði þegar hann gaf sitt taktíska loforð. Óvissan um þjóðar- atkvæði Breta um ESB hefur vaxið verulega} Loforðið leyndi á sér Tilkynningbandarísku geimferðastofn- unarinnar, NASA, í fyrradag um að miklar líkur væru á því að rennandi saltvatn sé að finna á Mars eru merkileg tíðindi. Vatn er einn af burðarásum lífs eins og við þekkjum það á jörðinni, og því hefur tilkynningin vakið vonir um að hugsanlega hafi það eitt sinn þrifist á Mars, ef það ger- ir það ekki enn í einhverju formi. Rétt er þó að hafa í huga, áður en of langt er farið, að til- vist vatns ein og sér þarf ekki að leiða af sér, að mannkynið muni finna framandi líf á rauðu plánetunni. Aðstæður á Mars eru mun harðneskjulegri en þær sem finnast á jörðunni, þar sem hnötturinn er mun lengra frá sólinni, og hitastig því lægra en hér. En jafnvel þó að líkurnar séu ef til vill litlar er upp- götvunin þó engu að síður sterkt merki þess, að þau náttúrufyrirbrigði sem hér hafa leitt til þess undursam- lega kraftaverks sem lífið er gætu einnig fyrirfundist á öðr- um hnöttum í geimnum, jafn- vel innan okkar eigin sólkerfis. Þá eykur uppgötvunin einn- ig líkurnar á því, að mannkynið muni á endanum geta fundið leið til þess að nema land á Mars, verði það talið eftirsókn- arvert. Hvort sem til þess kemur eða ekki veldur upp- götvunin því að áhugaverðara er orðið en áður að rannsaka yfirborð þessa helsta nágranna okkar enn frekar. Vatnsfundurinn gerir Mars enn áhugaverðari en áður } Fundu forsendur lífs H agstofan hefur sagt okkur að eiginfjárstaða allra fjöl- skyldugerða hér á landi hafi batnað. En myndin sem blasir við er að fáir landsmenn eiga mest og margir eiga minnst. Þau tíu prósent sem eiga mest eiga nærri fimm þúsund sinnum meira en þau tíu prósent sem eiga minnst. Eignahæstu tíu prósentin eiga 44% heildar- eigna landsmanna en þeir eignaminni eiga nán- ast ekkert. Allt bendir til þess að þjóðfélagið sé komið á fulla ferð þegar nær sjö ár eru liðin frá hruninu mikla. Atvinnuleysi mælist í lágmarki. Bygg- ingarkrönum og þinglýstum kaupsamningum fjölgar, sem eru ótvíræð merki þess að upp- gangstími sé hafinn. Utanlandsferðir seljast sem aldrei fyrr, fjöldi nýrra lúxusbíla er kom- inn á götuna, auk þess sem slegin eru met í sölu húsgagna og snjallsíma. Kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga hefur aukist og einkaneysla á mann að sama skapi aukist. Hagfræðideild Landsbankans segir það einkenna upp- gangstímabil á Íslandi að einkaneyslan eykst umfram kaupmátt, sem er sterk vísbending þess að eytt sé um efni fram. Ferðamennirnir streyma enn í stríðum straumum til landsins og virðist ekkert lát á. Ný skýrsla Arion banka um ferðaþjónustuna segir að búast megi við 1,5 milljónum ferðamanna á næsta ári og flytja þurfi inn vinnuafl til landsins í þúsundum talið. Það lítur út fyrir að þegar sé farið að bera á skorti á starfsfólki. Ég held að við verðum að horfast í augu við að partíið er byrjað. En það er spurning hverj- ir ætla að mæta og gera allt brjálað. Er það sama fólkið og dansaði uppi á borðum í síðasta partíi? Eða er komið nýtt fólk sem ekki mætti síðast og ætlar sko ekki að missa af fjörinu? Því miður færist reynsla hvorki á milli ein- staklinga né kynslóða. Það voru margir sem fóru illa út úr hruninu fjárhagslega og eru enn að glíma við eftirhreytur þess. Einhverjir hafa fundið lífi sínu annan farveg reynslunni ríkari. Ætli þeir segi ekki bara pass þegar boðið verður í nýja partíið? En hinir sem voru ekki nógu gamlir til að komast inn í það fyrra leggja líklega allt í sölurnar til að vera með núna. Eignir hafa skipt um hendur frá hruni og sumir hafa verið heppnari en aðrir þegar stórar fjárhæðir koma til þeirra tiltölulega fyrirhafnarlítið. Það má velta fyrir sér hversu mikið þessir fáu sem eiga mest á Íslandi leggi undir í veisluhöldunum sem framundan eru. Vonandi skuldsetja þessir mörgu sem eiga minnst sig ekki upp í rjáfur til að vera með. Á Íslandi virðist sem taka þurfi allt með trukki og dýfu. Sveiflurnar eru svo miklar öfganna á milli: Brjálað partí eða ekkert partí. Fáir sem eiga mikið og margir sem eiga lítið. Það er kannski tómt mál að tala um en væri ekki betra fyrir sálarheill okkar allra ef sveiflurnar væru held- ur minni og jafnræðið í samfélaginu meira? Það er ekki bundið í stjórnarskrá að fáir einstaklingar eigi Ísland. margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Hverjir mæta í partíið? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Það er ákveðið réttlætismálað jafna stöðu foreldra enjafnframt mikilvægt aðhafa í þeim efnum hags- muni barnsins í öndvegi. Þetta er nýtt fyrirkomulag búsetu, sem lagt er til að tekið verði upp í barnalög. Um er að ræða heimild til handa þeim for- eldrum, sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna við skilnað eða sambúðarslit og eru í stakk búnir til að taka jafna ábyrgð á umönn- un, uppeldi og framfærslu barna sinna sem búa álíka jafnt á tveimur heimil- um,“ segir Þór- hildur Líndal, lög- fræðingur og fyrrv. umboðsmaður barna, um nið- urstöðu skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Þórhildur var formaður starfs- hóps sem innanríkisráðherra skipaði og var falið að kanna með hvaða leið- um megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og vilja ala þau upp á tveimur heimilum. Breyta þyrfti barnalögum Helstu niðurstöður skýrslunnar, sem var skilað í septembermánuði sl., eru á þá leið að breyta þurfi barnalög- um, lögum um lögheimili auk ýmissa sérlaga um opinberan stuðning til að jafna rétt foreldra. Barnið sem á tvö heimili mun þó einungis eiga eitt skráð lögheimili, sem foreldrar semja um sín á milli. Í skýrslunni segir: „Skipt búseta barns mun fela í sér ýmis réttaráhrif, þar á meðal varðandi alla ákvarðana- töku um málefni barns svo og fram- færslu þess.“ Þetta á t.d. við um með- lagsgreiðslur sem yrðu þá felldar niður því báðir foreldrar taka jafnan þátt í öllum tilkostnaði sem fylgir barnauppeldinu. Það sama gildir um opinberan fjárstuðning, hann skiptist jafnt milli foreldra. Þá leggur starfshópurinn áherslu á „mikilvægi þess að úr tölvu- kerfi Þjóðskrár Íslands verði hægt að fá upplýsingar um að barn sé í skiptri búsetu, sem þýðir að í þjóðskránni komi fram heimilisfang beggja for- eldra barnsins. Þessum upplýsingum verði unnt að miðla til þeirra stofnana og annarra sem koma að málefnum barna, svo sem sveitarfélaga“. Þórhildur bendir á að ein grund- vallarforsenda þess að skipt búseta komi til greina sé að það ríki góð og víðtæk sátt milli foreldra um allt sem viðkemur barninu og uppeldi þess og að foreldrar búi nálægt hvort öðru. Foreldrar þurfa því að uppfylla ákveðin skilyrði áður en sýslumaður getur staðfest samning þeirra um skipta búsetu barns. Áður þurfa for- eldrar að fá ráðgjöf hjá sérfræðingi sýslumanns um hvort skipt búseta sé barninu fyrir bestu. „Þetta er úrræði fyrir foreldra sem vilja haga málum með þessum hætti og eiga auðvelt með að ræða saman um málefni barnsins með hagsmuni þess að leið- arljósi. En þetta hentar ekki öllum foreldrum,“ segir Þórhildur. Nefndin leit einkum til ná- grannalandanna Svíþjóðar og Noregs þar sem þetta kerfi hefur verið notað og gefið góða raun. Nefndin var skipuð í samræmi við ályktun Alþingis frá 12. maí 2014 og sátu í henni fimm manns. Guð- mundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði tillöguna fyrst fram árið 2012. Tveimur árum síðar voru tvær tillögur er snerta jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum aftur lagðar fyrir og voru samþykktar. „Skýrslan er mjög vel unnin og ég vona að tillög- urnar verði að frumvarpi því þetta snertir marga foreldra,“ segir Guð- mundur. Skýrslan hefur verið lögð fyrir Alþingi. Hún er nú til meðferðar í innanríkisráðuneytinu og verður unnt að senda ráðuneytinu sjónarmið og ábendingar um efni hennar til og með 15. október. Þau svör fengust hjá innanríkisráðuneytinu að vilji standi til að vinna að tillögum skýrslunnar. Þess má geta að sveitarfélagið Garðabær vísaði skýrslunni til kynn- ingar í leikskóla- og skólanefnd og fjölskylduráði á bæjarráðsfundi í vik- unni. Réttlætismál að jafna stöðu foreldra Morgunblaðið/Eggert Búseta barna Í skýrslu innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum eru lagðar til breytingar á barnalögum. „Kostirnir eru fyrst og fremst að ekki komi rof í tengsl barna og foreldra þrátt fyrir skilnaðinn. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrst á eftir,“ segir Benedikt Jóhannsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar og Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, en hann hefur starfað mikið með börnum eftir skilnað foreldra. Benedikt var einn- ig einn af álitsgjöfum skýrslunnar. Hann tekur fram að fyrst og fremst þurfi réttar forsendur að vera fyrir hendi svo þetta sé hægt. „Foreldrarnir þurfa að búa nálægt, helst í göngufæri, og skóli og frístundastarf á sama stað. Þá þarf að vera gott samkomulag á milli þeirra.“ Ekki rof þrátt fyrir skilnað SAMSKIPTI OG NÁBÝLI Þórhildur Líndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.