Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 KYN NING AR TILB OÐ Nú fæst Beta hjá Iðnvélum! - Iðnvélar hafa tekið við umboði fyrir hin heimsþekktuBeta verkfæri Verkfæraskápur C24S/7 147 verkfæri - EASY • 7 skúffur (588x367 mm) á sterkum renni- brautum • Skúffubotn varinnmeðmjúkri gúmmímottu • 4 hjól 125 mm • 2 hjól föst og 2 með beygju, bremsa • Central-læsing fyrir skúffur á framhlið • Thermoform-vinnuborð • Ber allt að 800 kg þunga • Flösku-/brúsahaldari á hlið. • Hægt að bæta við pappírsrúlluhaldara 148.000 kr. m. vsk. (fullt verð 187.317 kr.) Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Af hverju spinna köngulærvefi? Hvert fara ánamaðk-ar þegar frostið kemur?Hvar gera hunangsflug- urnar sér bú? Hvað hafa fiðrildalirf- ur mörg augu? Ekki er víst að allir sem komnir eru til vits og ára hafi á takteinum svör við þessum og álíka spurningum úr dýraríkinu. Þeir gætu aftur á móti orðið margs vísari um köngulær, ánamaðka, hunangs- flugur og fiðrildi af lestri Halló- bókanna hennar Heiðu Bjarkar Norðfjörð, sem Skrudda gaf nýverið út. Dýraríkið er þó ekki eingöngu í brennidepli hjá höfundinum um þessar mundir, því á sama tíma gaf bókaforlagið út eftir hana Stafrófið fyrir litlu börnin. Heiða Björk semur ekki aðeins sögurnar heldur myndskreytir hún þær líka. Hún hefur áður sent frá sér barnabókina Lalli og litakastalinn, sem Salka gaf út 2012. „Mér fannst svo skemmtilegt að vinna að henni að ég ákvað að gera fleiri bækur og var strax komin með ýmsar hugmyndir áður en hún kom út,“ segir Heiða Björk, sem leggur upp með að bæk- urnar hafi fræðslugildi, en séu með húmor í bland. „Krakkar eru svo forvitnir og spyrja mikið um allt mögulegt í um- hverfinu. Halló-bækurnar svara ýmsum spurningum um flugur og skordýr sem þeir sjá í görðum og úti í náttúrunni. Þar sem sumum stend- ur stuggur af þessum meinlausu dýr- um reyni ég að draga upp af þeim já- kvæða og fallega mynd. Hugmyndin að fyrstu bókinni þar sem börnum er kennt að þekkja litina kviknaði bara af því að ég átti svo mikið af alls kyns vatnslitum.“ Skemmtilegar fígúrur Heiða Björk hefur teiknað frá því hún man eftir sér og alltaf haft sérstaklega gaman af að teikna alls konar fígúrur. Hún á eldri bróður og tvö yngri systkini, sem hún teiknaði fyrir og saman styttu þau sér stund- irnar við að skálda alls konar sögur kringum fígúrurnar. „Ég og æsku- vinkona mín gerðum saman mynda- sögur þegar við vorum átta ára, ljós- rituðum og heftum saman um tíu blöð og gengum síðan í hús og reynd- um að selja. Mig minnir að við höfum haft einhverja tíkalla upp úr krafsinu og sögurnar hafi aðallega verið um álfa, sem lentu í alls lags ævintýrum,“ rifjar hún upp. Sem smástelpa og varla læs hélt Heiða Björk mest upp á bækurnar um Herramennina og Einar Áskel, sem allir eru litríkir og dregnir upp með einföldum línum eins og sögu- hetjurnar í hennar bókum. Þegar hún varð aðeins eldri urðu Ottó nas- hyrningur og Gúmmí Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard hennar eft- irlætisbækur. Spurð segist hún ekk- ert hafa hugsað út í hvort hún muni síðar meir gera bækur fyrir aðeins stálpaðri börn en Halló-bækurnar höfða til. Hermínur og hunangsflugur „Þær eru ætlaðar fyrir þriggja til sjö ára, sem mér finnst mjög skemmtilegur aldur, en fólk getur auðvitað líka lesið þær með yngri börnum. Aftast í bókunum eru nokkrar spurningar úr sögunum, Smádýr í stórum hlutverkum Heiða Björk Norðfjörð bæði skrifar og myndskreytir barnabókasyrpu um smádýr- in í umhverfinu. Hún segir bækurnar, sem ætlaðar eru yngstu kynslóðinni, byggj- ast á staðreyndum en vera með húmor í bland. Ási ána- maðkur Kata könguló Fréttavefurinn Hvatinn sérhæfir sig í vísindafréttum héðan og þaðan og er áherslan á faglegan en jafnframt skemmtilegan fréttaflutning. Efni vefsins er flokkað undir smásjá, um- hverfið, áhugavert og fróðleiksmola og kennir margra grasa í öllum flokkum. Á tímum þegar fólk er mjög upptekið af að taka sjálfsmyndir, svokallaðar sjálfur, er til dæmis gott að vita að þær eru ekki með öllu hættulausar eins og Hvatinn upp- lýsir. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fleiri deyja vegna sjálfsmynda en hákarla- árása. Það sem af er ári hafa átta manns dáið eftir hákarlaárás, þriðj- ungi fleiri hafa dáið við að taka sjálfu. Tekið er fram að myndatök- unni sem slíkri sé ekki um að kenna, heldur verði mörg slysin vegna þess að myndasmiðurinn er svo upptekinn af því að smella af að hann gleymir að vara sig á bílum eða frá falli. Að baki Hvatans standa vísinda- konurnar Anna Veronika Bjarkadóttir og Edda Olgudóttir. Vefsíðan www.hvatinn.is AFP Sjálfur Sjálfsmyndataka sem slík er ekki hættuleg en umhverfið getur verið varhugavert. Túristinn hættir sér a.m.k. ekki of nærri þessum gíraffa í Taílandi. Vísindafréttir héðan og þaðan Á Café Rosenberg má ganga að lif- andi tónlist vísri flest kvöld vikunnar. Hundruð ólíkra tónlistarmanna og hljómsveita hafa troðið þar upp í ár- anna rás og verið mörgum gleðigjaf- ar. Í kvöld kl. 21 stígur tónlistarkonan Edda Borg á svið ásamt hljómsveit sinni og leikur lög af geisladiskinum No Words Needed frá 2013, í bland við ný lög. Auk hennar skipa hljóm- sveitina Bjarni Sveinbjörnsson, Frið- rik Karlsson, Jóhann Hjörleifsson, Sigurður Flosason og Þórir Úlfarsson. Þar sem lifandi tónlistin ómar flest kvöld vikunnar Edda Borg á Rosenberg Morgunblaðið/Árni Sæberg Edda Borg Ný og gömul lög í bland. Í tilefni af starfslokum Trausta Valssonar prófessors sem og út- gáfu starfsævisögu hans, Mótun framtíðar, verður opnuð samnefnd sýning kl. 16 í dag í Þjóðarbókhlöð- unni. Undirtitill bókarinnar er Hug- myndir – Skipulag – Hönnun og fjallar hún aðallega um strauma og stefnur sem ríkt hafa í skipulagi og hönnun síðastliðin fimmtíu ár. Trausti lauk bæði prófi í arkitekt- úr og skipulagi við háskóla í Berlín og Berkeley á miklum umbyltinga- tímum í þessum fögum og kynntist helstu hugmyndafræðingum þeirra. Í bókinni segir hann frá helstu skipulags- og rannsóknaverkefnum starfsævi sinnar. Helstu þemun eru þróun skipulags í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu, Íslands- skipulag og byggðamál, sem og breytingar á þróun byggðar í heim- inum með hnattrænni hlýnun. Mótun framtíðar – Sýning í Þjóðarbókhlöðunni Hugmyndasaga skipulags og hönnunar síðustu 50 árin Straumar og stefnur Í bókinni Mótun framtíðar segir Trausti Valsson frá helstu skipulags- og rannsóknaverkefnum starfsævi sinnar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.