Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 274. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. „Fjölskyldan verður aldrei söm“ 2. Aftakan tókst í þriðju tilraun 3. Jim Carrey tjáir sig um andlátið 4. Sjáðu íshelluna síga „í beinni“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn frumsýnir 15. október nk. Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Með hlutverk Blanche Dubois fer Danica Curcic, en hún leikur stórt hlutverk í kvikmynd Billes Augusts, Stille hjerte, sem frumsýnd var á RIFF í gærkvöldi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Egill leikstýrir hjá Konunglega leikhúsinu  Tómas R. Ein- arsson bassaleik- ari og Ómar Guð- jónsson gítar- leikari dóla þessa dagana hringinn um landið, rang- sælis, og koma í allt fram á fjórtán tónleikum. Í kvöld leika þeir í Systrakaffi á Kirkjubæjar- klaustri kl. 20.30, annað kvöld í Pakkhúsinu á Höfn og á laugardags- kvöld í Löngubúð á Djúpavogi. Ómar og Tómas í hringferð, rangsælis  Saga Sigurðardóttir flytur dans- verk Katrínar Gunnarsdóttur, Macho Man, í Mengi kl. 21 í kvöld. Í verkinu galdrar Saga fram tvíræð- an heim þar sem karl- mannlegar hreyfingar eru nýttar til þess að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynst- urs sem við kennum við karlmennsku, eins og segir í til- kynningu. Karlmannlegar hreyfingar í Mengi Á föstudag Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og dálitlar skúr- ir og slydduél fyrir norðan. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag Breytileg átt 5-13 m/s. Rigning um landið aust- anvert, en slydda eða snjókoma til fjalla. Hiti 2 til 8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í hæga norðanátt með éljum norðantil á landinu seint í kvöld, en styttir að mestu upp fyrir sunnan. VEÐUR „Hún hefur bætt sig gríðar- lega síðustu tvö ár í að spila inn á línu og út í horn, er með mikla víðsýni og leik- skilning. Hún er ekki bara markavél,“ segir þjálfari Hrafnhildar Hönnu Þrast- ardóttur, handboltakonu frá Selfossi, sem er leikmaður 4. umferðar hjá Morgun- blaðinu eftir að hafa skorað 18 mörk í leik gegn Fylki í Olís-deild kvenna. »4 Hún er ekki bara markavél Alfreð Finnbogason er hæstánægður með að hafa náð að skora fyrsta mark sitt fyrir Olympiacos gegn Ars- enal í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. „Það var mikilvægt að skora snemma á tímabilinu. Þá lendir maður ekki í að reyna að þvinga fram fyrsta markið eða reyna eitt- hvað öðruvísi. Auk þess er stórt að skora í fyrsta skipti í Meistaradeild- inni og það gerir þetta augnablik enn skemmtilegra fyr- ir mig,“ segir Al- freð. »2-3 Gerir augnablikið enn skemmtilegra fyrir mig Portúgalinn frábæri Cristiano Ron- aldo sýndi enn og aftur snilli sína á fótboltavellinum þegar hann skoraði bæði mörk Real Madrid á móti Kára Árnasyni og félögum hans í Malmö í Meistaradeildinni í gær. Ronaldo er þar með orðinn markahæsti leik- maður Real Madrid frá upphafi ásamt goðsögninni Raúl en báðir hafa skor- að 323 mörk. »1 Cristiano Ronaldo í metabækurnar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir áratugum átti Haukur Heiðar Hauksson í Ungmennafélagi Bessa- staðahrepps sér þann draum að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Draumurinn varð að veruleika þegar FH tryggði sér Íslandsmeistaratitil karla um liðna helgi. Haukur Heiðar er söngvari hljóm- sveitarinnar Diktu og fyrir um þremur árum fékk hann upphring- ingu sem breytti miklu. „Lið verða að hafa lækni með sér í Evrópu- keppni og ég var spurður hvort ég gæti bætt við mig verkefnum og ver- ið læknir FH í ævintýraferðum til útlanda,“ útskýrir hann. „Ég svaraði því til að ég væri reyndar mikið í út- löndum með bandinu og hefði ekki mikinn aukatíma, en þar sem ég er mikill áhugamaður um fótbolta gat ég ekki sagt nei. Síðan hef ég sinnt læknisstarfinu í Evrópuleikjum FH og reynt að mæta eins mikið og ég get á aðra leiki, en þar er ekki skylda að vera með lækni.“ Flókin leið Þegar Haukur Heiðar æfði og lék á Álftanesi átti hann sér ekkert uppáhaldslið í efstu deild hérlendis og segist lengi hafa verið svolítið úti að aka í þeim efnum. „Ég hef alla tíð verið brjálaður aðdáandi Liverpool í ensku deild- inni,“ segir hann. „Ég gekk í Garða- skóla og kynntist þar hljómsveitar- félögum mínum í Diktu, en var aldrei í Stjörnunni eins og þeir. Þeg- ar ég kynntist konunni minni kom í ljós að hún er trylltur KR-ingur eins og foreldrar hennar og um það leyti sem ég var að verða KR-ingur varð ég allt í einu FH-ingur.“ Sem barn ætlaði Haukur Heiðar sér langt í boltanum og fór meðal annars í knattspyrnuskóla FH í nokkur sumur. „Þar voru bræður, svona eins og Dalton-bræðurnir, sem áttu staðinn, voru aðalgæjarnir í skólanum og réðu öllu. Það var tröppugangur í hæðinni á þeim og þeir voru allir mjög líkir. Áratugum síðar lágu leiðir okkar saman á ný í FH, þegar bræðurnir Davíð Þór og Bjarni Viðarssynir komu heim eftir atvinnumennsku erlendis. „Þetta eru þeir,“ hugsaði ég með mér þegar ég sá þá aftur, en munurinn var sá að nú var ég hluti af liðsheildinni.“ Haukur Heiðar byrjaði snemma að leika á gítar og píanó og hefur verið önnum kafinn með Diktu, sem gaf út diskinn Easy Street á dög- unum og kynnir hann grimmt þessar vikurnar, auk þess sem hann hefur nóg að gera sem læknir á Landspít- alanum. Hann segir að samt hafi gengið ótrúlega vel að samræma hlutina. „Ég hef þurft að hræra til í vöktum en á skilningsríka yfirmenn og samstarfsfélaga sem hafa boðist til þess að hlaupa í skarðið þegar á hefur þurft að halda.“ Undanfarnar vikur hefur titillinn legið í loftinu hjá FH og því kom ekki á óvart þegar hann var í höfn. „Það er mjög sérstakt að vera loks Íslandsmeistari þótt ég hefði viljað vera það sem leikmaður. Ég hef oft gaukað því að Heimi [Guðjónssyni þjálfara] að ég gæti farið inná en hann hefur ekki enn hlustað á mig! En leikmennirnir og þjálfararnir eiga þetta skuldlaust og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfari hefur sinnt leikmönnunum miklu meira en ég,“ segir Haukur Heiðar, sem á ekki von á því að fá að spila ein- hverjar mínútur í lokaumferðinni á laugardag. Draumurinn að veruleika  Haukur Heiðar í Diktu loks Íslands- meistari í fótbolta Morgunblaðið/Eggert Milljón augnablik Haukur Heiðar læknir og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfari lyfta bikarnum. Morgunblaðið/Eggert Milljón augnablik Haukur Heiðar Hauksson söng lagið í úrslitum Söngvakeppninnar 2015.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.