Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 POLLHELD HLÝ STÍGVÉL! ÍTÖLSK BARNASTÍGVÉL, ULLARFÓÐRUÐ, VATNSHELD OG LÉTT. ÞRIGGJA LAGA EINANGRANDI INNLEGG. STÆRÐIR: 22–39 25% AFSLÁTTUR KAUPHLAUPSTILBOÐ 1.–5. OKTÓBER Tilboðsverð: 4.496 Verð áður: 5.995 Sparaðu á Kauphla upi! Á Íslandi eru 3.647 bílar með dís- elvélinni sem verið hefur til um- ræðu síðustu vikur vegna svindls á útblástursprófunum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi, bárust frá þýsku samstæðunni Volkswagen Group. Í tilkynningu frá Heklu segir að samstæðan vinni að því að leysa vandamál við tiltekinn hugbúnað sem notaður er í ákveðnum dísil- vélum frá fyrirtækinu, nánar til- tekið af gerðinni EA 189. Þá ítrek- ar umboðið að öll ökutæki sem þetta snertir séu engu að síður fullkomlega örugg til aksturs. Bílarnir hér á landi sem hafa umrædda díselvél eru 1.129 fólks- bílar, 348 atvinnubílar, 316 Audi- bílar og 1.854 bílar af gerðinni Skoda. Volkswagen Group horfir til þess að finna tæknilega lausn á málinu sem verður kynnt þýskum yfirvöldum í október. Þegar þýsk yfirvöld hafa sam- þykkt tæknilegu lausnirnar verða þær útbúnar til innleiðingar innan alls EES-svæðisins. Í kjölfarið verður haft samband við hvern og einn viðskiptavin sem málið snert- ir og hann upplýstur um hvernig hægt sé að bæta losunarbúnað bílsins. Á Íslandi eru 3.647 „svindlbílar“  Bílarnir eru öruggir í akstri Morgunblaðið/Kristinn Bílar Hekla hefur sent Volkswagen Group fyrirspurn um „svindlbíla“. Steinull á Sauðárkróki er umhverf- isfyrirtæki ársins og uppbygging Orku náttúrunnar á hraðhleðslu- stöðvum fyrir rafbíla er framtak ársins á sviði umhverfismála. Þetta var tilkynnt á Umhverfisdegi at- vinnulífsins sem haldinn var á Hilt- on Reykjavík í gær. Steinull, sem hóf starfsemi fyrir 30 árum, framleiðir steinullar- einangrun þar sem að mestu er nýtt innlent hráefni til framleiðslunnar. Fyrirtækið nýtir einungis innlenda endurnýjanlega raforku í fram- leiðslunni. Undanfarin ár hefur verið lagt kapp á að draga úr úr- gangi og stór hluti hans er nú end- urnýttur í framleiðsluferlinu. Þá hefur fyrirtækið unnið að áhættu- greiningum, forvörnum og úrbót- um í vinnuumhverfinu. Fram- leiðsluvörur fyrirtækisins hafa hlotið vottanir erlendra úttektar- aðila fyrir gæði. Orka náttúrunnar hefur að und- anförnu byggt upp net hraðhleðslu- stöðva á Suðvesturlandi frá Borg- arnesi til Selfoss og hefur uppi áform um frekari uppbyggingu slíkra stöðva. Nú eru um 500 rafbíl- ar á landinu sem geta nýtt stöðv- arnar. Í rökstuðningi dómnefndar kemur meðal annars fram að Orka náttúrunnar hafi tekið þeirri áskor- un sem felst í því að ein besta leiðin til að draga úr útstreymi gróður- húsalofttegunda sé að rafvæða samgöngurnar. Að umhverfisdegi atvinnulífsins standa SA, Samorka, Samtök ferða- þjónustunnar, Samtök fjármálafyr- irtækja, SFS, SI og SVÞ. Fengu umhverfisverðlaun Umhverfisverðlaun Páll Erland, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Einar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Steinullar, við afhendingu verðlaunanna í gær.  Steinull og Orka náttúrunnar fá viðurkenningar Kringluskákmótið fer fram í dag, fimmtudaginn 1. október, og hefst það kl. 17:00. Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkings- heimilinu í Víkinni, heldur mótið í samstarfi við markaðsdeild Kringl- unnar. Áhorfendur eru velkomnir. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, og keppandinn teflir síðan fyrir fyrirtækið á mótinu. Skráningu lýkur kl 12.00 á hádegi á mótsdag. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mín- útna umhugsunartíma. Skákstjóri er Haraldur Baldursson. Teflt í Kringl- unni í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.