Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 ✝ Ragnheiður Jó-hannesdóttir fæddist á Karls- stöðum í Vöðlavík í Helgustaðahreppi hinn 31. maí 1921. Hún lést á Land- spítalanum 21. september 2015. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Sigfússon, f. 1889, d. 1933, og Val- gerður Arnoddsdóttir, f. 1889, d. 1962. Systkini Ragnheiðar voru: Aðalheiður Sigurveig, f. 1910, d. 1985, Jón, f. 1911, d. 1984, Arnoddur, f. 1913, d. 1984, Björg, f. 1915, d. 1923, Ágúst, f. 1916, d. 1989, Þor- björg, f. 1919, d. 1983, Björg, f. 1923, d. 2006, Sigfús, f. 1924, d. 2007, Hulda, f. 1926, d. 2012, Gunnlaugur, f. 1926, d. 2010, og Alexander, f. 1928, d. 1999. Ragnheiður giftist 25. sept- ember 1943 Einari Einarssyni, f. 3. ágúst 1919, d. 24. desember 2003. Þau eignuðust tvær dæt- ur. Þær eru: 1) Kolbrún Erla, f. þeirra er Baldvin Máni, f. 2003. 2) Ásdís Dröfn, f. 29. nóvember 1948. Ásdís giftist Sigurði Rúnari Gíslasyni. Þau skildu. Börn Ásdísar eru: a) Gunn- hildur Grétarsdóttir, f. 13. sept- ember 1966, gift Ingvari Krist- inssyni. Synir þeirra eru Unnar og Kári, f. 1999. b) Gísli Jóhann Sigurðsson, f. 24. júlí 1970, maki Klara Halldórsdóttir. Börn þeirra eru Jóhannes Hilm- ar, f. 2000, Ásdís Hildur, f. 2004, og Halldóra Rún f. 2007. c) Ein- ar Örn Sigurðsson, f. 9. júní 1974. Sonur hans er Arnar Máni, f. 2005. d) Pétur Rúnar Sigurðsson, f. 14. desember 1979. Dóttir hans er Ragnheið- ur Rós, f. 2009. Ragnheiður ólst upp til 13 ára aldurs í Vöðlavík. Þá fluttist hún ásamt móður og systkinum til Keflavíkur. Á fullorðinsárum bjó Ragnheiður á Akureyri til ársins 1947. Þá flutti hún til Akraness og bjó þar til ársins 1968 þegar hún flutti til Reykja- víkur. Ragnheiður bjó síðustu árin á Dvalarheimilinu Blesa- stöðum á Skeiðum. Ragnheiður starfaði alla tíð sem saumakona. Útför Ragnheiðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 1. október 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 22. september 1944, d. 4. janúar 2001. Erla giftist árið 1962 Garðari Kjartanssyni frá Akranesi. Þau skildu. Börn Erlu og Garðars eru: a) Sigurborg, f. 25.3. 1962, maki Gísli Haraldsson. Börn Sigurborgar eru: Sólveig Lilja Jó- hannsdóttir, f. 28.12. 1980, maki Reynir Þór Jónsson. Börn Ívar Örn, f. 2001, Alex Þór, f. 2006, og Logi Liljan, f. 2010. Erla Jó- hannsdóttir, f. 5.8. 1985, maki Edvin Jónsson. Börn þeirra eru Sara Lind, f. 2008, Edvin Aron, f. 2010, og stúlka, f. 2015. Arnar Már Jóhannsson, f. 6.3. 1989. b) Ragnheiður, f. 22.7. 1965, maki Stefán B. Ólafsson. Synir þeirra eru Davíð, f. 25.10. 1989, og Elvar, f. 11.11. 1994. Eftirlif- andi maki Erlu er Þórður Jóns- son, f. 13.2. 1941. Dóttir þeirra er Linda Björk, f. 29.9. 1979, maki Grétar Magnússon. Sonur Elskuleg amma mín er sofn- uð svefninum langa og hefur nú sameinast afa. Löng ævi, 94 ár, er á enda og amma Ragna eins og hún var kölluð kvaddi södd lífdaga og þakklát. Amma var ein af 13 systkinum og var í miðjunni í systkinaröðinni. Amma fæddist í Vöðlavík á Austfjörðum. Þar bjó stóra fjöl- skyldan þar til snögg veikindi föður ömmu drógu hann til dauða. Amma sagði mér oft frá þessum tímamótum í lífi fjöl- skyldunnar þegar mamma hennar þurfti að bregða búi með allan barnahópinn. Á 13. afmælisdegi ömmu yfirgáfu þau víkina góðu og fluttu til Kefla- víkur. Ég man að mér fannst það svo merkilegt að amma hafði á þessum tímapunkti í lífi sínu aldrei farið frá Vöðlavík og hvað þá til Reykjavíkur. Strax sem ung kona þurfti amma að standa á eigin fót- um.Ungar stúlkur á þessum ár- um fóru í vist og amma var þar engin undantekning. 16 ára gömul fór hún til Reykjavíkur og réð sig í vist. Um tvítugt kynntist amma ástinni í lífi sínu, honum afa.Amma og afi bjuggu meðal annars á Akur- eyri og Akranesi en lengst af í Reykjavík. Amma og afi fluttu búferlum frá Akranesi til Reykjavíkur árið 1968. Ég var fædd og byrjaði ævina og fyrstu árin mín með ungri móð- ur minni hjá hjá ömmu og afa. Það var og er mín gæfa að hafa alist upp að stórum hluta af mínum uppvexti hjá ömmu og afa. Alla tíð hef ég átt bæði at- hvarf og heimili hjá ömmu og afa. Amma var kletturinn í lífi mínu og allir sem þekkja mig vita hvað við tengdumst sterk- um böndum. Amma var dugleg- asta, myndarlegasta og auðvit- að fallegasta kona sem ég þekkti. Að ná svona háum aldri er ekki sjálfgefið og má það örugglega þakka heilbrigðu líf- erni ömmu, jákvæðni og elju- semi. Amma gekk til dæmis til og frá vinnu árum saman hvernig sem viðraði og gáfu gönguferðirnar henni mikið. Amma var hæglát og fremur hlédræg og það var ekki henn- ar háttur að trana sér fram og hvað þá að vilja að fólk hefði fyrir henni. Amma hefur alla tíð verið mjög stór partur af lífi mínu og það er af einskærri eigingirni sem ég vil að hún verði lengur hjá mér. En ég veit hún vakir yfir mér og okkur öllum og drengjunum mínum sem voru svo lánsamir að fá að hafa hana hluta af lífi sínu í 16 ár. Sökn- uður þeirra er einnig mikill. Það er skrýtið til þess að hugsa að amma Ragna skuli aldrei meir stíga fæti inn til okkar, borða með okkur eða gista hjá okkur. Ég elskaði ömmu af ein- lægni og virðingu. Síðustu árin var amma svo lánsöm að eyða ævikvöldinu á dvalarheimilinu Blesastöðum á Skeiðum. Þar fékk hún þá bestu aðhlynningu sem hugsast getur. Hildur for- stöðukona og hennar starfsfólk á skilið heiður og bestu þakkir fyrir. Ég og fjölskylda mín eig- um margar góðar og hlýjar minningar um ömmu Rögnu og þau tár sem ég felli þessa dag- ana eru gleði- og hamingjutár yfir því að hafa átt svona dásamlega konu sem ömmu. Ég þakka ömmu samfylgdina og bið Guð að blessa og varð- veita minningu hennar um ókomna tíð. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Gunnhildur Grétarsdóttir. Þegar ég hugsa til Ragnheið- ar ömmu minnar dettur mér einna helst í hug engill í mannsmynd. Þegar hugur minn leitar til hennar rifjast upp fyr- ir mér hversu yndisleg hún var og hversu kærleiksrík og góð hún var mér alltaf. Hún var hljóðlát og lét lítið fyrir sér fara og vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Hún hugsaði alltaf svo vel um alla í kringum sig. Það er mér mjög minn- isstætt að þegar ég var lítill strákur horfði ég alltaf á Tomma og Jenna heima hjá ömmu minni og afa Einari. Ég man að mér fannst sjónvarpið alltaf svolítið stórt þótt ég vissi að það væri orðið pínu gamalt miðað við t.d. sjónvarpið heima hjá mömmu og pabba, en að öll- um líkindum var það ég sem var svona lítill. Ég man líka vel eftir því að amma átti alltaf til brjóstsykur í dós sem var með svona duftsykri í og þótti mér alltaf gott að þiggja svoleiðis. Amma tók alltaf vel á móti manni og það fyrsta sem hún gerði var að gefa manni að borða og smurði hún ófáar brauðsneiðarnar ofan í mig og aðra. Ömmur eru þannig; þær vilja fita mann og senda mann pakksaddan frá sér. Mér er það mjög minnisstætt þegar amma var að vinna í Henson sem saumakona. Ég fékk í nokkur skipti að fara með henni í vinn- una. Ég man að ég dáðist svo að hæfileikum hennar í sauma- skapnum enda var hún mjög fær á því sviði alla tíð. Stundum tók hún saman búta sem gengu af og saumaði handa mér rosa flottan Henson-íþróttagalla. Ég gat setið heilu tímana og fylgst með henni. Amma hafði einstaka og góða nærveru, því mun ég aldrei gleyma, mér leið alltaf svo vel í kringum hana enda var hún og er ein af bestu konum sem ég hef fengið að kynnast á ævinni. Hún ól af sér aðra eins konu, hana mömmu mína, sem er mér mjög mikilvæg í lífinu og ég hefði ekki getað komist af án hennar og þeirra beggja, án efa bestu konurnar í mínu lífi. Ég veit ég hef ekki beint verið óskabarnabarnið á suma vegu og að ég hefði mátt gera betur á ýmsum sviðum og ég veit ég lagði mikið á herðar ömmu og jók áhyggjur hennar. En amma stóð alltaf með mér og reyndi eins og hún gat að herða mig og styrkja og tók mér alltaf eins og ég var. Elsku amma, nú ertu sameinuð afa og ég sakna ykkar sárt. Þið verðið alltaf í huga mínum alla mína ævi. Þið voruð mér ávallt svo góð og því gleymi ég aldrei. Ég elskaði ykkur þá og ég elska ykkur nú og ég mun elska ykk- ur fram á síðasta dag minn hér á jörðu og eftir það mun ég koma til ykkar og elska ykkur þar líka. Ég veit í hjarta mínu að þið horfið niður til okkar sem eftir lifum og fylgist með okkur brosandi. Ég kveð þá í bili og þakka ykkur afa fyrir allt það sem þið gerðuð fyrir mig. Og ég skila kveðju og þakklæti frá bræðrum mínum og fjölskyldum. Guð blessi þig og varðveiti elsku amma og ég sendi ást og þakklæti fyrir allt og allt. Þitt barnabarn, Einar Örn Sigurðsson. Einu sinni var lítil stúlka, umvafin ást og umhyggju fjöl- skyldu og ættingja. Hún var áhyggjulaus því hún vissi að ættingjarnir mundu ávallt gæta hver annars. Hún fann að allir skiptu máli í þessum hópi og þessi litla stúlka var hún ég. Það voru systkini föður míns sem áttu svo stóran þátt í því hvernig mér leið þegar ég var að alast upp í Keflavík. Föð- ursystir mín, sem við kveðjum í dag, var einn af þeim hlekkjum sem mynduðu þessa traustu keðju um okkur frændsystkin- in. Hún Ragna frænka. Hún fer síðust, náði hæstum aldri þeirra allra. Mig langar að kveðja þau öll og þetta tímabil æsku minn- ar. Ragnheiður og flest hennar systkini fæddust á Karlsstöðum í Vöðlavík á fyrri hluta síðustu aldar. Systkinin sem voru bæði myndarleg og verklagin og féll aldrei verk úr hendi. Þau komu suður með móður sinni, Val- gerði, eftir að faðir þeirra dó langt um aldur fram frá 11 börnum og settust að í Keflavík þar sem flest þeirra stofnuðu sín heimili. Þau stóðu saman í lífsbaráttunni og hjálpuðust að. Færiband minninganna fer af stað. Samvera systkinanna og þeirra fjölskyldna er fyr- irferðarmikil. Hinir hversdags- legu hlutir verða dýrmætir. Bros, hlátur, dökkt hár, brún augu, danskennsla, barnaaf- mæli. Óskalög sjómanna. Góð- látleg stríðni og sprell, kímni. Ástarpungar, mjólkurglas, spæta, te. Ljósmyndatökur, ferðalög. Svartbaksegg, kleina, hjálpsemi, gott viðmót. Skraf við eldhúsborð um allt og ekk- ert þar sem barnið ég naut þess að vera með. Heimabakað bakkelsi. Eftir að ég varð fullorðin fór ég af og til í heimsókn til Ragn- heiðar. Það var svo gott að halda áfram að heimsækja föð- ursystkini mín. Ég fór ekki nógu oft en fór samt og ylja mér við þær minningar í dag. Ég hringi bjöllunni á Laug- arnesveginum og í dyrum stendur Ragna brosandi. Það er spjallað um bernskuárin fyrir austan þar sem allir hjálpuðust að, um það góða viðmót sem var á milli bæjanna. Ég gleypi í mig frásagnir Ragnheiðar sem segir vel og skemmtilega frá. Næst erum við á ferðalagi austur í Vöðlavík þar sem við sofum öll saman á stofugólfinu á Vöðlum. Nokkur systkinanna saman á ferð ásamt mökum og fáeinum börnum. Og ljúfi Einar með sitt rólega og notalega við- mót tekur myndir. Fleiri minn- ingar renna fram hjá. Núna er frænka mín umvafin öllum þeim sem á undan eru gengnir og þótti vænt um hana. Ég væri ekki hissa þótt þau tækju lagið saman því Ragn- heiður hefði átt að fara í söng- nám, sagði mamma, hún hafði svo góða söngrödd. Eftir sitjum við með minn- ingarnar og þá vissu að við er- um af góðu fólki komin. Góðu, traustu og heiðarlegu fólki. Fólki sem hugsaði vel um sitt og sína og var hvunndagshetjur þessa lífs. Fólki sem hefði átt að fá fálkaorðu fyrir vel unnin störf í þágu almennings. Fyrir að hlúa vel að gestum og gang- andi og gera ekki mannamun. „Við ættum geta eina nátt vorn anda látið dreyma, um dalinn ljúfa’ í austurátt, þar átti mamma heima.“ Ég votta afkomendum Ragn- heiðar innilegustu samúð. Vertu sæl og haf þökk fyrir allt, frænka mín. Ég bið að heilsa öllu mínu fólki. Þín bróð- urdóttir, Guðrún Ágústsdóttir. Ragnheiður Jóhannesdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þínir langömmustrákar, Unnar og Kári. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Elsku pabbi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Þín, Halla. „Jú, ég hef það bara þokkalegt, er búinn að ferðast hringinn um Baldur Loftsson ✝ Baldur Lofts-son fæddist 5. október 1932. Hann lést 18. september 2015. Útför Baldurs fór fram 26. sept- ember 2015. heiminn og til baka.“ Þetta voru síðustu orðaskipti okkar, elsku afi, kvöldið áð- ur en þú lést. Mér þykir þú hafa farið í ansi langt ferðalag svona á gamals aldri, minn kæri. En það sem situr svo fast í mér er fyrri hlutinn af þessari setningu. Alveg sama hvað var, þú hafðir það alltaf fínt. Eftir á að hyggja hef ég aldrei heyrt þig kvarta, aldrei séð þig reiðan eða í vondu skapi. Lífsgleðin og brosið einkenndi þig alveg fram á það síðasta. Harmonikka, neftóbaksk- lútur, vörubíll, húsbíll, Íslands- derhúfa, lopapeysa, bros, söngur eru orð sem minna mig helst á þig. Þú varst mikil félagsvera og það var afskaplega sjaldgæft að þú létir þig vanta á viðburði, sama hvar á landinu það var. Alltaf varstu vopnaður harmonikkunni og brosi og fékkst alla í kringum þig til að syngja og dansa. Það var eins og þú dyttir inn í annan heim á meðan þú varst að spila. Dásam- legt alveg. Ég ímynda mér að þetta sé það sem þú sért að gera nákvæmlega núna á þeim stað sem þú ert, spila á nikkuna og allir dansandi og trallandi í kringum þig. Ég er svo þakklat fyrir þann tíma sem við áttum og sérstaklega þakklát fyrir það að þið Ísabella Eik hafið kynnst þó stutt væri. Allar þessar yndislegu minningar sem við bjuggum okkur til geymi ég og mun halda fast í. Stefanía Eyþórsdóttir. Margar minning- ar leita á hugann eftir að móðursystir mín, Elín Jónsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Hugurinn leitar til æskuáranna í Hafnarfirði, þar sem Ella bjó ásamt ömmu minni og afa á Linnetsstíg 2. Ella frænka, ég kallaði hana aldrei annað, var sautján árum eldri en ég, hún annaðist mig oft í æsku þegar ég var í umsjá hennar og ömmu minnar. Í minningunni voru þetta góðir tímar og engan stað vissi ég betri en heimilið á Linnetsstígn- um og hefur mér verið sagt að það fyrsta sem ég spurði alltaf um þegar ég kom var hvort Ella frænka væri heima. Hún gerði svo margt fyrir mig á þessum ár- um, hún fór með mig á jólaböll, í Þjóðleikhúsið til að sjá Karlinn í tunglinu, saumaði á mig föt, eins og fallega jólakjólinn úr ljósbláa tjullinu. Svona má lengi telja en tengsl okkar voru sérstök og góð og breyttust ekki þó að oft væri langt á milli okkar og við hitt- umst sjaldnar en við hefðum vilj- að. Ella fór ung til Siglufjarðar til að vinna, þar eignaðist hún nokkrar af sínum bestu vinkon- um þau vináttubönd sem þar voru bundin fyrir rúmum 60 ár- um héldust ævina á enda. Ellu þótti mjög vænt um Siglufjörð og þá mörgu vini sem hún átti þaðan. Svo var auðvitað, Hafn- arfjörður, æskustöðvarnar, í miklum metum. Eftirlifandi eiginmaður Ellu, er Emil Pálsson, f. 26.7. 1930. Þau voru alla tíð einstaklega ná- in og samhent og er missir Emils mikill núna þegar hann sér á eft- ir lífsförunaut sínum og besta Elín Jónsdóttir ✝ Elín Jónsdóttirfæddist 14. september 1931. Hún lést á Land- spítalanum 7. sept- ember 2015. Útför- in fór fram í kyrrþey 14. sept- ember 2015. vini í rúm 60 ár. Börn Ellu og Emils eru tvíburarnir Val- ur og Björgvin, f. 1954, en Björgvin lést af slysförum 5.5. 1981, Halldóra, f. 1956, og Brynjar, f. 1969. Ella var mjög lífsglöð og skemmti- leg kona og hrókur alls fagnaðar á góð- um stundum, hún elskaði að dansa og hlusta á ljúfa músík, en hún gat líka átt sína erfiðu daga og vildi þá heldur vera heima í rólegheitum. Ella og Emil ferð- uðust mikið utan lands og innan og var þá Spánn í sérstöku uppá- haldi, þau voru mikið útilegu fólk og nutu íslenskrar náttúru. Ég og vinur minn, Jón Jó- hann, vorum svo heppin að ferðast með þeim í mörgum hús- bílaferðum, þetta voru frábær ferðalög enda aldrei nein logn- molla þar sem Ella var, þá var oft mikið hlegið og mikið borðað af góðum mat. Ég þakka Ellu frænku fyrir allt og allt og mikið á ég eftir að sakna hennar. Við gengum tvö, við gengum tvö í rökkurró. Við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð um húmgan skóg. Þú varst yndi, þú varst yndi og ástin mín, og stundin áfeng, stundin áfeng eins og vín. Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö í húmi ein, er bærinn kvað, er bærinn kvað við blöð og grein. Ég var nóttin, ég var nóttin þögla þín Og þú varst eina, þú varst eina stjarnan mín. Á meðan norðurljósin leiftra um bláan himinin þá sit ég ein og þrái kveðjukossinn þinn. (Friðrik Jóns./VH Hallstað.) Sóley Sigursveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.