Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 42
og þeir eru. Þannig miðla ég af langri reynslu minni í líkamsræktinni og ég hugsa að ungir krakkar, sem eru kannski nýkomnir með þessa bakteríu, kunni að meta að ég er ekkert að skafa utan af hlutunum. Ég segi þeim allt það sem eng- inn annar myndi segja þeim um allar hliðar líkamsræktar, það góða og það vonda. Þetta eru hlutir sem ég vildi að einhver hefði sagt mér á sínum tíma þeg- ar ég var að byrja. Ég byrjaði 11 ára gamall að æfa og það hefði komið sér vel að einhver hefði talað umbúðalaust um hlutina svo að maður hefði ekki þurft að læra allt af reynslunni einni saman og brenna sig margsinnis. Þetta er harður heimur og fólk glímir jafnvel við heilsu- farsleg vandamál alla ævi ef það fer ekki rétt að.“ Þau hjónakorn hafa margt á prjónunum í rekstrinum og framundan eru fleiri verkefni en 5%. Rich segir þetta svipað því að eiga hund, sem þau reyndar eiga í raun og veru í fleirtölu. „Það kannast flestir hundaeigendur við tilfinninguna að langa til að eignast annan hund þegar sá fyrsti fer að verða stór. Það er svo ofboðslega gaman að fylgjast með hvolpinum vaxa og dafna. Þannig er þetta með 5%. Nú þegar þetta fyrirtæki er farið að ganga vel er mig farið að langa til að koma nýju verkefni af stað.“ Rich segir að viðskiptahugmyndir komi til hans úr öllum áttum og hvert sem hann fer. „Ég sé einhvern veginn tækifærin í öll- um hornum. Ég get nefnt sem dæmi að við vorum í verslunarmiðstöð um daginn, fórum inn í Victoria’s Secret í leit að undirfötum handa Söru og áttum í mestu vandræðum með að finna brjóstahaldara sem pössuðu henni. Svo að ég fór að hugsa: Auðvitað ættum við að opna und- irfataverslun með sérsaumuðum brjósta- höldurum. Ég veit að Sara er ekki eina konan sem er í vandræðum með að finna brjóstahaldara sem passar henni full- komlega. Ég sæi vel fyrir mér að það væri hægt að koma í undirfataverslun, fá fullkomna mælingu og svo sérsaumaðan brjóstahaldara.“ Sara bætir við að fyrir hana sé það hreinasta martröð að finna réttu skála- stærðina, það sé ómögulegt að fá brjósta- haldara sem passi konum sem þurfa stærri skálar en eru einnig með grönn mitti. Og hver viti nema þetta verði eitt af þeirra framtíðarverkefnum. Hlakka til að borða humar á Íslandi Rich og Sara segjast hafa fylgst með um- fjöllun fjölmiðla hér á landi um þau og þeirra líf og Sara segir að henni þyki það bara gaman og skemmtilegt að Íslend- ingar hafi áhuga á að fylgjast með þeim. Rich Piana segir að raunar sé hann þekktara andlit víða erlendis en í heima- landi sínu. „Fólk sem þekkir mig hérlendis er yf- irleitt eitthvað tengt fitnessheiminum en í Þýskalandi og Bretlandi veit miklu fjöl- breyttari hópur hver ég er. Þá hef ég til dæmis komið til Perú og þar þekkti fólk mig hvar sem ég kom og þá meina ég bara venjulegt fólk á veitingastöðum og slíkt. Það kom skemmtilega á óvart. Ég hugsa að það tengist þó ekki bara líkamsræktinni heldur hversu tattúveraður ég er. Ég var með þeim fyrstu í vaxt- arræktinni til að fara að láta húðflúra mig. Þá þekktist það ekki því það að hylja líkamann með bleki er auðvitað í svolítilli þversögn við það að eiga að sýna líkamann sem best á palli. Þetta þótti stórfurðulegt þegar ég byrjaði og vakti mikla athygli. Það er mikil tattúmenning í Perú.“ Eru þau ekkert væntanleg til landsins? „Við vorum næstum því flogin til Ís- lands fyrir um mánuði en náðum því ekki. Við ætlum pottþétt að fara í heimsókn til ykkar í nokkra daga á næsta ári. Ég hef skoðað ljósmyndir og myndbönd sem sýna íslenskt landslag og þetta er greinilega ótrúlegur staður. Ég hef ferðast víða en hef aldrei séð neitt sem líkist þessu. Mig langar mikið að ferðast um landið en ég er líka forvitinn að sjá líkamsræktarstöðv- arnar, eins og World Class í Laugum sem Sara hefur sýnt mér myndir af. Svona líkamsræktarstöðvar eru varla til í Banda- Sara og Rich fyrir utan glæsivillu sína en í inn- keyrslunni má sjá bifreiðar þeirra. Þau keyra með- al annars um á Maserati. Í húsinu eru 5 svefn- herbergi og 5 baðherbergi svo eitthvað sé nefnt. „Það að maður með ótal tattú, sem þú jafnvel myndir hræðast ef þú mættir honum úti á götu, geti fengið fólk til að hlusta á sig og fylgjast með sér er auk þess hvetjandi fyrir marga,“ segir Rich Piana. Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.