Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 31
Vetrarfrí er í grunnskólum Reykja- víkur 23.-27. október. Margir nota tækifærið og bregða sér af bæ, fara til dæmis í sumarbústað eða styttri ferðir. Ennfremur er jafnan margt um að vera fyrir fjölskyld- una í fríinu í ýmsum menningar- stofnunum borgarinnar. Það er þó engin skylda að fara í burtu og eitt af því sem hægt er að gera heima er að föndra. Það er gaman að taka hluta úr degi í að gera eitthvað skapandi saman. Það er allavega ekki seinna vænna að velta fyrir sér hvað eigi að hafa fyrir stafni þessa daga. Til dæmis er hægt að perla sam- an og þá er gott ráð að prófa að slá upp „hama templates“ á google til að fá hugmyndir. Til eru mörg ókeypis skapalón og til dæmis er hægt að perla ýmsar teiknimynda- fígúrur. Það þarf heldur ekki að takmarka sig við ákveðnar persón- ur heldur má auðvitað perla frjáls munstur og liti að eigin vali. Annað sem er hægt að gera er að leira. Kaupa má sérstakan fönd- urleir sem hægt er að búa til margt skemmtilegt úr, til dæmis skartgripi eða skraut. Ef til vill má búa í haginn og gera jólagjöf handa ömmu og afa! Nú eða besta vininum eða vinkonunni. VETRARFRÍ Í SKÓLUM Föndrað í fríinu ÞAÐ ER MARGT HÆGT AÐ GERA SAMAN Í VETRARFRÍINU, SEM ER ORÐINN FASTUR LIÐUR Í DAGSKRÁ GRUNNSKÓLANNA. ÞEIR SEM BREGÐA SÉR EKKI AF BÆ GETA HAFT ÞAÐ HUGGULEGT HEIMA. TIL DÆMIS ER HÆGT AÐ FÖNDRA SAMAN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það er til dæmis hægt að perla fallega fiska. Listakonan Wendy Tsao ákvað að breyta Bratz-dúkkum í frægar fyr- irmyndir til að kanna áhrifin sem dúkkur geti haft á sjálfsmyndina. „Dúkkurnar sem eru í búðum eru oftar en ekki Disney-persónur eða hetjur úr Hollywood-stórmynd sem leika sér með fantasíu, tilbúnar per- sónur sem höfða til ungra neytenda. En það er líka til alvöru fólk sem er hetjur, sem hefur sögur af hugrekki, greind og hinu einstaka að segja sem veita innblástur. Gætu börn ekki lært af þeim og fengið inn- blástur í gegnum leikföng?“ skrifaði Tsao á boredpanda.com. Hún setti líka inn myndir af þeim dúkkum sem hún er nú þegar búin að breyta. Fyrir utan þær sem eru hér að ofan mátti sjá þarna rithöf- undinn J.K. Rowling og geimfarann Robertu Bondar. LISTAKONAN WENDY TSAO Konurnar þrjár sem hér sjást sem endurbættar Bratz-dúkkur eru frá vinstri til hægri: Jane Goodall, helsti simpansafræðingur í heimi og friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna, Malala Yousafzai, yngsti friðarverðlaunahafi Nóbels, og loks sómalska baráttukonan Waris Dirie. Breytir Bratz-dúkkum í frægar fyrirmyndir Mynd/Wendy Tsao 18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Fuglavika í Reykjavík hefst í dag, laugardag, og stendur til 23. október. Boðið verður upp á fuglaskoðun á ólík- um stöðum í borginni á hverjum degi alla vikuna, m.a. við Elliðavatn og í Laugarnesi. Nánar á Reykjavik.is. Fuglavika í Reykjavík *Þeir sem eru hamingjusamir geta aldreifarið of snemma á fætur. Camilla Collett Fjölskyldumeðlimir eru: „Við erum eins og svo marg- ar aðrar fjölskyldur með flókna samsetningu. Á heim- ilinu búa Sólveig Gísladóttir, blaðamaður á sérblöðum Fréttablaðsins, Ólafur Helgason, deildarstjóri á tækni- sviði Öryggismiðstöðvarinnar, Birgitta Ösp Ólafs- dóttir, 18 ára stjúpdóttir, Sigríður Salka 7 ára og Grímar Gauti 3 ára. Védís Kara, stjúpdóttir mín, á síð- an eigin fjölskyldu, eiginmann, tvær dætur og einn stjúpson.“ Þátturinn sem allir geta horft á? „Áhugasviðið er æði ólíkt. Doddi og Dóra eiga hug þess minnsta, Gló magn- aða og álíka heilla þessa sjö ára sem ungmennið hefur enga þolinmæði fyrir enda ýmsar sápur fremur á mat- seðlinum þar. Við foreldrarnir þjáumst síðan yfir þessu öllu saman. Líklega eru þó forframaðar teikni- bíómyndir það sem við getum helst sameinast um, auk þess sem við náðum ágætlega saman yfir Benjamín dúfu.“ Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? „Ég myndi vilja nefna eitthvert gúrmet-fæði en ætli pitsan sam- eini ekki áhuga allra. Annars er mjög vinsælt að grilla á heimilinu.“ Skemmtilegast að gera saman? „Sundferðir eru í miklu uppáhaldi hjá öllum. Krakkarnir elska að ærsl- ast og foreldrarnir hafa sett slakandi pottaferðir á bið í nokkur ár og láta öllum illum látum með þeim stuttu. Fjölskyldan á líka ágætar stundir í eigin heitum potti sem er á svölum á áttundu hæð í Breiðholtinu. Göngu- ferðir um Elliðaárdalinn eru líka vel séðar. Mamman sér svo um að vekja áhugann á hestamennsku meðan pabbinn uppfræðir ungviðið um veiði, bíla og hjólaferð- ir.“ Borðið þið morgunmat saman? „Í einu orði sagt: Nei. Hér býr samsafn af B-manneskjum, utan húsföðurins sem vaknar á undan öllum öðrum og á stund með sjálfum sér við matarborðið áður en fýlutröllin fara á fætur. Þó skánar yfirleitt skapið þegar ungarnir hafa sporðrennt jógúrtinu.“ Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? „Hér væri gaman að koma að útópískri lýsingu á heilsteyptri fjölskyldu sem syngur saman og spilar á spil, en nei. Þegar við erum heima fer mestur tíminn í að halda skikki á húshaldinu. Börnin leika sér meðan foreldrarnir svitna yfir þvotti og uppvaski. Við höldum í fasta pósta eins og að lesa fyrir börn- in fyrir svefninn auk þess sem við eigum okkar stundir þar sem við setj- umst niður og spjöllum um alla heima og geima. Yfirleitt þykir okkur þó best að flýja heimilið og upp í bústað til að eiga mestu gæðastundirnar.“ EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Mestu gæðastundirnar í bústaðnum www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eðameira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.