Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 35
18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Staðbundnir fitukomplexar S purt er: Er eðlilegt að vera með staðbundna fitukomplexa á fer- tugsaldri? Allt góða fólkið myndi náttúrlega segja nei og senda pakkið til sálfræðings til þess að reyna að komast út úr þessum andlegu ógöngum. Það er kannski ekki eðlilegt að vera með staðbundna fitukomplexa á fertugsaldri (það vill örugglega enginn við- urkenna það og alls ekki upphátt fyrir framan þá sem þeim finnst töff). En svarið er að það er mun algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Yfir- leitt eru þessir staðbundnu fitukomplexar ekki nýtilkomnir heldur hef- ur þeim verið plantað inn í vitund viðkomandi löngu áður en sá hinn sami hafði vit á að greina hvort þetta væri eðlilegt eða ekki. Til eru endalausar leiðir til að planta fitukomplexum inn á hugs- anabrautir óharðnaðra og verður ekki farið út í þær hér. Smáhesturinn er á heimavelli þegar kemur að plöntun fitukomplexa. Sem folald var hann alltaf dálítið vel í holdum eða þykkur eins og það var kallað þarna á áttunda og níunda áratugnum. Og það var ekkert verið að fara í kringum það. Það var alveg sagt upphátt en eitthvað var þó djúpt á góðum ráðum til að reyna að megra þetta folald. Það datt allavega engum í hug að taka af honum kakómaltið, appelsínuþykknið, túnfisksalatið, karamellurnar, súkkulaðikökurnar, ísinn eða bakarísmatinn. Smáhesturinn passaði sig á því að borða nóg í kvöldmat svo hann færi nú alls ekki svangur að sofa og honum fannst hann alltaf vera kominn í veislu þegar hann mátti gúffa í sig morgunkorni fyrir svefn- inn, sem var reyndar ekki leyft á æskuheimili hans. Þar sem smáhesturinn fór nánast óhreyfður í gegnum fyrstu 33 ár ævinnar var hann lítið í því að brenna öllu gúm- melaðinu sem hann hafði mikið fyrir að troða í sig. Sem barn og ung- lingur fékk hann reglulega að heyra að hann væri „vel í holdum“ og eitt sinn var sagt við hann að hann væri „myndarlegur til fótanna“. Smá- hesturinn tók þessu þannig að hann væri með feit læri. Alveg sama hvað smáhesturinn hefur lagt mikið á sig í að minnka ummál sitt og léttast þá situr þessi hugsun um að hann sé með feit læri alltaf pikkföst í undirmeðvitundinni. Það er náttúrlega ekkert eðlilegt við það að nota Levis-gallabuxur í 28 og finnast lærin vera feit. Og það er heldur ekkert eðlilegt við það að klæða sig þannig að lærin séu helst falin. Smáhesturinn fer til dæmis mjög sjaldan í eitthvað stutt og ef hann er í kjól eða pilsi nær flíkin niður að hnjám. Ekki upp fyrir. Þar sem smáhesturinn er í undirmeðvitundinni að búa sig undir fer- tugsafmælið ákvað hann að frelsa á sér lærlegginn. Það er nefnilega ekki hægt að komast á fimmtugsaldur með staðbundna fitukomplexa. Það er nákvæmlega ekkert töff við það. Fyrsta skrefið í þessari viðbragðsáætlun er að mæta í stuttbuxum (hotpants) í ræktina í stað þess að vera búinn að vakúmpakka lærunum inn í aðhaldssokkabuxur innanundir níðþröngu æfingabuxurnar. Smá- hesturinn þurfti alveg að telja nokkrum sinnum upp að tíu áður en hann dúndraði lóðum á stöngina og lagði til atlögu. Svo mætti hann á aðra æfingu og aðra æfingu og aðra æfingu í þessum stuttbuxum! Þið sem mættuð smáhestinum í þessum stuttbuxum vitið þá núna að ekki er um nýtt trend að ræða heldur þerapíu smáhests við fitukomplexum sem hann ætlar að sigrast á! martamaria@mbl.is Ef myndin er grand- skoðuð má sjá glitta í stuttbuxur smáhestsins. * Alveg samahvað smáhest-urinn hefur lagt mikið á sig í að minnka um- mál sitt og léttast þá situr þessi hugsun um að hann sé með feit læri alltaf pikkföst í undirmeðvitundinni. Skráningá imark.is Stjórnendur frá fjórumfyrirtækjumfjallaumstöðu markaðsmála í sínumfyrirtækjum.Hvaða sessmarkaðs- málinhafioghvarþau séu innan skipuritsins. Morgunfundur ÍMARK Vægimarkaðsmála hjá íslenskum fyrirtækjum. –Hversumikið ernóg? Þriðjudaginn 27. október kl. 9–12 í sal Arion banka, Borgartúni 19. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka Kristín Eysteinsdóttir, Borgarleikhússtjóri Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár Fundarstjóri EddaHeiðrún Geirsdóttir, forstöðumaður alþjóðamarkaðssviðs Össurar Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss Pallborðsumræðurað loknumerindum Húsið opnar kl. 8.30 Upplifðu hinn sanna anda jólanna með Kristjáni Jóhannssyni og gestum Gestir Kristjáns að þessu sinni eru þau Dísella Lárusdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Oddur Arnþór Jónsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík, Karlakór Kópavogs og sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes. Í ELDBORG, HÖRPU, 6. DESEMBER KL. 20.00 Tryggið ykkur miða á harpa.is og tix.is // J Ö KU LÁ - W W W .J O KU LA .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.