Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Allsérstaka skráningu er nú að finna á vefnum Air-bnb.com. Gististaðurinn er sjálfar katakomburnarí París þar sem hægt er að fá að sofa á tvíbreiðurúmi innan um hauskúpur langt frá dagsljósi. Gist-inguna er þó ekki hægt að bóka beint heldur ergisting fyrir tvo á hrekkjavökunni, aðfaranótt 1.nóvember, í boði sem verðlaun frá Airbnb en það þarf að taka þátt í keppni á vefsíðu fyrirtækisins til að eiga möguleika á að vinna. Hryllilegur gististaður N óbelsfriðarmiðstöðin í Ósló er áhugaverður staður til að heim- sækja. Þetta er safn um friðarverðlaun Nóbels en þarna eru verðlaunahafar kynntir til sögunnar og ennfremur er saga Alfreðs Nóbels sögð. Miðstöðin tekur líka þátt í um- ræðum um mikilvæg málefni samfélagsins. Bæði eru þarna fastar sýningar og tímabundnar en allar eiga þær að varpa ljósi á stríð, frið og sáttaumleitanir. Nóbelsfriðarmiðstöðin hefur vakið athygli fyrir heimildarljós- myndasýningar sínar og líka fyrir notkun margmiðlunartækni í sýn- ingum sínum. Á hverju ári sækja meira en 225.000 manns safnið heim en þar á meðal eru 900 skólahópar. Safnhúsið er glæsilegt og er á skemmtilegum stað í hjarta Ósló- ar, rétt við ráðhúsið en húsið var áður lestarstöðin Vestbanen. Skemmtilegt kaffihús er í húsinu sem ber nafnið Alfred og gaman er að heimsækja. Líka er þarna að finna safnabúð sem leggur áherslu á muni tengda sýning- unum en þar er til sölu gjafa- vara af ýmsu tagi. Hægt er að skoða upplýsingar um alla verðlaunahafa frá upphafi eða frá árinu 1901. Sýning tileinkuð friðarverð- launahöfum Nóbels frá því í fyrra, þeim Malala Yousafzai og Kailash Satyarthi, var opnuð 4. september og stendur til 25. nóv- ember. Á sýningunni eru m.a. myndir af Malölu þegar hún var lítil og, að hennar eigin ósk, skólabúningurinn sem hún klædd- ist þegar hún varð fyrir skotárás. Um leið og tilkynnt var um verðlaunahafana í ár hófst vinna við sýningu sem fjallar um verð- launahafana, svokallaðan Kvartett, fern samtök í Túnis, sem skiptu sköpum við að efla lýðræði í landinu árið 2013 þegar landið stóð á barmi borgarastyrjaldar. Fulltrúar Kvartettsins opna nýju sýninguna 11. desember. Nánari upplýsingar er að finna á www.nobelpeacecenter.org. Ljósmyndir/Johannes Granseth/Nobel Peace Center - Nóbelsfriðarmiðstöðin ÁHUGAVERT SAFN Í MIÐBORGINNI Friðarmiðstöð Nóbels í Ósló NÓBELSFRIÐARMIÐSTÖÐIN ER SAFN SEM ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ AÐ HEIMSÆKJA FYRIR FÓLK Á FERÐ Í NORSKU HÖFUÐBORGINNI. SAFNIÐ ER ÞEKKT FYRIR LJÓS- MYNDASÝNINGAR SÍNAR OG AUÐVITAÐ ÞÆR SEM TIL- EINKAÐAR ERU FRIÐARVERÐLAUNAHÖFUNUM SJÁLFUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Safnið er vel staðsett í miðborg Óslóar en húsið var áður lestar- stöðin Vestbanen. Hér má sjá þegar Malala Yousafzai sá blóðugan skólabúning sinn í fyrsta sinn eftir skotárásina. Hann er á sýningunni sem er tileinkuð henni og Kailash Satyarthi en þau tóku bæði virkan þátt í að móta sýninguna, sem stendur til 25. nóvember. Nýjasta sýningin í Nóbelsfriðarmiðstöðinni heitir Targets en hún var opnuð 25. september og stendur til 24. apríl 2016. Þýski ljósmyndarinn Herlinde Koelbl hefur ferðast um heiminn til að taka myndir af skotmörkum sem hermenn sem er verið að þjálfa til að drepa nota. Á síðustu árum hefur Koelbl heim- sótt þjálfunarbúðir hermanna í 27 löndum víðs veg- ar um heiminn og myndað þessi skotmörk. Hún hef- ur ferðast um Evrópu, Bandaríkin, Mið-Austurlönd, Afríku, Kína, Rússland, Tyrkland og Ísrael. Aðeins Norður-Kórea hefur neitað henni um aðgang. „Mig langaði að varpa ljósi á hvernig óvinurinn er sýndur í mismunandi heimshlutum. Sum skotmörk eru með andlit og líta út eins og alvöru fólk. Sum líta út eins og börn eða nágranni þinn. Óvinurinn er með mörg andlit og ólíka ásjónu, allt eftir því hvar í heiminum þú ert,“ segir Koelbl. Hún hefur ennfremur tekið myndir af hermönn- unum, sem margir hverjir enda sem skotmörk sjálfir. Vídeóinnsetning og brot úr samtölum hennar við hermennina eru líka hluti af sýningunni. „Ég hef aldrei fengið samviskubit yfir því að drepa fólk sem á skilið að deyja. Mér finnst það eiga skilið að deyja því það er óvinurinn. Ég er þjálfaður til að hugsa á þann hátt,“ segir einn nafnlaus hermaður og önnur tilvitnun hljómar svo: „Stríð er skák stjórn- málamannanna og við erum taflmennirnir.“ LJÓSMYNDASÝNINGIN SKOTMÖRK Andlit óvinarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.