Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 51
18.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? heitir bók með safni spurninga af Vís- indavefnum um jökla og loftslagsmál. Helgi Björnsson tók bókina saman og Þór- arinn Már Baldursson mynd- skreytti hana. Í bókinni er rifjað upp að eitt sinn sinni huldi jökull allt Ísland og náði langt út í sjó en núna minnka jöklarnir hratt, svo hratt að sumir þeirra verða jafnvel alveg horfnir á næstu áratugum. Í Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? eru 45 spurn- ingar og svör um jökla og loftslagsmál, en bókin er ætl- uð fróðleiksfúsum lesendum frá átta ára aldri. Bókinni fylgja orðskýringar. Jöklar og ís á jörðinni Úrval ljóða Gyrðis Elíassonar er komið út, en í því eru ljóð allt frá fyrstu ljóðabók Gyrðis, Svarthvít axlabönd, sem kom út árið 1983. Síðan hafa kom- ið þrettán ljóðabækur eftir Gyrði, auk þess sem hann hefur gefið út fjórar bækur með ljóðaþýðingum og einnig smásagnasöfn og skáldsögur. Ljóðaúrvalið heitir einfaldlega Gyrðir Elíasson - Ljóðaúrval 1983-2012. Ljóðin í það völdu Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Magnús Sigurðsson. Dimma gefur bókina út. Gyrðir Elíasson hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir smásagna- safnið Milli trjánna og Íslensku þýðing- arverðlaunin 2014 fyrir ljóðaúrvalið Listin að vera einn eftir japanska skáldið Shuntaro Tanikawa. ÚRVAL LJÓÐA GYRÐIS ELÍASSONAR Stuttlisti bandarísku bókmenntaverðlaunanna, Nat- ional Book Awards, var kynntur í vikunni, en þau verðlaun verða veitt 18. nóvember næstkomandi. Á stuttlistanum er smásagnasafnið Refund eftir Karen E. Bender, The Turner House eftir Angela Flo- urnoy, Fates and Furies eftir Lauren Groff, smá- sagnasafnið Fortune Smiles eftir Adam Johnson og A Little Life eftir Hanya Yanagihara, en þess má geta að sú bók var talin líklegust til að hljóta Booker- verðlaunin, en þau hreppti A Brief History of Seven Killings eftir Marlon James. Tilnefndar til verðlauna í flokki fræðibóka voru Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates, Hold Still eftir Sally Mann, The Soul of an Octopus eftir Sy Montgomery, If the Oceans Were Ink eftir Carla Power og Ordinary Light eftir Tracy K. Smith. Í flokki barnabóka eru tilnefndar The Thing About Jellyfish eftir Ali Benjamin, Bone Gap eftir Laura Ruby, Most Dangerous eftir Steve Sheinkin, Chal- lenger Deep eftir Neal Shusterman og Nimona eftir Noelle Stevenson. Hanya Yanagihara þótti líkleg til að hljóta Booker. Nú spá margir að hún fái Banda- rísku bókmenntaverðlaunin. STUTTLISTI NATIONAL BOOK AWARDS Skuggasaga – Arftakinn eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur hlaut í vikunni Íslensku barna- bókaverðlaunin. Í bókinni er sagt frá Sögu, tólf ára gamalli stúlku sem býr með kaupahéðninum Guð- mundi föður sínum og Geira bróður sínum. Þeir feðgar eiga það reynd- ar til að gleyma henni, enda hefur það einhvernveginn allt- af verið þannig að enginn tek- ur eftir Sögu. Hún sér þó hluti sem enginn annar sér og þegar húshjálpin hverfur spor- laust og í hennar stað birtist skuggaleg skepna byrjar upp- hafið að ótrúlegu ævintýri Sögu. Þetta er fyrsta bók Ragn- heiðar, sem starfar sem arki- tekt og er búsett erlendis, en hún er komin vel á veg með næstu sögu um Sögu og Bald- ur. Saga af Sögu og Baldri Skuggabaldri Ragnheiður Eyjólfsdóttir Íslensk ljóð og frumsamdar barnabækur LJÓÐ OG SÖGUR EKKI ER BARA AÐ ÞAÐ STEFNI Í EITT BESTA LJÓÐAÁR Í MANNA MINNUM, HELDUR KOMA LÍKA ÚT MARGAR FRUMSAMDAR BARNABÆKUR SEM SJÁ MÁ HÉR Á SÍÐUNNI MEÐAL ANNARS. SVO ER SKAMMT Í SKÁLDSÖGUFLÓÐIÐ EF AÐ LÍKUM LÆTUR, JÁ OG ÆVISÖGURNAR, ÞÆR KOMA LÍKA ÚT FJÖLMARGAR. Bókin Ótrúleg ævintýri afa – Leit- in að Blóðey eftir Guðna Líndal Benediktsson vakti mikla athygli á síðasta ári og nú er komið fram- hald hennar, Ótrúleg ævintýri afa: Leyndardómur erfingjans. Í bókinni segir frá því er Kristján litli er á sjúkrahúsi og afi birtist með æsispennandi sögu þar sem fjörulallar, sjóræningjar og alls kyns hræðilegar óvættir koma við sögu. Leyndardómur erfingjans Vinur minn missti vitið nefnist ný ljóða- bók eftir Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu á Skarðsströnd. Björn starfaði við kennslu í hartnær hálfa öld, lengstum í Búðardal. Á bókarkápu segir að yrkisefni hans séu „sótt til æskuslóðanna á Skarðs- strönd og heimaslóðanna í Búðardal, nátt- úrunnar og þess samfélags í Dölum, sem Björn hefur lifað og hrærst í“. Víðar er þó komið við eins og í Útför Bakkusar: Lífsins þrautir þagnaðar, þér vil kveðju bera. Fannst mér þú til fagnaðar, frekar lítið vera. Björn gaf út bókina Sæll dagur 2013. Vinur minn missti vitið BÓKSALA 08.-14. OKTÓBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 2 HrellirinnLars Kepler 3 Íslensk litadýrð-Colorful IcelandElsa Nielsen 4 HundadagarEinar Már Guðmundsson 5 Dagar handan við dægrinSölvi Sveinsson 6 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 7 Atvinnumaðurinn Gylfi SigurðssonÓlafur Þór Jóelsson /Viðar Brink 8 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Café SigrúnSigrún Þorsteinsdóttir Barnabækur 1 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 2 DúkkaGerður Kristný 3 VinabókinJónaValborg Árnadóttir/Elsa Nielsen 4 Strákurinn í kjólnumDavid Walliams 5 MómóMichael Ende 6 Mói hrekkjusvín-landsmóthrekkjusvína Kristín Helga Gunnarsdóttir 7 Goðheimar 6–GulleplinPeter Madsen 8 Skúli skelfir og múmíanFrancesca Simon 9 Kvöldsögur fyrir Krakka 10 Hrollur 3-sá hlær best semsíðast hlær R. L. Stine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.