Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.10.2015, Blaðsíða 2
Um hvað snýst matarmenningarhátíðin á Akureyri, Local Food Festival? Þarna er verið að kynna framleiðslu á matvælum norðan heiða. Sýningin í íþróttahöllinni [í dag, laugardag] endur- speglar styrk Norðurlands sem stærsta matvælafram- leiðslusvæðis landsins og er þess vegna góður vettvangur til að kynna svo margt; framleiðslu, matarmenningu, veitinga- starfsemi, matartengda ferðaþjónustu og verslun. Hefur hátíðin fyrir löngu fest sig í sessi? Þessi hátíð tekur við af Matur-Inn sem fram fór annað hvert ár, síðast 2013, svo við segjumst vera að halda þennan viðburð í sjöunda sinn, þótt nafninu hafi verið breytt. Matur úr héraði - matarklasinn í Eyjafirði hefur haldið sýninguna hingað til en nú koma Matarkistan í Skagafirði og Þingeyska matarbúrið líka inn í þetta. Hópur útlendinga tekur þátt í hátíðinni í fyrsta skipti. Hvað eru þessir erlendu gestir að gera hér og hvernig kom heimsóknin til? Þetta er 20 manna hópur frá Bretlandi sem kemur í heimsókn til að kynna sér matarmenningu og matartengda ferðaþjónustu á Norður- landi og mun fara víða. Markaðsstofa Norðurlands vissi að hópurinn var að undirbúa ferð hingað og hægt var að koma því í kring að hann kæmi núna. Þetta er alls konar fólk; m.a. innkaupastjórar, fólk sem heldur svipaðar hátíðir í Englandi og Skotlandi, Michelin-kokkur sem hefur unnið í níu ár á Michelin-veitingastað og Steve Edwards sem vann Masterchef í Bretlandi í hittifyrra og hann mun einmitt keppa við Garðar Kára landsliðskokk sem vinnur á Strikinu hér á Akureyri. Þeir keppa í Höllinni og ég er viss um að sá viðburður mun vekja mikla athygli. Sýningin er aðalmálið í þessari hátíð og keppnin er í mínum huga stærsti einstaki viðburðurinn. Ég hlakka mikið til! Hvað heldurðu að verði áhugaverðast fyrir fólk á sýningunni? Fólk getur bæði smakkað á mjög fjölbreyttum mat og líka keypt sér ýmislegt á kynningarverði. Rétt er að taka fram að ekkert kostar inn á sýninguna. Svo getur almenningur tekið þátt í keppni um að búa til bestu samlokuna og skráning í hana hefur gengið frábærlega. Margir vilja spreyta sig á því. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson DAVÍÐ RÚNAR GUNNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Kræsingar úr héraði Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.10. 2015 Er Ragna Árnadóttir ekki fín? Hún er svo frambærileg manneskja. Svo finnst mér að enginn ætti að sitja lengur en átta ár í embætti. Magný Kristinsdóttir Einhverja góða konu. Mér leist svo vel á Þóru Arnórsdóttur síðast. Kristín Geirsdóttir Morgunblaðið/Eva Björk Einhver var að minnast á Bergþór Pálsson. Það hljómar helvíti vel. Hann er alltaf svo veislulegur. Steinunn Lilja Emilsdóttir Ég vil hafa Ólaf Ragnar Grímsson áfram. Það er ódýrast og best fyrir þjóðfélagið. Hans Óskar Isebarn Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVERN VILT ÞÚ FÁ SEM FORSETA ÍSLANDS Á NÆSTA ÁRI? Íris Tanja Fly- genring leiklist- arnemi er með fal- legan persónulegan stíl. Íris kýs einföld snið og mínímalískan fatnað sem hún segir helst áberandi hjá skandinavískum tískuhúsum. Tíska 34 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Ingólfur Guðmundsson. Tíu vegglistaverk eftir íslenska og erlenda listamenn prýða veggi jafnmargra húsa í mið- borg Reykjavíkur, m.a. bakhlið Gamla bíós. Listsamtökin Urban Nation í Berlín standa að verkefninu í samstarfi við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Menning 46 Soffía Stefánsdóttir hefur lengi haft áhuga á vand- aðri hönnun sem sést vel á fallega innréttuðu heimili hennar á besta stað í Hafnarfirði. Heimili og hönnun 24 Ágústa Skúladóttir leik- stýrir Rakaranum frá Sevilla. Hún segist hafa haldið tryggð við æv- intýraminnið í verkinu en bætti þó tveimur óp- eruþernum inn í það. Ís- lenska óperan frumsýnir óperuna eftir Rossini í Hörpu í kvöld. Menn- ing 48 Davíð Rúnar Gunnarsson er viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands á Akureyri. Stofan sér um að skipuleggja mat- armenningarhátíðina Local Food Festival sem stendur yfir þessa dagana en hápunkturinn er stór sýning í íþróttahöllinni á Akureyri í dag, laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.