Morgunblaðið - 20.10.2015, Page 4

Morgunblaðið - 20.10.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hundruð nýrra starfa munu verða til á Keflavíkurflugvelli næsta sumar og gera nær allir rekstraraðilar ráð fyrir að fjölga hjá sér fólki. Þetta kemur fram í samantekt Isavia og samtölum Morgunblaðsins við tals- menn sex fyrirtækja á vellinum. Samkvæmt samantekt Isavia munu bætast við ríflega 430 störf hjá Isavia og 25 rekstraraðilum, að lög- reglunni og tollinum meðtöldum. Eins og sýnt er hér til hliðar áætl- ar Isavia að um 2.800 manns muni starfa á Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Það er varlega áætlað. Þannig eru hér ekki taldir með margir tugir leigubílstjóra og bíl- stjórar hópferðabifreiða, ekki heldur flugmenn, flugþjónar og flugfreyjur. Þá skapar flugstöðin fjölda starfa fyrir verktaka og þjónustufyrirtæki. Flugfélögin Icelandair og WOW Air hyggjast fjölga hjá sér fólki á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair má gera ráð fyrir að starfsmönnum hjá félaginu muni fjölga um 200 til 250 milli ára 2015 og 2016. Til viðbótar komi aukning hjá systurfélögum í Icelandair Gro- up. Þá hyggst WOW Air fjölga starfsmönnum um 200 næstu níu mánuði. Sinna ýmsum verkefnum Guðni Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi hjá Isavia, segir að hjá fyrir- tækinu starfi fólk við ýmislegt í flug- stöðinni og nefnir sem dæmi flugvernd, þjónustuliða, skrifstofu- fólk og bílastæðaþjónustu. Guðni segir aðspurður að fyrir- tækin Airport Associates og IGS sinni þjónustu við flugvélar. Þá áréttar Guðni að þessi saman- tekt eigi aðeins við fólk sem vinnur á vellinum og við flugstöðina. „Úti á flugvallarsvæðinu starfar nokkur fjöldi fólks við flugvallar- þjónustu sem felur í sér snjómokst- ur, brautareftirlit, slökkvi- og björg- unarþjónustu, raftæknideild, flugumferðarstjórn í flugturni og fleiri aðila,“ segir Guðni og bendir á að mikil fjölgun farþega kalli líka á fjölgun í þessum hópum. Hann segir það þumalputtareglu í fluginu að á flugvelli þurfi þúsund starfsmenn fyrir hverja milljón far- þega. Nú sé áætlað að 4,8 milljónir farþega fari um völlinn í ár, eða um milljón fleiri en í fyrra og 1,6 millj- ónum fleiri en árið 2013. Skv. því ættu að hafa skapast 1.600 ný störf frá ársbyrjun 2013 til ársloka 2015. Guðni segir áætlað að farþegar verði um 6 milljónir á næsta ári og ætti því að þurfa 1.200 fleiri starfs- menn á næsta ári en á þessu ári. Meðal þeirra 25 rekstraraðila sem samantekt Isavia nær til er fyrir- tækið Lagardère Travel Retail (LTR), sem rekur matvörumark- aðinn Pure Food Hall, Loksins bar og veitingastaðina Nord, Segafredo, Mathús og Mathús suður. Næst á eftir Isavia er IGS Ground Services sennilega stærsti vinnu- veitandinn á Keflavíkurflugvelli. Þar starfa nú um 670 manns og enn fleiri yfir hásumarið. Svala E. Guðjónsdóttir, forstöðu- maður starfsmannaþjónustu hjá IGS Ground Services, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi verið um 800 sl. sumar. Nú sé verið að áætla flugumferðina næsta sumar. 900 starfsmenn hjá IGS 2016? Við fyrstu skoðun virðist sem starfsmennirnir geti jafnvel orðið yf- ir 900 næsta sumar, eða 50 fleiri en Isavia áætlar í samantektinni hér. Hjá IGS Ground Services starfar fólk í ýmsum deildum. Það starfar við innritun, vinnur við að hlaða og afhlaða flugvélar, starfar í vöruhúsi fyrir flugfrakt, við ræstingu í flug- vélum, við veitingaþjónustu á bið- stofunni Saga Lounge og framleiðir mat í flugvélarnar, til dæmis hjá Ice- landair. Daníel Kári Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Joe & the Juice á Ís- landi, segir nú um 34 starfsmenn hjá fyrirtækinu á Keflavíkurflugvelli, í hlutastarfi og fullu starfi. „Það var mjög mikið að gera í sumar. Umferðin hefur aðeins róast en er samt talsvert meiri en við bjuggumst við. Aukningin á vell- inum er langt umfram spár. Við vor- um þegar mest var með 45-50 starfs- menn í sumar og hefðum viljað hafa fleiri. Það gekk hins vegar erfiðlega að fá fólk. Það var orðin barátta um sama fólkið á Keflavíkurflugvelli. Þegar skólarnir byrja er enn viss há- punktur í ferðaþjónustu og þá lenda mörg fyrirtæki á vellinum í vand- ræðum,“ segir Daníel Kári. Þúsundir munu starfa á vellinum  Isavia áætlar að minnst 430 ný störf verði til á Keflavíkurflugvelli á næsta ári  Nær öll fyrirtækin ætla að fjölga fólki  Til viðbótar munu m.a. bætast við 400-450 ný störf hjá Icelandair og WOW Air Farþegum fjölgar ört » Árið 2004 fóru 1.883.725 farþegar um Keflavíkurflugvöll. » Til samanburðar fór 3.821.671 farþegi um völlinn á fyrstu níu mánuðum þessa árs. » Júlí var annasamasti mán- uðurinn 2004 en farþegar voru þá samtals 267.732. » Júlí er annasamasti mán- uður þessa árs, þá fóru 662.729 farþegar um völlinn. » Umferðin í júlí var því 148% meiri en í júlí 2004. Hluti starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sumar og haust 2015 og sumar 2016* Fyrirtæki Sumar 2015 Október 2015 Sumar 2016 (áætlun) Breyting milli sumra Fyrirtæki Sumar 2015 Október 2015 Sumar 2016 (áætlun) Breyting milli sumra Isavia Fríhöfnin Flugstöð** 249 457 193 388 262 565 5% 24% Iceland Excursions 8 8 10 25% 10-11 17 13 20 18% IGS 667 770 850 27% A. Óskarsson*** 10 11 14 40% Joe and Juice 58 41 65 12% Airport Associates 300 200 380 27% Landsbankinn 35 22 35 0% Airport Fashion 12 10 16 33% Lögreglan 48 32 42 -13% Allt hreint 2 2 2,5 25% LTR**** 146 128 150 3% Alp ? ? ? ? Optical Studio 15 10 16 7% AÞ þrif 29 26 29 0% Penninn 11 8 14 27% Bláa lónið 14 8 13 -7% Rammagerðin / 66°N 31 25 35 13% Elko 18 15 18 0% Reykjavik Excursions 13 10 14 8% Fagræsting 15 9 6 -60% Tollur 53 44 53 0% Hertz 38 13 41,8 10% WOWair 6 6 20 233% Höldur 32 20 37 16% Securitas 20 16 24 20% Icelandair 40 32 44 10% Samtals 2.344 2.060 2.776 18% * Heimild: Isavia. **Starfsmenn Isavia í flugstöðinni starfa meðal annars við flugvernd, sem þjónustuliðar, sem skrifstofufólk, við bílastæðaþjónustu og fleira. ***A. Óskarsson er verktakafyrirtæki sem sinnir viðhaldi í flugstöðinni. ****Undir Lagardère Travel Retail (LTR) heyrir m.a. rekstur Pure Food Hall, Nord, Segafredo, Mathúss, Mathúss suður og Loksins bars. Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir 15 starfsmenn nú á launaskrá hjá fyrirtækinu á Kefla- víkurflugvelli, eða um tveimur fleiri en þegar reksturinn hófst 2007. Hluti starfsmanna sé ekki í fullu starfi. Spurður hvernig verslunin gangi á flugvellinum segir Gestur að hún sé nú svipuð og metárið 2007. „Verslunin dróst verulega saman árið 2008. Þá fækkaði Íslendingum um helming. Það hafði auðvitað gríðarleg áhrif á afkomuna hjá okk- ur. Nú erum við að nálgast veltutöl- ur sem við sáum 2007,“ segir Gestur og bendir á að vörugjöld hafi verið afnum- in um síðustu áramót. Því þurfi mikla magnaukn- ingu til að salan aukist milli ára í krónum talið, líkt og hún hafi gert í ár. Vegna afnáms vörugjalda og styrkingar krónu sé verð á raftækj- um nú 13% lægra en í fyrra. „Þannig að magnaukningin í söl- unni hjá okkur er mikil. Það er held- ur meiri aukning í flugstöðinni en í öðrum búðum hjá okkur. Í heild er þetta ár svipað hjá okkur og þegar best gekk,“ segir Gestur og vísar til áranna 2006 og 2007. Gestur segir erlenda ferðamenn að baki 30-35% af veltunni hjá Elko. Hann áætlar að hlutur snjallsíma í allri sölu í flug- stöðinni sé um 50%. Hægt sé að gera góð kaup enda séu símarnir að jafnaði 15% ódýrari en í öðrum verslunum Elko. Árið 2007 hafi myndavélar hins vegar verið að baki helmingi sölunnar. Salan hjá Elko jafnast á við metárið 2007 FRAMKVÆMDASTJÓRI ELKO SEGIR MIKLA MAGNAUKNINGU Í SÖLUNNI MILLI ÁRA Gestur Hjaltason Baldur Arnarson baldura@mbl.is Minjastofnun Íslands hefur lagt fram tillögu um friðlýsingu á ytra byrði Laugavegar 3 í Reykjavík. Í rökstuðningi fyrir friðlýsingunni kemur fram að Laugavegur 3 sé fjórlyft verslunar- og skrifstofuhús, byggt í áföngum á árunum 1920-29 eftir uppdráttum Guðjóns Samúels- sonar húsameistara. Byggingin sé „eitt af fyrstu stór- hýsum Guðjóns í miðborg Reykja- víkur og eitt veglegasta versl- unarhús við Laugaveg frá upphafsárum steinsteypualdar“. Húsið hafi nýlega endurheimt sinn upphaflega glæsileik. Spurður um friðlýsinguna segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, að hún feli í sér viðurkenningu vegna end- urbóta á húsinu. „Við höfum nú ákveðið að leggja þetta til. Það er reyndar svo að einn af megineigendum hússins óskaði eftir þessu sérstaklega og sendi okk- ur erindi fyrr í sumar. Sá aðili hefur staðið fyrir viðgerðum á öllum gluggum í húsinu, sem er orðið mjög fallegt. Þessi tillaga er því viður- kenning á því góða starfi og þeirri fórnfýsi sem viðkomandi húseigandi hefur sýnt, sem fordæmi fyrir aðra. Það má segja að þetta sé viss heið- ursfriðlýsing. Hún tekur til ytra borðs hússins. Hún á ekki að tak- marka nýtingu þess á nokkurn hátt,“ segir Pétur. Vilja friða ytra byrði Laugavegar 3 Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugavegur 3 Veitingastaðurinn Dunk-in’ Donuts er á jarðhæð hússins. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 350 PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.890 6mm gúmmídúkur grófrifflaður 2.990pr.lm. einnig til 3mm á kr. 1.990 Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.190

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.