Morgunblaðið - 20.10.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.10.2015, Qupperneq 11
Litadýrð Geitá rennur úr Eiríksjökli í Hvítá við Húsafell. hvaðanæva af landinu, jafnstórar og allar á hæðina fremur en breiddina og aðeins eina mynd á opnu. Á end- anum var ég kominn með hátt á fjórða hundrað mynda, sem mér fannst jafn erfitt að gera upp á milli og ef ég þyrfti að að gera upp á milli barnanna minna. Þegar ég hafði fækkað myndunum í 200 fór ég að ganga skipulega til verks, til dæmis gætti ég þess að hafa ekki alltof margar myndir frá einum landshluta frekar en öðrum, þótt Suðurland og miðhálendið hefðu reyndar vinning- inn þegar upp var staðið,“ segir Páll Jökull. „Enda er ég Mýrdælingur og bý á Selfossi,“ bætir hann við. Kjörlendur og heilun Reynisdrangar sem blasa við frá Vík í Mýrdal og Eystrahorn austan við Lón eru hans uppáhaldsstaðir. Annars vegar tignarlegir kletta- drangar og hins vegar vígalegt fjall, þar sem eru gríðarleg veðrabrigði og mikið skýjafar. Kjörlendur ljósmynd- ara eins og Páls Jökuls, sem líður að eigin sögn best þegar hann er úti í náttúrunni. Slíkum stundum líkir hann við heilun. Ekki er ólíklegt að slík stund hafi runnið upp á Vaðlaheiði um mið- nætti 20. júlí í fyrra þegar hann var á leið í Eyjafjörðinn og tók forsíðu- mynd bókarinnar. „Það var að minnsta kosti súrrealísk stund,“ rifj- ar hann upp og lýsir nánar: „Skýja- bakki í norðri og fjörðurinn í appels- ínugulri þoku svo langt sem augað eygði. Þrjár kindur stóðu grafkyrrar og horfðu spakar á þennan litríka graut. Eftir fimm mínútur röltu þær svo í rólegheitum niður fjörðinn.“ Fyrir tveimur árum sameinaði Páll Jökull sín helstu áhugamál; ferðalög og ljósmyndun, í atvinnu- skyni og hóf að bjóða erlendum ferða- mönnum upp á ljósmyndaleiðangra um allt land. „Undirbúningurinn tók tölu- verðan tíma. Ég þurfti að vera með alls konar leyfi upp á vasann sem og taka meirapróf og leigubílapróf, þótt ég keyri aldrei meira en fjóra ferða- langa í jeppanum mínum, útbúa vef- síðu og auglýsa þjónustuna á ýmsum samfélagsmiðlum. Framtakið mælt- ist vel fyrir, ég fór sjö mislanga og mismunandi túra í sumar og hef feng- ið fjölda fyrirspurna. Flestir voru að koma í fyrsta sinn til landsins og voru ánægðir með að fá tækifæri til að taka myndir af stórbrotnu landslag- inu, svo ekki sé minnst á norðurljósin. Með svona fáa í hópi get ég aðstoðað fólkið við myndatökuna og náð per- sónulegum tengslum við það. Sumir voru svo ánægðir að þeir vildu helst ættleiða mig og bjóða mér heim til sín um jólin,“ segir hann kankvís á svip. Páll Jökull er oft beðinn að mynda eitt og annað fyrir fólk úti í bæ. Sérkennilegasta myndabeiðin kom nýverið frá indónesísku pari sem vill fá myndir af sér í brúðkaups- skrúðanum á Snæfellsnesi um miðjan nóvember rétt fyrir brúðkaupið. Hann er efins um að vel viðri fyrir hvort heldur sem er flíkur, brúðar- vönd eða myndatöku en ætlar að slá til. Hvað ljósmyndatúrismann áhrærir kveðst hann bjóða upp á ferðir á ákveðnar slóðir en kappkosti jafnframt að koma til móts við óskir hvers og eins, jafnvel þótt hann sé beðinn að keyra að litlum fossi í litlum og afskekktum dal sem útlending- arnir hafa séð myndir af á netinu og langar að mynda. Páli Jökli finnst ekkert mál að taka á sig krók. Verra finnst honum að þurfa að taka á sig króka framhjá sífellt fleiri möstrum og háspennulínum sem sjónmenga umhverfið og hann kærir sig ekki um að hóparnir sínir sjái. „Vonandi verð- ur ekki úr þeim áformum að leggja háspennulínu yfir Sprengisand,“ seg- ir náttúruunnandinn og víkur talinu að norðurljósunum, sem allir vonast til að sjá. Norðurljósin heilla „Sumir verða fyrir vonbrigðum þegar þeir komast að því að norður- ljósin eru ekki sýnileg og alls ekki á sumrin. Þeir sem eru svo heppnir að berja þau augum verða fyrir miklum hughrifum, veina og hrópa af hrifn- ingu og „jesúsa sig“ í bak og fyrir.“ Sjálfur er Páll Jökull svolítið veikur fyrir að mynda norðurljósin. Í því skyni fer hann stundum út um tíu- leytið á kvöldin og kemur ekki aftur heim til sín fyrr en um tvöleytið. „Myndirnar eru eina sönnun þess að ég hafi ekki bara verið á einhverju randi,“ segir hann. Allmargar norð- urljósamyndir prýða bókina A Portrait of Iceland. Eftir tugi ferða um landið þvert og endilangt er Páll Jökull orðinn býsna vel að sér í landafræði og veit hvar hætturnar leynast. Hann gætir þess að leggja ekki upp í óvissuferðir með hópana og brýnir fyrir þeim að horfa í kringum sig og fara varlega. „Maður bara svitnar við að horfa á ferðamenn standa á brún Goðafoss og taka sjálfsmyndir með beljandi foss- inn í baksýn.“ Þótt Páll Jökull hafi í áranna rás myndað menn og mannlíf og sitthvað fleira finnst honum ekkert eins gef- andi og að mynda landslagið – það kvarti til dæmis aldrei yfir að vera ekki með hárgreiðsluna í lagi. Norðurljós Norðurljósin heilla flesta ljósmyndara. www.palljokull.net „Sumir voru svo ánægð- ir að þeir vildu helst ættleiða mig og bjóða mér heim um jólin.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015 Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Landspítala og viðtali við forstjórann Pál Matthíasson, auk sérfræðinga. Síðari þátturinn verður á dagskrá Hringbrautar 27. október kl. 21.00. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ Heimsókn til Landspítala við Hringbraut - fyrri þáttur af tveimur í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld • Stærsti vinnustaður landsins heimsóttur þar sem 300.000 komur eru á bráða- móttökur og framkvæmdar 13.000 skurðaðgerðir á síðasta ári • Fylgst er með skurðaðgerðum og rætt við forstjóra auk sérfræðinga •Þröngur húsakostur og nauðsynleg endur- nýjun lækningatækja á komandi árum Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.