Morgunblaðið - 20.10.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Austin Mitchell, fyrrverandi þing-
maður breska Verkamannaflokks-
ins, er væntanlegur hingað til lands
í vikunni til að taka á móti viður-
kenningu fyrir margháttaðan
stuðning við Ísland á undanförnum
fjórum áratugum. Eitt af fyrstu
málunum sem Mitchell beitti sér
fyrir eftir að hann var kjörinn á
þing fyrir hafnarbæinn Grimsby
1977 var að aflétta löndunarbanni á
íslensk skip í breskum höfnum, en
það hafði verið sett á í mótmæla-
skyni við útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar í 200 mílur árið 1975. Ári
seinna gátu íslensk skip að nýju
landað í Grimsby og Hull.
Þorskastríð
Fiskveiðilögsaga Íslands var
færð út í 12 mílur 1958 og 50 mílur
1972. Fyrir fjörutíu árum, 15. októ-
ber 1975, var svo síðasta skrefið
stigið með útfærslu lögsögunnar í
200 mílur. Öllum þessum útfærslum
var harðlega mótmælt af Bretum
og fleiri þjóðum. Gengu Bretar
lengst enda hagsmunir þeirra mest-
ir, en þeir sendu hingað nokkur
herskip til að styðja ólögmætar
veiðar fiskiskipa sinna. Landhelg-
isgæslan lét hinn ójafna leik ekki
trufla sig og klipptu varðskipin hik-
laust á veiðarfæri breskra togara
hvar sem það var hægt. Var þeim
refsað með ásiglingum freigáta og
dráttarbáta. Magnaðist deilan við
þetta og leiddi m.a. til spennu inn-
an Atlantshafsbandalagsins. Um
síðir tókust samningar í deilunni
eftir fundi í Ósló vorið 1976.
Mitchell (fæddur 1934) var um
árabil einn af þekktustu þingmönn-
um Breta. Hann lét af þing-
mennsku fyrr á þessu ári. Áður en
hann tók sæti á þingi var hann há-
skólakennari og síðan fréttamaður
og þáttastjórnandi hjá sjónvarps-
stöðinni ITV. Síðustu árin hefur
hann verið í forystu þeirra sem
gagnrýnir eru á aðild Breta að
Evrópusambandinu. Hann hefur
nokkrum sinnum komið hingað til
lands og á hér fjölda vina og kunn-
ingja.
Í forystu Íslandsvinafélags
Mitchell var lengi formaður Ís-
landsvinafélags breska þingsins.
Hann hefur alla tíð verið mjög
áhugasamur um útgerð og sjáv-
arútvegsmál og m.a. ritað bók um
þau efni. Hann sýndi stefnu Íslands
í þorskastríðunum mikinn skilning.
Þá hefur hann haldið á lofti fisk-
veiðistefnu Íslendinga, sem hann
segir einkennast af ábyrgð, og telur
hana til fyrirmyndar fyrir Bretland
og önnur Evrópulönd.
Frægt varð árið 2002 þegar
Mitchell breytti nafni sínu um tíma
í Austin Haddock (ýsa) til að árétta
stuðning við útgerðarhagsmuni
kjósenda sinna í Grimsby. Hann er
eindreginn andstæðingur hinnar
sameiginlegu sjávarútvegsstefnu
Evrópusambandsins, sem hann tel-
ur að hafi skaðað breskan sjávar-
útveg.
Ljósmynd/Morgunblaðið
Mótmæli Allar rúður voru brotnar í breska sendiráðinu í Reykjavík eftir útifund á Lækjartorgi í nóvember 1975.
Beitti sér fyrir afnámi
löndunarbanns á Ísland
40 ár frá útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur 1975
Sómi Mitchell verður sæmdur orðu.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Í reglugerð sem fylgir nýsamþykkt-
um lögum um sölu fasteigna og skipa
sem birt hefur verið á vef atvinnu-
vegaráðuneytisins eru störf aðstoð-
armanna fasteignasala skilgreind.
Eins og fram hefur komið hafa að-
stoðarmenn fasteignasala, sem
gjarnan eru nefndir sölufulltrúar,
lýst óánægju sinni vegna laganna.
Þeir höfðu áður nánast óheft frelsi til
þess að sinna því sem viðkemur við-
skiptum með fasteignir. Er tilgang-
ur laganna sá að einungis löggiltir
fasteignasalar geti sinnt þeim. Í
reglugerðinni eru tilgreind fjögur at-
riði sem aðstoðarmenn mega sinna.
Þeim er leyfilegt að útvega gögn er
varða eign sem er til sölumeðferðar
hjá fasteignasölu. Þá mega þeir
sækja gögn sem eru til, fara með og
sækja skjöl til lánastofnana og emb-
ætta og annast skjalavistun og bak-
vinnslu. Eins veita almennar upplýs-
ingar úr söluyfirliti til viðskiptavina,
án þess að í því felist ráðgjöf. Að lok-
um mega þeir leggja drög að auglýs-
ingum og markaðssetningu fyrir
fasteignasala. Þá er tilgreint að þeir
megi sinna því sem fellur utan alls
þess sem kemur að starfseminni að
undanskilinni umsýslu fasteignavið-
skipta sem fasteignasala ber að
sinna. Hægt er að senda inn um-
sagnir um reglugerðina til 22. októ-
ber. Rúmur helmingur starfsmanna
á fasteignasölum er sölufulltrúar en
tæpur helmingur löggiltir fasteigna-
salar. Hafa sölufulltrúar sótt sér lög-
fræðiráðgjöf til að verja hagsmuni
sína. vidar@mbl.is
Skjalavarsla og
uppflettingar
Störf fulltrúa á fasteignasölum breyt-
ast mikið Veita umsögn um reglurnar
Morgunblaðið/Ómar
Fasteignir Mikil takmörkun er á
störfum sölufulltrúa í nýjum lögum.
Jóhannes Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Strætó, er nýkominn
heim af stórri strætisvagna- og
rútusýningu í Hollandi. Þar var far-
ið yfir allt það nýjasta sem í boði er í
þessum geira. Þetta er í fyrsta sinn
sem Jóhannes fer á þessa sýningu
sem haldin er á tveggja ára fresti en
hann tók við framkvæmdastjórn
Strætó í janúar.
„Þeir sem voru með mér og hafa
farið áður segja að áður hafi verið
talað um hybrid eða tvinnvagna en
núna er verið að horfa á rafmagns-
vagna. Þeir komast um 300 kíló-
metra á hleðslunni en það er tækni-
lega erfitt að hlaða þá, það væri gert
á ferð í gegnum þakið og það er eitt-
hvað sem er ekki hægt í Reykjavík.
Þetta er enn í þróunarfasa og svona
sýning er til að skyggnast inn í
framtíðina,“ segir hann.
Jóhannes segir að Strætó muni
kaupa 6-8 nýja vagna á hverju ári á
næstu árum til að halda kröfum um
umhverfisvottun en Strætó er
grænt fyrirtæki. „Nýjustu vagnar
okkar menga lítið og við viljum vera
með vagna sem eru mest 6-8 ára
gamlir.“
Grænn útblástur Strætó reiknar
með að kaupa 6-8 vagna á ári.
Rafmagnsstrætó gæti
verið næsta skref
Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is
1975-2015
GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við
leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu.
Við tökum málin þín í okkar hendur
Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki
40 ára
Dálkur
mbl.is