Morgunblaðið - 20.10.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 20.10.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015                                     ! "#  $% # # !" $! ""% $" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  !!# ## % !% !" $" !$ $ "# "   !%! #%% % !  # !$% $% "#" #"   ## Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs, VNV, muni hækka um 0,1% í október frá septembermán- uði. Ef spáin gengur eftir helst verð- bólga óbreytt í 1,9%. Verðbólga verður því áfram undir 2,5% verðbólgumark- miði Seðlabanka Íslands. Hagfræðideild Landsbankans spáir hins vegar 0,2% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spá þeirra eftir hækkar ársverðbólgan úr 1,9% í 2%. Bráðabirgðaspá Landsbankans til næstu þriggja mánaða gerir ráð fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni aukast hratt og verða 3,2% í janúar á næsta ári. Hagfræðingar bankanna spá 1,9-2% verðbólgu STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fasteignasjóðirnir SRE I og SRE II, sem að langstærstum hluta eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða, hafa gengið frá sölu á nærri 18 milljarða fasteignasafni til fasteignafélagsins Reita. Eignirnar, sem eru nokkrar af verðmætustu fasteignum Reykja- víkur, voru ekki auglýstar opinber- lega til sölu. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum Morgunblaðsins hófust þreifingar um mögulega sölu eftir að Reitir óskuðu eftir viðræð- um við fasteignasjóðina um mögu- leg kaup á eignunum. Aðkoma Arion banka SRE I og SRE II eru hvorir tveggja í rekstri hjá Stefni, sem er sjóðastýringarfyrirtæki í eigu Arion banka en fyrirtækið er með um 400 milljarða í virkri stýringu fyrir ein- staklinga og fagfjárfesta. Arion banki er fjórði stærsti eig- andi kaupanda eignanna því bank- inn á tæp 9% í fyrirtækinu. Það eru aðeins lífeyrissjóðirnir Gildi, Líf- eyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins sem eiga stærri hluti í fyrirtæk- inu. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafði umsjón með sölunni og kaupin eru fjármögnuð að fullu af bankan- um. Ekki boðið að borðinu Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að fyrirtæki sínu hafi ekki verið boðið að bjóða í eignirnar. „Þetta eru mjög verðmætar eign- ir og staðsetning þeirra góð og það hefðu margir viljað eiga þess kost að bjóða í þær og það á meðal ann- ars við um okkur. Það kemur mér á óvart að þetta hafi ekki verið aug- lýst og þannig tryggt að sem hæst verð fengist fyrir eignirnar.“ Í samtali við Morgunblaðið tekur Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar fasteignafélags, í svip- aðan streng. Hann segir að fyrir- tækið sem hann veiti forstöðu hefði haft áhuga á því að kynna sér eigna- safnið betur og kanna flöt á mögu- legum kaupum. Stærstu eigendur SRE I og II Eins og fyrr segir eru lífeyris- sjóðirnir langstærstu eigendur fast- eignasjóðanna sem seldu umræddar eignir til Reita. Stapi lífeyrissjóður er stærsti eigandi SRE I og þá er sjóðurinn næststærsti eigandi SRE II. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærstur í SRE II og annar stærsti eigandi SRE I. Aðrir sjóðir eiga minna en þar eru á meðal Líf- eyrissjóður bankamanna, Festa, Al- menni, Lífeyrissjóður bænda og Frjálsi lífeyrissjóðurinn sem rekinn er af Arion banka. Ásamt sjóðunum eiga TM og VÍS í SRE II og TM á einnig hlut í SRE I. Arion banki á hlut í sjóðunum báðum í gegnum dótturfélag sitt Stefni, sem eins og áður segir stýrir sjóðunum fyrir hönd eigenda. Lífeyrissjóðir seldu milljarða fasteignasafn án auglýsingar Morgunblaðið/Styrmir Kári Fasteignir Hótel borg var meðal þeirra eigna sem Reitir eignuðust við kaupin á eignasöfnum SRE I og SRE II. Hinar seldu eignir » 37.500 fermetrar auk 6 þús- und fermetra byggingaréttar í Borgartúni. » Eignirnar eru Hótel Borg. Borgartún 37, Skúlagata 17, Guð- rúnartún 10, Laugavegur 77, Fiski- slóð 11, Síðumúli 16-18, Faxafen 5 ásamt Þingvallarstræti 23 á Akur- eyri. » Leigutekjur á ársgrundvelli eru um 1.360 milljónir króna og meðaltími leigusamninga er 12 ár.  Arion banki á hlut í seljanda og kaupanda  Bankinn sá um söluna og fjármögnun „Stærstu áhrifin á hagvísinn eru af þrennum toga. Aflaverðmætin eru að aukast mikið, það er blússandi gangur í ferðaþjónustunni og svo er heilmikil bjartsýni meðal landans því væntingavísitala Gallup er í tölu- verðri uppsveiflu,“ segir Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ana- lytica. Í nýrri greiningu Analytica kemur fram að leiðandi hagvísir hafi hækkað um 0,3% í september og gildi hagvísisins hafi ekki verið hærri í uppsveiflu síðan 2006. Hag- vísirinn er vísitala sem gefur vís- bendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum eða í mars á næsta ári. Yngvi segir það skipta máli hvort við erum í uppsveiflu eða niður- sveiflu þegar hagvísirinn er borinn saman milli tímabila. „Til að finna jafngott árferði og er núna þarf að fara aftur til ársins 2006. Okkur sýn- ist að hann sé umfram það sem jafn- vægisvöxtur er til lengri tíma.“ Það eru þó áhættuþættir í ytra umhverfinu sem gætu ógnað hag- vextinum, þeir eru einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum, óvissu í efnahagsmálum nýmarkaðs- ríkja og Kína og áhrifum á helstu viðskiptalönd. Það er hlutverk vísitölunnar að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við umskiptum í efnahagsumsvifum. Vísitalan er reiknuð á grundvelli sömu aðferða- fræði og annars staðar þar sem sam- bærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD. Leiðandi hagvísir Analytica er samsettur úr sex und- irþáttum af mismunandi toga. Morgunblaðið/Eva Björk Hagvöxtur Ferðaþjónustan hefur meðal annars áhrif á hagvöxtinn. Jafngott árferði og á árinu 2006  Hagvísir Ana- lytica hækkaði í september Kjálki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.