Morgunblaðið - 20.10.2015, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2015
FH, í Berki hf, með Fhákörlum, í
Setbergsgolfinu og heima hjá
hvor öðrum. Takk, Helgi.
Ég votta sonum hans, Sigur-
steini, Magnúsi og Helga, samúð
mína svo og öðrum ættingjum og
vinum.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Björn Eysteinsson.
Helgi Ragg er einn af þessum
útvöldu vinum og samferðamönn-
um sem maður kynnist á lífsleið-
inni og verða sérstaklega minn-
isstæðir, karakterinn býður ekki
upp á annað.
Endalaust er verið að rifja upp
sögur og atburði þar sem hann
var hrókur alls fagnaðar, vildi
taka svolítið til sín og uppátækin
óvænt og skemmtileg. Á tímabili
var vissara að fara gætilega þeg-
ar svarað var í símann og grun-
samleg, óþekkt rödd var á hinum
enda línunnar sem gat þá stund-
um komið manni í smávandræði
en samt var alltaf um hrekklaust
gaman að ræða.
Það er með ólíkindum hvað
maður hefur eignast marga
kunningja og trygga vini með
þátttöku í fótboltanum og Helgi
er einn af þeim sem ég hitti á
fyrstu árum mínum í FH. Okkur
varð strax vel til vina, stunduðum
fótboltaæfingarnar af kappi með
öðrum góðum félögum sem
ennþá halda hópinn og ég veit að
Helga þótti vænt um þann félags-
skap.
Á þessum árum vorum við
okkar eigin herrar, lausir og lið-
ugir og nokkuð duglegir að sækja
Glaumbæjarböll og heimsækja
fleiri skemmtistaði, ásamt Ból-
staðarbræðrum og ýmsum öðr-
um fjörkálfum. Ekki má gleyma
„samkomunum“ á Club 56 á
Hringbrautinni hjá Ingvari Vikt-
ors þar sem Helgi bjó líka í kjall-
aranum.
Samband okkar hélst þó að ég
færi síðar heim á Hornafjörð og
Helgi færi á sama tíma um víðan
völl að þjálfa og sömuleiðis breytt-
ust aðstæður við fjölskyldustofn-
un. Þegar ég flutti aftur tíma-
bundið í Hafnarfjörð með
fjölskylduna og tók upp þráðinn
hjá FH endurnýjaðist vinskapur-
inn og Helgi varð um leið mikill
heimilisvinur hjá okkur, nánast
daglegur gestur, aufúsugestur,
sem börnunum líkaði vel við.
Hann deildi jafnvel aðfanga-
dagskvöldi með fjölskyldunni og
tók þátt í að gleðja alla. Hann var
viljugur að aðstoða okkur við ým-
islegt og bóngóður.
Ómetanlegt var að fá hjálp
lærða smiðsins við að setja upp
nýja eldhúsinnréttingu í Álfa-
skeiðinu eftir brunaskemmdir.
En það voru ekki alltaf jólin
hjá vininum og hann átti sínar
góðu og líka erfiðu stundir eins
og gerist í lífi okkar flestra. Hann
fór sjálfsagt ekki alltaf vel með
sig og ýmis veikindi og áföll tóku
sinn toll sem ekki leyndi sér nú
síðustu árin.
Það var örugglega ekki auð-
velt fyrir svona hressan og
spaugsaman karakter að sætta
sig við að þurfa að hægja á ferð-
inni og „að taka það rólega“ en
gamli góði húmoristinn var alltaf
samur við sig þegar þannig lá á
honum, þrátt fyrir mótlæti.
Maður varð þess vel áskynja
að Helgi var ánægður og sérstak-
lega stoltur af sonum sínum og
var umhugað um að þeim farn-
aðist vel.
Já, það er margs að minnast og
víst er að við Ásta og börnin okk-
ar eigum margar góðar og
ánægjulegar minningar um
Helga og við erum þakklát fyrir
að hafa átt þennan trygga,
skemmtilega og góða dreng að
vini.
Á kveðjustund leitar hugurinn
í bæn og biðjum við góðan guð að
styrkja drengina hans, fjölskyld-
ur þeirra, aðstandendur og aðra
sem eiga nú um sárt að binda.
Albert Eymundsson.
Við vorum tíu ára og alltaf í
fótbolta. Hittumst fyrst á Hring-
brautarvellinum, litlum spark-
velli í Hafnarfirði. Þá var lífið
leikur. Síðan lá leiðin upp á Hval-
eyrarvöll og loks að fyrirheitna
landinu á Kaplakrika og lífið var
fótbolti.
Helgi Ragnarsson var alltaf
nálægur, hvort sem var í samvist-
um við vini eða fjölskyldu eða í
símanum að fara yfir síðustu úr-
slit leikja og ávallt var nærveran
ánægjuleg, innileg og glaðvær –
og ekki vantaði húmorinn.
Sífellt var verið að gera að
gamni sínu og ævinlega komu
góðlátlegar athugasemdir og
óvæntar hugdettur sem hlegið
var að. Þannig var Helgi.
Á hartnær sextíu ára vegferð
er margs að minnast, hvort held-
ur var á fótboltavellinum, á glað-
værum stundum með félögunum,
í fótboltaferð til Ibiza, í Stokk-
hólmi, þegar hann birtist óvænt
sem bikarhafi þess liðs sem hann
þjálfaði í Noregi, í Kaupmanna-
höfn, þegar við vorum með Þóri
vini okkar, á Flúðum með FH-
körlum og ekki síst á golfvellin-
um í Setbergi, þar sem hann naut
sín allra best á síðustu árum. Alls
staðar var Helgi hrókur alls fagn-
aðar og breytti samhengi að-
stæðna. Helgi var engum líkur.
Að rifja upp allar þær yndis-
legu samverustundir sem við höf-
um átt saman er sérstakt á þeim
tímamótum sem nú hafa orðið.
Og söknuður okkar hjónanna er
mikill, enda var Helgi fastagest-
ur á okkar heimili í mörg herrans
ár, hvort heldur var í Álfaskeið-
inu, í Hraunhvammi og síðustu
tuttugu árin að Miðvangi.
Hann var einstakur mannvin-
ur, hjartahlýr og gefandi og syn-
ir okkar sakna vinar í stað.
Ávallt var faðmast og kysst þeg-
ar hann mætti á staðinn og lang-
ar voru kveðjustundirnar, þegar
ákveðið var að hætta leik.
Persónuleikinn var tær og skýr
og tvískinnung þoldi hann ekki.
Stundum hvein í tálknum þegar
óréttlæti og spillingu bar á
góma, enda var réttlætiskenndin
hrein og sterk.
Það tekur sárt að kveðja góðan
dreng sem verið hefur fastur
punktur í tilverunni nánast allt
okkar líf. Í hverfulleika lífsins ber
þó fyrst og fremst að þakka af
hjartans einlægni fyrir allt það
sem Helgi hefur gefið okkar á
lífsleiðinni.
En mestur er söknuður
drengjanna hans, þeirra Sigur-
steins, Magnúsar og Helga. Við
erum sannfærð um að algóður
Guð huggar þá og styrkir á erf-
iðum tímum. Guð blessi minningu
Helga F. Ragnarssonar.
Ársæll og Birna.
Helgi Flóvent Ragnarsson Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
NÝTT – ÚLPUR
St. 10 - 24
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
NÝTT - SKÓR
St. 37-42
Sími 588 8050.
- vertu vinur
!!"#$
Smáauglýsingar
Íbúð til leigu
Eins manns íbúð til leigu á svæði
101. Laus strax.
Áhugasamir sendi á
box@mbl.is, merkt:
,, L -25970”
Til leigu
mbl.is
alltaf - allstaðar
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Mín kæra vin-
kona Ússa Vil-
hjálmsdóttir er lát-
in.
Við Ússa kynntumst í Finn-
landi þegar ég kom þangað
fyrst. Hún var þá ein af reynslu-
boltunum eftir að hafa búið þar
áður auk þess sem mamma
hennar var finnsk. Við Ússa
urðum strax góðar vinkonur og
fyrir mig var frábært að eiga
hana að. Þetta fór kannski hægt
til að byrja með enda námið
krefjandi en eftir að Ússa
kynntist Esa í Útnesi fór allt á
flug. Við Ússa, Friðrik og Esa
Inga Þóra
Vilhjálmsdóttir
✝ Inga Þóra Vil-hjálmsdóttir
(Ússa) fæddist 31.
mars 1959. Hún lést
5. október 2015.
Útför Ingu Þóru
fór fram 12. októ-
ber 2015.
brölluðum ýmislegt
saman því að Ússa
var svo dugleg að
stinga upp á og
skipuleggja keilu
og önnur skemmti-
legheit. Gleðistund-
irnar voru því
margar. Og við
Ússa gátum alltaf
spjallað saman, það
var ekki hörgull á
því.
Gamli skipskokkurinn hann
Friðrik rifjar stundum upp sög-
una af því þegar hann tók að sér
matinn fyrir eitt þorrablótið í
Íslendingafélaginu í Finnlandi
og fékk „sveitakonuna“ Ússu í
lið með sér. Hann ætlaði að fá
hana til að hjálpa sér við að
gera þorramatinn og Ússa sam-
þykkti strax enda alltaf reiðubú-
in að taka þátt og hjálpa. Borg-
arbarnið Friðrik áttaði sig bara
ekkert á því að Ússa var hreint
alls engin sveitakona þó að hún
væri alin upp fyrir austan og
engan veginn hrifin af svona
matargerð eða vön henni á
neinn hátt. Þetta uppgötvaðist
ekki fyrr en Ússa kúgaðist svo
mikið að hún varð að hætta. En
Ússa kom á þorrablótið og það
heppnaðist alveg ljómandi vel.
Við Friðrik fluttum frá Finn-
landi í upphafi kreppunnar,
snemma á tíunda áratugnum, en
Ússa varð eftir enda voru Valdís
eldri dóttir hennar og Esa þá
þegar fædd og við Friðrik líka
orðin foreldrar. Við misstum
þráðinn um stund enda mikið að
gerast hjá báðum þessum fjöl-
skyldum, okkur og þeim, en svo
tókum við upp sambandið þegar
við Friðrik fórum með krakkana
á gömlu slóðirnar sumarið 2007.
Það var skemmtileg ferð og þá
hittum við meðal annars gömlu
nágrannana okkar, Ússu og fjöl-
skyldu. Það var byrjunin á tíma-
bili sem mér þykir enn vænna
um nú þó að ekki hafi það verið
eintómur dans á rósum fyrir
Ússu því síðustu árin höfum við
Ússa hist öðru hvoru og sér-
staklega náttúrlega eftir að hún
flutti til Íslands.
Ússa hafði einstakt lag á fólki
og alveg sérstaklega ungu fólki
og vinmörg var hún enda þéttur
hópur allt í kringum hana. Mér
fannst Ússa horfast svo þráð-
beint í augu við veikindin og
tala svo opinskátt um þau. Mér
þótti vænt um að hún veitti mér
og okkur Friðriki báðum að-
gang að því sem var að gerast
hjá henni og þá ekki bara varð-
andi heilsuna heldur líka mark-
þjálfunina og aðra hluti. Mér
þykir vænt um spjallið okkar á
milli, bæði þegar vel gekk í
gamla daga og líka upp á síð-
kastið.
Ússa var í mínum huga alveg
einstök. Það hafa verið forrétt-
indi að eiga vináttu hennar. Mér
hefur alltaf þótt óskaplega vænt
um hana og kannski aldrei
vænna en nú. Hlýjan og vænt-
umþykjan gýs upp í mér við til-
hugsunina um þessa yndislegu
konu sem nú hefur kvatt svo
ung. Ég samhryggist innilega
Valdísi, Emmu-Lottu og allri
fjölskyldunni. Ússa var frábær
kona. Ég mun sakna hennar
sárt.
Guðrún Helga
Sigurðardóttir.
Elsku amma.
Okkur langar til að
fá að kveðja þig
með fáum orðum. Það er erfitt til
þess að hugsa að fá ekki að
heyra frá þér oftar, sérstaklega
þar sem þú hugsaðir svo vel til
okkar öllum stundum.
Ekki var það sjaldan sem þú
sagðir manni hve langt væri síð-
an maður kom í heimsókn síðast,
og nagandi samviskubitið beit
mann, en aldrei var það illa
Árnína Jónsdóttir
✝ Árnína Jóns-dóttir fæddist
24. nóvember 1923.
Hún lést 6. október
2015.
Útför Árnínu var
gerð frá Keflavík-
urkirkju 15. októ-
ber 2015.
meint hjá þér held-
ur frekar það að þú
værir ánægð með
heimsóknirnar en
vildir fá fleiri.
Okkur eru í
fersku minni endur-
minningar um allar
þær ferðir sem þú
fórst í á vegum
eldri borgara og
kirkjunnar og elja
þín að fara alltaf
með, þó að ekki hafi alltaf verið
auðvelt að koma því við vegna
heilsu þinnar. En fara skyldir þú
þar sem þú hafðir svo gaman af
þessum ferðum og félagsskapn-
um sem þarna var að finna. Og
gaman var fyrir okkur hin að
hlusta á þig segja frá í smá-
atriðum hvað hafði komið upp á í
hverri ferð þar sem minni þitt
var með eindæmum gott fram á
síðasta dag og var satt að segja
með ólíkindum hve mikið þú
mundir af viðburðum.
Eins er gaman fyrir okkur að
rifja upp leiksvæðið sem við
fengum að nýta okkur þegar við
vorum í heimsókn hjá þér á
Vesturgötunni. Var þá brugðið á
það ráð að senda okkur í
geymsluganginn þegar leikur
okkar var farinn að vera helst til
þurftamikill og plássið var eitt-
hvað að hrjá okkur. Alltaf var til
nóg af leikföngum og muna sum
okkar eftir skemmtilegum og
fjölbreyttum leikjum sem hægt
var að fara í vegna þess að
amma hafði ráð undir rifi hverju
og, að því virtist vera, gnægð af
leikföngum sem hægt var að fá
lánuð og leika sér með.
Minnisstæð er sú hefð þín að
koma til Reykjavíkur með rút-
unni, þegar þú varst hætt að
keyra á milli, sumum okkar þótti
nóg um hve ákveðin þú varst að
sjá um þig sjálf en þér fannst
það nú ekki mikið mál að koma
með rútunni. Meira að segja
man eitt okkar eftir því að þú
hafir komið í fermingarveislu
með rútunni og þótt nú bara
gaman, þótt þér hafi verið boðið
að þú yrðir sótt.
Eins er okkur minnisstætt
þegar við fengum að fagna með
þér á 85 ára afmæli þínu og þau
atriði sem var boðið upp á þar.
Og ef minni okkar klikkar ekki
kom einmitt þitt lið í enska bolt-
anum þar við sögu í það minnsta
í einu atriði. Sá dagur verður
lengi í minnum hafður þar sem
svo gaman var að upplifa hve
glöð þú varst að fá stórfjölskyld-
una í heimsókn í „kirkjuna þína“
eins og þú kallaðir hana.
Elsku langamma okkar. Takk
fyrir öll þín fallegu orð, góðu
ráð, áhuga og hlýju sem þú gafst
okkur.
Hvíl í friði elsku amma.
Kristín, Hörn og Atli Snær.