Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 2

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þór Heimir Vilhjálms- son, fv. dómari við Hæstarétt, Mannrétt- indadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og prófessor við lagadeild HÍ, lést á Landspítal- anum 20. október sl., 85 ára að aldri. Þór fæddist 9. júní 1930 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Vil- hjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri og útvarps- stjóri, og Ingileif (Inga) Oddný Árnadóttir, hús- freyja í Reykjavík. Þór lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og nam hagfræði við St. And- rews-háskólann veturinn eftir. Hann lauk lagaprófi frá HÍ 1957 og stund- aði framhaldsnám í ríkisrétti í New York og Kaupmannahöfn. Störf Þórs voru einkum kennsla og dómarastörf. Hann var blaðamaður við Morg- unblaðið og upplýs- ingafulltrúi Evrópu- ráðsins í nokkur ár. Þór varð fulltrúi hjá borgardómaranum í Reykjavík 1960 en síð- ar skipaður borgar- dómari og gegndi því starfi til 1967. Fram að því hafði hann verið stundakennari og lekt- or. Hann var skipaður prófessor við lagadeild HÍ 1967 og hæstaréttardómari 1976. Þór varð dómari við Mannréttinda- dómstól Evrópu 1971 og var það til 1998. Hann var dómari við EFTA- dómstólinn frá 1994. Þór lét af störf- um í árslok 2002. Þór gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var m.a. formaður Félags háskólakennara, byggingarnefndar Lögbergs og Lögfræðingafélags Íslands. Þór var í sendinefnd Íslands á fundum hafs- botnsnefndar Sameinuðu þjóðanna á áttunda áratug síðustu aldar og á hafréttarráðstefnum SÞ. Þór tók þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins og var einn af forgöngu- mönnum undirskriftasöfnunarinnar Varins lands 1974. Eftir Þór liggja kennslubækur og fjölmargar greinar og ritgerðir um lögfræði, lagakennslu, mannréttindi og fleira. Hann var ritstjóri Tímarits lögfræðinga 1973-1983. Þór var kvæntur Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi alþing- ismanni og ráðherra, og lifir hún mann sinn. Þau eiga fjögur börn, Helga, Ingu, Kristínu og Þórunni. Andlát Þór Vilhjálmsson MADONNA ÍTALÍU VIKULEGA 16. JAN. – 27. FEB. Eitt vinsælasta skíðasvæði Íslendinga er aftur komið í sölu. Flogið vikulega frá 16. jan - 27 feb. með Icelandair. Farastjóri, Níels Hafsteinsson 99.900 KR. Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is VERÐ FRÁ KYNNINGARFUNDUR 28. OKT. KL. 17:30 Aðdáendur framtíðarmyndanna Back to the Fut- ure, eða Aftur til framtíðar, gerðu sér glaðan dag í Bíó Paradís í gær og horfðu á allar myndir þríleiksins í beit. Var gærdagurinn, 21. október 2015, sá dagur sem Marty McFly flaug á silfurlit- uðum Delorean til framtíðar í kvikmyndinni Back To The Future II. Þeir Bjarni Gautur Tóm- asson, Kristján Sævald Pétursson og Arnór Björnsson, dyggir aðdáendur, létu tækifærið til að horfa á myndina á breiðtjaldi í Bíó Paradís ekki framhjá sér fara og brugðu á leik af því til- efni á slaginu kl. 16.29. »20 Horfa aftur og aftur á Aftur til framtíðar Morgunblaðið/Eggert Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarskuldir ríkissjóðs í septem- ber voru 89 milljörðum króna lægri en í fyrra. Það ásamt góðum hag- vexti skýrir hvers vegna hlutfall skuldanna af landsframleiðslu minnkar um 15% milli ára, eins og sýnt er hér til hliðar. Heimildin er skýrslur Lánamála ríkisins. Sérfræðingur á fjármálamarkaði sem Morgunblaðið ræddi við benti á að vextir á óverðtryggðum ríkisbréf- um með gjalddaga 24. janúar 2013 (RIKB 31) hefðu lækkað úr 7,65% 5. júní sl. í 5,28%. Lækkunarferillinn hafi því hafist eftir að ríkisstjórnin kynnti haftaáætlunina 8. júní. Út frá kynningunni og nýju fjár- lagafrumvarpi megi ætla að lítið verði gefið út af ríkistryggðum skuldabréfum á næstu árum. Ríkið muni ná að lækka skuldir ört og ekki þurfa á miklum lántökum að halda, eins og árin eftir hrunið. Þá benti sérfræðingurinn á að lánshæfis- fyrirtæki hefðu endurskoðað láns- hæfismat íslenska ríkisins upp á við sl. sumar. Við þetta bætist jákvæð merki úr efnahagslífinu, mikið inn- flæði gjaldeyris ferðamanna og upp- greiðsla eftirstöðva láns AGS á und- an áætlun. Það hafi jafnframt áhrif að vextir séu hér hærri en víðast annars staðar. Vegna jákvæðra merkja úr íslensku efnahagslífi séu nú taldar meiri líkur en minni á að gengið haldist stöðugt, eða veikist í versta falli óverulega. Áhættan af því að lána íslenska ríkinu sé því tal- in lítil um þessar mundir. Þessi atriði skýri m.a. eftirspurn erlendra aðila eftir innlendum útgáfum ríkissjóðs. Sparar 4,8 milljarða Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir fjármagns- kostnað ríkissjóðs vera að lækka. „Endurgreiðsla ríkissjóðs á er- lendum skuldum á sl. 12 mán. nemur um 98 milljörðum og eru þar af um 96,5 milljarðar vegna uppgreiðslna fyrir lokagjalddaga. Áætlaður heild- arsparnaður vegna þessa nemur um 4,8 milljörðum. Í fjárlagafrumvarpi 2016 kemur fram að áætlað er að vaxtagjöld fram til ársins 2019 lækki um 14 milljarða. Það er því ljóst að miklir hagsmunir felast í lækkun skulda ríkissjóðs á næstu mánuðum og misserum,“ segir Yngvi. Skuldir ríkissjóðs lækka ört  Voru 89 milljörðum króna lægri í september en í sama mánuði í fyrrahaust  Vaxtakostnaður ríkissjóðs hefur lækkað mikið vegna bjartari efnahagshorfa 64% 79% 86% 86% 85% 71% 65% 37% 22% 17% -89 23 -30 110 84 269 465 270 95 203 Skuldir ríkissjóðs í september 2006 til 2015 Hlutfall af VLF* Breyting milli ára1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Milljarðar kr. á verðlagi hvers árs 2006 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 2015 *Verg landsframleiðsla 203 298 568 1.033 1.301 1.385 1.495 1.465 1.488 1.399 ‘15 ‘14 ‘13 ‘12 ‘11 ‘10 ‘09 ‘08 ‘07 ’06 Skattrannsókn- arstjóri mun hlutast til um rannsóknir á þrjátíu málum á næstu dögum og vikum sem byggð eru á skattagögn- unum sem voru keypt af erlend- um huldumanni í byrjun sumars. Gögnin sem fengust afhent tengd- ust rúmlega 400 félögum í eigu Ís- lendinga í skattaskjólum erlendis. Á bak við þessi mál standa þrjátíu einstaklingar og eru fjárhæðirnar verulegar. Að sögn Bryndísar Krist- jánsdóttur skattrannsóknarstjóra má í einhverjum málum telja þær í tugum og hundruðum milljóna kr. Ekki er þó víst að skattstofninn muni að lokum miðast við þessar töl- ur og þorir hún ekki að áætla hversu miklu málin muni skila ríkinu. Spurð hvort einhver af málunum hafi verið fyrnd segir Bryndís að í einhverjum tilvikum hafi verið farið jafn langt aftur og lög heimila. en skattalagabrot fyrnast á sex árum. Einstaklingarnir sem gögnin ná til vita ekki að mál þeirra séu til rannsóknar. Á næstu dögum verður þeim formlega tilkynnt um rannsókn og eftir atvikum lýkur henni með niðurstöðu um undandrátt. Ef málin eru talin alvarleg eftir lokarannsókn og fjárhæðir háar verður þeim vísað til lögreglu eða sérstaks saksóknara. Þrjátíu meintir svikarar Bryndís Kristjánsdóttir  Um verulegar fjárhæðir að ræða Jarðskjálftahrina gekk yfir í Ölfusi í gær, um 5 kílómetra norðvestan við Eyrarbakka. Síðdegis höfðu um 40 skjálftar verið mældir frá deginum á undan. Sá stærsti mældist 2,5 stig klukkan rúmlega 13 í gær. Að sögn Martins Hensch, jarðskjálftafræð- ings hjá Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn á Eyrarbakka. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjulegur stað- ur fyrir jarðhræringar svarar Mart- in því neitandi. „Nei, skjálftarnir hafa verið rétt vestan við svokallaða Krosssprungu sem hreyfðist í Suð- urlandsskjálftanum 2008.“ Hann segir ólíklegt að stærri skjálftar fylgi. Jarðskjálfta- hrina í Ölfusi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.