Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 6

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 6.679 fleiri árið 2014 en 2010 og hafði aðeins fjölgað um 3,8% á þess- um tíma. „Í ljósi þess að vinnandi fólk stendur að mestu undir velferð- inni í landinu er áhugavert að laun hafa aukist um 105,8 milljarða á sama tíma og tryggingagreiðslur, skattskyldar jafnt sem skatt- frjálsar, jukust um 16,1 milljarð.“ Greiðslur Vinnumálastofnunar á atvinnuleysisbótum minnkuðu aftur á móti verulega á milli ára og sú hef- ur verið þróunin síðustu ár. Ríflega helmingi færri fengu greiddar bæt- ur vegna atvinnuleysis í einhvern tíma á árinu 2009 en árið 2014. Eignastaða landsmanna hefur batnað. Hún liggur aðallega í fast- eignum. Fasteignir í eigu ein- staklinga hækkuðu um 7,1% að raungildi á síðasta ári og hafa ekki hækkað jafnmikið frá árinu fræga, 2007, þegar þær hækkuðu um 9,4%. Jafnframt hefur þeim sem telja fram fasteignir fjölgað nokkuð á allra síðustu árum. mynda tekjuskattsstofn. Þar á með- al eru greiðslur frá Trygginga- stofnun, alls tæpir 74 milljarðar króna og hækkuðu um 10,5% frá árinu á undan. „Það er athyglisvert að greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað um 27,2% að raunvirði frá árinu 2010 á sama tíma og laun hafa hækkað um 14,4%. Þá lækkuðu tryggingabætur ekki í hruninu, ólíkt launum. Þær hafa hækkað um 27,1% ef miðað er við árið 2007 en launagreiðslur eru enn 8,2% lægri en þær voru þá,“ skrifar Páll í Tí- und. Hann getur þess einnig að 53.619 manns hafi fengið skattskyldar greiðslur frá Tryggingastofnun á síðasta ári, 1.507 fleiri en árið áður. Hann vekur athygli á því að þeim sem fá greiðslur frá Trygginga- stofnun hafi fjölgað um 8.815 frá 2010, eða tæp 19,7%. Fjölgunin í þessum hópi er margföld á við fjölg- un framteljenda. Þeir sem fengu greidd laun voru hins vegar aðeins Baldur Arnarson baldura@mbl.is Öllum afritum af tölvupóstum 11 fyrrverandi starfsmanna við- skiptaráðuneytisins var eytt. Þetta staðfestir Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Það var því ekki rétt túlkun sem kom fram í frétt Morgunblaðsins um málið fyrr í vikunni, að e.t.v. væru enn til afrit af umræddum póstum. Hafði Morgunblaðið áður sagt frá tölvupósti Sigríðar Logadóttur, aðallögfræðings Seðlabanka Íslands (SÍ), til embættis sérstaks saksókn- ara, þar sem sagði að öllum tölvu- póstum Jónínu S. Lárusdóttir, fv. ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðu- neytinu, hefði verið eytt. Framkvæmdin til rannsóknar Til upprifjunar var tilefni þessa tölvupósts Sigríðar fyrirspurn frá ákæruvaldinu um gögn varðandi staðfestingu ráðherra á gjaldeyris- reglum SÍ. Þegar í ljós kom að lög- áskilið samþykki ráðherra skorti felldi embættið niður mörg mál vorið 2014. Framkvæmd SÍ á reglunum er nú til rannsóknar hjá stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hafði umboðsmaður Alþingis áður gagnrýnt í bréfi til seðlabankastjóra, og fleiri aðila, að hann skyldi ekki fá réttar upplýsingar um samþykki reglnanna á fundi með fulltrúum ráðuneytisins og Seðlabankans í árs- byrjun 2011. Hafði Reimar Pét- ursson hæstaréttarlögmaður þá dregið refsiheimildir reglnanna í efa með grein í Lögmannablaðinu. Á grundvelli reglna, sem síðan kom í ljós að veittu ekki gilda refsi- heimild, kærði Seðlabankinn fjölda aðila vegna meintra brota á gjald- eyrisreglum bankans. Guðmundur H. Kjærnested stað- festi í gær að hvorki upprunalegu pósthólfin hjá viðskiptaráðuneytinu né afrit þeirra eru til. „Afrit tekin skv. afritunaráætlun Stjórnarráðsins eru til í 9 mánuði eftir starfslok. Þar sem um mun lengri tíma er hér að ræða eru afrit af pósthólfum þessara starfsmanna ekki lengur til. Rekstrarfélagið fékk, eins og greinir í fyrra svari, beiðni frá efnahags- og viðskiptaráðuneyt- inu um eyðingu pósthólfa 11 fyrrver- andi starfsmanna. Sú eyðing var framkvæmd skv. fyrrnefndri vinnu- reglu í Starfsmannahandbók Stjórn- arráðsins. Slíkar eyðingar ná til pósthólfsins í heild sinni, ekki ein- stakra tölvupósta,“ segir hann. Afritum póst- anna var eytt  Torveldar athugun á gjaldeyrismáli Morgunblaðið/Golli Seðlabankinn Þingnefnd rann- sakar framkvæmd gjaldeyrisreglna. Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming auk þess sem tollvernd fyrir svína- og alifugla- kjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á ýmsum öðrum vörum sem ekki keppa við innlenda búvöru- framleiðslu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu á vegum FA. „Matartollar hafa orðið útundan í áformum stjórnvalda um afnám vörugjalda og tolla. Engin önnur lögmál gilda þó um viðskipti með matvöru en aðrar vörur. Rökin fyrir afnámi tolla eru þau sömu; að auka samkeppni og hagkvæmni, draga úr sóun í hagkerfinu og lækka verð til neytenda.“ Leggja til að tollar á búvöru verði lækk- aðir og afnumdir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þjóðskjalasafn hefur sent atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu er- indi þar sem leitað er upplýsinga um meðferð og vörslu tölvupósta sem falla undir ábyrgð ráðuneytisins skv. lögum um opinber skjalasöfn. Eiríkur G. Guðmundson, þjóð- skjalavörður, segir tilefnið vera um- fjöllun í fjölmiðlum um meðferð tölvupósta í viðskiptaráðuneytinu. Fjallað er um málið hér fyrir neðan. Eiríkur segir aðspurður að sam- kvæmt lögum eigi ríkisstofnanir að afhenda Þjóðskjalasafni pappírs- gögn sín þegar þau eru orðin 30 ára og tölvugögn þegar þau eru orðin 5 ára. Vegna þess hve fáar opinberar stofnanir hafi fengið tölvukerfi sín samþykkt hjá safninu hefur það fengið lítið af rafrænum gögnum. Það skorti samþykkt kerfi í stjórn- sýslunni sem geti afhent tölvugögn. „Því er til að svara að Þjóðskjala- safn hefur ekki fengið til vörslu raf- ræn gögn frá viðskiptaráðuneytinu. Miðað við núverandi áætlanir mun hins vegar atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið afhenda safninu til vörslu rafrænt málasafn sitt frá tímabilinu 2012-2017 í mars 2018 … Síðasta afhending frá viðskiptaráðu- neytinu til Þjóðskjalasafns var árið 1994 og var þar um að ræða skjala- safn ráðuneytisins sem nær yfir tímabilið 1916-1993, allt pappírs- gögn. Gögn viðskiptaráðuneytisins eru að öðru leyti enn í vörslu at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- isins,“ segir Eiríkur. Spurt um meðferð gagna  Þjóðskjalasafn sendir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu fyrirspurn  Tilefnið er umfjöllun um eyðingu tölvupósta fyrrverandi ráðuneytisstjóra Hafa ekki fengið gögn » Þjóðskjalasafn hefur ekki fengið til vörslu rafræn gögn frá viðskiptaráðuneytinu. » En miðað við núverandi áætlanir mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið af- henda safninu til vörslu raf- rænt málasafn sitt frá tíma- bilinu 2012-2017 í mars 2018. „Mjög áhugavert var að sjá hvernig hlutur launa í stofn- inum lækkaði í kjölfar hruns bankanna sem aftur leiddi til hruns tekjuskattsstofnsins,“ skrifar Páll Kolbeins í Tí- und. Laun lækkuðu um tæplega 20% á milli áranna 2007 og 2010 en aðrar greiðslur lækkuðu hins vegar ekki nema um tvö prósent að raungildi á sama tíma. „Laun og atvinna taka hröðum breytingum eftir því hvort byrlega blæs eða í álinn syrtir. Útgjöld ríkisins eru hins vegar ákveðin með lögum og því er erfitt að haga útgjöldum eftir því sem best hentar á hverjum tíma.“ Tekjur jukust mikið í þjóðfélaginu árið 2014. Það þarf að fara allt aftur til ársins 2007 til að sjá viðlíka hækkun á stofninum sem notaður er til að leggja á tekjuskatt og útsvar. Vægi launa minnkaði í hruninu ÞRÓUN TEKJUSKATTS- OG ÚTSVARSSTOFNS Páll Kolbeins BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Almennt má segja að skattframtöl beri ákveðið vitni um að hagur landsmanna hafi vænkast árið 2014. Landsmönnum fjölgar, atvinnuleysi hefur minnkað, tekjur og eignir hafa aukist á sama tíma og skuldir hafa minnkað. Allt er þetta góðs viti,“ skrifar Páll Kolbeins, rekstrarhag- fræðingur hjá Ríkisskattstjóra, í samantekt um álagningu ein- staklinga sem hann birtir í Tíund, fréttablaði embættisins, á morgun. Álagningin á síðasta ári staðfestir það sem áður hefur komið fram í töl- fræði Ríkisskattstjóra að botninum í efnahagsmálum þjóðarinnar, eftir fall fjármálakerfisins, var náð árið 2010 og síðan hafa landsmenn verið að vinna sig út úr kreppunni. „Þegar fram í sækir mun skýrast betur hvort menn hafi lært af reynslu upp- gangstímanna,“ segir Páll í loka- orðum samantektar sinnar. Bótaþegum fjölgar stöðugt Landsmenn töldu fram tæpa 838 milljarða í laun og hlunnindi í fram- tölum þessa árs. Álagningin í ár er vegna tekna á síðasta ári. Launin voru liðlega 48 milljörðum króna hærri eða 6,1% hærri að raunvirði árið 2014 en árið áður. Laun og hlunnindi voru nú svipuð og árið 2008, þegar efnahagur landsins tók dýfu. Þau hafa hækkað ár frá ári frá 2010, þegar botninum var náð, sam- tals um tæpa 106 milljarða króna. Páll bendir á að það vanti aðeins rúma 75 milljarða upp á að þau verði jafnhá og þau voru árið 2007 þegar uppsveiflan náði hámarki. Við launatekjurnar bætast ýmsir tekju- og frádráttarliðir sem saman Hagur landsmanna vænkaðist árið 2014  Tryggingabætur hækka meira en launagreiðslur Tekjuskatts- og útsvarsstofn hækkar aftur Heimild: Tíund U pp hæ ði rí m ill jö rð um kr ón a á ve rð la gi íá rs lo k 20 14 1.200 1.000 800 600 400 200 0 1992 1996 2002 20101994 2000 20081998 20062004 2012 2014 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Talsvert hefur mætt á undanþágu- nefndum og verkfallsvörðum BSRB- félaganna meðfram verkfallsaðgerð- um þeirra. Að sögn Sólveigar Jónas- dóttur, upplýsingafulltrúa SFR, hefur verkfallsbrotunum ekki fækk- að hjá ákveðnum stofnunum; Land- spítalanum, Háskóla Íslands og sýslumannsembættunum. Sigurlaug segir að undanþágu- beiðnum hafi farið fjölgandi eftir að verkfallið hófst. „Það bárust fáar undanþágubeiðnir fyrir verkfall. Það er í þó nokkrum málum þar sem hefði verið hægt að ganga frá þeim fyrr,“ segir hún. Enginn gangur í viðræðunum Sáttafundur SFR, sjúkraliða og lögreglumanna í gær bar engan ár- angur, en fundað var frá því kl. 10 og fram eftir kvöldi. Að sögn Árna Stef- áns Jónssonar, formanns SFR, voru viðræðurnar nánast á sama stað í gær og þær voru í fyrradag. „Menn eru hálffúlir, það hefur verið svolítið um hangs í dag og lítið verið að gerast. Þetta er við það sama,“ sagði Árni Stefán í gær. Aftur verður fundað í dag og bind- ur Árni Stefán vonir við að viðræð- urnar fari aftur af stað. „Við reynum, með nýjum og ferskum degi, að finna einhvern flöt á málunum til að ýta þessu áfram,“ segir hann. Mikið mæðir á verkfallsvörðunum  Lítið þokast hjá BSRB-félögunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.