Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Vinnustaðurinn Búið að leggja á borð fyrir matargesti á Lava í Bláa lóninu. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Starf matreiðslumanns er íraun krefjandi og anna-söm vinna, en það hefurekkert með heyrnarleysið að gera. Ég finn alltaf leið til að leysa verkefnin,“ segir Unnur Pét- ursdóttir, 21 árs matreiðslumaður á veitingastaðnum Lava í Bláa lón- inu. Unnur fæddist heyrnarlaus og er skilgreind 100% heyrnarlaus, þótt hún skynji örlítið mjög mikinn hávaða. Áður en hún kom til starfa á Lava var hún nemi á Grand hót- eli og útskrifaðist sem matreiðslu- maður frá Menntaskólanum í Kópavogi um jólin 2014. Þegar hún var enn í námi frétti hún af Deaf Chef-matreiðslukeppninni í Kaup- mannahöfn, sem haldin var í fyrsta skipti í fyrra, og ákvað þá að taka þátt í henni eftir útskriftina. Og nú er stóra stundin að renna upp því á laugardaginn keppir hún við sjö heyrnarlausa kokka frá jafnmörgum löndum; Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Frakklandi, Spáni, Kanada og Bandaríkjunum, um titilinn Heyrn- arlaus kokkur ársins 2015. Æfingar í tvo mánuði „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til, en er líka pínulítið stressuð. Ég hef æft alla frídaga mína síðan í september og er búin að fara átta sinnum í tíma- æfingar,“ upplýsir Unnur, sem á föstudaginn heldur utan ásamt Kolbrúnu Vökudóttur, aðstoðar- manni sínum, sem líka er heyrn- arlaus. Þarftu að hafa með þér hrá- efni héðan í keppnina? „Ég má ekki koma með hrá- efni því keppnin leggur þau til. Hins vegar hef ég fengið lista yfir þau hráefni sem ég verð að nota og annan lista með hráefnum sem ég get valið sjálf.“ Unnur kveðst ekki hafa hug- mynd um hvort verðlaun séu í boði. Enda finnst henni mikilvæg- ara að þátttakan í keppninni verði sér góð reynsla og nýtist í starfi. Hvaða rétti finnst þér skemmtilegast að matreiða? „Það eru fjölmargir réttir í uppáhaldi hjá mér. Skemmtilegast finnst mér að vinna með ferskt og gott íslenskt hráefni. Við hjá Bláa lóninu fáum ferskan fisk daglega af línubátum í Grindavík og það er virkilega gaman að vinna með sjávarfangið. Og væri ég spurð um uppáhaldsmatinn minn segði ég að sem kokkur elskaði ég allan mat,“ segir Unnur brosandi og greini- lega viðbúin spurningunni sem átti að vera sú næsta. Er það ástæða þess að þú ákvaðst að fara í kokkanám? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á bæði matargerð og bakstri og veit fátt skemmtilegra en að elda góðan mat og baka kök- ur. Þegar ég tók matreiðslu sem valfag í Hlíðaskóla var ég undir leiðsögn góðs matreiðslumanns og fékk tækifæri til að elda mjög flottan mat. Þá var ég alltaf að fá eldhúsið hennar mömmu lánað og elda og baka.“ Unnir segir áhugamál sín fel- ast fyrst og fremst í því að elda góðan mat, hún elski að lesa mat- reiðslubækur. Þótt hún eigi marg- ar slíkar hafi hún ekkert á móti að eiga fleiri. Puttalingur Upp úr dúrnum kemur að Unnur gefur sér líka tíma til ann- arra starfa. Hún hefur síðustu fjögur árin verið formaður Putta- linga, sem er unglingadeild Félags heyrnarlausra, og var til skamms tíma í Keilufélagi heyrnarlausra en þurfti reyndar að hætta í því vegna anna í starfi. Þú segir að heyrnarleysið hái þér ekkert í starfi – hvernig eru tjáskiptin á vinnustaðnum? „Í fyrstu þegar ég var nýbyrj- uð í starfi var þetta pínu erfitt þar sem fólk var að kalla á mig og það virkaði auðvitað ekki neitt,“ segir Unnur og hlær. „Svo áttaði það sig á því hvernig best væri að ná sam- bandi við mig og kollegar mínir komust fljótlega upp á lag með að nota smá táknmál. Síðan hefur okkur gengið vel að vinna saman og eiga samskipti. Ég skrifa einnig mikið. Í eldhúsinu er borð sem virkar eins og tússtafla og okkur í vinnunni finnst þægilegt að skrifa á hana. Tæknin kemur líka að góð- um notum því það er þægilegt að nota skilaboðaforrit og sms.“ Dreymir þig um að eignast eigin veitingastað? „Já, annaðhvort í borg eða sveit. Með tíð og tíma,“ svarar Unnur. Þess má geta að matreiðslu- meistararnir á Lava bera Unni einstaklega vel söguna og segja hana afar hæfileikaríkan mat- reiðslumann. Þeir ætla að fylgjast vel með keppninni á laugardaginn og standa vitaskuld með sinni konu. Í Deaf Chef-keppninni er keppendum gert að búa til ævin- týralega rétti og hafa jafnframt sjálfbærni í hávegum og matar- sóun í lágmarki. Keppnin verður opin almenningi kl. 10.30 til 16, en útvöldum síðan boðið til sérstakrar móttöku kl. 17 til 18, og verður þá nafn sigurvegarans gert heyr- inkunnugt. Efalítið verða fagn- aðarlætin sýnileg. Heyrnarlaus kokkur keppir í Köben Unnur Pétursdóttir verð- ur fulltrúi Íslands í Deaf Chef-matreiðslukeppn- inni í Hótel- og veitinga- skólanum í Valby í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Keppnin er haldin annað árið í röð og eru keppendur heyrnarlausir mat- reiðslumenn frá átta löndum. Systur Unnur ásamt Dagnýju, systur sinni, sem starfar sem þjónn á Lava. Morgunblaðið/Eva Björk Undirbúningur Unnur hefur notað alla frídaga sína í tvo mánuði til að undirbúa sig fyrir Deaf Chef mat́reiðslukeppnina og farið átta sinnum í tímaæfingar. Forréttur Í forrétt verður þorskrúlla með dillolíu- þorskfarsi, ostrusalati, sell- erímauki, ætiþistlateningum, skalottlauk, brenndum blað- lauk, fiskisósu og dilli. Aðalréttur Í aðalréttinn ætlar Unnur að vera með kan- ínurúllu, langtímaelduð kan- ínulæri, rauðlaukssultu, sinn- ep, kartöflur með blaðlauksfyllingu, rauðvínssósu með svínatungu, gulrótamauki og kerfil. Eftirréttur Eftirrétturinn inni- heldur valhnetudeig, enskt krem, epli, hunangsfrauð, valhnetumylsnu, eplakúlu, karamellu og vöfflu. Matseðill Unnar Deaf Chef matreiðslukeppnin 2015 Dekk Dekk Stærð Negld Ve trar Heils árs pr.stk 175/70 13“ 11.900,- 9,9 90,- 9000,- — 185/65 14“ 12,990,- 10,9 90,- 10,990, - — 185/60 15“ 14,990,- 12,9 90,- 12,990, - — 185/65 15“ 14,990,- 12,9 90,- 11,990, - — 205/55 16“ 16,990,- 14,9 90,- 13,990, - — 215/55 16“ 18,990,- 16,9 90,- 16,990, - — 225/45 17“ 19,990,- 19,9 90,- — 195/70 C 15“ 18,900,- — 205/65 C 16“ 19,900,- — Níðsterk dekk sem hentar vel í öllum aðstæðum Dekkin eru öll míkróskorin Burðardekk á góðu verði Símar: Bjarni 771 4221 | Lilja 771 4222 | Diddi 861 2319 Njarðarbraut 11 Reykjanesbæ sími 421 1251 8-17 mán-föst. 10-14 laugardag. Opið Sendum hvert á land sem er. Raðgreiðslur í allt að 12 mánuðum Við hjá Bláa lóninu fáum ferskan fisk daglega af línubátum í Grindavík og það er virkilega gaman að vinna með sjávarfangið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.