Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Það er gott að búa í Kópavogi, er setning sem Gunnar I. Birgisson gerði ódauðlega á sínum tíma. Nú er komin út bók með þessum titli og hefur að geyma yfir 260 gamansögur af Kópavogsbúum í nútíð sem fortíð, m.a. af Gunnari og fleirum úr bæjarmálapólitíkinni og einnig víðar úr bæjarlífinu. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út en þaðan hafa komið margar svipaðar bækur með gamanefni úr ýmsum bæjum og héruðum lands- ins, eins og Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum, Norðfirði og Skaga- firði. Skrásetjarar Kópavogssagna eru Gunnar Kr. Sigurjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson. Þeir efna til útgáfuteitis á neðstu hæð Bóka- safns Kópsvogs, Kórnum, við Hamraborg 6a á morgun, föstu- dag, milli kl. 16 og 17. Þar verður lesið upp úr bókinni og hún kynnt, kaffiveitingar í boði og öllum boð- ið að taka til máls sem luma á fleiri gamansögum úr Kópavogi. Sumarið fór í sagnasöfnun Það er við hæfi að útgáfuteitið sé í bókasafninu því hugmyndin að bókinni kviknaði í kjölfar þess að Hrafn Andrés Harðarson, þáver- andi bæjarbókavörður í Kópavogi, hafði samband við Gunnar snemma í vor til að athuga hvort hann kynni ekki einhverjar gam- ansögur úr Kópavogi, fyrir 60 ára afmælishátíð Kópavogs. „Þá var hugmyndin sú að safna saman sögum og að þær yrðu lesnar upp á gamansagnakvöldi í Kórnum, salnum sem er í kjallara safnsins. Ég sendi fjórar sögur til þeirra á bókasafninu, en svo þegar ég fór að forvitnast nánar um þessa kvöldstund var mér sagt að það hefðu aðeins átta sögur borist, svo þetta hefði verið blásið af. Ég nefndi þetta við Guðjón Inga og við töldum þetta góða hugmynd þannig að við ákváðum að taka upp þráðinn og safna saman sög- um til útgáfu í bók á afmælisári bæjarins,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Þeir félagar eyddu drjúgum hluta sumarsins í að lesa fund- argerðir, leita í gömlum dag- blöðum og ritum, en fyrst og fremst töluðu þeir við fjölmarga Kópavogsbúa og fengu fjölda góðra sagna. Unnu þeir úr viðtöl- unum og komu einnig á fundum með sagnamönnum úr Kópavogi sem höfðu jafnvel ekki hist í mörg ár eða áratugi. „Þeir sögðu skemmtilega frá og sýndu að það er líka gott að hlæja í Kópavogi. Þetta endaði allt sam- an með því að við erum með í bók- inni vel yfir 260 sögur og frásagn- ir, alveg frá einni línu og upp í næstum tvær blaðsíður hver. Það fór mikill tími í leitina, en ég tel að uppskeran sé góð, fullt af bráð- skemmtilegum frásögnum,“ segir Gunnar en sagnaþulirnir eru af báðum kynjum, allt frá leikskólab- örnum og upp í Kópavogsbúa á tí- ræðisaldri, allt frá hreppstímabili bæjarins og fram til dagsins í dag. Einnig er þó nokkuð af smellnum vísum í bókinni, margar eftir Sig- urð heitinn Geirdal, fyrrverandi bæjarstjóra. Um vanhæfi bæjarfulltrúa Við hæfi er að koma með tvær sögur í tengslum við vísnagerð Sigurðar Geirdal. Meint vanhæfni manna í tengslum við afgreiðslu á tilteknum málefnum bæjarins var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í febrúar 1996 og tengdist Tennis- höllinni hf. Rætt var um bæjar- ábyrgð til að bjarga henni, en á meðal hluthafanna var Gunnar Birgisson og þótti öllum það nokk- uð augljóst að hann væri ekki hæfur til að koma að því máli. Þessi umræða ýtti við Sigurði sem kvað til Gunnars: Auði og völdum undan stynur aldrei sinnti neinum griðum. Svo að lokum varstu vinur vanhæfur á flestum sviðum Á öðrum bæjarstjórnarfundi í júlí þetta sama ár var rætt um litla fjölgun í Kópavogi. Guð- mundur Oddsson benti þá meðal annars á að í vesturbænum hefði íbúum fækkað úr 4.500 í tæplega 4.000 á fáum árum og orðaði það svo „að bærinn væri að geldast og eldast“. Þá kallaði einhver fram í og sagði að víst væri ungt fólk í vesturbæ Kópavogs, sem Guð- mundur sagði svo sem rétt vera, en greinilega kæmi lítið undan því, þótt það reyndi og reyndi. Eftir ræðuna sendi Sigurður bæjarstjóri Guðmundi eftirfar- andi: Þótt æskufólk erfiði víða ætlar því seint að linna að endalaust allir bíða uppskeru kvöldverka sinna. Grípum niður í fleiri sögur í bókinni, m.a. eina af Snorra Ragn- ari Jónssyni, sem var lengi verk- stjóri hjá Kópavogsbæ. Snorri var þekktur fyrir að geta svarað fyrir sig án umhugsunar og láta engan eiga eitthvað inni hjá sér. Síður en svo. Eitt sinn stíflaðist holræsi á Ný- býlavegi og þar sem frekar langt var á milli brunna, var ákveðið að taka sénsinn og grafa niður á lögnina eftir því hvar líklegast væri að finna stífluna. Það var gert og mokað allt í kringum rörið og það svo brotið. Þar var þó allt þurrt og hreint, svo greinilegt var að stíflan væri aðeins ofar. En stuttu eftir að loft komst inn í lögnina heyrðust miklir skruðn- ingar, stíflan losnaði, það gaus upp ógurlegur fnykur og allt gúm- melaðið gusaðist út um annan rör- bútinn, þannig að skurðurinn fyllt- ist nánast af skolpi. Menn áttu fótum sínum fjör að launa, en komust þó allir klakklaust upp úr skurðinum. Í hugsunarleysi hafði Snorri hent jakkanum sínum ofan á skolprörið þegar hann kíkti inn í það og nú sáu menn hvar jakkinn flaut ofan á ósómanum. Snorri náði í skóflu og ætlaði að reyna að kraka jakkann sinn upp, þegar einhver sagði: „Þú ferð ekkert að nota jakkann aftur, eftir að hann hefur legið í þessum viðbjóði, er það nokkuð?“ Snorri hallaði sér þá fram á skófluna og svaraði: „Nei, líklega ekki. En ég ætlaði nú bara að ná í nestið mitt. Það er þarna í hægri vasanum.“ Af lögreglufíflum Þórður Þorsteinsson, sem reisti nýbýlið Sæból við Fossvog árið 1936, var afskaplega fylginn sjálf- um sér og fór ekki alltaf hefð- bundnar leiðir í lífinu. Hann var fyrsti og eini hreppstjóri Kópa- vogshrepps frá árinu 1948 til 1955 og sat lengi í hreppsnefnd, auk þess að reka Blómaskálann við Kársnesbraut og Nýbýlaveg um árabil. Árið 1965 hafði Þórður opið á föstudaginn langa, en Sigurgeir Jónsson, sem var bæjarfógeti í Kópavogi frá 1955 til 1979, kærði Þórð og sendi lögregluna í Blóma- skálann til að loka. Viku síðar auglýsti Þórður svo í útvarpinu: „Mikið úrval af lögreglufíflum og fógetarósum.“ Finnbogi Rútur og vatnið Finnbogi Rútur Valdimarsson var fyrsti bæjarstjórinn í Kópa- vogi og gegndi því starfi frá 1955 til 1957. Þá skorti þar ýmsa þjón- ustu sem nú er hvarvetna að finna, svo sem vatnsveitu. Um þetta leyti höfðu ung hjón, Einar og Fjóla, byggt sér hús í Kópavogi og fluttu inn í það hálf- klárað. Þau áttu von á sínu fyrsta barni og höfðu fengið um það skýr fyrirmæli að þegar hríðirnar byrj- uðu ætti að hringja strax í lækni. Svo gerist það að konan fær hríðarverki og maður hennar hleypur yfir í næsta hús, þar sem var sími, og fékk að hringja. Hon- um var mikið niðri fyrir, eins og nærri má geta, og þegar hann hafði stunið upp erindi sínu spurði læknirinn hvort „vatnið“ væri komið. „Nei, því miður,“ svaraði mað- urinn, „en hann Finnbogi Rútur hefur lofað því fyrir haustið“. Sagt í hita leiksins Guðmundur Þórðarson lögfræð- ingur lék fjölmarga leiki með Breiðabliki hér á árum áður og að auki þrjá A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd. Meðal þjálfara Breiða- bliks á knattspyrnuárum Guð- mundar var júgóslavneskur maður, Stanislav Míle að nafni. „Hann talaði mjög bjagaða ís- lensku,“ er haft eftir Guðmundi í bókinni um Míle. „Einu sinni vor- um við að spila á Melavellinum og þá hafði hann lagt fyrir okkur að dekka andstæðingana mjög stíft. Honum þótti Þór Hreiðarsson ekki standa sig sem skyldi og hrópaði því á hann: „Tórsi, Tórsi, taktu manninn aftan frá.“ Það er gott að hlæja í Kópavogi  Yfir 260 gamansögur af Kópavogsbúum komnar út á bók  Hugmyndin kviknaði í tilefni af 60 ára kaupstaðarafmæli Kópavogs í ár  Sagnaþulir allt frá leikskólabörnum upp í níræða Kópavogsbúa Kópavogssögur Gunnar Kr. Sigurjónsson og Guðjón Ingi Eiríksson glugga í bók sína, Það er gott að búa í Kópavogi, gamansögur af Kópavogsbúum. Þessi saga er í nokkru uppáhaldi hjá Gunn- ari Kr. Sigurjónssyni, enda stendur hún hon- um nokkuð nærri: Undir lok síðustu aldar, þegar Reynir Guðsteinsson var skólastjóri Snælands- skóla, var nemendum fyrstu árganganna alltaf kenndur manngangurinn í skák og hvað taflmennirnir hétu. Síðan var haldið skákmót í skólanum. Dag einn var nemandi á sjöunda ári ekki kominn heim úr skólanum á réttum tíma svo pabbi hans, annar skrásetjari þessarar bókar sem var þá heima við, fór út til að svipast um eftir drengnum. Hann sá strák- inn langt í burtu, labbandi eftir göngustíg í Fossvogsdal, við hliðina á frakkaklæddum manni, með hatt. Hann þekkti vel úlpu sonar síns og húfu og fylgdist með þeim, þar sem þeir gengu báðir með hendurnar kræktar fyrir aftan bak og virtust vera í hróka- samræðum. Svo sá hann að maðurinn með hattinn rétti drengnum hönd- ina og þeir kvöddust með virktum. Þegar stráksi var svo kominn heim spurði pabbi hans hver þetta hefði verið og strákurinn svaraði: „Þetta var biskupinn, en hann var bara eins og venjulegur maður, labb- aði beint áfram … og ekkert á ská!“ Biskupinn fór ekki á ská AF SKÁKKENNSLU Í SNÆLANDSSKÓLA www.heilsuborg.isHeilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 - Þín brú til betri heilsu Upplýsingar í síma 560 1010 eða ámottaka@heilsuborg.is Henta þeim semerumeð verki eða önnur einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfa sig og finna sínmörk í hreyfingu. Þátttakendur fara í einstaklingsviðtal til sjúkraþjálfara í upphafi. 8 vikna námskeið hefjast 26. og 27. október 2 x í viku: Þri. ogfim. kl. 17.30 3 x í viku:Mán.,mið. og fös. kl. 15.00 Framhaldsnámskeið: Þri. ogfim. kl. 16.30 Ert þúmeð verki? Stoðkerfislausnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.