Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri „Það er einhver gamall fiðringur í manni og mér finnst gefandi að gera upp gömul hús. Það er gaman að smíða glugga og hurðir með gamla laginu og því skrauti sem þeim fylgir. Ef ég væri ekki í svona verkefnum öðru hvoru væri ég hætt í þessum bransa.“ Þetta segir Svandís Sverris- dóttir, húsasmiður á Húsavík, en hún hefur um langt árabil unnið við endurgerð gamalla húsa ásamt því að fást við nýsmíðar ýmiss kon- ar. Svandís hefur nú á haustdögum fengist við að endurbyggja gamla torfbæinn Kvíabekk á Húsavík ásamt Vigfúsi Þór Leifssyni sem líka er húsasmiður og með áratuga reynslu af byggingum. Vinnan hef- ur gengið vel enda hefur tíðarfarið leikið við þau Svandísi og Vigfús og er nú að komast skemmtileg mynd á Kvíabekk, sem áður var í mikilli niðurníðslu. Löng byggingarsaga Torfbærinn Kvíabekkur við Reykjaheiðarveg var byggður 1893 af Baldínu Hallgrímsdóttur og Jós- ep Kristjánssyni og samanstóð hann af þremur burstum. Sam- kvæmt mynd frá árinu 1921 voru tvær burstir með torfþaki en þriðja burstin úr öðru efni, líklega járni. Kvíabekkur var dæmigerður burstabær alþýðufólks á þessum tíma og áföst bænum voru fjárhús fyrir 30 kindur og heyhlaða. Íveru- húsið var með baðstofu og eldhúsi, bæði alþiljuð og með timbur- gólfum. Árið 1930 var ein burst rifin og nýtt framhús byggt. Snemma á sjöunda áratugnum var búið að rífa enn eina burst og byggja bílskúr við og stuttu síðar var síðasta burstin rifin og varð þá einungis grjóthleðslan eftir sem stóð uppi um langt árabil. Búið var í framhúsinu í Kvía- bekk til ársins 1975 þar til sveitar- félagið tók hann yfir og gerði hann hluta af Skrúðgarðinum á Húsavík. Framhúsið gegndi hlutverki áhaldahúss og þar var einnig af- drep fyrir starfsmenn garðsins. Það var fyrst árið 2011 sem byrjað var að gera upp framhúsið í sam- vinnu við Húsafriðunarnefnd og síðar Minjastofnun sem styrkti verkefnið ásamt sveitarfélaginu og nú hefur forsætisráðuneytið lagt verkefninu lið með myndarlegum hætti þannig að búast má við að hægt verði að klára torfbæinn að mestu. Starfshópur um Kvíabekk Hugmyndin er að byggja Kvía- bekk í þeirri ytri mynd sem hann var í á árunum 1930-1940 með framhúsi úr timbri og tveimur burstum og áföstum skúr. Arkitekt Kvíabekkjar er Arnhildur Pálma- dóttir og hefur hún teiknað bæinn upp. Þá hefur verið skipaður starfshópur um uppbygginguna og eiga þar sæti m.a. Halldór Valdi- marsson, formaður Gafls, félags um þingeyskan byggingararf, Gaukur Hjartarson, skipulags- og bygging- arfulltrúi Norðurþings, Jan Klit- gaard, forstöðumaður Hvalasafns- ins á Húsavík, Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og fulltrúi framkvæmda- og hafnarnefndar sveitarfélagsins, og Smári J. Lúð- víksson, garðyrkjumaður Norð- urþings. Miklir möguleikar Framtíð Kvíabekkjar er björt þegar byggingarframkvæmdunum lýkur og er það von þeirra sem að þessu verkefni standa að í torfbæn- um skapist margir möguleikar. Sumir hafa nefnt litla gestaíbúð fyrir fólk sem er að vinna að skap- andi verkefnum á ýmsum sviðum og aðstöðu ýmiss konar fyrir félög á Húsavík. Möguleiki er líka á að þarna verði kaffihús yfir sumartím- ann, móttökuhús fyrir sveitarfélag- ið og að nemendur skólanna fái leyfi til að vinna að verkefnum í Kvíabekk sem tengjast umhverf- ismálum og útivist. Sögu bæjarins verða gerð skil innandyra í máli og myndum. Smiðirnir þau Svandís og Vigfús hafa mjög gaman af þessu og alltaf er eitthvað skemmtileg að fást við í torfbæ sem þessum. Verkefnin eru mörg og í þeirra höndum verður Kvíabekkur kærkomin viðbót við húsakost bæjarins og mun hafa mikið menningarlegt gildi fyrir Húsavík. Gamall fiðringur að gera upp  Torfbærinn Kvíabekkur á Húsavík upphaflega byggður árið 1895  Dæmigerður burstabær alþýðufólks  Gefandi að gera upp gömul hús, segir húsasmiðurinn Svandís Sverrisdóttir Morgunblaðið/Atli Vigfússon Endurgerð Vel hefur gengið að gera upp torfbærinn Kvíabekk á Húsavík sem smám saman tekur á sig mynd en hann var upphaflega reistur í lok 19. aldar. Kvíabekkur Svandís Sverrisdóttir og Vigfús Þór Leifsson gera torfbæinn upp. Segja má að áhugi á gömlum húsun hafi aukist mjög í Þing- eyjarsýslum á seinni árum og eru hugmyndir uppi um að gera húsakönnun í héraðinu sem mun varpa ljósi á þau hús sem hafa mikið varðveislu- gildi. Á tímabili var lítið hugs- að um byggingarsögulegt gildi eldri húsa. Á Húsavík var mik- ið rifið af húsum á árunum 1960-1980 og sum þeirra voru brennd og þá hafðar slökkvi- liðsæfingar. Margir sakna merkilegra húsa og má þá einkum nefna gamla prests- setrið sem stundum var nefnt Húsavíkurbær eða gamla Húsavík. Aðrir nefna Blöndals- hús, Bókhlöðuna, Hótel Húsa- vík við Garðarsbraut, Kirkjubæ, Reynishús, Vetrar- braut og fleiri merkileg hús. Merk hús áður rifin eða brennd HÚSAFRIÐUN EFLIST Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.