Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.10.2015, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 issamtakanna ActionAid eru ein- ungis fyrirheit Kína, Indlands, Indónesíu, Kenýa og Marshalleyja „sanngjörn“ og það jafnvel í meira lagi. Ónóg fjármögnun mótvægisaðgerða Aðgerðasinnar hafa og haldið því fram að tillögur um fjármögnun mótvægisaðgerða gangi ekki nógu langt til að takast á við vanda ár- anna sem rík lönd þöndu út efna- hagsleg umsvif án þess að tak- marka mengun. „Það sem við upplifum við upphaf Bonn-fundanna er að ríku löndin eru að skapa sér svigrúm til að hlaupast undan vand- anum með því að færa ábyrgðina á loftslagskreppunni á herðar fá- tækra ríkja,“ sagði Mary Church, skoskur fulltrúi samtakanna Vinir jarðarinnar (Friends of the Earth). Umhverfissamtökin Greenpeace hafa og hvatt þýsk stjórnvöld til að taka frumkvæðið og knýja á um strangari áætlanir um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Vís- indamenn segja að 2°C viðmiðunin sé þau mörk sem duga munu til að komast megi hjá verstu áhrifum af kolefnaútblæstri og hlýnun and- rúmsloftsins – þar á meðal veð- urfarsöfgum, bráðnun heim- skautaíss, hækkandi sjávarmáli og jarðvegsrofi á strandsvæðum. Niðurstöður fjölda greininga sér- fræðinga og stofnana þykja benda til að skuldbindingar sem þegar hefur verið lofað, dugi ekki til að koma í veg fyrir hættulega hlýnun lofthjúpsins. Því væri það lykilatriði í væntanlegu Parísarsamkomulagi að þar í væri að finna kerfi til að hækka skuldbindingar ráðstefn- unnar með tímanum ef annað nægir ekki til að halda aftur af hlýnun. Miðað vel frá 2009 Samningaviðræðum SÞ um lofts- lagsmálin hefur miðað verulega fram frá loftslagsráðstefnunni í Kaupamannahöfn 2009 sem lauk án árangurs. Í fyrsta sinn í sögunni eru öll aðildarríkin sammála um þörfina á aðgerðum gegn loftslags- breytingum; hlýnun sem vísinda- menn segja að hafi þegar umbreytt jarðarkringlunni með bráðnun jökla, hækkandi yfirborði sjávar, ákafari hitabylgjum og hlýnun og súrnun sjávar. Þrátt fyrir að enn sé tekist á um mörg atriði, þar á með- al um mismunandi ábyrgð ríkja á útfærslu aðgerða, hafa sjónarmið ríkari landa og snauðari færst nær hvert öðru á undanförnum árum. Embættismenn og greinendur hafa sagst bjartsýnir á að árangur næðist bæði á samningafundunum í Bonn og Parísarráðstefnunni. Hafa þeir bent á dirfskufullar skuldbind- ingar helstu mengunarríkjanna og einnig hrósað áformum einkafyr- irtækja um að draga úr eða hætta notkun mengandi orkugjafa. Einnig hafi hríðlækkandi verð á tækni til framleiðslu og nýtingar endurnýj- anlegrar orku orðið löndum hvatn- ing til að hverfa frá notkun kolefna- ríks eldsneytis. Þegar á hólminn verður komið og negla þarf niður hver geri nákvæmlega hvað – og hvernig ríki verði gerð ábyrg fyrir sínum hlut – gætu ráðstefnugestir rekist á sömu hindranir og löngum hafa haldið aftur af árangri. „Þráin í samkomulag um minnkun losunar gróðurhúsalofts ristir djúpt meðal allra þjóða. Enn ríkir þó óvissa um hvort skuldbindingarnar leiði til þess og jafnvel hvort fyrirheitin verði yfirleitt efnd,“ segir Scott Barrett, prófessor í náttúru- auðlindahagfræði við Columbia University í New York. Sannfærður um árangur François Hollande Frakklands- forseti verður gestgjafi Parísarráð- stefnunnar og hefur hann lagt mik- ið undir til að hún skili árangri. „Það næst samkomulag í París. Spurningin er bara á hvaða stigi það verður og hvort unnt verði að endurskoða það reglulega. Það er það sem er í húfi í viðræðunum,“ sagði hann á mánudag um viðræð- urnar í Bonn. Þar mótmæltu þróun- arríki því að sumar af lykilkröfum þeirra hefðu verið sniðgengnar. Hollande sagðist „góða sannfær- ingu“ fyrir því að samkomulag tak- ist á COP21. „Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til þess.“ Tónninn í honum var mun léttari en hjá for- sætisráðherranum Manuel Valls, sem fyrir hálfum mánuði sagði „langt í land“ til víðtæks sam- komulags um aðgerðir í þágu lofts- lagsmála. Eins og áður segir hefst Par- ísarráðstefnan 30. nóvember og áætluð lok hennar eru tæpum tveimur vikum seinna, eða 11. des- ember. Þar munu fulltrúar 195 ríkja heims sitja á skrafi og freista þess að ná samkomulagi í málum þar sem afar ólíkir hagsmunir tog- ast á. Vonast er til að fundirnir í Bonn beri árangur og létti undir með ráðstefnufulltrúunum. „Óhreinki á sér hendurnar“ Stofnunin World Resources Institute, sérfræðingaráð í Wash- ington er fjallar um umhverfismál, segir að samningamenn í Bonn verði að vera reiðubúnir að „óhreinka á sér hendurnar“ og leiða ágreiningsefni til lykta áður en að Parísarráðstefnunni kemur. Sam- komulag sem menn sjá fyrir sér þar stefndi í að verða það metn- aðarfyllsta í sögunni í baráttunni gegn hlýnun lofthjúpsins. Beið það samningamanna að fara yfir línu fyrir línu í texta 20 síðna draganna að nýjum loftslagssáttmála og ganga frá þeim í endanlegri mynd. Í drögunum mun enn hafa verið að finna fjölda valkosta um hvernig draga mætti úr losun gróðurhúsa- lofts sem vísindamenn segja að stuðli að hnattrænni hlýnun. Eins og ætíð á við um samningaviðræður undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna byggist niðurstaða á al- mennu samkomulagi allra, eða alla vega sem flestra. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að litlir ríkjahópar stöðvi mál og segir stofnunin World Resources Institute að það yrði meiriháttar áfall ef einhver ríki höfnuðu drögunum sem til umfjöll- unar eru í Bonn. Gerðist það hefðu samningamenn lítinn tíma og tak- markað svigrúm til að skrifa ný drög fyrir Parísarráðstefnuna. „Hver sem niðurstaðan í Bonn verður, þá gæti hún rutt leiðina fyr- ir hnattrænu samkomulagi í París sem markað gæti tímamót í aðgerð- um í þágu loftslagsins sem veröldin þyrfti á að halda. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að meitla inn í samkomulagið smáat- riði útfærslunnar hafa embætt- ismenn nátengdir samningaumleit- unum sagt ný og smækkuð drög að samkomulagi í París til marks um að þjóðir heims væru að nálgast sameiginlega niðurstöðu. „Nýju drögin kveða á um mun samheng- isbetri og gagnorðari nálgun, þótt úr ýmsum atriðum megi bæta,“ segir David Waskow, framkvæmda- stjóri loftslagsverkefna stofnunar- innar World Resource Institute. „Ekkert plan B og engin pláneta B“ Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ) leggur áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi í loftslagsmálunum. Hvatti hann þjóðir heims í vikunni til að líta út fyrir ramma sinna nán- ustu hagsmuna á Parísarráðstefn- unni. Ban sagði að samningaviðræður hefðu til þessa verið „hæggengar“ og „svekkjandi“ vegna þess að samningamenn hefðu einbeitt sér um of að „þröngum þjóðarhags- munum sínum“. Hvatti framkvæmdastjórinn samningamenn til að slá í klárinn því ekki væri um neina valkosti að ræða. „Við erum ekki með neitt plan B því við erum ekki að fást við neina plánetu B,“ sagði Ban Ki- moon á blaðamannafundi í Brat- islava í Slóvakíu í vikunni. „París er engin endastöð, heldur ætti ráðstefnan að marka þáttaskil í tilraunum okkur til að bregðast við loftslagsbreytingunum,“ sagði Ban. Bætti hann við og sagðist „sæmi- lega bjartsýnn“ á að árangursrík niðurstaða fengist á Parísarráð- stefnunni. Síðustu stórtilraunir til að ná samkomulagi um loftslags- málin áttu sér stað í Kaupmanna- höfn 2009. Þær misheppnuðust að verulegu leyti vegna rifrildis ríkra þjóða og snauðra um hvernig deila skyldi byrðum af aðgerðum gegn hlýnun lofthjúpsins. Sæmileg bjartsýni á samning í París  „París er engin endastöð, heldur ætti ráðstefnan að marka þáttaskil í tilraunum okkar til að bregð- ast við loftslagsbreytingunum,“ segir Ban Ki-moon  Íslendingar leggja fram nýja sóknaráætlun AFP Umhverfislist Umhverfisráðstefna SÞ verður í París. Verið er að reisa verk eftir listamanninn Milene Guermont á Concorde torgi í tilefni af henni. Morgunblaðið/RAX Horfin saga François Hollande, forseti Frakklands, skoðaði Sólheimajökul þegar hann sótti ráðstefnuna Arctic Circle á Íslando í síðustu viku og sagði við það tækifæri, að honum liði eins og hann sæi mannkynssöguna hverfa. Sex íslensk ráðuneyti vinna nú að undirbúningi Parísarráð- stefnunnar en þar munu Íslend- ingar meðal annars leggja fram nýja sóknaráætlun í loftslags- málum. Þetta kom fram í svari Sigrúnar Magnúsdóttur um- hverfisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í vikubyrjun. Fram að þessu hefur aðeins verið tilkynnt að Íslendingar verði með í sameiginlegu mark- miði Evrópusambandsins um 40% samdrátt miðað við árið 1990 fyrir árið 2030. Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir muni draga úr sinni losun um 40% en íslensk stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki sagt til um hversu mikið dregið verður úr losuninni hér á landi. Umhverfisráðherra hafði ekki svar við því hvert framlag Ís- lands yrði. Hún sagði að nú væri unnið að nýrri sóknaráætlun með markmiðum Íslands sem lögð yrði fram á Parísarfund- inum. Hún fæli meðal annars í sér að dregið yrði úr nettólosun, samvinnu á alþjóðavísu og efl- ingu á stjórnsýslu og vöktun á loftslagsmálum. Sóknar- áætlun lögð fram í París ÍSLAND FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fulltrúar tæplega 200 ríkja hófu á mánudag í Bonn í Þýskalandi loka- lotu viðræðna er hafa það að mark- miði að ná samstöðu um drög að yf- irlýsingu fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem hefst í París 30. nóvember næst- komandi og stendur í tvær vikur. Verkefni hennar er að fastsetja stefnuna í loftslagsmálum frá þeim tíma er Kyoto-samkomulagið renn- ur sitt skeið, árið 2020. Spenna ríkti við upphaf samningafundanna í Bonn og verður það eitt helsta verkefni fulltrúanna að draga úr henni og jafna ágreining um leiðir til að takmarka frekari hlýnun loft- hjúps jarðarinnar við 2 gráður á celsíus. Það sem fyrst og fremst hefur valdið spennu er ágreiningur um fjármögnun aðgerða til að draga úr hlýnun lofthjúpsins. Efasemdir eru um að fyrirheit ríkari þjóða heims dugi til að fjármagna mótvægis- aðgerðir í löndum sem harðast verða úti vegna loftslagsbreyting- anna. Ýmis umhverfisverndar- samtök segja 20 blaðsíðna sam- komulagsdrög, sem fyrir fundunum í Bonn liggja, ekki ganga nógu langt. „Drögin eru hættulega skammsýn,“ höfðu þýskir fjölmiðlar á mánudag á eftir Jan Kowalzig, sérfræðingi bresku umhverf- issamtakanna Oxfam. „Á öllum helstu sviðunum uppfylla drögin ekki lágmarkskröfur um metnaðar- fullt og réttlátt samkomulag,“ bætti hann við. Í drögunum, sem upphaflega voru 90 síður en fækkaði í 20 í byrj- un október, er það haft að mark- miði, að hlýnun lofthjúpsins aukist ekki meira en annaðhvort um 2°C eða 1,5°C . Fulltrúum á Par- ísarfundinum (COP21) verður látið eftir að þrátta um endanlega tölu. Í drögunum eru enn margar auðar og óútfylltar línur þar sem gert er ráð fyrir skýringum á útfærslu samþykkta ráðstefnunnar, en von- ast var til að fylla mætti þar í á fundunum í Bonn, en aðeins eru rúmar fimm vikur í að loftslags- ráðstefnan hefjist. Tæknilega og pólitískt gerlegt Drögin kváðu einnig á um áform um fjárhagslegan stuðning til að auðvelda snauðari ríkjum heims að draga úr mengun og laga sig að breytingum sem þegar eru að eiga sér stað í umhverfinu af völdum hlýnunar. Takmarkið er að veita sem svarar 100 milljörðum dollara á ári vegna þessa frá 2020. Frammámenn hafa borið lof á þann árangur sem náðst hefur und- anfarið í aðdraganda og undirbún- ingi Parísarráðstefnunnar. Fremst- ur er það meðal jafningja Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. Hann segist fastlega búast við því að COP21-ráðstefnan verði árang- ursrík. Á síðasta toppfundi lofts- lagsráðstefnunnar, í Kaupmanna- höfn 2009, varð ekkert samkomulag um aðgerðir. Nú hafa aftur á móti tæplega 150 ríki heims lagt fram að undanförnu uppkast að eigin skuldbindingum um takmörkun á losun skaðlegra lofttegunda. Ná þessi heit til um 90% hnattrænnar losunar og segja einstök ríki að hér sé um að ræða skuldbindingar sem séu tæknilega og pólitískt gerlegar. Eiga framlög og fyrirheit þessi sér engin for- dæmi að umfangi. Greinendur segja samt að sam- anlagt dugi þau þó ekki til að halda hlýnunaraukningunni undir 2°C. Þá skorti á sanngjarna dreifingu miðað við sögulega ábyrgð á ástandinu og ríkidæmi þjóða. Að mati umhverf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.