Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 51

Morgunblaðið - 22.10.2015, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 Glerið á þakinu Þessir verkamenn eru greinilega ekki lofthræddir þegar þeir færa glereininguna á réttan stað. Eva Björk Á dögunum voru kynntar í rík- isstjórn tillögur að verkefnum og áherslum Íslands í loftslagsmálum, sem kynntar verða í tengslum við 21. aðildarríkjaþing Loftslagssamn- ings Sameinuðu þjóðanna í París í desember næstkomandi. Stefnt er að því að ríki jarðar sameinist um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hnatt- rænu samkomulagi í loftslags- málum til 2030 á fundinum í París. Stærstu tækifærin eru í orku- málum. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi á alþjóðavísu hvað varðar loftslagsvæna orku. Við njót- um ákveðins forskots frá náttúrunn- ar hendi að því leyti að hér kemur nær öll orka til rafmagns og hit- unar frá endurnýjanlegum orku- gjöfum. Nú er lag að taka næsta skref og nýta endurnýjanlega orku á fleiri sviðum. Þar blasa tækifærin við og við þurfum að hugsa stórt. Forsætisráðherra hefur þegar lýst yfir þeirri skoðun sinni að Ísland eigi að stefna að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Þar þurfa nýir orkugjaf- ar að koma í staðinn. Í Stjórnarráðinu er unnið að því að setja raunhæf mark- mið í loftslagsmálum til lengri tíma sem verða útfærð í nýrri sóknaráætlun og kynnt á fundinum í París í desember. Sem dæmi um verkefni má nefna að nýta þarf rafmagn á bílaflotann í mun meiri mæli en nú er gert og styrkja þarf og stuðla að loftslagsvænni tækni í sjávarútvegi. Íslensk ný- sköpunarfyrirtæki hafa þróað framsæknar lausnir og að þeim grænu sprotum þarf að hlúa. Einnig hafa fyrstu skref- in verið stigin til eflingar skógræktar og landgræðslu, sem græðir landið og bindur kolefni úr andrúmslofti um leið. Þá er matarsóun einnig stórt loftslagsvandamál því 30% mat- væla heimsins enda í ruslinu. Loftslagsvandinn er langtímaverkefni og verður ekki leystur í einu skrefi. En lausnir og tækniþróun sem grillir í gefa tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Um leið þurfum við að gæta að því að fjölmargar ákvarðanir, bæði stjórnvalda og almennings, sem og daglegar athafnir hvers og eins hafa áhrif í loftslagsmálum. Þannig má segja að lykillinn að fram- tíðinni sé í okkar eigin höndum. Eftir Sigrúnu Magnúsdóttur » Lausnir og tækniþróun sem grillir í gef- ur tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Sigrún Magnúsdóttir Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Unnið að verk- efnun í lofts- lagsmálum Það er ekki á hverj- um degi sem augu um- heimsins beinast að norðurslóðum og sviðs- ljósið fellur á Ísland í leiðinni. Þetta var þó að gerast um síðustu helgi þriðja árið í röð á ráðstefnunni Arctic Circle eða Hringborð norðursins sem sótt var af nær 2000 skráð- um þátttakendum. Þessi liðsafnaður átti það sameig- inlegt að fræða og vilja fræðast um umhverfi norðurslóða, miðla af þekkingu og niðurstöðum rannsókna og fjalla um leiðir til að bregðast við hröðum umhverfisbreytingum á norðurskautssvæðinu. Þarna birtist Frakklandsforseti rifinn upp úr dagsins önn heima fyrir, forsætis- ráðherrar vestnorrænu landanna og sendiherrar fleiri en tölu væri á komið, háskólanemar og áhugafólk um umhverfisvernd og umfram allt fjöldi vísindamanna sem miðluðu áheyrendum af niðurstöðum sínum á þessum þriggja daga fundi. Þakkavert frumkvæði forseta Íslands Ég hef fylgst með þessu hring- borði í Hörpu frá byrjun og fundið hvernig það hefur þroskast að innihaldi og dregið að sér vax- andi athygli umheims- ins þannig að fáir sem það sækja efast lengur um að hér sé á ferðinni atburður sem er kom- inn til að vera. Það fer ekki leynt að þessi samkoma er verk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem fléttaði saman þá þræði sem þurfti til að búa til viðburð af þessu tagi og hefur með því komið Íslandi á heimskortið í alþjóðlega mikilvægu samhengi. Sem frumkvöðull er hann hér að uppskera af áratuga langri reynslu á alþjóðavettvangi, sem hófst að marki fyrir aldarþriðjungi þegar hann gerðist forystumaður í sjálfsprottnum þingmanna- samtökum sem kölluðu sig Parlia- mentarians for Global Action. Mörg- um hefur þótt Ólafur sigla hátt á ferð sinni um heiminn og ekki hafa allar áherslur hans hitt naglann á höfuðið. Síðustu árin hefur hann hins vegar bæst í hóp þeirra þjóð- höfðingja sem átta sig á þeim af- drifaríku umhverfisbreytingum sem sverfa að mannkyninu og láta ekkert heimshorn ósnortið. Sem grannríki við heimskautið er Ísland statt í miðri hringiðu sem gjörbreytt getur aðstæðum og ekki verður við ráðið nema allir leggist á eitt. Vaxandi athygli á norðurslóðum Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með breyttu viðhorfi um- heimsins til norðurslóða síðasta ald- arfjórðung. Í aðdraganda Ríó- ráðstefnunnar 1992 var norður- skautið ekki talið verðskulda umfjöllun sem sérstakt svæði. Í okk- ar heimshluta snerist umræðan þá mest um stækkun Evrópusam- bandsins. Í greinargerð með þings- ályktunartillögu um Norðurstofnun á Akureyri sem undirritaður flutti 1994 voru niðurlagsorðin þessi: „Nú um skeið hafa forráðamenn þjóða í norðanverðri Evrópu litið mest í suðurátt og eru Íslendingar í þeim hópi. Mál er að horfa til fleiri átta og þar er norðrið nærtækt og örlaga- valdur í lífi þjóðarinnar fyrr og síðar. Brýnt er að efla þekkingu okkar á norðurslóðum til að geta stuðlað að sjálfbærri þróun á þessu svæði sem miklu varðar um afkomu Íslend- inga.“ Síðan þá hafa stofnun Vil- hjálms Stefánssonar, Háskólinn á Akureyri og margir fleiri lagt til góðan skerf, þrátt fyrir takmörkuð fjárráð. Alþjóðleg þáttaskil urðu í norður- málefnum með stofnun Norður- skautsráðsins (Arctic Counsil) árið 1996 með þátttöku átta þjóðríkja að Íslandi meðtöldu, fulltrúum frum- byggja á svæðinu og nú með um 30 áheyrnaraðilum utan svæðisins, þar á meðal Kína, Þýskalandi og Bret- landi. Sú grundvallarregla í starfi ráðsins að þátttökuríkin verði að standa saman að ákvörðunum hefur gefist vel að flestra mati og tekist hefur að þoka þar málum fram, þrátt fyrir margvísleg boðaföll í sam- skiptum stórvelda sunnar á hnett- inum. Hlýnunin og súrnun sjávar Á vegum Norðurskautsráðsins hefur verið safnað saman fjölþætt- um upplýsingum um hafís, lífríki, mannlíf, mengun og aðra umhverf- isþætti á norðurslóðum. Um það vitnar fjöldi útgefinna skýrslna, m.a. samantekt um líffræðilega fjöl- breytni í norðri (CAFF 2013). Fyrsta skýrsla ráðsins um loftslags- mál kom út 2004 þegar fram voru komnar vísbendingar um langtum örari hlýnun á norðurslóðum en á suðlægari breiddargráðum. Sú vitn- eskja skýrir m.a. öra bráðnun íssins í norðurhöfum, en hann gæti heyrt sögunni til í lok þessarar aldar. Súrnun sjávar tengist þessum breyt- ingum og áhrifin á veðurkerfi eru talin geta orðið stórfelld. Aðrir þætt- ir eins og þiðnun sífrera kunna að magna enn frekar upp þær breyt- ingar sem þegar eru í gangi. Enginn er eyland í þessu umróti og fyrir okkur Íslendinga sem fiskveiðiþjóð er hér augljóslega mikið í húfi. Loftslagsmálin og olíuvinnsla Orsakavaldur þeirra manngerðu loftslagsbreytinga sem nú eru rædd- ar á samkomum víða um heim er orkubúskapur með jarðefnaelds- neyti. Á norðurslóðum er að finna um fjórðung af ónotuðum forða slíkra efna. Nýtingu þeirra sem orkugjafa verður ekki líkt við annað en sjálfsmorð. Á ráðstefnunni í Hörpu lýstu færeyskir stjórnmála- menn vonbrigðum yfir að 20 ára ol- íuleit hefði engum árangri skilað. Rödd úr sal óskaði þeim til hamingju með þessa niðurstöðu. Íslenski for- sætisráðherrann átti síðasta orðið á ráðstefnunni. Hann missti af því gullna tækifæri að aflýsa öllum áformum um leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu. Eftir Hjörleif Guttormsson » Það fer ekki leynt að þessi samkoma er verk Ólafs Ragnars Grímssonar sem fléttaði saman þá þræði sem þurfti til að búa til við- burð af þessu tagi. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Hringborð norðursins í Hörpu var ánægjulegur stórviðburður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.