Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 56

Morgunblaðið - 22.10.2015, Page 56
Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. JÓLAbakstur Þegar piparkökur bakast, og annað góðgæti til jólanna, er vissara fyrir kökugerðarmann að hafa hveiti við höndina enda er mjöl í einhverri mynd uppistaðan í flestum upp- skriftum að jólabakstri. Þar kemur Kornax til skjalanna, eins og mark- aðsstjórinn Emilía Sjöfn Kristins- dóttir segir frá. Hún bendir á að mismunandi litaðir hveitipokarnir gefi til kynna innihaldið. „Við seljum hveiti, heilhveiti og rúgmjöl sem við framleiðum sjálf og svo flytjum við inn glútenlaust mjöl frá Finax,“ útskýrir Emilía. „Auð- velt er að þekkja muninn á tegund- unum því pokarnir eru mismunandi að lit. Heilhveitið okkar er í grænum poka, er trefjaríkt og hentar í bakst- ur á grófu brauði. Heilhveitið er góð- ur kostur fyrir þá sem vilja hugsa um heilsuna. Rúgmjölið er í brúnum poka og er til dæmis notað í rúg- brauð og sláturgerð. Svo eru tvær tegundir af fínu hveiti í rauðum og bláum poka. Munurinn á hveitinu er sá að í rauðu pokunum er hveiti sem innheldur u.þ.b. 11% prótein sem er kjörið í alhliða heimilisbakstur t.d. til að baka kökur og sætabrauð. Það má einnig nota til hvers konar mat- seldar. Í bláu pokunum er hveiti með hærra próteininnihaldi, eða 13%. Það er betur fallið til brauð- og pitsubaksturs, hvort sem er á hefð- bundinn hátt eða í brauðvél.“ Emilía bætir því við að hjá Kornax sé rann- sóknarstofa þar sem reglulega séu framkvæmdar gæðaprófanir. „Þá fylgjumst við með styrk glútensins og sjáum til þess að ensímvirknin í hveitinu sé hæfileg til að hámarka baksturseiginleika hveitisins.“ Aðspurð hvort framleiðslan taki mið af árstíðunum segir Emilía að svo sé vissulega. „Í sláturtíðinni eykst framleiðsla á rúgmjölinu okkar enda hentar það mjög vel til sláturgerðar og í flat- köku- og rúgbrauðsbakstur. Þegar nær dregur jólum framleiðum við svo töluvert meira af rauða hveitinu okkar sem flestir þekkja. Emilía bendir á að „rauða“ hveitið henti best í alhliða bakstur en fyrir þá sem þjást af glútenóþoli þá sé fína Finax-mjölið góður kostur í jóla- baksturinn,“ segir Emilía að end- ingu. Súkkulaðibitasmákökur frá Ömmu Sjöfn 1 bolli + 2 msk. hveiti ½ tsk. salt ½ tsk. matarsódi ½ bolli smjör (ca. 100 g) 6 msk. púðursykur (dökkur) 6 msk. sykur (eða ljós púðursykur) ½ tsk. vanilludropar ¼ tsk. heitt vatn 1 egg 1 bolli ca. saxaðar hnetur og súkku- laðibitar (má vera meira eftir smekk) Hræra saman smjör og sykur, svo vanillu, vatn og egg. Bæta svo þurr- efnum hægt út í og síðast með sleif hnetur og súkkulaði. Móta litlar kökur með 2 tsk. og baka í miðjum ofni við ca. 200°C í 10- 12 mín. Konfektkökur 250 g KORNAX-hveiti 250 g smjör 250 g sykur 1 tsk. salt 1 egg 400 g Odense-marsípan Rifsberjahlaup, eða önnur sulta eftir smekk hvers og eins 400 g Síríus Konsum súkkulaði Valhnetukjarnar til að skreyta með Hitið ofninn í 150°C. Myljið smjör- ið í hveitið. Blandið sykri og salti saman við. Bætið eggi út í og hnoðið í samfellt deig. Kælið deigið vel. Fletjið deigið þunnt út og stingið út litlar kökur. Raðið þeim á bökunar- pappír á ofnplötu og bakið í 20 mín. eða þar til þær eru farnar að taka lit. Kælið botnana. Fletjið marsípanið út. Fallegast er að hafa það álíka þykkt og botnarnir eru. Stingið það út í sömu stærð og botnarnir eru. Leggið köku og marsípan saman með þunnu lagi af sultu á milli. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Hjúpið hverja köku með súkkulaði og skreytið með ½ -¼ hluta úr val- hnetu. Raðið kökunum á sléttan flöt, t.d. bökunarplötu sem er klædd ál- pappír. Geymið kökurnar í lokuðu íláti í ísskáp. Góð ráð: Til að fá nákvæmlega sömu stærð á köku og marsípani má skerpa út- línur á kökunni, þegar hún er nýbök- uð, með því að nota sama mót og þær voru stungnir úr með. Ef þið gerið þetta þurfið þið að hafa hraðar hend- ur því þær þurfa að vera heitar. Gott er að nota tvo gaffla við að hjúpa. Dýfið köku í súkkulaðið. Haldið henni með öðrum gafflinum en notið hinn gaffalinn til að setja súkkulaðið yfir hana. Gott er að halda kökunni smástund á gafflinum og strjúka jafnóðum súkkulaðið und- an sem lekur niður. Á þennan hátt næst að fá sem minnstan stall á kök- una áður en súkkulaðið storknar. Pekanhnetukökur Deig: 220 g smjör 80 g rjómaostur 75 g sykur 2½ dl KORNAX-hveiti 1 tsk. möndludropar 100 g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Siríus Stillið ofn á 180°C. Hrærið vel saman smjör, rjómaost og sykur. Bætið hveiti, möndludropum og hvítu súkkulaðidropunum saman við og hrærið þar til allt er vel sam- lagað. Setjið deigið í kæli í u.þ.b. 15 mín. (þá er auðveldara að vinna með deigið). Búið til litlar kúlur (á stærð við teskeið) úr deiginu og setjið í lítið múffuform. Þrýstið deiginu vel niður í formið og upp með hliðunum þann- ig að það myndi einskonar skál fyrir fyllinguna. Setjið fyllingu ofan í hol- una og bakið í 15 mín., til skrauts má bræða afganginn af súkku- laðidropunum og sprauta yfir kök- urnar. Látið kökurnar kólna og takið þær þá úr múffuforminu. Geymið gjarnan í frysti. Fylling: 2½ dl púðursykur 1 egg 1 msk. brætt smjör, kælt lítillega 1 tsk. vanilludropar 100 g pekanhnetur Setjið púðursykur, egg, smjör, vanilludropa og pekanhnetur saman í skál og hrærið saman. Af pokunum skuluð þér þekkja það  Allrahanda mjöl til jólabaksturs  Heilhveitið er heilsusamlegur kostur  Töluverð framleiðsluaukning fyrir jólin Morgunblaðið/Styrmir Kári Emilía Sjöfn Krist- insdóttir, markaðstjóri hjá Lífland/Kornax.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.